Vísir - 29.10.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 29.10.1962, Blaðsíða 16
 TSMÍ:. HHÉÉS . .-.v.-.-.-.-. .w .-.-.■.v.-.-..-... / .............. My fair Lady eigriast son Vísi barst sú frétt í morg- un frá Kaupmannahöfn, að snemma dags hefði hin ís- lenzka „My Fair Lady“ eign- azt myndarlegan 14 marka son og er líðan móður og bams góð. Blaðið sendir þeim hjónum Völu Kristjánsson og Bene- dikt Árnasyni hamingjuósk- ir í tilefni þessa. Eftir hinn harða árekstur. Það er ógnar- og alvörusvipur á nærstöddum, slösuð stúlka borin út úr bílnum, maðurinn á bak við blóðugur. Fimm manns slasast á Fimm manns slösuðust og sex manna bifreið ónýttist í hörðum bifreiðaárekstri á mótum Réttar- holtsvegar og Bústaðavegar um níu leytið í gærkveldi. * Áreksturinn varð, er þessum 6 manna bíl var ekið suður Réttar- holtsveginn, en er hann var kom- inn að gatnamótum Bústáðavegar, þá bar þar að lítinn trukkbíl, sem var á leið austur Bústaðaveginn. Báðum ökumönnum bar saman um það, að hafa séð hvöb til ánnábál en ekki fvrr en um seinan, og úr því var árekstur óhjákvæmilegur. Trukkurinn lenti á miðri fólks- bifreiðinni, þannig að báðar hurð- irnar gengu inn og kastaðist bíll- inn að því búnu hliðhallt út á veg- brúnina, en trukkurinn sneristíhálf hring. í honum voru þrír menn, og sluppu allir við meiðsli. í fólks- bifreiðinni voru fimm manns, þar af fjögur systkini, og slasaðist allt, en þó ekki alvarlega, að talið er. Reyndar var ekki að fullu búið að rannsaka meiðsli stúlku í gærkveldi, en læknar töldu hana þó ekki mikið slasáða. Fólkið hlaut allt meiri eða minni skrámur og skarst auk þess lítil- lega sumt. Sá, sem bílnum ók, heit- ir Ólafur Magnússon, Gnoðavogi 84, en tveir bræður hans og ein systir voru með honum, Þórólfur Magnússon, Gnoðavogi 84, og Jón Magnússon og Anna Magnúsdóttir, bæði til heimilis að Innra Ási í Strandasýslu, og loks var með þeim stúlka að nafni Valgerður Bene- diktsdóttir frá Hólmavík. Þau voru öll flutt í Slysavarðstofuna. Lögreglumenn, sem á staðinn komu, töldu óhugsandi að hasgt yrði að gera við bílinn, hann væri allur ein rúst eftir áreksturinn. Þetta er í annað skipti á stutt- um tíma, sem slys verður á þessum gatnamótum, og í það skipti ónýtt- ist bifreið einnig algerlega. Auk þess hafa margir minni háttar á- rekstrar orðið þarna að undanförnu og eru þessi gatnamót í röð mestu á: jkstrarstaða borgarinnar. Virðist óhjákvæmilegt að koma þama upp stöðvunarmerki. HcGndrifasöf nunin: Svona leit bíllinn út eftir áreksturinn. Hann er sagður gerónýtur. iinarOl. Svemssoa forstöðumaður VISIR Mánudagur 29. október 1962. 180 þás. íslendingar hafa rafmagn 1964 26. október síðastliðinn skipaði forseti íslands próf. Einar Ól. Sveinsson dr. phil. forstöðumann Handritastofnunar íslands frá 1. nóvember næstkomandi að telja. Verður próf. Einar Ólafur jafn- framt áfram prófessor við Heim- spekideild háskólans með takmark- aðri kennsluskyldu. Vísir sneri sér í morgun til próf. Einam í tilefni hins nýja starfs hans. Kvað hann fullsnemmt að ræða þetta mál við sig nú, þar sem málið er enn á byrjunarstigi. Að- spurður hvaða skoðun hann hefði á væntanlegri starfsemi handrita- stofnunarinnar, sagði hann: Ég tel þessa stofnun ákaflega mikil- væga og mikill vandi mér á hönd- Framh. á bls. 5. Ingólfur Jónsson raforkumálaráð herra sagði m. a. í ræðu, sem hann flutti, er Vestmannaeyingar fengu Sogsrafmagnið f fyrradag, að þeg- ar framkvæmd 10 ára áætlunarinn- ar um rafvæðingu landsins lýkur í árslok 1964, myndu 180 þúsund íslendingar hafa fengið rafmagn, eða fleiri en íbúatala landsins er f dag, og aðeins myndu þá um 800Ö manns vera án rafmagns. Það er m. ö. o. gert ráð fyrir að fólksr fjöldinn í landinu verði þá nær 190 þúsund. Ráðherrann ræddi einnig í þessu sambandi um hvaða stórvirkjanir kæmu helzt til greina á næstunni, og sagði að ákvörðun yrði tekin um það í vetur, hvaða virkjunarstaður yrði fyrst fyrir valinu. Hann sagði, að ef ekkert væri að gert, yrði kominn rafmagnsskortur 1965 á orkuveitusvæði Sogsins. En nú væri bæði unnið að því að koma upp nýrri vélasamstæðu við írafossstöð- ina, sem komin verður í gagnið fyrir lok næsta árs, og auk þess er stöðugt unnið að athugunum á nýjum stórvirkjunarstöðum. Þar koma til greina, að sögn ráðherr- ans, gufuaflsstöð í Hveragerði, virkjun við Hestvatn og 160 þús- und kílóvatta stórvirkjun Þjórsár við Búrfell. Ef ráðizt yrði í að virkja það afl allt í einu, þyrfti jafnframt að koma upp stóriðju til hagnýtingar á rafmagninu. En ráðherrann nefndi, að sennilega yrði og hægt að virkja þar aðeins 60 þúsund kílóvött til að byrja með, sem yrði þá miðað við almenna raf magnsnotkun, og stóriðja kæmi ekki fyrr en virkjunin hefði verið aukin. Ingóifur Jónsson sagði að verið væri að bera saman áætlanir um alla þessa virkjunarmöguleika og ákveðið yrði í vetur hvaða virkj- un yrði fyrt ráðizt í. VEGIR 0FÆRIR i hríðarveðrinu í nótt lokuðust flestir vegir til Reykjavíkur, en Vegagerðin sendi í morgun strax ýtur og veghefla til að opna leið- irnar, og var verið að vinna að því fyrir hádegið í dag. í flestöllum brekkum utan við bæinn höfðu myndazt smærri eða stærri skaflar í nótt, þ. á. m. í Ár- túnsbrekkunni, hjá Lögbergi, við Sandskeiðið og víðar. Þá var Þrengslavegurinn lokaður öllum venjulegum bilum í morgun, en mjólkurbílunum tókst samt að brjótast í gegn. Vegagerðin sendi strax tæki á veginn, og var búizt við að hann opnaðist þá og þegar. Þingvallavegurinn lokaðist í nótt neðst í Mosfellsdalnum, á svoköll- uðum Ásum. Hvalfjarðarleiðin var lokuð í morgun gegnt Brynjudaln- um. Unnið var að því fyrir hádegið í dag að ryðja vegina á báðum þessum stöðum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.