Vísir - 30.10.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 30.10.1962, Blaðsíða 1
32. árg. — Þriðjudagur 30. október 1962. — 249. tbl. S/ónvarpskyfi þúsani kr. i í I útvarpsþætti í gærkveldi gaf menntamálaráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslason ýmsar merkar upplýs- ingar um sjónvarpið. Kvað hann ekkert því til fyr- irstöðu að hafizt yrði handa um tilraunasjónvarp hér á landi eft- ir tvö ár. Hann kvaðst ekki vera í vafa um að fjárhagsgrundvöll- ur væri fyrir íslenzku sjónvarpi ef að sjónvarpsleyfið kostaði 1000 krónur á ári og menn væru fúsir til að kaupa það við því verði. Þá mundi vera nægur grundvöllur fyrir sjónvarpi, sem næði til Faxaflóabyggða og Suð- urlandsundirlendis. Eins og Vísir skýrði frá fyrir nokkrum dögum, hefur útvarpið sent ríkisstjórninni tillögur um að byrjað verði á sjónvarpi hér á landi eftir 2 — 3 ár, ásamt nauð synlegum kostnaðarútreikning- Þrengsla vegur í notkun Þrengsíavegurinn nýi hef ur nú verið tekinn f notkun. Var byrj- að að fara hann fyrir helgina, vegna þess að hálka var á Hell- isheiði, en ekki þar, vegna þess hve miklu lægra Þrengslin eru. 1 fyrsta snjó vetrarins Iá við að vegurinn lokaðist. Á mánu- dagsmorgun áttu mjólkur- og vöruflutningabílar frá Selfossi í verulegum erfiðleikum með að komast leiðar sinnar. Var mesta ófærðin í brekku í Þrengslun- um, ekki langt frá þar sem Hell- isheif'r.rvegurinn liggur út af Þrengslaveginum. Voru sendar jarðýtur og veg- heflar til að hreinsa veginn, og var hann fljótlega l'ær öllum bíl- um. Myndin er tekin í gærkvöld, og sést á henni einn af vörubíl- unum frá Selfossi, við hlið jarð- ýtu, sem er á leið til baka frá þvf að hreinsa veginn. HESTUR FYRIR BÍL 1 Á laugardagskvöld um kl. 21,30 hljóp hestur fyrir bifreið sunnan við Þórustaði í Eyjafirði og slasaðist svo illa, að slátra varð honum. Ungt par frá Akur- eyri var á leið á dansleik að Freyvangi í nýrri Taunus-bif- reið, er hestur úr hópi hrossa, sem var á vegkantinum, hljóp fyrir bifreiðina og hentist fram- an á bílinn, braut framrúðu og beyglaði talsvert frambretti og vélarhús. Bifreiðarstjórinn fékk höfuðhögg við áreksturinn, en meiðsli hans voru ekki að fullu rannsökuð í gærkveldi, en munu sennilega ekki vera alvarleg. En eins og áður er sagt, var hest- urinn það illa farinn, að það varð að skjóta hann, NAFNIEiTURLYFJAMANNS- INS ENN HALDIÐ LiYNDU Yfirsakadómari sagði Vísi í morgun að hann teldi ekki tímabært að gefa upp nafn þess manns, sem fannst með fjölda eit- urlyfja í fórum sínum á miðvikudagskvöldið. Þeg- ir blaðið innti hann eftir ástæðunni kvað yfirsaka- dómari, Logi Einarsson, rannsókn ekki lokið og ekki væri enn vitað hvort naðurinn hefði aðhafzt nokkuð refsivert. Vísir spurði hvort ekki væri rétt að sum eiturlyfjaglösin hefðu ekki verið merkt Lyfjaverzluninni, sem ein selur lyf hér á Iandi. Það sagði yfirsakadómari að væri reyndar rétt. Þá spurði blaðið yfirsakadóm- ara, hvenær hann mundi gefa upp nafn mannsins, hvort það yrði að lokinni rannsókn. Yfirsakadómari kvað það allsendis óvíst, jafnvel þótt sakir sönnuðust á manninn. j Vfsir benti á að nöfn árásarmanna ! væru þó oftast birt almenningi. : Yfirsakadómari kvað það ekki allt- ' af vera gert. Blaðið spurði um \ hverjar reglur giltu um nafnabirt- i ingu í sakamálum. Yfirsakadómari 1 kvað engar reglur gilda um það. Blaðið spurði þá hvort yfirsaka- dómaranum væri kunnugt um, hvort nöfn manna, sem viðriðnir væru eiturlyfjamál f nágrannalönd- unum væru birt þar. Hann kvað sér ekki kunnugt um að neinar á- kveðnar reglur giltu þar heldur um nafnabirtingu. Vísir spurði þá, hvort maðurinn, sem eiturlyfin fundust hjá, hefði verið settur í gæzluvarðhald í sambandi við rannsókn málsins. Yfirsakadómari kvað það ekki vera. Þá spurði blaðið hve langt rann- sókninni á hendur honum væri komlð og hvenær henni myndi ljúka. Um það get ég ekkert sagt, svaraði yfirsakadómari. Hrakningar á Ðjúpi LftiII bátur frá Bolungarvik, Gissur Hvíti að nafni, ienti í hrakningum á sunnudaginn. — Höfðu þrír menn farið á hon- um til Aðalvfkur til að skjóta tófur og voru á heimleið, er vél bátsins bilaði. Höfðu bátsverjar ekki talstöð. Reyndu þeir að ná til Bol- ungarvfkur á seglum, en tókst ekki. Hrakti bátinn vestur yfir ísafjarðardjúp. Var hann kom- inn að Stigahlíð klukkan hálf- sjö um kvöldið, en hafði áður séð til bátsins Særúnar. Reyndu bátsverjar að vekja athygli á sér með því að kynda bál á dekkinu, en báturinn sigldi framhjá. Við Stigahlíð vörpuðu þeir akkerum á átta faðma dýpi. Fór formaðurinn, Jón Vagnsson, í land á gúmmíbátnum og tókst að lenda, þrátt fyrir brim og illar aðstæður. Gekk hann síð- an til Bolungarvíkur og kom þangað klukkan fjögur um nótt ina. Voru þá allir bátar í burtu, þar sem ekki var liggjandi við brimbrjótinn í Bolungarvfk sök- um veðurs. Fékk hann Vilmund Reimars- son á Sædísi, með sér til ísa- fjarðar, og fóru þeir þaðan á Sædísi og sóttu Gissur Hvíta. Höfðu tveir bátsverja verið í bátnum allan tímann. ant fer til Havanaídag U Thant, framkvæmda- stjóri S.Þ., mun fljúga til fvúbu í dag til viðræðna við Kastró forsætisráð- herra. Hann kveðst ekkert geta sagt um hvernig eft- irliti S.Þ. með niðurrifi eld- flaugastöðvanna verði hag að fyrr en hann hefur rætt við Kastró og samkomu- lag hefur náðst um aðgerð- irnar. Þó var tilkynnt í gærkvöldi að Sameinuðu þjóðirnar hefðu óskað eftir aðstoð sænskra liðsforingja, sem áður hafa aðstoðað samtökin við að halda uppi lögum og reglu í Palestínu og síðar 1 Kongó. Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær, að hún hefði ákveðið að létta hafn banninu af Kúbu í þá tvo daga, sem U Thant framkvæmdastjðri mun dveljast í Havana. Er þetta gert samkvæmt sérstökum tilmæl- um U Thants. Taldi stjórnin þetta óhætt með tilliti til þess, að hin rússnesku vopnaflutningaskip, sem voru á leiðinni til Kúbu eru nú öll snúin c við og komin langt frá Kúbusvæð- inu á leið til rússneskra hafna. Á þetta boð Bandaríkjamanna og að sýna samkomulagsviija.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.