Vísir - 30.10.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 30.10.1962, Blaðsíða 3
VÍ%íR . Þriðjudagur 30. október 1962, 3 Á sunnudaginn var háskóla- hátíðin haldin i Háskólabíó. Voru viðstaddir athöfnina for- seti, rfkisstjóm, sendiherrar er- lendra ríkja auk annarra gesta. Hátíðin hófst með því að fluttir voru kaflar úr Háskóla- ljóðum Davíðs Stefánssonar við lög dr. Páls ísólfssonar. Flutti síðan háskólarektor, Ármann Snævarr, ræðu og lýsti aðstöðu skólans og ýmsum breytingum, sem orðið hafa á kennaraliði og fleiru. Að ræðu hans lokinni var aftur sungið úr hátíðaljóðum Davíðs og söng Þuríður Páls- dóttir einsöng. Því næst söng tvöfaldur kvartett háskólastúd- enta nokkur lög. Að því loknu ávarpaði rektor nýstúdenta, og gengu þeir síðan fyrir hann og tók hann í hend- ur þeirrá. Stilltu þeir sér sfðan upp á sviðinu, á bak við rektor og deildarforseta, sem sátu á svðinu, en aðrir kcnnarar sátu f sal. Síðastur nýstúdenta gekk upp Tómas Zoéga og flutti hann stutt ávarp fyrir hönd þeirra. Að lokum sungu svo allir þjóðsönginn. Hátíðin er nú haldin í þessu formi í fyrsta sinn og er óhætt að segja að mjög vel hafi tekizt. Var athöfnin mjög hátíðleg og skemmtileg. Á efstu myndinni sést er allir nýstúdentar eru komnir upp á sviðinu, en aðrir kennarar sátu háskólarektor og Tómas Zoéga. Á efri myndinni til hægri er tvöfaldur kvartett háskólastúd- enta, sem söng stúdentalög. Á neðri myndinni til hægri sést yfir hóp nýstúdenta, frammi i salnum. Neðst til hægri sjást stúdínur ganga í röð fyrir rektor. Neðst til vinstri er Svava Sig- urjónsdóttir, með blóm sem há- skólarektor gaf henni, en hún var fyrst nýstúdenta til að ganga upp. Háskólahátíð u

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.