Vísir - 30.10.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 30.10.1962, Blaðsíða 5
V í SIR . Þriðjudagur 30. október 1962. 5 fíugvélarbilun kmdrar landsleik íslenzka landsliðið í Körfuknatt | leik stóð ferðbúið kl. 7 í gærmorg un á flugvellinum í Reylcjavík, en á þeirri stundu átti flugvélin Ský- faxi frá Flugfélagi íslands að, leggja af stað með liðið, og fleiri farþega, samkv. áætlun til Glas- gow. Þar átti landsleikur íslend- inga og Skota í körfuknattleik að hefjast kl. 18.15 í gær. Það hefði orðið sögulegur leikur, fyrsti Iands leikurinn milli þessara þjóða. Og hann varð sögulegur því að hann var ekki haldinn, a.m.k. ekki á rétt um tíma. Það er skemmst af að segja að Skýfaxi gat ekki farið í sína ferð I gærmorgun vegna bilunar. Önnur flugvél, Hrímfaxi, kom til Rvíkur , frá Bergen kl. 15.36 í gær og var j látinn taka ferðina til Glasgow. i Hann hóf sig til flugs af Reykja-1 víkurflugvelli kl. 18.24 í gærkvöldi, eða*9 mínútum eftir að landsleikur inn í Glasgow átti að hefjast. — Hafði íslenzka landsliðið þá orðið að bíða 11 klukkustundir og 24 mín. eftir farkostinum. Er íslenzka liðið komst loksins til Glasgow var áliðið kvölds og skozku leikmennirnir á bak og burt. Þar með var girt fyrir að fyrsti landsleikurinn milli þessara þjóða væri haldinn mánudaginn 29. okt. 1962 eins og áformað hafði verið. Verður þá ekkert af þess- um landsleik? Það er ekki talið útilokað að hann verði haldinn á fimmtudag í næstu viku þegar ís- lendingarnir koma aftur úr Norður landaför sinni. Þeir áttu að fara frá Glasgow kl. 12.30 í dag til Kaupmannahafnar. Veturinn — Framh at 16 síðu: þótt þeir kæmu bílunum í gang. Þeir höfðu ekki keðjur eða snjó dekk og urðu fastir á miðri götu eða fóru út af. Verst var kannski að strætis- vagnarnir virtust alveg óund- irbúnir, að vetur væri að koma. Á mánudagsmorguninn mátti segja að allar strætisvagnasam- göngur kæmust í ólestur, enda voru sumir strætisvagnarnir keðjulausir og fóru út af. Sums staðar eins og inni á Langholts- vegi varð fólk að bíða 1 klukku- tíma eftir strætisvagni og sömu sögu var að segja víðs vegar í úthverfunum. Mörgum fannst líka að gatna gerðin hefði verið óviðbúin að vetur kæmi, því að þó snjóað hefði nær alla nóttina voru snjó hreinsunarmenn ekkert farnir að hreyfa sig fyrir venjulegan tíma og svo virtist sem sumir vegheflarnir væru ekki farnir að vinna fyrr en milli 9 og 10 um morguninn, þegar umferðar- öngþveitið var þegar orðið víða. Þannig kom þessi fyrsti snjór vetrarins öllum á óvart nema börnum og unglingum, sem létu ekki á sér standa að hefja snjó- bardaga og reisa snjókerlingar og snjóhús út um allan bæ. Fangelsi — Framhald af bls. 16 Eggert Böðvars falsaði hér i borg og norður á Akureyri í apríl s.l. 11 tékka samtals að fjárhæð kr. 46.596,50. Stefán Ingvi og Sigurð- ur tóku þátt í ávinningi af þessum brotum. Þessir þrír menn rituðu einnig fölsk nöfn í gestabækur á hótelum á Akureyri og sviku út gistingu og beina þar samtals kr. 1.324,15. Eggert Böðvars falsaði og seldi i marz s.l. tvo tékka samtals að f járhæð kr. 7.047,90 og dró sér þar að auki kr. 1.000,00. Stefán Ingvi falsaði og seldi í apríl og maí sl. 11 tékka samtals að fjárhæð kr. 14.224,00. Hann gerðist einnig sekur í marz og apríl sl. um ökugjaldssvik, sem námu samtals kr. 2.052,00 svo og ím hilmingu. Hafbór seldi í maí sl. 4 tékka sem hann vissi að voru falsaðir, samtals að fjárhæð kr. 5.554,00.1 Hins vegar var hann sýknaður af ákæru um að hafa tekið þátt í eyðslu andvirðis tveggja tékka, sem Eggert Böðvars hafði falsað, samtals að fjárhæð kr. 7.048,90 vit andi um að þeir væru falsaðir. Kristján sveik í marz og apríl sl. út samtals kr. 2.300,00 með því að gefa út 3 tékka á ávísanareikn- ing, sem var ekki til og ennfremur ók hann bifreið í júlí 1961 þreyttur og „þunnur“ eftir undanfarandi áfengis-neyzlu. Hins vegar var hann sýknaður af ákæru um hlut i deild í skjalafalsi og fjársvikum I Stefáns Ingva svo og af því að , hafa ekið bifreið undir áhrifum | áfengis. ' Sigurvin og Sigurður brutust inn í verzlun í Njarðvík I janúar sl. og slógu þar eign sinni á pen- ingakassa, sem í voru kr. 2.000,00 og 20 dollarar. Sigurvin og Sigurpáll Eiríkur tóku í apríl sl. bifreið að ófrjálsu og ók hinn fyrrnefndi henni undir áhrifum áfengis og án þess að hafa ökuréttindi. Við ákvörðu,. refsinga ákærðu var meðal annars tekið tillit til fyrri refsidóma og brota þeirra. Hlutu þeir þessar refsingar: Eggert Böðvars og Stefán Ingvi fangelsi í 15 mánuði hvor, Hafþór fangelsi i 7 mánuði, Kristján fang- elsi í 6 mánuði. Sigurvin fangelsi í 5 mánuði, Sigurpáll Eiríkur fang elsi í 4 mánuði, allir óskilorðsbund ið svo og Sigurður fangelsi í 10 mánuði skilorðsbundið í 3 ár. Kristján var sviptur leyfi til að stjórna vélknúnu ökuteeki í 6 mán uði og Sigurvin sviptur réttindum til að öðlast leyfi til að stjórna slíku tæki æfilangt. 32 aðilar, einkum kaupendur falsaðra tékka, gerðu í málinu fé- bótakröfur og voru þeim tildæmd- ar samtals kr. 79.814,30. Af þess- ari upphæð voru Eggert Böðvars og Stefán Ingvi dæmdir til að greiða samtals kr. 70.617,30. Loks voru ákærðu dæmdir til að greiða allan kostnað sakarinnar þar á meðal fjórir þeirra málsvarn arlaun verjenda sinna. Helge Ingstad kom við í Reykjavik í gær og sjást þeir hér með honum Kristján Eldjárn og Þórhallur Vilmundarson, en þeir komu til að heilsa upp á hann. Skýli reist yfir rústirnar í Lante aux Meadows Helgi Ingstad, norski landkönn- uðurinn, sem fann fornminjarnar í Lance aux Meadows, kom við hér í Reykjavík i gær á leið sinni frá Ameríku heim til Noregs. Með hon- um var ljósmyndarinn Hans Hvide Bang. Á flugvellinum tóku þeir Kristján Eldjárn og Þórhallur Vil- mundarson á móti Ingstad og ræddu við hann meðan hann dvald- ist hér. Ingstad kveðst vera viss um það, að rústimar I Lance aux Meadows séu norrænar að uppruna. Hann skýrir frá því, að kanadíski flug- herinn hefði nú tekið nákvæmar loftmyndir af svæðinu kringum Lance aux Meadows og það hefði ennfremur verið nákvæmlega kort- lagt. Þá hefur Ingstad lagt til við stjórn Nýfundnalands, að hún byggi skýli yfir rústirnar, sem annars er mjög hætt við að eyðileggist. Hef- ur stjórn Nýfundnalands fallizt á þetta og er smíði skálans þegar hafin. Síðan uppgreftrinum í Lance aux Meadows lauk fyrir tveimur mán- uðum, hefur Ingstad ferðazt með ljósmyndaranum Hans Bang víðs vegar um strendur Labrador og Ný- fundnalands í leit að einhverjum fleiri ummerkjum um forna byggð eða heimsókn norrænna manna, en sú leit hefur þó ekki borið frekari árangur. Skipaútgerðin M.s HEKLA fer vestur um land í hringferð 1. nóv. 1962. Vörumóttaka í dag til Patreksfjarðar, Sveinseyrar, Bíldu- dals, Þingeyrar, Flateyrar, Suður- eyrar, ísafjarðar, Siglufjarðar Dal víkur, Akúreyrar, Húsavíkur ög Raufarhafnar. Farseðlar seldir á miðvikudag. M.s. Heriólfur fer til Vestmannaeyja og Horna- fjarðar 31. þ.m. Vörumótttaka f dag til Hornafjarðar. Farseðlar seldir á miðvikudag. Mottei oiíu- kóngur iótinn Hænsnf brennn Nokkur hænsni brunnu inni eða köfnuðu i reyk, er geymsluskúr brann á Siglufirði um s. 1. helgi. Þetta geymsluhús var við Eyrar- götu 27 og hafði áður verið notað sem trésmíðaverkstæði, en seinna sem geymsla og hænsnakofi. Eldsins varð vart aðfaranótt unnud.. en eldurinn svo magn- aður, að húsið ónýttist áður en slökkviliðið fengi nokkuð að gert Þar brann og allt, sem inni í hús- inu var, m. a. hænsnin. Um siðustu helgi fórst ítalski olíukóngurinn Mattei er flutvél hans hrapaði til jarðar skammt frá Mílanó. Mattei var einn kunnasti j athafnamaður á Ítalíu. Hann var : kominn af fátaskum ættum, en j vann sig upp í það að verða einn áhrifamesti maður ítala og hálf- gerð þjóðhetja. Hann gerði olíu- einkasölu ítalska ríkisins að stór- veldi .innan og utan Ítalíu. En hann átti líka marga fjandmenn og leik- ur nokkur grunur á að sprengju hafi verið komið fyrir í flugvél- inni, sem hann fórst með. Féleagslíf Daglegar ikíðaferðir í Skíða kálann í Hveradölum. Farið kl. I og kl. 7 e. h. Ljós í brekkunni og lyftan í gangi. Afgr hjá ^ S. R. Skíðaráð Reykiavíkur. Ungling vantar til að bera Vísi út á Laugaveg efri. Upplýsingar á afgreiðslunni Ingólfsstræti 3. Dagblaðíð VÍSIR Lokað Skrifstofan verður lokuð eftir hádegi mið- vikudaginn 31. þ. m. vegna jarðarfarar. TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN, Arnarhvoli. hatfá&nÍAJcó HER RADEILD

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.