Vísir - 30.10.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 30.10.1962, Blaðsíða 6
6 V í S í R . Þriðjudagur 30. október 1962. Magnús Gíslason námstjóri: Nám og námsaðferðir Torsten Husén, prófessor í upp eldisfræði við háskólann í Stokk- hólmi, hefur nýlega gefið J:t leið- beiningar í bókarformi fyrir nem- endur, bar sem fjallað er um nám og námsaðferðir. 1 einum aðalkafla bókarinnar skýrir hann frá helztu aðferðum við lexíunám. Ég endursegi hér nokkur atriði úr þessum kafla. Hér er aðallega átt við lexíunám í svokölluðum lesgreinum. Ljóst er, að ekki eiga sömu aðferðir við allar námsgrein ar, þótt ýmis almenn atriði geti verið sameiginleg. Líklegt er, að flestir kannist við þessar aðferðir. Þær eru ekki nein nýmæli í sjálfu sér. Hér er frekar um gerfi eða röð gamalla og góðra aðferða að ræða, sem þessi ágæti sérfræðingur mælir með, að sé notað á ákveðinn, helzt vana- bundinn hátt, þegar lexía er lærð. Þessi aðferð greinist í fimm að- alþætti. í fyrsta lagi er nauðsynlegt að fá yfirlit yfir, hvað lexían fjaliar um — að hraðlesa eða líta yfir verkefnið og fá þannig nokkra hugmynd um meginatriðin. 1 öðru iagi að mynda spurning- ar — spyrja í huganum um meg- inatriði lexíunnar, — hvenær? — hvað? — hver? — hvernig? o. s. frv., eftir því, hvað við á hverju sinni. í þriðja lagi að lesa lexíuna ná- kvæmlega orð fyrír orð og festa aðalatriðin vel í minni, gjarnan aeð því að undirstrika eða skrifa hjá sér einstök atriði. í fjórða lagi að hlýða sjálfum sér yfir, — lesa dálítinn kafla, líta svo upp úr bókinni og endur- segja nokkur atriði í einu með eigin orðum, e. t. v. skriflega. í fimmta lagi að rifja upp aðal- atriði lexíunnar, eftir að nokkur tlmi er liðinn, frá því að lexían var iesin og lærð. Ég endurtek meginatriðin: að fá yfirlit, — að mynda spurning- ar — að lesa lexíuna nákvæmlega orð fyrir orð, — að hlýða sjálfum sér yfir, — og að rifja upp aðal- atriði lexíunnar að nokkrum tíma liðnum. Það er mjög mikilvægt að byrja á þvl að fá yfirlit yfir, hvað lexían fjallar um, bæði til þess að fá yfirsýn yfir námsefnið og engu síður til að fá samhengi, — að gera sér ljóst, hvaða tengsl eru milli lexíunnar og þess, sem áður er numið. Ef um stutt heimaverkefni er að ræða, þarf það e. t. v. ekki að taka nema fáar mínútur að hrað- lesa verkefnið og fá þannig nokkra hugmynd um inntak þess. En ef um heila bók er að ræða, eins og fyrir kemur hjá nemend- um I menntaskólum, sérskólum eða háskóla eða við lestur undir lokapróf, tekur slíkt yfirleitt Iengri tíma. En rannsóknir hafa sýnt, að þeim tlma er vel varið. Prófessor Torsten Husén segir frá slíkri köanun I áðumefndri bók. Tveir hópar námsmanna, er sýnt höfðu svipaðan dugnað f námi, fengu það verkefni að læra tiltekinn blaðsíðufjölda í kennslu- bók á afmörkuðum tlma. Annar hópurinn hagaði náminu þannig, að hann hraðlas fyrst verkefnið og fékk þannig yfirlit yfir náms- efnið, áður en nákvæmur lestur lexlunnar hófst. Hinn hópurinn las verkefnið vandlega frá upp- hafi til enda án þess að líta yfir meginatriði lesefnisins fyrst. At- ’-ugunin leiddi í ljós, að fyrr- nefndi hópurinn, sem byrjaði með yfirlitinu, skilaði 24% betri árangri til jafnaðar en hinn, sem notaði þá aðferð að lesa lexíuna vandlega frá orði til orðs án þess að líta yfir meginatriðin fyrst. Það þarf sérstaka þjálfun til þess að lesa þannig. Oft geta sér- nöfn eða önnur nafnorð, sem bera frásögnina uppi, myndað stak- steina eða stiklur, sem nota má við slíka hraðlestursaðferð. Þegar um heilar bækur er að ræða, er mikilvægt að byrja á að lesa vandlega bæði formála og efnis- yfirlit bókarinnar og fá þannig bæði samhengi og yfirsýn yfir, hvað bókin fjallar um, áður en einstök atriði eru numin. Næsta spor að markinu er að spyrja lexíuna útúr. Það lætur e. t. v. kynlega í eyrum, en þar sem við lesum hámsbækur til þess að auka þekkingu okkar, er mjög eðlilegt að nota þá aðferð að spyrja, — að vekja spurningar, sem lexían eða textinn getur gef- ið svör við. Það er hollt að þjálfa sig þannig í að fá fram aðalatriði lexíunnar, og oft er einnig spurt út úr námsefninu á svipaðan hátt af þeim, sem kann- ar kunnáttuna I kennslustund eða á prófi. Þriðja atriðið var að lesa lexí- una af kostgæfni orð fyrir orð með vakandi athygli og gera á ný greinarmun á aðalatriðum óg aukaatriðum, að strika undir í bókinni, en þó ekki of rriargt. Únd irstrikanir geta einnig verið til hagræðis við upprifjun námsefn- isins síðar. Oft er ráðlegt að gefa aðalmálsgreinum stuttar fyrir- sagnir og að tölusetja greinar eða S'IÐARI HLUTI liði, þar sem um upptalningu er að ræða. Einnig er skynsamlegt að skrifa nokkur meginatriði hjá sér á sérstakt blað eða í minnis- bók og gera jafnvel stutta út- drætti úr erfiðustu köflum náms- efnisins og endursegja þá þannig skriflega með eigin orðum. Umfram allt er nauðsynlegt að leitast við að auka orðaforðann með þvi að fá skýrða þýðingu þeirra orða og orðatiltækja, sem nemandinn skilur ekki að fullu hvað merkja. Skynsamlegt er að skrifa slík cu3 hjá sér — að gera sér þannig litla orðabók og fá orð- in umfram allt að fullu skýrð, annað hvort með aðstoð orðabók- ar eða eftir öðrum leiðum. Einhver mikilvægasti þáttur lexíunáms er að hlýða sjálfum sér yfir. Það þvingar nemandann til virkrar þátttöku í náminu og fest- ir námsefnið I minni , — vinnur Magnús Gíslason námstjóri. á móti gleymskunni. Þegar maður hlýðir sjálfum sér yfir, kemur glöggt í ljós, hvort maður hefur tileinkað sér námsefnið eða ekki, og auk þess er það þjálfun I að endursegj^., nái»S£|iHð með eigin orðum. Þaririig gétúr nemandinn bújð sig- úridir áð skua lexiunni á hliðstæðan hátt I skóla, 1 stuttu máli getur slík yfir- heyrsla verið í því fólgin, að nemandinn les dálítinn kafla af lexíunni I einu, nemur síðan stað- ar, lítur Upp úr bókinni og spyr sjálfan sig út úr þeim kafla, end- ursegir meginatriðin, t. d. helztu nöfn, reglur eða kennisetningar, ártöl o. s. frv. Að jafnaði gleymum við mikl- um hluta þess, sem við lesum, svo að segja jafnóðum. Sjálfsyfir- heyrslan vinnur öðru fremur á móti gleymskunni, sem stöðugt herjar á minnið eins og dávaldur. Sálfræðilegar rannsóknir hafa sýnt, að því fyrr sem slík yfir- heyrsla er framkvæmd eftir lestur lexíunnar, þeim mun auðveldara reynist nemendunum að nema námsefnið. Erfitt er að segja fyrir um hve miklum tíma skuli varið hlut- fallslega til slíkrar yfirheyrslu en tilraunir hafa sýnt, að oft er skyn samlegt að nota allt að því helming námstlmans heima til þess að hlýða sjálfum sér yfir lexíurnar, a. m. k. þegar um nýtt námsefni er að ræða, svo sem glósur I erlendum málum, for- múlur og reglur og því um líkt, en varla meiru en þriðja eða fjórða hluta námstímans, ef um upprifjun eða lestur frásagnar I samhengi er að ræða. — Vissu- lega er þetta einstaklingsbundið, og það er mjög svo háð lestrar- Ieikni nemandans, hve miklum tíma hann £2tur varið til hverrar lexíu. Þegar nemandinn hefur til- einkað sér lexíurnar lið fyrir lið að ýmsum Ieiðum, er ráðlegt, að láta nokkurn tíma liða, þar til námsefnið er rifjað upp að nýju. Þetta er velþekkt regla, og er þá skynsamlegt að taka önnur verk- efni fyrir eða að taka sér hvíld frá náminu. Álitið er að minnið sé háð vissum efnabreytingum I heilan- um og þurfi því tíma til að þróast þannig að það, sem lært er, þurfi tóm til að festast i minni. Þess vegna er upprifjun námsefnisins mjög mikilvæg. En allmargir nemendur eru kærulausir um lexíunámið og vanrækja það. Þeir læra hinar daglegu lexíur illa eða alls ekki mikinn hluta vetrarins, en reyna svo að bjarga því sem bjargað verður I lok námstímans. Þá er lesið af kappi, jafnvel nótt og dag, en oft með sorglega litlum árangri, þar sem nám er sízt af öllu áhlaupaverk. Það byggist fyrst og fremst á þrotlausu starfi og raunveruiegur árangur þess er I fyllsta máta háður ástundun og samvizkusemi og skynsamlegum vinnubrögðum. Oft er á það minnzt, að megin- ábyrgðin á námsárangri unga fólksins hvíli á skólunum og þá sérstaklega á kennaraliði skól- anna. ''íst er það rétt að starfsár- angur skóla er að mjög miklu leyti komnn undir hæfil. kenn- aranna og áhuga þeirra á starf- inu, en þó ekki nema að vissu marki. Hér kemur margt fleira til. Og vil ég þá fyrst og fremst nefna námsáhuga nemendanna sjálfra. Námsáhuginn er og hlýtur að verða driffjöður námsins. Hver er sinnar gæfu smiður. Skólinn og kennararnir geta veltt nemendum sínum ómetanlega hjálp, en það er þó, þegar allt kemur til alls, undir hverjum ein- stökum nemanda sjálfum komið, hver árangurinn verður, -— hverning til tekst um að leggja þann grundvöll, sem framtlðin byggist á, — að þroska vilja og heilbrigð viðhorf til náms og starfs og ábyrgðartilfinningu gagnvart eigin framtíð. ADALFUNDUR VARDBERGS Varðberg, félag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu, hélt aðalfund mánud. 22. okt. I Iðnó. Fundurinn var mjög fjöl- mennur og hvert sæti skipað. Guðmundur H. Garðarson, við- skiptafræðingur, formaður Varð- bergs, setti fundinn og síðan var Jón Arnþórsson kjörinn fundar- stjóri og Sigurður Hafstein ritari. Formaður flutti síðan skýrslu stjórnarinnar, sem sýndi að starf félagsins hafði verið mikið og fjöl þrett sl. starfsár. Efnt hafði verið til fimm al- mennra funda um efnið „ísland og vestræn samvinna", víðs vegar um land, kvikmyndir sýndar og ráð- stefnur haldnar og fulltrúar voru sendir á verkalýðsmálaráðstefnu í Kaupmannahöfn. Þá efndi félagið til ráðstefnu ungra manna frá NATO-ríkjunum að Bifröst í Borgarfirði i júni sl., um efnið „Atlantshafsþjóðirnar næsta áratug". Tókst ráðstefna þessi hið bezta. Nú um næstu helgi munu 9 á- hugamenn fara til Evrópu á veg- um félagsins og kynna sér mál- efni EBE, og ýmissa alþjuðlegra stofnana í Evrópu: Fer hópurinn til London og ræð- ir þar við bæði þá sem eru með og móti þátttöku Breta I EBE, en síðan verður haldið til Briissel, Parísar og Strassbourg og Bonn. Þá hefur félagið I undirbúningi að senda nokkru stserri hóp áhuga- manna til Parísar á næstunni, til að kynna sér málefni Atlantshafs- bandalagsins. Að lokum þakkaði formaður stjórnarmönnum mjög gott samstarf á liðnu starfsári. Að lokinni skýrslu formanns Ias gjald keri félagsins upp reikninga liðins starfsárs, og voru þeir samþykktir samhljóða. Umræður urðu nokkrar um skýrslu formanns, sem lýsti því greinilega að ungir menn I lýð ræðisflokkunum vilja ákveðna samstöðu um utanríkismál. 1 stjórn félagsins voru eftirfar- andi menn kjörnir: Heimir Hannes- son, formaður, Björgvin Vilmund- arson 1. varaform., Bjarni Bein- teinsson 2. varaform., Björgvin Guðmundsson, ritari, Ólafur Egils son gjaldkeri, og meðstjórnendur: Birgir ísl. Gunnarsson, Jóhannes Sölvason, Jón Arnþórsson og Stefn ir Helgason. Varastjórn: Þór White head, Hörður Einarsson, Jón A. Ólafsson, Pétur Guðmundsson, Unnar Stefánsson og Sigurður Guðmundsson. Á annað þúsund mynd- ir é sýningu Á miðvikudag hefst í Listamanna skálanum yfirgripsmesta sýning á erlendum cftirprentunum listaverka Verða sýndar þar á annað hundr- að myndir, en alls eru fyrir hendi, til sðlu, á annað þúsund myndir. Endurprentanir þessar eru mjög v ndaðar, enda eru þær prentaðár undir eftirliti UNESCO, menning- arstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem tryggir að þær eru eins líkar upphaflega verkinu og nútíma prenttækni leyfir. Fyrir sýningu þessari stendur hið nýstofnaða Félag íslenzkra stúd- enta erlendis, sem hyggst með þessu móti afla sér tekna til að standast straum af kostnaði við upplýsingastarfsemi, sem félagið rekur fyrir stúdenta, sem hug hafa á námi erlendis. Verði á myndunum er stillt mjög I hóf, og kosta flestar þeirra frá 150 til 450 krónur. Aðgangur að sýningunni verður ókeypis. Verður hægt að útvega I gegnum sýningu þessa allar málverkaeftirprentanir, sem viðurkenndar hafa verið af UNESCO, en meðal þeirra eru flest kunnustu listaverk heims.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.