Vísir - 30.10.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 30.10.1962, Blaðsíða 9
V1SIR . Þriðjudagur 30. október 1962. 9 Vigdís Hansen cand mag: Háskólalíf Árlega fer fjöldi ís- lenzkra stúdenta til náms utan. Leiðin liggur víða um álfuna og enn víðar. Erfð er, að nær flestir verkfræðinemar fari að afloknu fyrri hluta prófi við Háskóla íslands beint til Hafnar til framhalds- náms. Nokkrir aðrir stúd entar stunda einnig nám við Hafnarháskóla. Sam- band ríkjanna réð hér mestu fyrst í stað’, og mun svo enn að ein- hverju leyti. Hafnarhá- skóli er okkur kunnur um aldaraðir, og þar hafa dyfið hendi í kalt vatn og hon- um standa til boða styrkir og lán. Stúdentagarðar eru margir og góðir, vistarverur eru góðar og unnt er að kaupa ódýran mat. Að námi loknu er honum opin leið að vinnu. Launin eru góð. Launakröfur íslenzkra háskóla- menntaðra manna eru að ein- hverju leyti miðuð við dönsk launakjör. Síðastliðinn vetur var efst á baugi væntanleg innganga Dana inn í verzlunarsambandið „Fællesmarkedet". Uni það var rætt mjög að allra hálfu. Þessar umræður leiddu margt furðulegt í ljós. Meðal annars uggði ríkis- stjómin landsþurrðar háskóla- menntaðra manna, af þvi að 1 hinum sambandsrikjunum er há- skólamenntuðum mönnum greidd mun hærri laun en i Danmörku. Kom ríkisstjórninni ekki til hug- ar, að eigin menntamenn kysu að búa við þröngan kost af ein- íslendingaknæpan Rauða Akurliljan. margir af beztu sonum þjóðarinnar s t u n d a ð nám. Þeir stofnuðu félag íslenzkra stúdenta, sem er hefðbundinn fé- lagsskapur. Rússagildi er haldið, fyrsta desember er minnzt, hald- in er hátíð heilags Þorláks, gamla árið er kvatt, sumri er fagnað og fullveldis er minnzt á þjóðhá- tíðardegi. Starf félagsins er allt á þjóð- legum grundvelli. Á hverju fimmtudagskveldi eru blöðin les- in að heiman, og komi góður gest ur, er hann fenginn til þer að skemmta með fyrirlestri og upp- lestri. I einu orði sagt, félags- menn halda mjög hópinn. Þeir standa með annan fótinn úti á Is- landi, en hinum er rétt tyllt nið- ur í heimsborginni. Flestir fara heim á vorin til þess að vinna fyrir komandi vetri. Jgorið saman við aðstöðu daasks stúdents, er aðstaða öll mun erfiðari, bæði er á námstímanum stendur og síðar. 1 allflestum til- fellum hefir danskur stúdent vart skærri föðurlandsást, ef þeir hefðu á öðru yöl. jpyrstu kynni af dönsku stúd- entalífi er oftast „Kanni- balen“, mötuneyti stúdenta. Þar er svöngum stúdent mögulegt að eta fyrir lítið, en maturinn er ekki sérstaklega góður. Menn eru um. Yfirhöfnin er oft storm- blússa eða úlpa. Hárið fellur langt ofan á bak eða þvf er skipt í óálitlega tíkarspena. Þarna er masað um hugðarefnin undir undirleik diskaglamurs., Hér l^anga auglýsingar uppi á vegg bæði innan matsals og ut- an. Kennir þar margra grasa. I einni verzlun er unnt að kaupa karlmannafatnað með afslætti, sýnir þú stúdentaskírteini, unnt er að fara á ákveðna hárgreiðslu- stofu fyrir lágt verð. Afsláttur er á öllum vörum til myndatöku, segulbandstæki er unnt að kaupa fyrir lækkað verð. Herbergi er til leigu. Ótal auglýsingar eru frá stúd- entafélögunum. Þú telur víst, að hér inni séu lögð ráðin á, um hvernig haga skuli mótmælum gegn 50 megatona sprengju Rússa á Nova Semalja. Sátu stúd entar og aðrir laugardagskvöld og aðfararnótt sunnudags á ráð- hússtorgi. Veður var leiðinlegt. Voru þeir klæddir í hlífðarföt og báru með sér teppi og svefn- poka. Höfðu meðíerðis einnig mótmælaspjöld. Safnaðist saman margmenni til þess að virða þá fyrir sér. Er ekki örgrannt um, að einhverjir hafi borið með sér vistir í góðgerðarskyni. Þar situr oft „hópurinn 47“. Ungir hugsjónamenn innan hans ákveða að sitja 5 dægur á ráð- hússtorgi samfleytt frá aðfanga- degi jóla og mótmæla óréttlæt- inu i heiminum. Fannst þeim hrein fjarstæða að neyta matar, Kaupmannahafnarháskóli. vill af stjórnmálaáhuga danskra stúdenta. Honum er nokkuð á annan. veg farið en okkar. ^berandi auglýsing gefur til kynna: Torkil Kristensen tal- er. O.E.C.D.’s generalsekretær. taler om det Atlantiske ókomon- iske fællesskab og udviklings landene. Dans til Finn Kræftings orkester. Gæstebilletter til dans- en á 4 kr“. Þessi skemmtan fer fram i Studenterforeningen, sem er til * Heimsókn á Kannibaien, mötuneyti stúdenta húsa f eigin húsi á horni H. C. Andersens Boulevard og Stúdie- stræde. Húsið er stórt, fjöldi sala, sem ber ýmis nöfn: Lille sal, Store sal, Konge sal, Norske stue og Sangsalen. Þar er einnig matsalur og blaðastofa, þar sem bæði er unnt að lesa öll dönsk dagblöð og erlend. Þarna starfa hinar ýmsu deildir stúdentafélags Forum, Studenterscenen, Studen- terforeningens Konservative, Spektrum, Studenterforeningens upolitiske fraktion, Studenter- foreningens Venstre. ^ hverju laugardagskvöldi er haldin kvöldvaka, er hefst með kynningu einhvers efnis, sem mjög ber á góma í þjóðfé- laginu. Á Louisiana var haldin listasýning „Kunsten i bevæg- else“, listin á hreyfingu. Kom sýningin mörgum nýstárlega fyr- ir sjónir. Hún varð til þess, að stúdentar efndu til rökræðna og buðu listamönnum til þess að halda framsöguræður um nú- tímalist. Stúdentar stóðu síðan upp og reifuðu málið. Við slík tækifæri eru viðstaddir stúdentar á öllum aldri, bæði eldri og yngri, þeir sem áhuga hafa á viðfangs- efninu. Kasta þá stúdentar oft af sér hversdagsfötum og er dans stiginn fram á nótt. Er líða tekur á nóttu kyrjar einhver söngvinn stúdent tvíræðar vfsur, sauðmein lausar. Stúdentum gefst tækifæri til þess að sinna hugðarefnum. Hafi hann gaman af góðri kvikmynd og áhuga á sögu kvikmynda, sýn- ir „Filmfraktionen" tvær kvik- myndir mánaðarlega, sem ein- göngu hafa listagildi. Kunstfrakti onen skipuleggur og sér um fyrir lestra um bókmenntir og fær menn til þess að halda þá. Jazz fraktior.en starfar á sama hátt, leiknar eru plötur og hljómlistar- í Kau nmannahöfn 1 þar klæddir eftir tízku hins hag- sýna. Góð peysa innan undir jakka er kostaþing, yfirhöfn er hreinn óþarfi. Trefill verður að duga. Tízka er einnig að ganga með skegg, og pfpa er óaðskiljan- legur hluti mannsins. Stafar reynd af því að tóbak er mjög dýrt. Stúlkurnar ganga f pilsum og handprjónuðum, grófum peys- er fjöldi manna svelti um gjörv- allan heim. Illar tungur sögðu, að lítið hefði orðið úr fram- kvæmdum. Annað bar á góma um nýárið, er siðvæðingarmenn dreifðu um alla borg boðsmiða að leikritinu .Drekai.um’, sem sýna átti í einum dýrasta skemmtistað borgarinn- ar. Þannig eru fyrstu kynni ef til samtakanna. Árgjaldið er 70.00 d. kr. Aðgangseyrir að skemmt- unum er oft enginn, nema um sé að ræða stærri hátíðir. Inni f and- dyri hanga uppi margs konar aug lýsingar, sem gefa til kynna, hvað sé efst á baugi hverju sinni. Alls kyns deildir starfa hér: Mu- sik-Forum, Kunstfraktionen, Film Taktionen, Jazzfraktionen, Frit mönnum er boðið til þess að leika bæði innlendum og erlendum. Musik-Forum efndi til dæmis til kynningar á þjóðlögum eskimöa. Tónskáldiö og þjóðlagafræðingur inn Poul Rovsins Olsen hafði kannað óþekkt svið þjóðlaga. Frit Forum býður alþingismönnum og öðrum hæfum mönnum til þess Frh. á bls. 13 EE5 rÍLrfl&Íife

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.