Vísir - 30.10.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 30.10.1962, Blaðsíða 15
V i á IR . Þriðjudagur 30. október 1962. 75 Cec/7 Saint - Laurent: JF NY ÆVII KARÓLÍ NTYRI INU — Lifi lýðveldið, kallað iskip- stjórinn til þess að vera mönn- um sínum fyrirmynd og æddi gegn fjandmönnunum. Karólína lá í skjóli við tvær kaðalhrúgur og bærði ekki á sér og horfði óttaslegin á skip- stjórann, sem æddi fram fyrst- ur manna gegn hinum nýju fjandmönnum. Sólin brauzt nú fram milli skýja og blikaði á sverðið í hendi hans, sem hann enn sveiflaði yfir höfði sér. Þeg- ar hann hafði fellt tvo Englend- inga féll hann sjálfur og enskir sjóliðar ruddust fram og tröðk- uðu á honum þar sem hann lá í andarslitrunum. Þótt foringinn væri fallinn börðust skipverjar áfram — von lausri baráttu gegn ofureflinu. Einn þeirra kom veinandi af sársauka í áttina til hennar. Bún gat ekki séð framan í hann, pví að hann hafði borið sundur :ættan handlegg að andliti sínu Dg blóðið lak úr höfði hans og svo datt hann yfir aðra kaðal- irúguna og á Karólínu, æpandi íitthvað, sem hún skildi ekki, Dg er hún skelfingu lostin reyndi að losa sig þekkti hún hann. — Jean, Jean, veinaði hún. í sömu svifum ruddist áhöfn Ruby inn á þilfar Pomonu og mgin hugsun komst að hjá Karólínu nema þessi: Ég vil ekki deyja, og hún æpti eins hátt og hún gat: — Ég vil ekki deyja. Að eyrum hennar barst nú skipun fyrsta stýrimanns til þeirra sem enn stóðu uppi: Samfylkið hjá mér. Og Karólínu tókst nú að losa sig. Hún reis á fætur og hljóp til hans og í hinn fámenna hóp kringum hann. I honum voru að eins fjórir menn, þeirra meðal hásetinn, sem hafði verið við stýrið í ofviðrinu, — og Thom- as, enn ferlegri en nokkurn tíma áður með sveðju milli tann- anna, skammbyssu í hægri hendi og sverð í vinstri. Hann hrækti út úr sér sveðjunni, þegar fyrsti stýrimaður hafði yfir fyrsta vísu orð franska þjóðsöngsins, og hrópaði þar næst: — Skjótið! Þetta var tilgangslaust. Fjand mennirnir æddu fram gegn þeim. Karólína lyfti sverðinu, lyfti sverðinu, sem var allt of þungt vopn fyrir hana og sveifl- aði því gegn hverjum sem fyrir var, hermönnum seglum og köðl um. — Ég er skipherra á Ruby, Gefizt upp, það hefðuð þið átt að gera fyrir löngu. Gripið var heljar taki um handlegg hennar, og hún missti sverðið og féll á kné. Fyrir fram an hana ruddist Thomas fram og hjó á báðar hendur og hún gat ekki varizt því nú að dást að honum. Það var engu líkara en að hann þættist viss um, að geta einn ráðizt gegnum óvina- skarann. — Ég gefst upp, kallaði há- setinn, sem staðið hafði við stýr ið. Hann stóð við sigluna og lyfti upp höndunum til þess að sýna, að hann hefði varpað frá sér vopnunum. — Thomas, gefstu upp, það er tilgangslaust að berjast leng ur! Matsveinninn risavaxni hikaði andartak, svo kastaði hann frá sér sverðinu til merkis um, að hann einnig gæfist upp, og þetta var það seinasta, sem Karólína sá, áður en hún hneig í yfirlið. Þegar hún vaknaði lá hún á þilfarinu. Við hlið hennar sat hásetinn og tuggði tóbak, en við og við rak hann út úr sér tung- una til þess að sleikja blóðið af vörum sér. Hjá þeim stóð ensk- ur hermaður sem átti að gæta þeirra. Dökkir skýjabólstrar voru í lofti. Skipverjar á her- snekkjunni Adventure voru önn- um kafnir að flytja varning úr Pomonu yfir í skip sitt. Pomona lá við hliðina á Adventure. Ann að veifið fjarlægðust skipin hvort annað lítið eitt og skullu svo saman með dynkjum, sern minntu Karólínu á andvörp og stunur hinna deyjandi. Karólína var rennblaut, af svita en ekki blóði, eins og hún fyrst hélt. — Hvað ætli þeir geri við okkur?, spurði hún hásetann. I-íann yppti öxlum og spýtti mó- rauðu, en svaraði engu. jEn Karólína þráaðist við að spyrja: — Veiztu nokkuð um hina? Heldurðu að þeir séu allir dauð- ir? — Sumir voru bara særðir, en Englendingar hentu þeim fyr ir borð líka. Fyrsti stýrimaður ??? Þú mátt hengja Iegu kvefi-----— ©PIB C0PERHÍ5EK mig, ef þessi hræðir ekki líftóruna úr venju- er á lífi. Hann er um borð í! Adventure. Þeir ætluðu að fara eins að og varpa honum fyrir borð, en hann varði sig svo hraustlega, að ég held það hafi haft þau áhrif, að þeir tóku hann til fanga. Nú segir hann þeim kannske frá öllu, sem á daga hans hefur drifið, og þeir skilja ekki eitt orð af því, sem hann rausar. — Hefurðu tekið eftir því festarnar milli skipanna eru að kubbast sundur, en sjóliðarn ir ensku eru svo fullir, að þeir taka ekki eftir neinu, þeir þamba bara þetta andstyggilega öl sitt og stela várningnum úr skipinu okkar. Ætli það verði ekki endir Pomonu að brotna í spón fyrir augunum á þeim? f A p u ''THE CA.T5 FINISHE7 THEIfc SLAUGHTEK. ANI7 QUIC<LV LEFT/ CONTINUE7 MO<A. ' "IT WAS THEN THAT I SAW- THE PSV/L--" fyq 4FIRSTV A GLISTENING PANTHEK. AFFEAPLE7 ON A NEAK5Y HILLOCK., TEKKlPLEv AN7 YET MAGNIFICENT--" (.25.5766 Kattardýrin luku slátrununni og flýttu sér í burt, hélt Moka áfram. Það var þá að ég — — sá DJÖFULINN. Fyrst birtist glitrandi pardus- dýr á hól í grendinni, hræðilegt en um leið stórkostlegt — —. Ég deplaði augunum og um leið breyttist ófreskjan í geysi- stóra mannlega veru sem var klædd í draugalegan svartan bún- ing. Barnasagan KALLI super- fíEmu- fiskurSnu Skömmu sei.ana stóð Kalli og meistarinn á Járnbrautastöðinni í Mudanoozes. Herra Bizniz kvaddi þá og sagði að hann ætl- aði að hafa samband við þá þeg- ar hann hefði lokið við nokkur mipg aðkallandi verkefni. Með hálfum huga gekk Kalli að far- miðasölunni: „Ég ætla að fá tvo miða til Batavariu, og sjáið um að fái góða k -tu“. Hvorki Kalli né meistarinn vissu að mjög vel búinn maður fylgdist nákvæmlega með þeim. „Skip- stjórinn og vélameistarinn á Krák á leið til Batavariu. Gott, gott, ég skal verða á undan Bizniz. En Karólína endurtók spurn- inu sína: — Hvað heldurðu, að þeli geri við okkur? — Þeir slá ekki upp veizlu, vertu viss. Þeir flytja okkur yfir í skip sitt og henda okkur í eitt hvert svarthol þar, og þar verð- um við að dúsa þangað til þeim dettur í hug að leita einhverrar hafnar. Og okkar eina von er, að við verðum látnir í skiptum fyrir fanga — en það getur orð ið tíu ára bið — minnst, en hver segir að við tórum svo lengi? Karólína heyrði ekki seinustu setninguna, því að nú kom dynk ur miklu meiri en hinir fyrri. Það ýskraði í taugunum og stefn ið á Pomonu fór að síga ískyggi- lega í sjó. Karólína valt um koll, en brátt urðu hreyfingar skips- ins léttari, það var næstum eins og það vaggaðist hægt á öldun- um, og það var engin furða því að festar höfðu slitnað og það var nú komið kippkorn frá Adventure. Ensku sjóliðarnir sem eftir höfðu orðið á Pomonu bjástruðu við að losa um björgunarbát á þilfari Pomonu. Hersnekkjan Ruby var nú horfin sjónum. Ensku sjóliðunum tókst loks að koma bátnum á sjó, og æptu hásum rómi eitthvað sem þau skildu ekki, en þeir voru að reyna að koma í veg fyrir að báturinn brotnaði við skips hlið, og við að komast í hann, og loks tókst þeim það og svo reru þeir burt án þess að skeyta um fangana, sem þeir áttu að Ódýrir krep- nyíonsokkar kr. 49.00

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.