Vísir - 31.10.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 31.10.1962, Blaðsíða 4
4 V1S IR . Miðvikudagur 31. október 1962, Rætt við tvo bílstjóra um nýja veginn austur fyrir fjall Núna hefur nýi Þrengsla- vegurinn verið tekinn í almenna notkun fyrir nokkrum dögum. — Var hann upphaflega notaður vegna þess að hálka var á Hellisheiðinni og því talið hagkvæmara að fara hann. Á mármdag- inn var lokaðist svo Hell- isheiðin vegna snjóa og var þá Þrengslavegurinn mátulega kominn í notk- un. Þó að við höfum mikla trú á verkfræðingum, höfum við líka mikla trú á að aðrir kunni að vita mikið um vegi og gagnsemi þeirra. Við héldum þvi £ leiðangur til að athuga hvað' bílstjórarnir, sem aka þama fram og aftur, hefðu að segja um þennan nýja veg. Getur orðið framtíðarlausn. Við hittum Bjarna Ólafsson, sem ekur 10 tonna vörubíl fyrir Kaupfélag Árnesinga. Lögðum við af stað með honum austur og not- uðum tækifærið til að spyrja hann um veginn og hvernig hon- um litist á hann. Bjami getur talað af reynslu, því hann hefur mörg undanfarin ár ekið til Reykjavlkur, en hann hefur verið bílstjóri 1 23 ár. — Vegurinn varð svo að segja ófær £ bylnum um helgina, sagði Bjami. — Ekki vil ég þó kenna neinum göllum vegarins um það. Ef á annað borð snjóar, verður ekki hjá þvl komizt að eitthvað af snjónum sezt á vegina. — Munar miklu á vegalengd til Selfoss, eftir nýja yeginum? — Þessí er um tólf kflómetr- um lengri. Hann er þó ekki miklu seinkeyrðari, sérstaklega á vöm- bflum, þar sem miklu minna er um brekkur. Að vfsu eru þéttings- brekkur upp úr Ölfusinu f sjálf Þrengslin, en það er ekkert við hliðina á Kömbum. — Heldur þú að þessi vegur muni algerlega leysa Krýsuvíkur- veginn af hólmi, sem vetrarvegur? — Ég reikna alls ekki með því. Þessi vegur getur að sjálfsögðu orðið ófær og þá held ég að hann verði það fyrr en Krýsuvíkurveg- urinn. Á þessari leið er svo margt annað en nýi vegurinn. Það er til dæmis oft, sem algerlega hefur orðið ófært upp f Svínahraun úr Reykjavík. Það getur að sjálf- sögðu skeð, þrátt fyrir nýja veg- inn. — Þá er rétt að hafa það í huga, að enn er eftir að ganga frá þessum vegi endanlega. Það er til dæmis enn eftir að tengja hann við Ölfusveginn að austan- verðu og troðningamir, sem liggja þar á milli, geta mjög auð- veldlega orðið ófærir. Það mun- þó vera ætlunin að gera þennan spotta í haust. — Telur þú þennan veg vera framtíðarlausn? — Ég held að hann geti orðið það, þegar lagningu hans er fylli- lega lokið. Það getur þó ekki tal- izt fullnægjandi, hvemig vegur- inn er í ölfusinu. Hann er svo mjór, að yfirleitt er ekki hægt að mætast á stórum bflum, nema á útskotum. Það er bæði til erfiðis og tafa, auk þess sem það getur verið varasamt. Spotti eftir. Við kvöddum Bjarna við end- ann á nýja veginum. Er nú unnið að hækkun vegarins fyrir ofan fyrstu brekkuna upp úr Ölfusinu. Er vegargerðarefninu mokað sam an með jarðýtum fyrir neðan brekkuna og síðan ekið upp. Var okkur tjáð þarna, að ekk- ert væri því til fyrirstöðu að halda áfram vegargerðarvinnunni, þó að eitthvað færi' að snjóa. Efns' óg fyrr segir, er ætlunirt' að tengja Þrengslaveginn alveg við Ölfus- veginn f haust, svo að eins vel fer á að þessi spá sé rétt. Vegarlengdin, sem enn er eftir að leggja, virðist í augnakasti vera um einn kílómeter. Er nú ek- ið eftir krókóttum troðningi þenn an spotta, sem sannarlega stingur í stúf við nýja veginn, sem er bæði breiður og tiltölulega beinn. Þar sem við höfðum ekki í huga að dveljast í Þrengslunum til fram búðar, auk þess em okkur langaði til að kynnast sjónarmiðum fleiri bflstjóra, tókum við okkur far með sérleyfisbíl frá Steindóri, sem bar þama að, á leið til Reykja- víkur. Bflstjóri á honum var Kristján Pétursson, sem ekið hefur austur fyrir fjall um lengri og skemmri tíma síðastliðin sjö ár. Við spurð- um hann hvað hann vildi segja um þennan veg. — Það er enginn hlutur svo, að ekki sé hægt að kvarta yfir ein- hverju. Þó tel ég þennan veg mikla framför. Ég álít að hann muni svo að segja alveg losa okk- ur við Krýsuvfkurveginn, sem er hreint víti í augum okkar bfl- stjóranna. Stafar það meðal ann- ars af þvf hve miklu lengri hann er. Einnig stafar það af því, að hann er á köflum hættulegur, svo sem við Kleifarvatn. Víðast hvar er langt til bæja, ef eitthvað kem- ur fyTir. — Telur þú að hægt verði að halda honum opnum allan vetur- inn? — Það fer að sjálfsögðu eftir snjóalögum. Þó er ég. viss um að hægt er að halda honum opn- um, þó að engin leið væri að komast yfir Hellisheiðina. Það er líka eitt, sem hafa verður f huga. Ef eitthvað er að færð á Krýsu- vfkurveginum, er mjög langt á milli staðanna, þar sem ófærðin er. Á þessum vegi er aftur á móti stutt á milli allra staðanna og þvf miklu hægara að eiga við að halda honum opnum. — Mfn skoðun er að hann sé stórhættulegur. Þegar Þrengsla- vegurinn verður farinn, verður það fyrst og fremst .^slæmri færð og þá eru.eingönjfti sferir bflar á ferð. Þessi vegur er algerlega ó- fullnægjandi fyrir þá. Þar „er hvergi hægt að mætast nema á útskotum og þau eru ekki nema stundum merkt. — Þegar snjór er kominn yfir allt, er ekki gott að sjá þau, sem ómerkt eru. Þá bætist það einnig við, að þegar verulegur snjór kemur, verður að moka snjó af veginum og þá brotna merkin niður. Það er ekki gott að þurfa að treysta þvf einu að maður þekki kantana svo vel, að alger- lega sé hægt að fara eftir því, þegar maður er með fullan bíl af fólki. — Þér líkar samt vel við nýja veginn sjálfan? — Ég fæ ekki betur séð en að vegurinn sé vel lagður. Við höf- um reynslu af nýja veginum í Svínahrauninu og hann hefur reynzt ágætleg. Þó getur hann, og þessi líka, verið varasamur á hálku vegna sviptivinda. Það er stundum mjög erfitt að hemja bíl á veginum vegna þeirra. Þetta er ekki ósvipað og er stund um undir Hafnarfjalli og á viss- um stöðum á Krýsuvíkurleiðinni. Þetta er þó ekki hægt að kenna vegalagningunai. Kristján Pétursson við stýrið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.