Vísir - 31.10.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 31.10.1962, Blaðsíða 5
VÍSIR . Miðvikudagur 31. október 1962. 5 Fyrstí fundur U Thants og Castrós var gagnlegur U Thant framkvæmdastjóri Sam einuðu þjóðanna hóf í gærkvöldi viðræður við kúbanska forráða- menn. Flugvél hans lenti á flug- vellinum við Havana um kl. 7 í gærkvöldi og var honum og að- stoðarmönnum hans þegar ekið til forsetahallarinnar f Havana og hóf hann þegar í stað viðræður við Dorticos forseta, Castro for- •ætisráðherra og Roa utanríkisráð herra. Fundurinn stóð framundir mið- nætti og gaf U Thant þá út til- kynningu um að fundurinn hafi verið mjög gagnlegur. Hefur og verið skýrt frá því að rætt hafi verið ekki einungis um eldflauga- stöðvarnar, heldur um Kúbu-málið í heild sinni. Áður en U Thant flaug til Kúbu hafi bandaríska sendinefndin af- hent honum nákvæmar upplýsing- ar um staðsetningú rússnesku eld- flaugastöðvanna á Kúbu og fylgdu þeim Ijósmyndir af mannvirkjun- um. Það var fyrirhugað að annar fundur U Thants með kúbönskum forráðamönnum yrði haldinn í morgun. Hann mun dveljast á Kúbu í þrjá daga. Með honum í förinni eru 18 sérfræðingar og að- stoðarmenn. Það er Iitið á för U Thants til Havana sem friðarför. Ef hún tekst vel mun hún bæði verða framkvæmdastjóranum og Sameinuðu þjóðunum til álitsauka. Galdramaðurinn Bobby Kristmann og Steinunn Briem Hér á landi er staddur um þess- ar mundir einn mikill norskur galdrameistari. Nefnir hann sig galdramanninn Bobby. Bobby hef- ur galdrað í 25 ár og sýnt víða um Evrópu fyrir utan sitt heimaland, Noreg. Hér í Reykjavík mun hann halda galdrasýningar og einnig hyggst hann fara til Vestmanna- eyja og sýna galdra þar. Bobby er einn af fjórum Norð- mönnum, sem hafa það fyrir at- vinnu að stunda galdra, og er þetta í fyrsta sinn, sem hann kemur hing að til lands. Hann leit við á ritstjórn Vísis nýlega. Ekki sýndi hann þá neina galdra þar, en kvaðst eiga marga uppi í erminni. Einkum munu börn og unglingar skemmta sér vel við listir hans. Ekki notar Bobby dýr við sýningar sínar. Telur það ómann úðlegt. En spil og hvers kins önnur brögð kann hann mætavel. YF Afengisverzlunina vantar húsnæði í miShænsm Áfengisverzlunin hefur nú um alllangt skeið verið að leita eftir góðu verzlunarhúsnæði í miðbæn- um fyrir áfengisútsölu og er það ætlunin þegar það húsnæði er feng ið að leggja niður áfengisútsöluna £ Nýborg þar sem hún er orðin allsendis ófullnægjandi. Skýrði .Tón Kjartansson forstjóri, Vísi frá þessu í morgun. Hann sagði, að Áfengisverzlunin leitaði enn stöð- ugt að góðu húsnæði í miðbænum fyrir snyrtilega útsölu. Forstjórinn kvað Nýborg alger- lega ófullnægjandi, bæði húsnæðið og svo vegna þess, að bifreiðastöð- ur væru nú bannaðar á Skúlagöt- unni og ylli áfengisútsalan þarna j oft umferðarstöðvun. Kvaðst hann ' leggja mikla áherzlu á það að úc- sölur Áfengisverzlunarinnar væru snyrtilegar og fallegar verzlanir. Síðastliðinn vetur var áfengisút- sala opnuð við Laugarásveg og vrfr -orrr*l Lfiprflr3 Isold hin gullna er komin út MÁ Aðalfundur Landssombonds íslenzkra stangveiðimanna sett upp í íbúðahverfi. Vtsir spurði forstjórann, hvort har.n hefði orðið var við slík mótmæ'i eftir að hún tók til starfa. Hann kvað það ekki vera, þvert á móci hefðu ýmsir sem búa í nágrenn- inu látið í ljós ánægju yfir þess- ari snyrtilegu verzlun. Söluaukn- I ing £ verzluninni sýnir og að menn ! kunna að meta þessa nýju sölti- í búð. Mest hefur söluaukningin þar ; orðið £ borðvi'num og öðrum létt- I um vi'num. Aðalfundur Landssambands ís- lenzkra stangaveiðimanna var haldinn £ Hafnarfirði sunnudaginn 28. nóvember. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar bauð til fundar þess:. £ tilefni af 10 ára afmæli félagsins. Á fundinum voru mætt- ir 46 fulltrúar frá stangaveiðifél- ögum vfðs vegar um landið auk fulltrúa veiðimálastjóra. Aðalmálin á fundinum voru klak og fiskinæktarmálin og endurskoð- un á lax- og silungsveiðilöggjöf- inni. Á fundinum voru lagðar fram nokkrar tillögur og voru þær sam þykktar með samhljóða atkvæðum. Skorað var á ríkisstjórn og Al- bingi að auka verulega fjárfram- lög til Veiðimálastiórnarinnar til að gera henni kleift að vinna að ört vaxandi verkefnum á sviði veiðimála. Fundurinn áleit einnig að nauðsynlegt væri að hraða framkvæmdum við klak- og eldis- stöð ríkisins f Kollafirði og skor- aði á ríkisstjórn og Alþiggi að leggja nú þegar stöðinni fé til framkvæmda. Fundurinn samþykkti að beina þeim tilmælum til stangaveiðifél- aga að þau vinni að þvf £ framtíð- inni að koma u.. klakhúsum til lax- og silungsræktunar og leggja þar með meiri skerf til að bæta upp það tjón sem árlega er framið með ofveiði f ám og vötnum lands ins. Fundurinn vill ennfremur beina þv£ til félaga að þau vinni meira að þvi að fá til umráða sil- ungsvötn, m.a. til aukinnar rækt- unar. Stangaveiðifélagi Reykjavikur var afhentur verðlaunagripur fyrir að hafa sýnt hlutfallslegan beztan árangur f laxveiði á flugu. Stjórn Landssambands fsl. stangveiðimanna er nú þannig skip uð: Guðmundur J. Kristjánsson, R- v£k, formaður, Sigurpáll Jónsson, Rvík varaformaður, Hákon Jó- hannsson, Rvfk, ritari, Friðrik Þórð arson Borgarnesi gjaldkeri, Alex- ander Guðjónsson Hafnarfirði. í fundarlok bauð formaður Stangaveiðifélags Reykjav. Lands- sambandsstjórn að halda næsta að alfund f Reykjavík í boði félaga sfns. Of fljdtur é sér Angel Femandez, fimmtugur sftó srniður í þorpinu Calaf, 100 km. frá Barcelona, var tilkynnt, að son- ur hans væri týndur. Haldið var að drengurinn, 7 ára gamall, hefði reikað upp f fjöllin nærri þorpinu. Angel var óhuggandi og sagðist viss um, að drengurinn væri dáinn, Svo hengdi hann sig af sorg. Daginn eftir fannst dreng- urinn niðri í brunni, nær ómeiddur. Hið undursamlega ævin- týr beið mín og nálgaðist með hverjum deginum sem leið, það fann ég glöggt og örugglega, segir Krist- mann í síðasta bindi ævi- minninga sinna, sem út kom í gær og nefnist ís- old hin gullna. Ævintýrið, sem skáldið á við, voru kynni hans af ungri listakonu, Steinunni S. Briem, sem síðar varð eiginkona hans. Og Kristmann held ur áfram: ,,Það hvarflaði ekki að mér að ást myndi vitja mín f þessu jarð- lífi, ég var fyrir löngu búinn að sætta mig við að vera án hennar“. Þessi minningabók Kristmanns er eins og hinar fyrri rituð af mikilli Þeir gleymdu vufnsleiðslunum Gleymska getur stundum komið mönnum illa í koll — til dæmis austan járntjalds. Byggingameistarar í smáborginni Mielets í Póllandi sunnanverðu af- hentu sjúkrahús, sem þeir höfðu tekið að sér að byggja. Nú eru þeir komnir aftur á byggingarstað. Það kom sem sé í Ijós, að gleymzt hafði að leggja allar vatnsleiðslur í húsið. I frásagnargleði og er hin skemmti- | legasta. Þar er drepið á margt manna og atburða, sem enn eru í fersku minni, en bókin nær yfir það tímabil í ævi skáldsins, er hann býr í Hveragerði, nær tuttugu ár og ár hans undanfarin í Reykjavík. Segir þar margt af menningarlífinu f höf- uðstaðnum, útistöður Kristmanns við kommúnista, starfi hans innan Guðspekifélagsins og kynnum hans og núverandi konu hans. ísold hin gullna er Steinunn Briem, og um hana segir Kristmann: „Við hlið mér situr ísold hin gullna — og fortíð, nútíð og framtíð sættast í hinu ævarandi augnabliki hamingj- Ný löggjöf? — H amhald aí 16. sfðu. bætta aðstöðu til þátttöku í menningarmálum, bókmenntum og listum. 1 þessu sambandi gagnrýndi ráðherrann starfsemi félagsheimilanna úti um !and og taldi að þau gegndu ekki því hlutverki, sem þeim hefði upp- haflega verið ætlað. Bækurhækkaum 20-30prósent Blaðið hafði í morgun tal af Gunnari Einarssyni, formanni Bók- salafélagsins, og fékk þær upplýs- ingar að fjöldi bóka, sem gefnar verða út, verði svipaður og í fyrra. Komu þá út um 300 bækur. Um 80 prósent af þessum bókum koma út fyrir jólin, en hinu er1 dreift yfir allt árið. Eru það meðal annars kennslubækur og þess i háttar. Þess er að vænta, að bækur' hækki um 20—30 prösent f verði. Er orsökin fyrir því hækkaður prentkostnaður. Verða væntanlega flestar bækur að verði frá 150 — 250 krónur. Enn eru aðallega komnar út ungl- ingabækur. Verða flestar bækur seinni á ferð en venja er til. Stafar það af prentarave :fallinu og töf- um, sem af því urðu. Þá voru einnia , leyfi fyrir pappír seinni á ferð en fyrr, og hefur það tafið nokkuð. ?æk*5æris- gjaflr Falleg mynd er oezta gjöfin heimilisprýði og örugg verð næti. ennfremur styrkur list- menningar Höfum málverk eftir marga listamenn Tökum f umboðssölu ýms listaverk. MÁLVERKASALAN Týsgötu 1, sfmi 17602 Opið frá kl. 1. SMURBRAUÐSSTOFAN BJÖRNINN Njálsgötu 49 . Sími 15105 Lösfræðistörf Innheimtur Fasteignasala Heimn G Jónsson hdl. LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Skjólbraut 1, Kópavogi. Samkomur Kristniboðssambandið. Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30 f Kristniboðshúsinu Betanlu. Laufásvegi 13. Steingrímur Bene- diktsson, skólastjóri frá Vest- mannaeyjum talar. Allir eru vel- komnir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.