Vísir - 31.10.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 31.10.1962, Blaðsíða 10
10 VÍSIR . Miðvikudagur u*. oktðbéf'JMR erðir hækka á bílaverkstæðum Búast má'við að verð á bílavið- gorðum hækki nokkuð, eftir að verðlagsákvæðunum hefur verið aflétt. Var verðið áður 56,10 kr. á tímann, en verður væntanlega í kringum 65 kr. fyrst um sinn. Reiknað er með þessu verði til bráðabirgða, þangað til lokið er útreikningum Iðnaðarmálastofnun- arinnar á því hvað raunverulega kostar að hafa mann á verkstæði. Þegar þeir útreikningar eru fyrir hendi, verða þeir lagðir til grund- vallar fyrir verðlagningunni. Síðan verður hvert verkstæði að vega og meta hversu góða menn það hef- ur f þjónustu sinni og haga verð- inu eftir því. Þá liggur núna fyrir Alþingi frumvarp um löggildingu verk- stæða. Ef það verður samþykkt, verður verkstæðunum skipt niður í hópa eftir aðstöðu og gæðum. Ekki er þess að vænta að mikið verði um ákvæðisvinnu. Til þess að hægt sé að framkvæma hana, svo nokkru nemi, verða allir vara- hlutir að vera til. Auk þess krefst hún meiri sérhæfingar starfs- manna en flest verkstæðanna ráða við. Þá er þess að vænta að hærra verð verði tekið fyrir vörubíla en fólksbíla á verkstæðunum. Hafa mörg verkstæðanna í huga að taka 5 kr. hærra á tímann fyrir þá, þar sem þeir taka miklu meira rúm en fólksbílarnir og orsaka þannig verri nýtingu á húsrými. Nýjar bækur frá Skuggsjá Bókaútgáfan Skuggsjá í Hafn- arfirði hefur nýlega sent frá sér 9 nýjar bækur, þar af 6 barnabækur fyrir yngstu Iesendurna. Líf er að loknu þessu nefnist bók, sem Jónas Þorbergsson fyrr- verandi útvarpsstjóri hefur sett saman í tilefni af aldarfjórðungs miðilsævi og starfi Hafsteins Björnssonar miðils. Bókin skiptist í 7 hluta sem hér segir: 1. Vitnis- burðir, 2. Miðillinn Hafsteinn Björnsson, dulrænir hæfileikar hans og miðilsþjálfun, 3. Tímamót, Hafsteinn gerist virkur miðill, 4. Miðilsþjónusta Hafsteins, 5. Sál- farir Hafsteins Björnssonar, 6. ÍFengu suumuvél í úskrifenda huppdrættinu Lúther Hróbjartsson, sem flest ir Reykvíkingar þekkja sem um- sjónarmann í Austurbæjarbarna- skólanum í fjöldamörg ár, varð sá hlutskarpasti f síðasta áskrif- endahappdrætti Vísis. Vinning- urinn var Elna Supermatic saumavél af allra nýjustu gerð. Lúther ákvað að gefa konu sinni, Sigríði Kjartansdóttur, vél ina, enda á hún aðeins gamla saumavél og saumar ætíð allt til heimilisins. Þau voru stödd í Elna-umboðinu við Aðalstræti í gær til að sækja vélina. Lúther segist vera búinn að kaupa Vísi í fjöldamörg ár, fyrst í lausasölu, en byrjað snemma sem áskrifandi. — Ég man eftir honum hérna á bak við, sagði Lúther og benti suður fyrir húsið, sem Elna-um- boðið hefur. Meðan við stöldruðum þarna við til að taka myndina, samdi frúin um kennslu á vélina, og byrjar hún í næstu viku. Um- boðinu þótti sjálfsagt að bjóða henni kennsluna ókeypis. Frúin var ekki viss um hvað hún saumaði fyrst. Þau hjónin ákváðu að taka hana strax með sér heim á Eiríksgötu 33, en þar búa þau síðan Lúther hætti störf um í Austurbæjarskólanum. Kona hans yinnur hins vegar lít- illega í skólanum. Liggur mállaus eftir skot Siglufirði í morgun. Ungur Slglfirðingur slasaðist illa af slysaskoti s. 1. laugardag og ligg ur nú mállaus og illa haldinn í sjúkrahúsi. Hann er þó ekki talinn í lífshættu. Maðurinn heitir Sigúrður Jóns- son, Lækjargötu 7 á Siglufirði, 29 ára gamall. Sigurður fór á laugar- daginn til fuglaveiða út með firð- inum vestanverðum, út á svokall- aða Hvanneyrarströnd. Við gil, sem Selgil heitir, liggja háir bakkar nið- ur í fjöruna. bar eru líkur ti) að Sigurður hafi hrasað á hálku og runnið niður fyrir bakkann. Sigurð- ur var með tvihleypta haglabyssu í hendi og mun hafa rekið hana niður, þegar hann kom niður fyrir bakkann. Eftir því sem næst verð- ur komizt, hefur skotið þá hrokkið úr byssunni fram fyrir Sigurð, lent á steini í fjörunni og endurkastazt þaðan í andlit Sigurðar. Við þetta hefur hann særzt illa, einkum á nið urandliti og hálsinum, m. a hafa hög) lent f tungu hans, svo hann getu ekki mælt Aftur á móti er sjón óskert og ekki verður séð að i :in högl hafi lent á yfirandlitinu Staðurinn, sem slysið skeði á, er um 1—2 kílómetra frá nyrztu húsum á Siglufirði. Engin manna- ferð var þar sem Sigurður slasað- ist og varð hann að bjargast á eigin ramleik eins illa og hann var á sig kominn. Hann gat þó komizt við illan leik heim að næstu hús- um, en var þá sökum blóðmissis algerlega að niðurlotum kominn. Þaðan var svo sótt hjálp og Sig- urður fluttur í sjúkrahús. Honum hefur tiðið illa síðan, enda mjög bólginn, og æknar höfðu í gær ekki getað kannað hvort Sigurður hefur brotnað f andliti eða ekki Hann er hins vegar ekki talinn í lífs- hættu. Minningar Finnu lífs og liðinnar, 7. Bókarlok. í greinargerð útgefanda fyrir bókinni er þess getið, að þessi bók sé að því leyti frábrugðin nær öll- urti bókum, sem á íslenzku hafa verið frumsamdar um þessi efni, að hún fjallar ekki einvörðungu um sannreyndir fyrirbæranna, heldur og um sjálfa miðilsgáfuna, eðli hennar og hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi, til þess að haldbær árangur náist. Bókin er 270 bls. að stærð og prentuð í Alþýðuprensmiðjunni h.f. Tré og runnar í litum er eftir Ingólf Davíðsson og Verner Hancke. Er hún ætluð sem hand- bók við ræktun skrúðgarða og mun auðvelda garðræktendum að þekkja og velja réttu og fegurstu trén og runnana 1 garða sína. Bók- inni er skipt í 3 kafla. í hinum fyrsta eru litmyndir laufrunna og lauftrjáa, sem henta í litla eða stóra garða, þar á meðal úrval rósa runna. í öðrum kaflanum eru lit- myndir af algengustu vafnings- og klifurplöntum. Loks er í hinum þriðja mikið úrval af fögrum og sérkennilegum barrtrjám og barr- trjáarunnum. Bókin er 192 bls. prentuð f Alþýðuprentsmiðjunni. Garðblóm í litum er einnig rituð af Ingólfi Davíðssyni, en myndir gerðar af Verner Hancke. Er hún ætluð sem handbók hinna mörgu og áhugasömu manna, sem fást við ræktun skrautblóma í görðum. í bókinni eru 508 litmyndir af ætt- um, tegundum og afbrigðum. Texti bókarinnar er sniðinn fyrir fs- lenzka staðhættu, eins og texti bókarinnar Tré og runnar. Því er þeim tegundum, sem bezt þrífast hér, gerð meiri og betri skil en hinum, sem minni reynsla er fengin af hér á landi. Bókin er 206 bls., prentuð f Alþýðuprent- smiðjunni. Bókasafn bamanna er safn bóka, sem ætlað er sérstaklega fyrir börn á aldrinum 3 — 8 ára. Aljar þessar bækur eru mjög mynd- skreyttar eftir erlenda teiknara, sem frægir eru fyrir skreytingar fc-rnabóka. Eru allar bækurnar gefnar út í samvinnu við erlend útgáfufyrirtæki og frágangur hinn ágætasti á þeim. Áður höfðu kom- ið 6 bækur í þessu safni, en nú koma nr. 7—12: Litli guli andar- unginn, Gettu betur, Litla kanín- an, Drengurinn sem vildi ekki borða, Komdu að veiða og Litli- Kútur og Kátur. 14000 ferðamenn hér árið 1961 Ferðamannastraumurinn hingað fer stöðugt vaxandi og á síðasta ári komu 13516 erlendir ferðamenn til Islands. Er hér óneitanlega um verulega tekjulind að ræða, því á- ætlað er að þeir hafi eytt hér um 114 milljónum króna. Þessar upplýsingar og margar fieiri komu fram í umræðum á Al- þingi nýlega, er Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra ræddi nokk- uð störf Ferðaskrifstofu ríkisins að undanförnu. Var það í tilefni þess, að Þórarinn Þórarinsson hefur lagt fram frumvarp um að heimila að reka ferðaskrifstofur fyrir erlenda ferðamenn. Dr. Gylfi kvað starf Ferðaskrif- stofunn. skiptast í fjóra megin þætti: 1. landkynningarstarfsemi, 2. fyrirgreiðslur fyrir erlenda ferða- menn, 3. skipuleggja ferðalög ís- lendinga innanlands og utan og 4. eftirlit með hótelum. Tekjur skrifstofunnar væru eink- um af minjagripasölu og einnig sölu farmiða. Sjö hundruð þúsund krónum af tekjunum væri varið til landkynningar, sem fólgin væri í bæklingum. Þeir hefðu verið gefnir út á 6 tungum. am f 300.000 ein- tökum. Einnig styrkti hún blaða- og kvikmyndatökumenn, sem kæmu hingað og störfuðu. Aðkallandi vandamál væri gistihúsaskorturinn úti á landi, eins og raunar alltaf áður. Fyrir 3 trum var skipuð nefnd til að athuga möguleika á að hagnýta skóla úti á landi til gisti- hússrekstur á sumrin Bankarnir \eittu síðan þriggia milljón króna lán til þessara mála og hafa fjöl- margir sk— verið teknir í notkun sem gistihús á sumrin. Fimm heima vistarskólum hafa líka verið endur- bættir og lagfærðir með þetta fyr- ir augum, Laugarvatn (2), MA, Eið- ar og Laugar. Nú er um 100 gistirúmum fleira en á síðasta ári. í heild hefur Ferðaskrifstofa rík- isins unnið mikið og víðtækt starf í þágu ferðamála. Leikhús — Framhald á bls. 7. geyma „boðskap“. Áætlun þýzkra stúdentaleikhúsa yfir verkefni framtíðarinnar hafa að geyma nöfn höfunda á borð við Jahnn, Brecht, Ghelderode, Toller, sem allir tilheyra hinni expressjónísku stefnu f þýzkrj leikritun, jafnframt því sem þeir eru fulltrúar hinnar nýju engil-saxnesku leiklistar og „Living Theater“ Bandarfkja- manna. Margt hefur verið ritað um erfiðleika stúdentaleikhús- anna Þessir erfiðleikar gætu þó einmitt orðið tilefni til endur- skipulagningar Stúdentaleikhús- ánna þýzku. En hvað sem öllum breytingum líður, hafa stúdenta Ieikhúsin orðið fastur og þýðing armikill þáttur í manningarlífi Vestur-Þjóðverja. Claus Peymann. SIRI'RGEIR SIGURJÖNSSOK næsta rétta rlögmaðui iviaiflutnmgsskrttstota Austurstrætj I0Á Sfml 11043

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.