Vísir - 31.10.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 31.10.1962, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 31. október 1962. Fengu Volkswugen EINS og skýrt hefur verið frá áð- ur i Vfsi var dregið f skyndihapp- drætti Sjálfstæð ^kksins sl. föstudagskvöld. Vinningsnúmerin voru þá innsigiuð, vegna skila- greina, sem ókomnar voru Utan af landi, en í gærkvöldi, þegar inn- siglið var rofið, reyndust vinnings númerin vera þessi: 11334 9614 7173 Hinir heppnu geta vitjað vinn- inganna, Volkswagen-bifreiða af árgerðinni 1963 til skrifstofu Sjálf stæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Sími 17100. Meiraprófsnám- skeið á Siglufirði Um þessar mundir stendur yfir á Siglufirði námskeið bifreiðastjóra til meiraprófs. Þátttakendur í nám- skeiðinu eru 25 og eru flestir þeirra frá Siglufirði. Forstöðumaður nám- skeiðsins er Svavar Jóhannsson bifreiðaeftirlitsmaður og aðalkenn- ari er Vilhjálmur Jónsson vega- eftirlitsmaður, báðir frá Akureyri. Auk þeirra kenna Sigurður Sig- urðsson héraðslæknir og Pétur Gautur Kristjánsson settur bæjar- fógeti. Námskeiðið mun standa yf- ir í sex vikur. HÆTTULKASTA HORNTB Enn einu sinni hefur orðið alvarlegt umferð- arslys á slysahorninu mikla, þar sem Réttar- holtsvegur kemur á Bú- staðaveg. Fimm manns slösuðust þar í hörðum árekstri um helgina. Þessi gatnamót eru orðin al- ræmd hér í borginni. Bifreiða- stjórar og aðrir kunnugir stað- hæfa, að umferðaryfirvöldin beri ábyrgð á þessum slysum, vegna þess að slysin verði að- eins vegna þess hve akstursregl- ur eru ruglingslegar á þessum stað. Bílstjórar segja: — Hér þarf ekkert annað að gera, en að breyta Bústaðaveginum í að- albraut og þá jafnvel að setja algera stöðvunarskyldu á Rétt- arholtsveginn. Þetta hafa blöðin bent á í hvert skipti sem alvarlegur á- rekstur hefur orðið á þessu horni, en aldrei hafa umferðar- yfirvöldin rumskað. Á einum mánuði hafa orðið þrjú umferð- arslys á þessu horni. Kunnugir menn staðhæfa, að ekkert þeirra hefði orðið, ef búið hefði verið að gera Bústaðaveginn að aðal- braut. Eftir hverju er þá beðið? Kannske eftir einu slysinu enn- þá? Hornið á Réttarholtsvegi er ekki í tölu þeirra, sem flestir árekstrar hafa orðið á, Þar er Lönguhlíðarhornið og Nóatúns- hornið hærra. En það, sem ein- kennir árekstrana á Bústaðaveg inum, er, hve harðir þeir verða. Þarna er oft ekið greiðlega og þó vlðsýnt sé á hominu, er hrað- inn oft svo mikill, að frá árekstri verður ekki bjargað, og þá leiðir af því slys á fólki. Þess vegna er þetta horn nú, meðan engar ráðstafanir eru gerðar, hættulegasta slysahom- ið I Reykjavík. —meðan ekkert er að gert SxvXvXwí Menntamálaráðherra íslands lýsti því yfir í útvarpi sl. mánu dagskv. að hann hefði í hyggju að beita sér fyrir setningu nýrr- ar löggjafar um æskulýðsmál al- mennt, hliðstæða Iþróttalöggjöf- inni, sem sett var fyrir tveimur áratugum og reynzt hefði ágæt- lega í framkvæmd. En auk henn- ar væri þörf á löggjöf um menn- ingarmál æskunnar f þréngri merkingu, er skapaði ungu fólki Framh. á 5. siðu Jó eða nei, herra Zorin Hér birtist mynd af þeim sögu lega atburði í Öryggisráðinu, þegar Stevenson fulltrúi Banda- ríkjanna sýndi ljósmyndir af eld flaugastöðvum Rússa á Kúbu og spurði Zorin síðan beint út, hvort Rússar hefðu eldflauga- stöðvar á eynni. Stevenson sést lengst til hægri á myndinni, en Zorin fulltrúi Rússa í horninu lengst til vinstri. Hefur varla nokkur fundur I öryggisráðinu vakið meiri athygli, en þarna voru Rússar afhjúpaðir sem ó- sannindamenn. Ef til vill var það eftir þennan fund, sem Rússar gáfust upp og ákváðu að draga eldflaugarnar til baka. Orðaskiptin milli Stevensons og Zorins vom á þessa leið: Stevenson: — Leyfið mér að spyrja einnar einfaldrar spurn- ingar: Neitið þér því að Sovét- ríkin hafi komið upp og séu að koma sér upp eldflaugastöðvum fyrir meðal og langdrægar eld- flaugar? Svarið einfaldlega já eða nei. Zorin: — Ég stend hér ekki sem sakborningur I bandarísk- um rétti og ég svara ekki á þessu stigi málsins. Stevenson: — Svarið aðeins já eða nei. Það ætti ekki að vera vandi. Zorin: — Þér skuluð halda á- fram með ræðu yðar. Þér munuð fá svarið þegar þar að kemur. Stevenson: — Ég get auðvitað beðið eftir svari, en ég get Ifka borið fram sönnunargögn. Tugir bila bíSa beggja vegna Oxnadalsbeiðar Samkvæmt upplýsingum frá Vega gerð ríkisins í morgun, fór enginn bíll yfir Öxnadalsheiði I gær, enda blindhrið bæði á heiðinni sjálfri og I Öxnadaln.. í. Um leið og hríðina styttir upp — jafnvel strax I dag — er mein- ingin að hjálpa bílum yfir Öxna- dalsheiði, því að tugir bíla bíða þess sín hvorum megin að komast yfir hana. I Eyjafirði sjálfum eru vegir í byggð enn færir, en talið að allir fjallvegir á leiðinni norður þaðan væru að -kast. Á Austurlandi og Austfjörðum gerði blindhríð um helgina og var enn svartabylur þar I gær. Þá voru vegir þar sem óðast að teppast nið- ur I byggð og allir fjallvegir lok- aðir. Frá Patreksfirði bárust þær frétt ir I gær, að þar væru allir fjall- vegir lokaðir, Þingmannaheiði er lokuð og eins hálsarnir austur I Barðastrandarsýslu. Breiðadalsheiði og Botnsheiði á leiðinni frá Isafirði eru ennfremur lokaðar. Á Snæfellsnesi er þungfært. Fróðárheiði var rudd I gær og er fær sem stendur. Aftur á móti eru vegir sæmilegir I Borgarfirði og ekki vitað annað en fært sé vestur um Bröttubrekku og eins Norðurleið til Skagafjarðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.