Vísir - 27.11.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 27.11.1962, Blaðsíða 4
4 V í SIR . Þriðjudagur 27. nóvember 1962 Tnrm—inm^——— „Nútíma verzlunarhverfi er það, sem koma skal^ einnig heima‘‘. Þannig á- lyktaði ég, er ég dvaldist vikutíma í enskum smá- bæ síðastliðið sumar. í utanför minni í sumar var ég vikutíma í nýjum, enskum smábæ, þar sem bæjarbúar allir kaupa sínar daglegu nauðsynjar í einu og sama verzlunarhverf- inu. Mér fannst nýstárlegt að dveljast í bæ þar sem allt var nýtt, hvert hús, hver gata, engar sölubúðir eða sjoppur út um hvippinn og hvappinn, heldur voru sölubúðir og aðrar stofnanir staðsettar í einu hverfi. Þarna voru nýlenduvöruverzlanir, kjöt- verzlanir, jámvöruverzlun, lyfja- búð, rakarastofa, hárgreiðslu- stofa, pósthús og símastöð. Þama gátu menn því farið á einn stað margra erinda sér til mik- illa þæginda og tímasparnaðar. 1 hugleiðingum um þetta eftir að heim kom, spratt svo það, að ég fann að máli Sigurð Magnús- son framkvæmdastjóra Austurs- vers h.f., til þess að kynna mér hversu þróuninni miðar í áttina til slíks eða svipaðs verzlunar- 4 ár hefur sýnt svo að ekki verður um villzt, að þetta fyrir- komulag á vörudreifingu, sem við og aðrir aðilar höfum tekið upp, er mjög að skapi almenn- ingi, enda er fólki geysi mikill hagnaður að því, að þurfa ekki að fara í marga staði til dag- legra kaupa fyrir heimilið. Ég skýt því hér inn í, að í enska smábænum hafði ég ein- mitt spurt fólk, sem ég kynntist hvort það saknaði þess ekki, að ekki væru búðir, í öðru hverju húsi eins og í gömlu bæjunum víða, og svörin sem ég fékk voru á þá leið, að fólk hefði afvanizt þessu og vildi það ekki lengur, nútímafólk vildi vel staðsett verzlunarhverfi — og gamla fólkið kann að meta þau ekki síður en hið, yngra. Og eitt svar- ið var: Hér er risinn upp nýr bær — með nýjum svip, sem menn kunna vel við. Verzlanir j og heildarskipulagning. Út af þessu benti S. M. mér á grein f Verzlunartíðindum eftir Aðalstein Richter arkitekt, skipu- lagsstjóra Reykjavíkur um „Þátt verzlana í heildarskipu- ustu og rýra afkomu verzlunar- innar.“ Hagsmunamál vörudreifenda. — Skynsamleg staðsetning verzlunarhúsa, hélt S. M. áfram, er hann hafði vakið athygli mína á áliti skipulagsstjórans, — er mikið hagsmunamál vörudreif- enda, hvort sem þeir eru ein- staklingar eða samvinnufélög, af Sigurður Magnússon. miðstöðvar og ráðstefna. Ég sótti þessa ráðstefnu og f skýrslu um hana koma fram merkar upplýs- ingar, m. a. um það hvaða megin- atriði beri að leggja til grund- vallar, þegar stofnað er til við- skiptamiðstöðvar eða verzlunar- hverfa, svo sem varðandi stærð, áætlaðan fjölda viðskiptamanna, skilyrði til bifreiðastæða o. s. frv. — Ég hefi gert mér far um að kynna mér nýjungar á þessu sviði hjá nágrannaþjóðunum og við þau kynni hefi ég sannfærzt um, að við eigum að stefna að því að koma upp nútíma við- skiptamiðstöðvum eins og þær. Svíar langt komnir. Af nágrannaþjóðunum eru Svíar lengst komnir. í grennd við Stokkhólm hafa risið upp ný hverfi eða bæir, þar sem verzl- unarhverfi eru staðsett á mjög skemmtilegan og hagfelldan — og nýstárlegan hátt — og hefur það tekizt svo vel, að talið er með því bezta af þessu tagi, þótt •víðar sé leitað. Þrjár kjörbúðir. — Og þá er það nánara um Austurver h.f. 6 Rætt við • Sigurð • Mugnússou • frumkvæmda- • stjóra Starfsfólk. Daglegur rekstur. Frekari fyrirspurnum mínum svaraði S. M. á þessa leið: — Rekstur matvælabúða, þar sem segja má, að allt bygg- ist á kenningunni, að „margt smátt gerir eitt stórt", er að sjálfsögðu vandmeðfarinn og útheimtir mikið aðhald og um- hugsun á öllum sviðum. Er þar að sjálfsögðu mest komið undir starfsfólkinu sjálfu, að það sé starfi sinu vaxið og geri sér fulla grein fyrir því, sem við er að fást. — Austurver h.f. á í dag 3 í rekstri Austurvers h.f. hefi kjörbúðir, þá sem við upphaflega ég verið heppinn hvað þetta stofnuðum við Skaftahlíð 22, snertir og höfum við í hverri Melabúðin vestur á Melum, og búð dugandi og samvizkusama fyrirkomulags og ég vék að í upphafi, en hann er mikill á- hugamaður um þessi mál og for- ustumaður á þéssu sviði. Ég færði í tal við Sigurð, er ég hafði sagt honum frá dvöl minni í enska smábænum (frá henni mun ég væntanlega segja nánar síðar hér f blaðinu), að hann se^ði lesendum blaðsins nokkuð frá fyrirtæki því, Austur- veri h.f., er hann veitir for- stöðu. — Ég vil þá fyrst taka fram, sagði Sigurður, að Augturver h.f. er ungt fyrirtæki, — stofnað 1958. Það er hlutafélag aðila úr mismunandi verzlunargreinum. Hófu þeir samstarf til þess að koma á sem hagfelldastri vöru- dreifingu og bættri verzlunar- þjónustu. Stjórnarformaður er Ólafur Þorgrímsson, hrlm. Reynsla fjögurra ára. — Og reynslan undangengin lagningu borgar!andsins“, en þar kemst hann m .a. svo að orði: „í nútíma skipulagi borga og bæja er staðsetning og fyrir- komulag verzlana afar þýðingar- mikið atriði, hvort sem um er að ræða verzlanasamstæður í sjálfum íbúðarhverfunum eða verzlanir, sem þjóna eiga einu eða fleiri bæjarhverfum og stað- settar eru í miðbæjarkjörnum Aukin og bætt verzlunarþjónusta er viásulega þessu háð og úti- lokað er að gera gott skipulag, ef þessa er ekki gætt í hvívetna. Það virðist algengur misskiln- ingur, að allt sé undir því komið að verzlanir séu staðsettar sem víðast, og oft gegnir furðu, hversu kaupmenn eru bjartsýnir að hefja verzlun, þar sem skil- yrði eru afar takmörkuð. Of þétt staðsetning verzlana í íbúða- hverfum og þar af leiðandi fáir viðskiptavinir, orsakar í flestum tilfellum lélega verzlunarþjón- þeirri ástæðu, að hún leiðir af sér meiri verzlunarþunga, sem aftur hefur í för með sér bætta fjárhagslega afkomu, sem er grundvallaratriði fyrir því, að unnt sé að láta fólki í té nútíma þjónustu og fyrirgreiðslu — en hana vilja allir fá. Reynsla nágrannaþjóða. — Við getum ún efa notfært okkur reynslu annarra þjóða? — Við verðum að sjálfsögðu að fylgjast vel með þróuninni annars staðar á þessu sviði sem öðrum. .Það getur haft ómetan- lega þýðingu. Út af þessari spurn ingu dettur mér annars í hug, að minnast á, að fyrir rúmlega ári síðan gekkst Iðnaðarmálastofn- in norska fyrir, ráðstefnu í Oslo og nefndist hún „Skandina- visk butikssenters konference:: — eða Norðurlanda-verzlunar- Mynd af líkani væntanlegrar við skiptamiðstöðvar í Háaleitishverfi fyrir tæpum mánuði settum við á stofn þriðju kjörbúðina í Háa- leitishverfinu, sem verður stórt og mikið hverfi sem kunnugt er. Við settum verzlunina þar á fót til þess að bæta úr brýnni þörf þeirra, sem flutt hafa í þetta mikla og nýja hverfi, eða flytja í það, en ætlun okkar er, að starfrælþama eins fullkomna verzlunarstöð og starfræktar eru í öðrum löndum. Háaleitishverfi. Ég sá hjá S. M. útlits-líkan af hinni fyrirhuguðu verzlana- eða viðskiptamiðstöð 1 Háaleitis- hverfinU og er myndin sem við- talinu fylgir af því. — Það var fyrir nokkru lok- ið við að gera útlitsuppdrætti af viðskiptamiðstöðinni, sagði S. M., er við vorum að skoða Iík- anið, — og innan tíðar geri ég ráð fyrir, að hefja viðræður við þá aðila, sem óskað hafa eftir að fá aðstöðu til verzlunarrekst- urs þarna, en gera má ráð fyrir, að í viðskiptamiðstöðinni muni starfa 20—25 mismunandi verzl- unar- og þjónustufyrirtæki. Uppbygging Austurvers h.f. Þegar verzlunarrekstur er orð- inn svo vf ækur, að um margar verzlanir er að ræða, hlýtur hann að krefjast sérstaks skipu- lags, ef vel á að vera. Kjörbúðir \usturvers h.f. eru nú orðnar þrjár sem fyrr var sagt og vinna þar um e?' yfir 30 manns við afgreiðslu og dreifingu á þeim varningi, sem á boðstólum er. verzlunarstjóra, sem í senn leggja áherzlu á að gera hinum mörgu viðskiptavinum okkar til hæfis, og að gæta þeirra hluta, sem varða hag fyrirtækisins. Dagleg stjórn mætti hins vegar skilgreina á eftirfarandi hátt: — Uppbygging, mótun fyrir- tækisins, fjármál, bankavið- skipti, auglýsingastarfsemi, bók- hald, launagreiðslur og önnur skrifstofustörf — heyrir allt undir beina stjórn og umsjón forstjóra, en hann hefur sér við hlið sérstakan fulltrúa varðandi allt, sem lýtur að daglegum rekstri búðanna á vinnustað, svo sem umsjón með frágangi á vörum í búðum og vöru- geymslum, meðferð allri og með- höndlan, tekur ákvarðanir um tilfærslu á vörum milli verzlana, annast um sameiginleg innkaup o. fl. Hann gerir ennfremur tillög ur um nýjungar í rekstri, einnig um þau atriði er stuðla að auk- inni þekkingu og getu starfs- fólks og leiða til aukinnar sam- heldni og vinnusemi. Þá eru sér- stakir deildarstjórar í nýlendu- vöru- og kjötvörudeildum, sem bera ábyrgð á ákveðnum verkum og Liðbeina fólki sem að þessum störfum vinna o. s. frv. Nýr svipur. í upphafi þessa máls var vik- ið að nýjum bæjum erlendis (Englandi) og síðar nýjum hverf- um og bæjum í nágrannalandi (Svíþjóð). — Hér er í rauninni hið sama að gerast, þvl að Háa- leitishverfið er í rauninni nýr bær, þótt hann sé líka borgar- hluti. Hér er líka að rísa upp nýr bæ með nýjum svip — og spá mín er, að menn muni kunna vel við hann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.