Vísir - 27.11.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 27.11.1962, Blaðsíða 6
VTOrr, VISIR . Þriöjud.-.gar 2». nj'.ciny'ji iJS2 ■mnraa e!da Indlands BÓK, SE HÁLFA SEXTÁNDU ÖLD Nýkomin er út á Islenzku I fyrsta sinn bók, sem samin var um aldamótin 400. Bókin er „Játningar Ágiistinusar", þýdd úr frummálinu (latínu) af herra IP* biskupinum, Sigurbirni Einars- syni. í inngangi segir biskup um þetta rit: „Það er nýjung í bókmennta ögu heimsins, þegar það kemur 'ram. Síðan hefir það orðið mörg .im bein eða óbein fyrirmynd. En samt stendur það enn 1 dag eitt sér meðal bóka, án þess að önnur hafi komið til, er séu tækileg til samanburðar ... Bókin þótti við- burður, þegar hún kom út. Nú hefur hún lifað . fimmtán aldir og hálfri betur, án þess að fjarski þess tíma og umhverfis, sem hún er sprottin úr, hafi smækko* 'iana eða fyrnt“. Bókin er yfir 240 bls., með inn gangi og skýringum. Hún er gef- in i.t af Bókaútgáfu Menningar- sjóðs. V'.ð elda Indlands nefnist ný ferðabók eftir Sigurð A. Magnús- son blaðamann við Morgunblaðið Á síðastliðnu ári ferðaðist hann um Indland þvert og endilangt um þriggja mánaða skeið, allt frá Himalayafjöllum til syðsta odda Indlands, og hitti að máli fólk af öllum stéttum, jafnt leið- toga þjóðarin rar, eins og Prasad forseta og Nehru forsætisráð- herra, og þá allra aumustu, „Stéttleysingjana" svokölluðu. — Sigurður kemur víða við I frá- sögn sinni, lýsir lifnaðarháttum og siðvenjum, sögulegum við- burðum og mannvirkjum .hjátrú og helgihaldi, hugsunarhætti og nútímavandamálum. Ferðin hefst I Bombay og lýkur þar aftur með hátlðahöldum I tilefni af 100 ára afmæli Tagores. Þptta er yrsta Islenzka ferða- bókin, sem gerir Indlandi öllu skil, en Jón Indíafari skrifaði að- eins um Suður-Indland. Drcgur höfundur upp ljósa mynd af fram andi og margslungnu lífi einnar sérkennilegustu þjóðar á yfir- borði jarðar. Bókin er 256 bls. að stærð, prýdd fjölda mynda og frágangur allur hinn smekklegasti. Útgef- idi er ísafoldarprentsmiðja. ÞUSUND ÁRA5VEITAÞORP Sr. Sigurbjöm Einarsson biskup. Nýkomin er út hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs ný bók eftir Árna Óla: Þúsund ára sveitaþorp, úr sögu Þykkvabæjar i Rangárþingi Höfundur hefur það eftir Sig urði heitnum búnaðarmálastjóra tð Þykkvibærinn væri „merkileg isti staðurinn á Suðurlandi", og mun Sigurður þá hafa haft I huga mikil framtlðarskilyrði þar ti) ræktunar, en vlst er Þykkvibær inn merkur fyrir margra hluta sakir, og varð þar þegar á land námsöld þéttbýlt og svo hefur verið gegnum .Idirnar, og er þar af bókarheitið, sem er vel valið Þetta er sjöunda bók Árna, sem tefur að geyrna ferðasögur og itaðalýsingar, og eru þá ótaldar vær bækur, sem geyma þjóðllfs- ’ýsingar og 3 úr sögu Reykjavík ur, og enn liggja fleiri rit eftii \ma, sem öll hafa mikinn fróð ’eik að geyma frá nútímanum og liðna tlmanum. — Mikið er af myndum I bókinni, fólki og býl- um. Hún er 284 bls. að meðtal- inni heimildarskrá. Björn Jónsson ráðherra. Jónssonar ráðherra Ný bók eítir Stefán Út er komin hjá Ægisútgáf- unní, (Guðm. Jakobsson) ný bók, eftir Stefán Jónsson fréttamann Hún ber heitið Minir menn, og er vertíðarsaga. Margur mundi halda, að þetta væru samtalsþættir Stefáns sem hann er kunnastur fyrir, en svo mmmímmmm, Fríða á Súmötru Út er komin bókin Fríða á Súmötru eftir Helene Hörlyck I íslenzkri þýðingu Einars Guð- mundssonar. Fjallar saga þessi um unga danska stúlku, er elst upp á tóbaksekru hjá auðugum "-ænda slnum á Súmötru. Þetta er hin gjörvulegasta stúlka, en ungur villimannahöfðingi á eynni nemur hana á brott, og ætlar hann að kvænast henni nauðugri. En eftir miklar hrakningar tekst Fríðu þó loks að flýja heim á tóbaksekruna til frænda síns og fær þannig orgið llfshamingju sinni. Bókin er 130 bls. að stærð, út- gefandi er Isafoldarprentsmiðja. er ekki. Þetta er samfelld vertíð- arsaga ’frá annasömu útgerðar plássi. Þar er lýst lifi sjómanna við störf, strit, skemmtanir og tómstundaiðju I landlegum. Stefán hefir glöggt auga og eyru fyrir skopi mannlífsins sem kunnugt er. ívafinn er samt þráð ur af öðrum toga. Þessi bók Stefáns kemur víða ð, aflatregða og lanilegur hri ■nann-kariinn, mr'"''1" t- p"ður fy>ii, bakkus »r ekki alveg utan 0./3Í1 :2il» • ■»’. vJIíK uð við sögu og ótalin eru þau hnytti yrði og spakmæli, sem „mönnum“ Stefáns hrjóta af munni. Út er komin hjá ísafoldarpreni smiðju Varnarræða Björns Jóns- sonar, er hann flutti 24. febrúar 1911 við umræður á Alþingi um vantraust á hann sem ráðherra. Tilefiii þessarar útgá.^ er, að nú eru liðin 85 ár frá því að Björr Jónsson stofnaði Isafoldarprent- :miðju (16. júnf 1877). Björn and aðist 24. nóv. 1912, og eru því liðin 50 ár frá dánardægri hans. Bókin er 48 blaðslður I allstóru broti, en Pétur Ólafsson forstjóri ísafoldarprentsmiðju ritar ýtar- legan formála fyrir bókinni, og rekur hann þar tildrög vantrausts málsins. Bókina prýða tvær mynd ?r af Birni Jónssyni. Fyrsta ferðasaga um Vatnajökuisför Stefán Meðal bóka þeirra, sem Bók fellsútgáfan gefur út fyrir þessi jól er „Noröur 'yfir Vatnajökul 1875“ eftlr William Lord Watts. Hér er um merkilega bók a? ræða, þótt ekki væri fyrir aðrai sakir en þær, að I henni er lýsi fyrstu ferð, sem menn vita me? fullri vlssu, að farin hefur verif bvert yfir Vatnajökul. Til eru sagnir um, að Norðlendingai ’iafi gengið yfir Vatnajöku! fyrr á öldum, svo sem þegar farið /ar I /erið vjg Hornaf ð eðr Suðursveit. en um bað eru engar kráðar heimildir til, hvorki eftii Kka göngumenn eða samtlðar íenn þeirra. Og svo segir I for nála þýðanda bókarinnar Jóns Syþórssonar, að verferðir þessar íafi lagzt niður með öllu eftir córkoslegt sjóslys veturinn 1575 Þessi fyrsta skráða ferð yfir jökulinn var farin árið 1875, eins Z fyrr segir, en með höfundi voru fimm íslendingar. Watts, sem fór þessa för. var ungur maður, aðeins 24ra ára, og hann varð Ijtlu eldri, þvf að hann and iðist aðeins tveim árum slðar. Er lítið vitað um feril hans ann- að en að hann fór alls þrjár ferðir til Islands, kom hingað til lands fvrst árið 1871. bá að- íins tvítugur, er hann var ; tylpr með brezkum iarðfræðingi, J Milne að nafni, en næst kom hann hingað þrem árum síðar og er I bók beirri sem hér er um að ræða, birt ágrip af -ferða sögu hans frá árinu 1874.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.