Vísir - 27.11.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 27.11.1962, Blaðsíða 8
: 8 Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 55 krónur á mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur). Prentsmiðja VIsis. — Edda h.f. Nýr fiskiðnaðarskóli Fyrir nokkru var frá því skýrt að Rannsóknar- stofnun sjávarútvegsins hefði efnt til námskeiðs í nið- 'jrsuðu. Þótti það gefa góða raun. Þetta er tilefni til þess að spyrja hvort ekki sé orðið tímabært að hér á landi verði komið upp full- komnum fiskiðnaðarskóla. Hingað til hafa sérfræðing- ar okkar á því sviði mestmegnis orðið að leggja leið sína til annarra landa. Námskeið og nokkur kennsla ■'efir farið fram að vísu innanlands en ekki í fullkom- nni skólamynd. Við eigum allt okkar undir þorskinum, eins og eitt ^inn var sagt. Það er okkur lífsnauðsyn að kunna að tilreiða fiskafurðimar á þann hátt að þær verði sem dýrmætastar — áður en við flytjum þær út. Það er sannarlega kominn tími til þess að hætta því að flytja út hráefnið og láta aðrar þjóðir auðgast á að gera það nð mörgum sinnum dýrari verzlunarvöm. Þessa dagana er verið að bjóða íslenzk skuldabréf il sölu á Lundúnakauphöllinni fyrir miklu framkvæmd rláni. Ríkisstjómin hefir þegar ákveðið að það skuli ið nokkm ganga til þess að efla íslenzkan fiskiðnað, n. a. til þess að gjömýta Íslandssíldina Iostætu. Hér ber allt að sama brunni. Við þurfum sem allra yrst að stofna fullkominn fiskiðnaðarskóla. Þar sé ■vgum mönnum kennt allt það sem til fiskiðnaðar heyr 'i, verkun, frysting, reyking, söltun og niðursuða fiskj- 'r svo eitthvað sé upp talið. Slíkur skóli er grundvöllur þess að við verðrnn :mkeppnisfærir á hinum miklu Evrópumörkuðum iem innan skamms munu opnast fyrir íslenzkan fisk. '’stta er þjóðarhagsmunamál, sem þegar þarf að hrinda T framkvæmd. Orð hershöfðingjans Lauris Norstad, yfirhershöfðingi Atlantshafs- 'iandalagsins, ritaði grein fyrir Vísi, sem birtist á for- fðunni hér í gær. I greininni vekur hann athygli (i því ’ive örlög smáþjóðanna innan Nato eru nú ólík því am áður var. Fyrir stofnun bandalagsins áttu smáþjóðir sem Áanmörk, Noregur og ísland við algjört ofurefli að tja ef stórveldi hugðist leggja til atlögu við þær Nú tendur allur liðsafli Nato að baki þessum smáþjóðum. ’að er mikill og óvígur her. Hann er þannig bezta -ygging smáþjóðanna fyrir því að á þær verði ekki dtað. Enda sýnir sagan að frá stofnun Nato I94i> hefir kki einn einasti kílómetri lands orðið árásarseggjum ð bráð í Evrópu. Árin þar áður hafði hvert smáríkið af 5ðru í Austur-Evrópu glatað frelsi sínu. Grein hershöfðingjans er íhugunarefni. Hana ættu llir Islendingai að kynna sér. Þar talar maður með eynslu að baki sér. Þar talar maður sem veit að ár- 'ekni og styrkur er bezta vömin. V í S I R . Þriðjudagur 27. nóvember 1962 i r ■ H Fyrir nokkru birti hið víð- kunna sænska blað „Göteborgs Handels og Sjöfartstidende“ stórar grein um deilu SAS og Loftleiða. Var það aðalgreinin f blaðinu s.l. föstudag. Tekur það mjög kröftuglega upp hanzkann fyrir Loftleiðir og ræðst á SAS fyrir óheiðarlega framkomu f deilunni. Birtist greinin hér lítið stytt. Hún hét á sænsku „Siáss SAS með blanka vapen“, sem myndi þýða: „Er SAS óheiðarlegt í baráttu sinni“. CAS er og verður vandræða- barn. Sem skattborgarar er er eðlilegt að við óskum þess að þetta ríkisstudda fyrirtæki væri rekið með hagnaði. Þvf miður er langt frá að þvf marki verði náð. Jafnvel f ár er reikn- að með tapi upp á 30 milijónir sænskra króna (240 millj. fsl. króna) Þá þarf að finna ein- hvem svndasel, sem hægt sé að kenna um þetta og nú hef- ur hann fundizt bar sem Loft- leiðir eru. Því miður er ekki hægt að segia að barátta SAS í þessu sé heiðarleg. Tilraunir SAS til að neyða Loftleiðir til að selja farmiða á sama háa verðinu og SAS gerir eru ekki nýjar. Það var SAS sem stóð á bak við þær aðgerðir, þegar sænska ríkis- stjórnin sagði árið 1955 upp loftferðasamningnum milli Sví- þióðar og fslands' Og f loft- ferðasamningi fslands og skand inavisku rfkjanna 1960 urðu Loftleiðir að þ’ola mikia tak- mörkun á ferðum sfnum til Skandinaviu. Samningurinn leyfir fslenzka rélaginu aðeins fimm ferðir á viku til Norður- landa í sumaráætlun og þrjár ferðir á viku á veturna. jMargir fulltrúar SAS halda 1 því nú fram, að starfsemi félagsins geti ekki borið sig, nema árangurinn verði betri á flugleiðinni ; ’ir Norður Atlants hafið Og þeir haida þvf fram að ekki sé hægt að bæta út- komuna á þeirri leið meðan Loftleiðir taka svo marga far- þega frá þeim. Þetta tap meta þeir 25 til 35 milljónir sænsk ar krónur og forstjóri SAS f Aiperíku hefur meira að segja gengið svo langt að halda þvf fram að SAS muni kollsteyp- ast ef Loftleiðir verði ekki brot ið niður. SAS hefur líka reynt að fá aðstoð hjá Bandaríkjamönnum. Pan American greiddi atkvæði með SAS á IATA-ráðstefnunni um að leyfa ód.’r fargjöld á flugleiðinni Skandinavia til New York sérstaklega. Öll önn ur flugfélög í IATA greiddu at- kvæði gegn þessari tillögu um hundrað talsins. Síðan hefur Pan AM hætt þessum stuðn- ingi við SAS. Bandarísku loft- ferðayfirvöldin hafa einnig far- ið að ræða við Loftleiðir, en Amerfkanamir fóru sér hægt. þeir verða að hugsa um bæki- stöð sína á íslandi. TVTörg einkennileg atriði hafa komið fram í sambandi við þessa deilu. Berlingske Tidende í Kaupmannahöfn hefur m.a. haldið þvf fram, að sænsku hlut hafamir, sem eiga einna mest í SAS hafi hótað þvf að draga aftur allt hlutafé sitt að upp- hæð 80 milljónir króna, ef ekki verður hægt að binda enda á samkeppni Loftleiða. Við vit- um ekki hvernig sifkt yrði framkvæmanlegt, þar sem allir þeir sem eiga hlutafé f SAS hafa afskrifað það sem tap. Einkennileg er yfirlýsing, sem framkvæmdastjórar SAS hafa gefið f Aftonbladet, Þeir segja þar, að ef öll önnur flug- félög fylgdu dæmi Loftleiða yrði lífshættulegt að ferðast flugleiðis f heiminum. Þetta er furðuleg yfirlýsing, ætlunin með þessu er að hræða fólk frá þvf að ferðast með Loftleiðum enda þótt ekki hafi orðið eitt einasta dauðaslys í sambandi við ferðir Loftleiða, en það er hlutur sem SAS getur ekki hrósað sér af. yið skulum svo skilja við þessi áróðursbrögð og líta á tölur og hagskýrslur. Tap SAS f ár er sem sagt á- ætlað minnst 30 milljón krónur (240 millj. fsl. kr.). Er það nú rétt að SAS muni græða 25-35 milljón krónur á þyí að brjóta Loftleiðir niður? Auðvitað ekki Þegar SAS-forstjórarnir tala um tekjumissi gleyma þeir lað geta þess, að það er ekki hið sama og nettó-tekjur. Ef þeir geta bætt við sig farþegum svo tekjur aukizt um 25 milljón kr. þá kostar það líka nokkuð að flytja þessa farþega. Og eins og allir vita hefur reksturs- kostnaður SAS aldrei verið lft- ill. Starfslið Lofleiða er 70 á flugleið en sambærileg tala hjá SAS er nær 200. Það er ótrú- legt að slík aukning myndi minnka heildartap SAS> um meira en 2-3 milljónir. 'U’n jafnvel sjálf yfirlýsingin jr villandi. Eins og áðan var getið eru flugferðir Loft- leiða til Skandinaviu mjög tak- markaður. Ekki hafa þærfengið að fjölga þeim síðan 1960. Við höfum séð sundurliðaða far- þegaskýrslu Loftleiða. Þar sést ð tala farþega á flugleiðum þeirra frá / Skandinaviu til Bandaríkianna og til baka nam um 15,200 árið 1961 og að brúttótekju af miðasölu á þessari leið námu 14,8 millj. kr. Það eru þessir farþegar, ei SAS langar að krækja í. En nú leita Loftleiðir við- skipta hjá öðru fólki en SAS Þeir vilja gefa millistéttunurr tækifæri til ódýrra ferðalage til og frá Bandaríkjunum. Ranr sóknir sýna að 60-70% af far- þegum Loftleiða hefðu ekk' ferðazt ef þeir hefðu ekki kom- izt á hinu ódýra fargjaldi hins íslenzka flugfélags. Þessir far- þegar falla burt, ef aðeins vær' hið háa farmiðaverð IATA. Þetta sýnir glögglega hinai villandi og fölsuðu yfirlýsingai SAS.. Það er hægt að tvöfalda farþegatöluna með því að setis aukaflugvélar inn á leiðina Getur SAS sannað staðhæfingai sínar. A uk skandinavisku flugferð anna sem ekki er hægt að auka, hafa Loftleiðir allmiklar flugferðir til Austurlanda, Ham borgar, Luxemborg og Glasgow en flugkerfi þeirra flytur árlega 60 þúsund farþega yfir hafið. Ef maður íhugar það, að 2,5 milljón farþega eru árlega flutt ar með flugvélum yfi'r Atlants- haf, kemur í ljós að þetta ei um 2% af heiídartölunni. Og ef maður íhugar það að heildar velta SAS er nokkru meiri en milljarð sænskra króna, þá kem ur í ljós, að tekjumissir SAS vegna Loftleiða er aldrei meira en 1% af SAS-veltunni. T oftleiðir er stórt fyrirtæki fyrir Island, með aðeins 175 þúsund fbúa. Gjaldeyris- tekjur Loftleiða eru jafn þýð- ingarmiklar fyrir Island og gjaldeyristekjurnar af öllum verzlunarflotanum eru fyrir Svíþjóð. Loftleiðir hafa hjálpað til við að rjúfa einangrun Islands frá umheiminum. Eru það ekki nógu sterk rök fyrir því að biðja SAS um að koma dálítið kurteislegar fram I baráttu sem felur ekki einungis 1 sér sam- keppni, heldur hitt að finna skotspón og syndahafur fyrir éigin svlvirðingar. Stríð á Ermarsundi! Franskir .iskimenn kvarta nú mjög undan ágangi erlendra fiskimanna, brezkra, þýzkra og rússneskra. Segja frönsku fiskimennirnir, að útlendingarnir ryðjist inn á mið þeirra við Cap Gris Nez í Ermarsundi styggi síldina. sem þar er og Frakka.- hafa hug á að veiða. Frakkarnir segja ennfremur, að þarna si um hvorki meira né minna en 400 útlenda fiskibáta að ræða. sem geri frönsku fiskiskipunum — þau eru um 50 og er gerð út frá Boulogne, Dieppe og Fecamp — ómögulegt að veiða með venjulegun. hætti. Er ess krafizt, að franski flotinr sendi herskip á vettvang til þess að vernda frönsku skipin fyrir hinum útlendu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.