Vísir - 28.11.1962, Side 8

Vísir - 28.11.1962, Side 8
8 V í S I R . Miðvikudajjur 28. nóvember 1962. Qtgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 55 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Starfsemi Verzlunarráds Á mánudag birtist í Vísi grein eftir Magnús Víg- lundsson, varaformann Verzlunarráðs íslands, um samtökin og eflingu starfsemi þeirra. Verzlunarráðið var stofnað fyrir rúmum hálfum fimmta tug ára, og voru þar forgöngumenn ýmsir þeir íslenzkir kaup- sýslumenn, sem framsæknastir voru og víðsýnastir og gerðu sér þess grein, að nauðsynlegt var að auka mátt stéttarinnar með samtökum. Með því væri ekki aðeins unnið í þágu einstaklinga og fyrirtækja innan stéttar- innar, heldur og fyrir þjóðina, sem hún á að þjóna. Síðan þessi samtök kaupsýslumanna voru stofn- uð, hefur gífurleg breyting orðið á þjóðfélagsháttum hér á landi. Þótt starfstíminn sé aðeins hálfur annar mannsaldur, hefur orðið bylting á flestum sviðum, og menn munu sammála um, að íslendingar séu betur á vegi staddir efnalega en nokkru sinni áður. Ný orka hefur verið tekin í notkun í verkmenningu þjóðarinn- ar, og hún hefur gert þessum fámenna hóp á útsker- inu kleift að Iyfta Grettistökum. Samtök öll í landinu hafa einnig eflzt, hverju nafni sem nefnast, Verzlunarráðið einnig, en unnið er að því að efla það enn meira, og er slíkt nauðsyn. Með því móti er hægt að gera verzlunarstéttina færari um að gegna því mikilvæga hlutverki, sem hún hefur tekið að sér. Samtök hennar gæta þess, að hlutur hennar sé ekki fyrir borð borinn, þegar átök eru í þjóðfélag- inu, því að það er einkenni margra, að þeir telja sér það vænlegast til framdráttar að gera atlögur að verzl- unarstéttinni. Verzlunarráðið mun nú auka mátt sinn og megin með bættri samstöðu iðnrekenda og kaupsýslumanna, svo og annarra aðila, á vettvangi ráðsins, og er það vel. Þeir, sem kaupsýslu stunda, hvort sem það er í sambandi við framleiðslu eða innflutning, verða að standa saman og starfa saman. Ella ber viðleitni þeirra ekki þann árangur, sem nauðsynlegur er. Verzlun er undirstaðan Enginn les íslands sögu svo, að hann geri sér ekki grein fyrir þeirri miklu þýðingu, sem tilhögun verzl- unarinnar hefur haft fyrir frelsi og tilveru þjóðarinnar. Meðan aðrir en íslendingar sáu um verzlunina, átti þjóðin undir högg að sækja og var vanmegnug í öllum efnum. En um leið og verzlunin færðist á íslenzkar hendur, tók að rofa til á öllum sviðum þjóðlífsins. Þessi er lærdómur sögunnar, og því ber þjóðinni að hafa í huga, að verzlunin verður að njóta frelsis, ef hún á að geta gegnt hlutverki sínu. Og enginn stendur bet- ur vörð um réttindi hennar en verzlunarstéttin sjálf, öflug samtök hennar. Tveggja fíokka kerfí í Frakklandi Samstarf þeirra í síðari hluta kosninganna var með þeim hætti, að þar sem frambjóðandi annars hvors flokksins virtist svo nálægt að sigra, að hann gæti komizt að með stuðningi hins, var slíkur stuðning- ur veittur á vlxl. Þannig stóð á þvf, að kommúnistar gengu vígreifir til bardagans í kjördæminu, sem Guy Mollet bauð sig fram, og höfðu að einkunnarorði: Kjósið félaga Mollet! De Gaulle sigraði glæsilega — miklu glæsilegar en hann sjálfur eða stuðningsmenn hans gerðu sér vonir um, og eina á- fallið, sem þeir urðu fyrir í síðari kosningunum var, að Michael Debré fyrrverandi for- sætisráðherra féll. Hann var líka óvinsæll meðal bænda í kjördæminu þar sem hann bauð sig fram, Indre-et-Loire, og sameinuðust jafnaðarmenn, radikalar og kommúnistar gegn honum. Frambjóðandi radikala flokksins var kjörinn. Þess ber að geta, að Mollet hefur ávallt verið ramur and- stæðingur kommúnista, og fátt mun hafa vakið meiri at- hygli í kosningabaráttunni en það, að hann gekk til' sam- starfs við þá, en hann lýsti yfir, að hann vildi heldur sjá komm- únista en Gaullista á þing- mannabekkjum fulltrúadeildar- innar, og að sjálfsögðu harð- neitaði hann, að þetta bæri að skilja sem vísi að bandalagi kommúnista og jafnaðarmanna. Kommúnistar hins vegar fögn- uðu þessari framréttu hönd til samstarfs í kosningunum, þvi að þeir sáu þarna tækifæri til að draga úr þeirri einangrun, sem þeir voru komnir I. Og samstarfið bar einkennilegan árangur víðar en I kjördæmi Mollet. I Suður-Frakklandi sigraði Jules Moch, fyrrverandi jafnaðarmannaráðherra og full- trúi á afvopnunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, komst á þing með hjálp kommúnista. Michel Debré Hann var talinn eins ramur andstæðingur kommúnista og Mollet og var þriðji maður fyr- ir neðan frambjóðanda komm- únista eftir fyrri kosning- arnar, og er þarna var kosið aftur s.l. sunnudag hafði frambjóðandi kommúnista dreg ið sig I hlé. En einn hinn kuhnasu maður I flokki jafnaðarmanna neitaði að fara að dæmi Mollet, en hann er Francis Leenhardt, og féll, fyrir bragðið — I fyrsta sinn síðan 1945. Framhald á bls. 13. Þær skoðanir hafa komið fram eftir að kunn urðu úrslit- in I frönsku þingkosningununt að ein mikilvægasta afleiðing þeirra kynni að verða, að nú færi að stefna og ef til vill allhratt í áttina til tveggja flokka kerfis, m. ö. o. að smá- flokkar týni tölunni æ meira, en eftir verði aðeins tveir að- alflokkar . I Bandaríkjunum eru sem kunnugt er tveir aðalflokkar. demokratar og republikanar, og aðrir flokkar svo litlir og lítils megandi, að það er vart á þá minnst. í Bretlandi eru i rauninni tveir aðalflokkar, Ihaldsflokkurinn og Verkalýðs- flokkurinn (jafnaðarmanna- flokkur), en þar er og þriðji flokkur, Frjálslyndi flokkurinn (liberal flokkurinn), sem má muna sinn fífil fegri, en kann að ná sér upp. Hann á ekki nema fáa fulltrúa á þingi, og Mendes-France féll fyrri kosn- ingadaginn. það má með fullum rökum segja, að aðalflokkarnir séu tveir á Bretlandi, og ekki er ó- líklegt, — að — ef Frjálslyndi flokkurinn verður aftur mikill og sterkur flokkur, verði á- fram tveir aðalflokkar I land- inu. Fjórði flokkurinn er kommúnistaflokkurinn, en hann er fámennur og gætir áhrifa hans mest sem friðarspillis f atvinnulffinu. Þeir, sem hallast að þvl, að smáflokkarnir fari nú að týna tölunni á Frakklandi, byggja skoðun slna á þvl, að samstarf verði áfram meðal vinstri flokkanna, og myndi þeir sam- eiginlega róttæka stjórnarand- stöðu, en fylgi miðflokkanna skiptist að nokkru milli Gaull- ista og róttækra. Benda þeir á, að öfgamennirnir yzt til hægri hafi fengið hraklega útreið i kosningunum, og fjölda margir kjósendur úr ýmsum flokkum hafi kosið Gaullista eða fram- bjóðendur sem hétu De Gaulle stuðningi. Ef til vill hefur það haft sln áhrif til stuðnings við hann, að kommúnistar og jafn- aðarmenn gengu tll baráttunnar 1 samstarfi vegna sameigin- legrar andúðar og haturs á De Gaulle. L

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.