Vísir - 03.12.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 03.12.1962, Blaðsíða 2
V í SIR . Mánudagur 3. desember 1962. Dr=T i C%5 ^m JSæ Körfuknattleikur: KR ógnaði landsliðsuppi- stöðuíR 44:49 KFR „bursfar" Armann ## 62:28 Hinir ungu KR-ingar léku síðasta „geslaleik" sinn í Reykjavíkurmótinu í gær- kvöldi, en andstæðingar þeirra voru að þessu sinni „rauði þráðurinn" í lands- liðinu ÍR-liðið, með ein- tónnun landsliðsmönnum að undanskildum Helga Jó- hunnssyni, en hann er í staðinn þjálfari landsliðs- ins. KR-ingarnir vöktu enn mikla athygli fyrir góðan leik og allan leikinn veittu þeir ÍR-ingum viðnám og höfðu & tfmabili í fyrri hálf leik leikinn í höndum sér. KR-lngarnir ungu komust snemma f 5:0 en þafi stendur í ÍR-ingum afi jafna og leikur þeirra er furöu lélegur ekki sízt miðað vi8 góðan leik KR, Haukur jafnar fyrir ÍR I 7:7. KR-ingar komast í 11:7 og 16:11 en ÍR jafnar 16:16, 18:18 og yfirhöndinni ná iR-ingar fyrst er nokkrar sekúndur eru til hálfleiks að þeir skora 20:18 en þannig var staðan í hálfleik. í seinni. hálfleik tókst KR-ingum að jafna í 28:28, 30:30, 32:32, en aldrei tókst þeim að ná stigi yfir. ÍR náði allgóðum kafla um þetta leyti og'komast I 39:32. Nokkur þreyta tók að gera vart við sig hjá KR en þrátt fyrir það tókst þeim að halda strikinu og í lokin var aðeins 5 stiga munur á 2. flokks „gestunum" og hinu stjörnu prýdda meistaraliði, 49:44, Leikurinn var allgóður og eink- um var það KR-hliðin sem lék oft skemmtilega, en ÍR-ingarnir brugðust að mörgu leyti. Beztu menn ÍR voru Þorsteinn þrátt fyr- ir meiðsli sem hann á við að stríða, Haukur var oft cóður í þessum leik og Guðmundur Þorsteinsson, sem var þó oft of hroðvirkur upp við körfuna. Af KR-ingum bar mest á Þorsteini Ólafssyni, sem sýnir miklar og góðar framfarir, Gutt- ormi og Kristni. Einar Bollason naut sín ekki í þessum leik eins ogfyrri leikjum enda mun betur gætt en annarra. Þó tókst honum að skora nokkur stig með fallegum langskotum. Stighæstir: Guttormur Ólafsson 15, Helgi Jóhannsson 14, Haukur Hannesson 10. — jbp — Forgibfín kom og meistararnir léku fil úrslita Haustmót Badmintonfélags Reykjavíkur fór fram um helgina í Valshúsinu, en um fyrri helgi fóm fram keppnir byrjenda og kvennaflokka. Úrslitaleikir keppninnar voru geysiharðir og f karlaflokki unnu þeir Karl Maack og Lárus Guð- mundsson í bæðí skiptin mjög naumlega yfir þeim Öskari Guð- mundssyni og Garðari Alfonssyni 15—13 í báðum lotum. 1 karlaflokki virtist forgjöfin ekki hafa verið nægileg til að draga fram hina lakari því til úr- sllta komu valinkunnir menn eins og sjá má af framansögðu. Þó höfðu þeir Óskar og Garðar 8 í Birgir Örn Birgis við körfuna en Ingi Þorsteinsson bíður átekta. Birgi tókst ekki að bæta við hina Iágu stigatölu félags síns sem hlaut stór- an skell um helgina gegn KFR, 62:28. mínus en sigurvegararnir mínus 6. f kvennaflokki unnu þær Hulda Guðmundsdóttir og Rannveig Magnúsdóttir í spennandi leikjum gegn þeim Hjördísi Hjörleifsdóttur og Jónínu Niljóniusdóttur með 18—17 og 17 — 16, en svo mikil var harkan að í bæði skiptin varð að framlengja. Engin forgjöf var f keppni kvennanna. Byrjendaflokkinn unnu þeir Trausti Eyjólfsson og Bjarni Ás- geirsson. Haustmótið að þessu sinni er stærsta badmintonmót sem haldið hefur verið hér á landi og munu um 60 manns hafa tekið þátt, þar af 34 í karlaflokki. Næst á dagskrá hjá badmlntón- mönnum mun vera firmakeppnin, ein mesta keppni þeirra, en hún mun fara fram í janúarmánuði. Tugþúsu Inska knattspyrnon: imdu - §>egar hliðum var íokuð fyrir leik Tottenham ©sj Garfiar Alfonsson og óskar Guðmundsson eru hér á myndinni f úrslita- leiknum gegn þelm Karli Maack og Lárusi GuSmUndssyni. Leikirnir voru hörkuspennandi og lauk með 15:13 fyrir þá Karl og Lárus. Tugir þúsunda stóðu fyrir utan völl Tottenham á laug ardaginn, þegar liðið lék við toppliðið í 1. deild, Everton, en sjálft er Totten ham í 2. sæti eins og kunn- ugt er. Hálftíma fyrir leik- inn var völlurinn orðinn fullur en hann tekur 60.000 manns og allan leikinn hafðist fólkið sem ekki hafði miða, við utan við lokuð hliðin. Þeir sem á leikinn horfðu fengu marklausan, en spennandi leik. Tott enham átti meira í leiknum en mið- vörður Everton, Laboce, stóð sem klettur Ur vörninni og & honum brotnuðu þungar sóknaröldur „Spor anna". Með þessu gerði Everton það sem ekkert lið hefur gert í 3 ár, að hindra Tottenham \ að skora á heimavelli. Með þessu jafntefli helzt toppur- inn eins I 1. deildinni. Everton er efst með 30 stig eftir 20 leikl, Tottenham næst með 28 stig eftir 20 leiki, en Burnley sem tapaði 1:2 fyrir Nottingham Forest er þriðja | með 27 stig eftir 20 leiki og Leicest J er 4. með 26 stig eftir 20 leiki, en liðið vann Úlfana á útivelli níeð 3:1. Ipswich deildarmeistararnir í fyrra virðast nú í ekki minni baráttu en þá, nema hvað nú berst liðið fyrir tilveru sinni sem 1. deildarlið, :en þá barðist það um toppinn. Ipswich er nú 3. neðst í deildinni en á laug ardaginn vann liðið cínn af 4 sigr- um sínum á þessu keppnistímabili og vann sig upp um eitt sæti. Er útkoma liðsins mjög slæm oe er sigur þessi t. d. áðeins annar sigur þess á heimavelli. Tvö neðstu liðir Frh. á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.