Vísir - 03.12.1962, Síða 8

Vísir - 03.12.1962, Síða 8
8 V í SIR . Mánudagur 3. desember 1962. igW . Qtgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 55 krónur á mánuði. í lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Stærsta fullveldismálið Fyrsti desember er jafnan tilefni hugleiðinga um fullveldi íslands. Svo var það einnig að þessu sinni. En tímarnir eru breyttir og margt hefir gerzt á þeim 44 árum, sem liðin eru síðan fullveldi var fengið. Við megum ekki einblína um of á fortíðina og þá sigra, sem unnir voru fyrir meir en mannsaldri. Við eigum þess í stað að grandskoða vandamálin, sem nú horfa að sjálfsæði þjóðarinnar og leita lausnar á þeim. Fullveldi okkar og sjálfstæði höfum við tryggt með þátttöku okkar í Atlantshafsbandalaginu fyrir 13 árum. Það er nefnilega sorgleg, en sönn, staðreynd, að sjálfstæði smáþjóðanna er ekki metið í veröldinni eftir öðru en þeirri tryggingu sem að baki þess stendur. Stjórnmálalegt sjálfstæði okkar tryggjum við í fram- tíðinni fyrst og fremst með áframhaldandi samvinnu við vinveittar þjóðir, sem eru þess fúsar að grípa til vopna fullveldi okkar til vamar ef nauðsyn krefur. En höfuðfullveldismál okkar í dag er trygging efnahagslegs sjálfstæðis okkar á ókomnum árum. Þar eru efst á baugi tengsl við Efnahagsbandalagið, sem valda tvennu í senn: að ísland verði ekki fryst úti á mörkuðum álfunnar og í annan stað, að vaxandi vel- megun megi ríkja hér á landi sökum hagstæðra við- skipta og uppbyggingarkjara. Það mun taka okkur langan tíma að leiða þetta fullveldismál til lykta. En það er stórmál. Svo mikið stórmál, að undir því er efnaleg hamingja þjóð- arinnar komin á næstu áratugum. Á ísland að afsala sér fullveldinu? spyr eitt stjórnarandstöðublaðið í for- ystugrein 1. desember. Auðvitað ekki. Hverjum hefir það til hugar komið? En við tryggjum aldrei fullveldi okkar án þess hugrekkis og þeirrar djörfungar, sem þarf til þess að ganga heilshugar til samstarfs við þjóðir Evrópu. Hugsunarháttur niðursetningsins við Dumbshaf má ekki lengur ráða afstöðu okkar. Við verðum að hætta að haga okkur eins og langþjökuð nýlenduþjóð. Því aðeins verðum við fullvalda þjóð í þess orðs fyllstu merkingu, að við hugsum og breytum sem slíkri þjóð sæmir. Tíminn hirtir O.E.C.D. Tíminn í gær eyðir heilum leiðara í að staðhæfa að Efnahags- og framfarastofnunin í París (OECD) hafi ekki vit á efnahagsmálum! Talsmaður stofnunarinnar, sem Tíminn segir að hafi verið franskur, lýsti því nýlega yfir, að gefnu tilefni, að efnahagsaðgerðir íslendinga hefðu borið góðan ávöxt. Tíminn er á annarri skoðun. Ergo: OECD veit ekki hvað það er að tala um. Miklir snill- íngar eru þeir Tímamenn! Iimiii' .. ..I ....... ......... jgorgaryfirvöld um allan heim eiga nú við gífurleg vandamál að stríða, þar sem er sífelld fjölgun bifreiða hvarvetna. Við þekkjum þetta vandamál mæta vel 1 Reykjavík, þar sem um 12 þúsund bilar eru skráðir í 80 þúsund manna borg, en þar sem við bætast á götumar bílar úr nágrannabæjum, Kópavogi, Hafnarfirði, úr Mosfellssveitinni og svo bilar af öllu landinu, sem eru hér á ferð og er ekki fjarri lagi að áætla, að stund- Þannig lítur hinn nýi en gamaldags þægilegi bíll Venturis. Undir- vagninn er Flat 500, en lengdin er aðeins um 1,70 m. Lausn umferðarvandamála í breyttri bifreiðagerð um séu 15 þúsund bilar á göt- um borgarinnar í einu. Vandamálið kemur fram í töf- um á umferðinni og svo síðast en ekki sízt í því hve erfitt er að finna pláss í viðskiptahverf- unum til að leggja bifreiðunum. Þetta sama vandamál er þekkt i stórborgum um allan heim. Á einum áratug hefur fjölgun bíla líkzt stórkostlegri sprengingu. Bæjarfélögin eyða milljörðum I að byggja nýja vegi og koma upp nýjum bílastæðum. Jjtyrir einum áratug var það í tlzku að hafa bílana sem stærsta og voldugasta. Þeir líkt- ið á strætunum, skuli ekki bein- línis krefjast þess, að bílafram- leiðendumir komi á móti og leiti sérstakra tæknilegra aðferða til þess að láta fara minna fyrir bílunum og gera þá á allan hátt liprari í umferðinni. Það væri fróðlegt að geta einhvern tlma tekið bifreiða- verkfræðinga og stjómendur bllaverksmiðja I skoðunarferð á hinum óllku tegundum bifreiða og spyrja þá hvaða tilgangi þeir ætla bílunum að þjóna. Það mætti fyrst spyrja: — Eru bílamir ætlaðir til að fólk geti komizt inn I þá? Og við skulum þá bjóða þeim að setj- ast inn I einhver af þessum sköpunarverkum sínum, beygja sig og herpa saman I öllum liða- mótum og skríða inn eins og það væri snígill að mjaka sér Enski þríhjólabillinn Peel 50, sem er aðeins 1,25 m á lengd og öllum öðrum farartækjum þægilegri I umferðinni. ust engu fremur en orustuskip- um heimsstyrjaldarinnar, er þeir komu skröltandi eftir strætun- um. Nú finnst mönnum þessi orustuskipastíll gamall og úr- eltur. Það hefur eins og komið af sjálfu sér þegar rúmið minnk- aði stöðugt á götunum að fólk hefur kosið sér minni og hand- hægari bíla. Þó er það 1 rauninni undarlegt að bæjarfélögin, sem verða að verja risaupphæð í að auka rým inn í kuðung. Ekkert er eins takmarkað á bflum nútímans eins og hæð þeirra og þó felst enginn rýmissparnaður I því, þar sem bílarnir eru nú einu sinni ekki geymdir hver ofan á öðrum á götunni. Hins vegar hefur oft ekkert verið spöruð lengdin, þó hin mi'.da lengd geri bifreiðarnar oft mjög erfiðar meðferðar I borg- inni, bæði í akstri og við að finna sér stæði. \7egna þessara vandkvæða er ' það svo með marga bif- reiðaeigendur að þótt þeir láti sem þeir séu hreyknir af þeirri virðingu sem straumllnulag nýj- ustu bifreiðanna gefur þeim, þá eru þeir oft innst með sér ekki sérlega ánægðir. Það vakti því mikla athygli, þegar Italskur bílasmiður að nafni Franco Ven- turi tók að sýna algerlega nýja bfltegund á bílasýningum þar I landi og bjóða til sölu I stórum stíl. Hann hafði fengið sér und- irvagn og vél úr Fiat 500, en I stað þess að smlða bílinn á Iangveginn, þá gerði hann bllinn á háveginn. Það er eins og hann hafi gert það bílasmiðjunum til háðungar, að hafa útlit hins nýja bíls eins og það tíðkaðist fyrir 50 árum. Þá voru bílarnir gerð- ir fyrir mannfólkið en ekki fyr- ir útlitið. Það er ein merkilegasta nýj- ungin á bll Venturis, að lengd- in á honum er aðeins 1,70 og hann getur tekið mjög snarpar beygjur. Er það nú mál manna, að ef það gæti gerzt I einu vet- fangi, að allir Iosuðu sig við sína nýtízkulegu blla og keyptu sér þennan gamaldags Venturi- bíl, væri bílgeymslumál borg- anna samstundis leyst. Þar með hefði mannkynið eignazt almenningsbll, sem væri sérstaklega þægilegur til allra innkaupa. Bílstjórar þyrftu ekki lengur að brjóta I sér bakið eða fara úr augnaköllunum við að setjast undir stýri. Tjó er það ekki aðeins á Ítalíu, sem menn eru að reyna að finna lausn á þessu vandamáli. Á bílasýningu, sem nýlega var haldin I London, var sýndur smábíll á þremur hjólum, sem var aðeins 1,25 m á lengd, en er samt sæmilega rúmgóður fyr- ir tvo að setjast inn I hann. Sumir myndu e. t. v. kalla hann eins konar mótorhjól, en samt sitja mennirnir inni I honum eins og I bll. Hann er sérstak- lega léttur og þægilegur I með- förum og kemst með 60 km hámarkshraða. VÍSIR

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.