Vísir - 03.12.1962, Side 9

Vísir - 03.12.1962, Side 9
VlSIR . Mánudagur 3. desember 1962. 9 * FYRIR NOKKRU átti EIli- og hjúkrunarheimilið Grund 40 ára afmæli, og var þess minnzt á ýmsan hátt, og kom þá ótvírætt í ijós, að stofnunin á nokkrum vinsældum að fagna, og að marg- ir telja, að hún hafi orðið að liði, og gert talsvert gagn. Hefir þegar verið þakkað fyrir vin- semd og velvilja, sem kom fram á ýmsan hátt. n Á þessum tímamótum stofnun- arinnar þykir rétt að horfa nokkuð aftur, en þó aðall. fram á veginn. Margt er að þakka, og margs að minnast. Hefir stofnun- in átt því láni að fagna, að á öll- um tímum hafa verið uppi menn, sem vildu framgang hennar, enda þótt hinir hafa og óneitanlega verið alltof margir, sem létu steina á veginn og gerðu þetta allt svo miklu erfiðara, en ella hefði þurft að vera. En ég held, að sumir þeirra, sem lítinn vel- vilja hafa sýnt þessu starfi, muni sjá eftir því, ekki sízt þegar þeir sjálfir eru komnir hingað eftir langt og erfitt starf, lúnir og famir af kröftum. Þá skilja þeir í matsal Eliiheimilisins Grund. Enn er svo margt ógert anav Eru þegar starfandi nokkrar hjúkrunarkonur á vegum borgar- innar, og er óhætt að fullyrða, að störf þeirra em ómetanleg fyrir margt eldra fólk, sem aðstoðar þeirra nýtur. En auka þyrfti þessa hjálp og fá til starfa konur, sem gætu unnið nokkuð af heimilis- störfunum einnig. Þá mætti at- huga um, hvort nauðsynlegt sé, að senda tilbúinn mat á heimilin. Heimahjúkrun og heimilisaðstoð eldra fólks til handa verður til þess, að við þurfum ekki eins mörg elliheimili og sparast við það mikið fjármagn, — og um leið — heima er bezt — ef aðstæður eru góðar. n Tjað er svo margt, sem vantar, en við gleymum því of oft, hversu fá við erum og þess vegna er geta okkar, einnig í þessum um málum? Menn gera, pér, ájeið- ahlega sjaldan 'grein fyrir' þvi, ‘hVersu tómlætið er afskaplegt, og um leið óafsakanlegt á þessum sviðum. Alltof fáir hugsa um þessi mál: vandamál ellinnar. Margir halda að börnin þeirra muni hafa sig hjá sér síðustu árin. Reynsl- an er þó að verða sú, að eldra fólkið — afi og amma — eru ágæt sem barnfóstrur, helzt ekki meira. Aðsókn að elliheimili er mikil, og eykst með hverju ári. Ástæðurnar eru ótal margar — Húsnæðisvandamál, hjálparleysi á heimilum og svo breyttur hugsun arháttur. Unga fólkið vill búa að sínu, eldra fólkið þarf að vera annars staðar. Oft og tíðum vill það vera laust við hávaða og um stang unga fólksins og litlu bam- anna, og búa út af fyrir sig á elli heimili, ef þess er nokkur kostur. Þannig er þetta að verða, og við þurfum að taka því með nýjum fyrir eldra fólkið vonandi, að nauðsyn er á slíkum stofnunum, og hefði verið betur, að þeir hefðu sýnt þessum mál- um meiri skilning og velvild, þegar þeir voru og hétu. Eldra fólkinu í landinu mun fjölga hlutfallslega miklu meira en öðrum aldursflokkum á næstu ámm, og er fyrirsjáanlegt, að hér verður um mikið vandamál að ræða og erfitt, enda er lítið um úrræði eða undirbúning til þess að mæta þessum vanda. Að sjálfsögðu er ekki hægt að reisa elliheimili eða hæli, nema lítið eitt, slíkt yrði svo kostnað- arsamt, en með einhverjum ráð- um verður að reyna að hjálpa því fólki, sem í vandræðum verð- ur, og ekki er ráð, nema í tíma sé tekið. Margoft hefir verið á það bent, að brýn nauðsyn sé á, að reisa íbúðir fyrir eldra fólkið, líkt og gert hefir verið á Norðurlönd- um, sérstaklega þó f Danmörku. Hefir þar verið reistur fjöldi húsa með litlum íbúðum, eitt eða tvö herbergi, eldhús eðaeldunarpláss, W.C., og bað. Hús þessi eru reist af borg og ríki, og leigu mjög stillt í hóf. I þessum byggingum getur fólkið líka fengið nokkra aðstoð, ef með þarf. Ágæt reynsla er fengin með þessa lausn á vandamáli margra, og væri óskandi, að við gætum gert eitthvað líkt hér á Iandi. Að vísu mun ekki vera unnt að reisa slíkar byggingar ein- göngu fyir opinbert fé, af þeirri einföldu ástæðu, að það er ekki fyrir hendi, cn hitt ætti að vera hægt, að finna einhverjar leiðir til samvinnu og samstarfs við borg og ríki, ef þá nægilegur skilningur er fyrir hendi á þvl, en þarf að efa það? Húsnæðismálastofnunin, Trygg ingarstofnunin, Félagsmálaráðu- neytið, að ógleymdu Borgarráði Reykjavíkur, munu væntanlega nú fyrir kosningar fara að taka málið upp til athugunar, efndirn- ar sjáum við eftir kosningar, en allt eldra fólk hefir kosningar- rétt. Elliheimili þarf að reisa og ættu söfnuðir landsins að hafa forgöngu um þær framkvæmdir. Kirkjan hefir hingað til verið helzt til of fáskiptin af mann- úðar- og líknarmálum, má vera að þar sé ein af ástæðunum fyr- ir hálftómum kirkjum og litlum áhrifum kirkjunnar. Væri ósk- andi að kirkjan færi að skipta sér meira af þessum málum, er ég sannfærður um, að það myndi styrkja hana og efla mdira en flest annað. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til þess að vekja áhuga á þessum merka þætti í starfi hennar, sem gæti orðið, og kom hingað í sumar biskup Kaupmannahafnar, herra W. Westergaard-Madsen, og hélt hann erindi á prestastefnunni um mannúðar- og lfknarmál og þátt kirkjunnar og safnaða f þeim málum. Einnig flutti hann erindi um sama efni f Hallgrímskirkju. Vakti koma biskups og erindi hans talsverða athygli meðal presta og kennimanna, og er það von þeirra, sem að þessu stóðu, að árangur verði nokkur, þó sfð- ar verði. n l^f söfnuðurinn starfrækir heim- ili fyrir eldra fólk, þá mun sú starfsemi áreiðanlega verða mörgum að liði, þegar fram líða stundir. Þörfin fyrir slfk heimili er oft meiri en allur fjöldinn heldur, og til slfkra heimila er oft sársaukaminna að leita, held- ur en ef um heimili hins ppinbera væri að ræða. Ellihemili, sem stofnuð eru og starfrækt af söfn- uðum landsins eiga miklu hlut- verki að gegna, þau munu og verða til þess að auka álit og áhrif kirkjunnar. Enda þótt reist verði á næst- unni talsvert af íbúðum fyrir eldra fólkið, eins og bent hefir verið á hér að framan, og elli- heimili safnaðanna verði starf- raekt, þá þarf margt og mikið að gera til viðbótar. Hjúkrunarheimili eða sérstakt sjúkrahús fyrir eldra fólkið vant- ar. Líklega verður heppilegra að reisa fyrst hjúkrunarheimili fyr- ir Iasburða og sjúka, og freista þess, að þeir sem sérstakrar sjúkrahúsvistar þarfnast, geti fengið hana, enda fer bráðum að rofa til f sjúkrahúsmálum, þeg- ar Borgarsjúkrahúsið og viðbygg- ing Landsspftalans verður tekin til notkunar á næstu árum. — Hjúkrunarheimili fyrir langlegu sjúklinga, yngra fólk, er og nauð- synleg stofnun, sem of lengi hef- ir dregizt að reisa. Þó mætti ráða nokkra bót á þessu með þvf, að að Sólvangur í Hafnarfirði fengist til þess að leysa hlutverk hjúkr- unarheimilisins, en nýtt elliheimili yrði reist þar f bænum um Ieið. Sérstakt hæli fyrir eldra fólk, sem er orðið geðsjúkt er og nauðsyn- legt að reisa, og hefir verið lengi. Heimilisaðstoð fyrir eldra fólk er nauðsynleg, og gæti orðið til þess, málum, takmörkuð. Fjárhagslega hlið málsins er erfið úrlausnar. Þó væri hægt að gera margt, ef vel er að gáð, og með gætni farið. T. d. virðist tími vera kominn til, að veita einhverjum happdrætta milljónum til meiri framkvæmda á þessu sviði, eða þá að fara enn á stað með eitthvað nýtt „Fjárafla- plan“. Þá mætti og ætlast til að fjárframlög frá eldra fólki sjálfu, ef ráðizt verður í að reisa bygg- ingar og fbúðir fyrir það. Enda þótt peningar .. óu til, þá vantar framkvæmdir, hver vill sinna þess úrræðum og leiðum. í grein, sem ég ritaði f dag- blaðið Vísi 18. marz 1949, er bent á nokkur atriði, sem ég taldi að gera þyrfti þá: 1. Reisa nýtt elliheimili í Reykjavík, sem hafi rúm fyr- ir 150—200 vistmenn. 2. Sjúkrahús fyrir gamalt fólk þarf að starfrækja. 3. íbúðir fyrir einhleypa og hjón þarf að reisa á næstu árum, að minnsta kosti hús með um 120 íbúum- Framhald á bls. 10. Eftir Gísla Sigurbjörnsson forstj. Elliheimilisins 11

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.