Vísir - 03.12.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 03.12.1962, Blaðsíða 10
70 V í SIR . Mánudagur 3. desember 1962. GuSrún. Sigríöur. Steinunn. Góðar bækur til jólagjafa (■■itVrún fi’ú Lundi: SiýftVar Ijað'rir II. Guðrún frá Lundi er eins og cllum er kunn- ugt meðal vinsælustu og mest lesnu höf- unda landsins, og vinsældir hennar hafa haldizt frá fyrstu bók. Bækur hennar seljast að jafnaði upp fyrir hver jól. Sigríður Björusdóitir frá Miklabat: I LJÚSI MIMIJíCANJíA Frú Sigriður Björnsdóttir er ein þeirra, sem menp hljóta að hlýða á sér til ánægju. Hún er skarpgáfuð kona, athugul og ihugul, og setur hugsanir sínar fram með aðdáanlegu látleysi. f ljósi minninganna er fögur jóla- gjöf. Iugimar Óskarssou: SKELDÝBAFAiVA ÍSLAIVDS Þegar Flóra íslands kom út fyrst, var hún réttilega talin stórvirki, sem markaði spor í menningarsögu þjóðarinnar. Þetta verk Ingimars er fyllilega sambærilegt við Flóru íslands, og hefur margur hlotið doktors- nafnbót fyrir minna afrek. Þessi bók er til- valin jólagjöf handa greindum unglingum, en athugulir menn á öllum aldri hafa aí henni mikta ánægju. Valborg BentsdútUr: TII. I>Í1V Ástarljóð til karlmanna, með skreytingum eftir Valgerði Briem. Valborg er sérstæð i ís- lenzkri ijóðagerð. Hún yrkir ástarljóð til karlmanna. Hún er ný Vatnsenda-Rósa. — Þetta er bók, sem margur mun lesa sér til ánægju. Sr. Sigurður Ólafsson: Sigur uiu síðir. Sjálfsævisaga. Sr. Sigurður var fæddur að Ytri-Hól i Vestur-Landeyjum 14. ágúst 1883, og er nú nýlega fallinn frá. 1 sögunni segir frá bernsku og unglingsárum hans þar eystra, og því hvernig hann brauzt til mennta vestan hafs og yarð þar prestur. Hann skýrir einnig frá kynnum sínum af Vestur-fslendingum og merkilegri reynslu sem prestur þeirra langan tíma. Ingibjörg .lóiisilóllir: Ásf í myrkri. Ást í myrkri er saga úr skuggalífi Reykja- vikur. Lesandinn er leiddur bak við tjöldin, og þar er brugðið upp myndum, sem fæstir sjá, en margir hvísla um sin á milli. — Höf- undur bókarinhar, Ingibjörg Jónsdóttir, er ung kona, fædd í Reykjavík. Lýsingar henn- ar eru hispurslausar og berorðar. Cyril Seoít: FI I.I.M MIW. í þýöingn Sleinuiinar Briem. Fullnuminn er ‘bók, sem náð hefur feikna- legum vinsældum um allan heim. Höfund- urinn, hið víðfræga tónskáld og dulfræð- ingur Cyril Scott, segir I henni af kynnurn sínum af heillandi og ógleymanlegum manni, er hann neínir Justin Moreward Haig. — Sagan er bæði dularfull og svo spenn- andi, að allir sem lesa hana, hafa af henni óblandna ánægju. Martiniis: Lciðsögu lil lífshaniingju. Kenningar Martinusar eru lausar við kredd- ur og þröngsýni. Hann bendir mönnum á leið andlegs frelsis. Um Martinus sagði hinn hemisfrægi rithöfundur og dulspekingur, dr. PAUL BRUNTON: Það að kynnast honum er sama og að opna honum rúm í hjarta sinu. Hann er lifandi ímynd þeirrar vizku, ósérplægni og kærleika, sem myndar innsta kjarnann i kenningu hans. Sholem Asch: Gyðingiirinn. (ÞýSing Magnúsar Jochumssonar). Iíöfundur þessarar bókar er heimsfrægur rit- höfundur, sem nú er látinn fyrir nokkrum árum. Verkið er í þremur köflum, og er þetta síðasta bindið. — Hin tvö fyrri eru Sexlán nýjar barnabækur. Unglingabækur LEIFTURS eru löngu viður- kenndar. Þær eru skemmtilegar og ódýrar. Árlega gefur Leiftur út margar unglinga- og barnabækur og er það nú orðið allstórt safn. Fyrir þessi jól koma nýjar bækur i hinum vinsælu bókaflokkum: Matta-Maja, Hanna, Stína flugfreyja, BOB MORAN, KIM-bœk- urnar, KONNI sjómaður og ný bók um Lísu- Dísu, sem heitir Lísa-Dísa yndi ömmu sinnar. — Auk þess koma margar nýjar, svo sem „EG ER KÖLLUÐ KATA", Kalli og Klara, Anna-Lísa og Ketill (framhald bókarinnar Anna-Lísa og litla Jörp). Fjögur barnaleik- rit eftir Stefán Júliusson, Gömul œvintýri í þýðingu Theódórs Árnasonar (en þau eiga samstöðu með Grimms ævintýrum)' og svo hinar frægu tyrknesku kimnisögur um Nas- reddin skólameistara, í þýðingu Þorsteins skálds Gíslasonar, með teikningum eftir Barböru Árnason. Prentsmiðjan Leiftur - Höfðatón 12 Hugrún. Valborg. Ingibjörg. maæ Enn er svo Framhaid af bls. 9 4. Elliheimili í sveit fyrir 80— 110 vistmenn. Á þeim 13 árum, sem liðin eru, hefir það gerzt, að Dvalarheimilið Hrafnista er tekið til starfa, með nær 200 vistplássum. Sjúkrahúsið fyrir gamla fólkið er óreist, en Grund hefir verið stækkað allveru lega, vistmenn voru þá 250, nú eru þeir 325. íbúðirnar fyrir eldra fólkið eru enn óreistar. Verður að vonum að úr því leysist sem allra fyrst, en þar þarf fyrst og fremst á samvinnu og skilningi ráða- manna að halda. Elliheimili í sveit er ennókomið. í Hveragerði hefir þó verið stofn- að heimili fyrir aldrað fólk og eru vistmenn þar nú 30. Aukið verður við þá stofnun á næstunni, en betur má, ef duga skal. Minningar sjóðurinn hans Jóhannsar Jóhanns sonar og konu hans er enn ónot- aður, en sjóðnum skal verja til þess að reisa elliheimili £ sveit, og á það að taka til starfa á 100 ára afmæli konu hans árið 1973, og verður því bráðum að fara að hefjast handa. Held ég að slíkt elliheimili væri vel I sveit sett fyrir austan fjall, gæti þá haft samvinnu og samstarf við Ás í Hveragerði og Grund í Reykjavík, ef svo bæri undir. En enda þótt nokkuð hafi á- unnizt í þessum málum á undan- förnum árum er það hvergi nærri nóg. Samkvæmt manntali 1950 voru þá 7228 manns 70 ára og eldri — 1960 var þessi tala 8720, en 1970 er áætlað að hún verði 12280, — og eru þessar tölur áreiðanlega mörgum íhugunar- efni. R LTver á að hafa frumkvæðið í ^ þessum málum? Bent hefir verið á, að söfnuðir landsins ættu að taka þessi mál til úrlausnar. Mannúðar- og líknarmál hljóta ávallt að vera mál, sem kristin kirkja lætur til sín taka. Þjóðin þarf að fara að hugsa um vanda- mál ellinnar meira en hingað til. Skilningurinn á vandamálunum þarf að aukast — samúðin með eldra fólkinu að vakna. Trygging arnar allar eru ágætar, svo langt sem þær ná, og sannarlega hafa þær bætt mikið úr, og gert ómet- margt — anlegt gagn. En meira þarf. Sam- úð og mannkærleikur verður líka að koma til og hér held ég að tækifæri kirkjunnar blasi við, vona ég og treysti að það verði notað. „Vandamálin í ellinni eru mörg. En ef ekkert er gert til þess að leysa þau, þá þarft þú lesandi góður, ef til vill áður en varir sjálfur að glíma við þau. Og þetta eru engin hégómamál. Þetta eru alvörumál, sem fjöldi manns stend ur ráðþrota fyrir vegna þess, að það er svo lítið gert til úrbóta. — Á þessu þarf að verða breyting, og það verður því aðeins að fólk- ið sjálft, þjóðin öll, vilji það, en þarf að spyrja að því?“ Þannig endaði grein mfn í dag- blaðinu Vísi fyrir 13 árum, og enn á ný er skrifað um sama vandamálið og spurningin er sú sama í dag — og þá. Gísli Sigurbjömsson. íþrótfir — Framhald af bls. 2. nú eru Leyton og Fulham. Welski landsliðsmaðurinn Phil Woosnan var potturinn og pann- an £ stórsigri Aston Villa gegn Bolton en Villa vann 5:0 Woosnan var nýlega keyptur frá West Ham og lék nú f fyrsta skipti með Aston Villa og virtist finna sig strax £ fyrsta leik. Kaupverð Woosnams var ca. 3 milljónir króna. í annarri deild heldur Chelsea for ystunni þrátt fyrir að liðið fengi aðeins 1 stig á heimavelli um helg- ina geng Plymouth. Chelsea hefur 29 st. eftir 20 leiki, en næst kemur Bury með 27 stig eftir 20 leiki, en Bury gerði einnig jafntefli um helg- ina við Newcastle, og rétt eins og Chelsea misstu þeir þetta 1 stig á heimavelli. Þriðja f deildinni er lið Stanley Matthews, Stoke City, sem vann Huddersfield og tók þannig 3. sætið af liðinu. Stoke hefur 26 stig eftir 20 leiki, en Sunderland sem er fjórða f röðinni hefur jafn- mörg stig en lakara markahlutfall. Huddersfield kemur síðan í 5. sæti með 25 stig. STÚLKA , /. 1 Óskum eftir stúlku til afgreiðslu við mót- töku gesta (Reception). Mála- og vélritunar- kunnátta nauðsynleg. Upplýsingar í skrif- stofunni. Hótel Saga í tilefni af andláti H. K. H. Prisu Wihlelminu, fyrr- um HoIIandsdrottningu, liggur frammi á skrifstofu hollenzka aðalkonsúlatsins í byggingu O. Johnson og Kaaber h.f., Sætúni 8, skrá til undirskriftar fyrir þá, er kynnu að óska að votta samhryggð. Skrá þessi liggur frammi kl. 9,30 til 11,30 f.h. og kl. 2 til 3,30 e. h. dagana 3 til 7 desember. Hollenzka aðalkonsúlatið Arent Claessen aðalræðismaður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.