Vísir - 04.12.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 04.12.1962, Blaðsíða 7
"V’FSTR . ÞriSjudagur 4. desember 1962. Sjötugur í dug: Þorgils Guðmundsson frá Yaldastöðum Þegar ég var að alast hér upp í Reykjavík, var á heimili foreldra minna kona, sem hafði verið vinnu kona á Kjalarnesi. Hún fylgdist með íþróttaleikjum mínum. I sam bandi við umtal hennar og frá sagnir um íþróttir, ræddi hún við mig um Þorgils á Valdastöðum í Kjós. Hún hafði séð Þorgils á móti á Kollafjarðareyrum, heyrt um at- orku hans við landbúnaðarstörf og frækni hans í íþróttum. Gamla kon an gat ekki hugsað sér betra for- dæmi ungum íþróttaiðkendum en Þorgiis og því festist nafnið mér í minni. Ég varð heldur ekki fyrir vonbrigðum, er ég sá Þorgils hlaupa Víðavangshlaup. Léttleik- inn og fjaðurmagnið var undra- vert. Þá sá ég hann glíma. Þar kom fram knáleiki hans og fim- leiki. Auk þessarar áberandi færni leyndu sér ekki burðir hans og drengskapur. Raunveruleikinn stað festi frásögn hinnar gömlu konu. Þorgils er fæddur í Valdastöðum í Kjós. Foreldrar hans eru Guð- mundur Sveinbjörnsson bóndi að Valdastöðum og kona hans Katrín Jakobsdóttir. Ungur gerist Þorgils ungmennafélagi og er einn stofn- andi hins ágæta Unif. Drengur í Kjós. Árið 1915 lýkur hann námi við bændaskóiann á Hvanneyri. Skólastjórinn Halldór Vilhjálms- son og Þorgils iaðast að hvor öðr- um og milli þeirra tekst mikil og náin vinátta. Halldór kunni að meta unga menn, sem áttu vilja, þor og þrek til þess að takast á við vandamál hins daglega lífs og voru þá einnig til í að bregða á leik í glímu eða hryggspennu. Halldór skólastjóri mun hafa hvatt hinn unga búfræðing til náms í leikfimi í Ollerup hjá Niels Buck og handavinnu á árunum 1921— 22, til þess að afla skólanum góðs starfsmanns og námssveinum for- dæmis, því að eftir heimkomuna gerist Þorgils kennari að Hvann- eyri. Hann er þar við fjölþætt störf þar til hann r::Jjt til utan- j farar 1929 — 30 og síðan að hinum nýstofnaða héraðsskóla I Reyk- holti 1931. Þorgils hverfur frá kennslu- störfum 1947, að hann ræðst til starfs á fræðslumálaskrif- stofuna og 1—íur starfað þar síðan sem aðstoðarmaður minn, gjaldkeri og skrifstofustjóri. I kennslu var Þorgils dáður kennari. Hvetjandi og fræðandi, eflandi þar með varúð og með framferði sínu jg öllu dagfari vekjandi traust nemenda sinna og samstarfsmanna með ötulleik og festu. Þessir eiginleikar Þorgils hafa komið sér vel við hina margþættu þjónustu sem störf á fræðslumála- skrifstofunni krefjast og á ég þá ekki hvað sízt mikið að þakka. Þorgils hefur tekið mjög virkan þátt í félagsmálum. í stjórn og um skeið form. U.M.S. Borgfirðinga og þá form. ungmennafél. t. d. Drengs og íslendings. I stjórn Í.S.f. var hann um ára- bil og þá lengst af gjaldkeri. Meðan hann stóð upp á sitt bezta var hann einn fjölhæfasti íþróttam'aður landsins og tók þátt í tveimur utanferðum, þar sem sýnd var glíma og leikfimi. Árið 1925 gékk Þorgils að eiga Halldóru Sigurðardóttur á Fiski- læk í Leirársveit. Halldóra hefur verið manni sínum góð kona, sem búið hefur onum og börnum þeirra þremur hin ágætustu heim- ili. Á heimavistarskólum reynir eigi svo lítið á konur kennaranna, ýmiss konar fyrirgreiðslu við nem- endur. Er nemendur minnast Þor- gils sem kennara minnast þeir ávallt hans ágætu konu með þakk- Iæti fyrir gott atlæti. Við sem höf- um notið aðstoðar Þorgils við félagsleg störf megum þakka Hall- dóru fyrir hve hún hefur umborið kvabb okkar og tekið á sig aukin heimilisstörf vegna fórnarlundar eiginmannsins. Margir munu í dag rifja upp bjartar minningar um samstarf við Þorgils Guðmundsson frá Valda- stöðum og óska honum og fjöl- skyldu hans heilla. Þorst. Einarsson. NÝKOMIÐ mikið úrval af heimilis- tækjum, loftljósum, vegg- lömpum, borðlömpum og skrautvörum. RAFGLIT Hafnarstræti 15 . Sími 12329 SKALDSAGAN KARÖLÍNA nýkomin í bókaverzlanir Plötusmidir og Rafsuðumenn óskast. Mikil eftirvinna. Vélsmiðjan Járn Síðumúla 15 . Símar 35555 og 34200 liólbsfrðaverksfæðið Miílan Opin -alia daga trá kl 8 að morgm til kl 11 að kvöldi Viðgerðir á alls konar ijðlbörðum - Seljurt] einnrg allar stærðir hljðbarða — Vönduð vinna — Hagstætt verð. VI I L l A N Þverholti 5. Hefi opnað lælcningastofu, að Hverfisgötu 50, sími 19120. Viðtalstímar, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17—18. Þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 10-11.. Vitjanabeiðnir í heimasíma 34986 kl. 11—12 daglega. Sérgrein skurðlækningar. Magnús Blöndal Bjarnason, læknir. Finnskt Masonit 4x8 fet og 4x9 fet SKÚLASON & JÓNSSON S.F. Síðumúla 23. Sími 36500 Lyklakippa hefur tapazt. Vinsam legast skilist á Snorrabraut 40, I. hæð. Sími 20013. Brúnt peningaveski tapaðist í eða nálægt biðskýli Suðurgötu — Fálkagötu um hádegi í gær. Finn- andi vinsamlegast beðinn að skila því á Aragötu 2. Fundarlaun. Svört regnhlíf tapaðist í gær. Vinsamlegast hringið t sfma 18680. Rautt drengjahjól hefur tapast frá Ægissíðu 64. Vinsamlega hring ið í síma 23232. Gullúr tapaðist frá Sigtúni að Heilsuverndarstöðinni. Hringið í sfma 32023 eða að Sigtúni 27. — Skilizt gegn fundalaunum. Brúnt peningaveski tapaðist í eða nálægt biðskýli, Suðurgötu — Fálkagötu um hádegi í gær. Finn andi vinsaml. beðinn að skila því að Aragötu 2. Fundarlaun. Bamagleraugu töpuðust sl. þriðjudag á Barónsstfg. Finnandi vinsamlega hringi í síma 19959. Leður-Iyklaveski, tapaðist s. 1. sunnudag. Finnandi geri aðvart í síma 12280. „Þær ráðstafanir, sem Fram- sóknarmenn benda á til að koma á jafnvægi í byggð landsins eru algjörlega vonlaust verk. Þær eru eins og snjókúlur í helvíti". Þessi skorinorða setning er álit Einars Olgeirssonar á tillögum Framsóknarmanna um jafnvægi í byggð landsins. Hann lýsti því yfir í þinginu í gær og kallaði þær „móralskar tilvitnanir“ og „fagrar hugmyndir, sem nefðu sömu áhrif og að skvetta vatni á gæs“. „Það þýðir enga róman tík“, sagði Einar, „þessar tillög ur um að veita litlum sjóðum til Iítilla framkvæmda í litlum bæj- arfélögum eru til einskis“. Og Einar lét sér ekki nægja að lýsa fyrirlitningu sinni á hug myndum Framsóknarmanna í „jafnvægishjali þeirra", heldur sakaði þá um að hafa aldrei sýnt neinn skilning á kröfum hinnar vinnandi stéttar, á þörf- inni fyrir sameiningu bænda og verkamanna. „Það er skammar- legt“ sagði Einar, „að auðvald ið sjálft, en ekki hinn svokallaði vinstri flokkur Framsóknar- manna, skuli hafa komið til móts við verkalýðinn". Þannig lét Einar Olgeirsson skammirnar ganga yfir Fram- sókn, um leið og hann brýndi fyrir hinum sama Framsóknar- flokki, flokki bænda, að nú þyrftu þeir að ganga til sam- starfs við hinar vinnandi stéttir, læra af reynslunni og mynda vinstri stjórn. Einar kvað auðvaldið" pening- ana, stjórna þróuninni í efna- hagslífinu, ekki mennina ' 'lfa — og mælti fyrir áætlunarbú- skap og áætlunarráði ríkisins sem hinni einu lausn. Beindi hann máli sínu sérstaklega til Framsóknarmanna, hafði hátt og reyndi að fuilvissa þá u.a, að einmitt þeirra „hjartans mál“, jafnvægi í byggð landsins, rætt- Einar Olgeirsson skammar Framsókn - Hver sagði hvað um hvem? - Bændahöllin skuldar 76 millj. Hermann og Eysteinn falla á sjálfs síns bragði. ist með tilkomu áætlunarbú- skapar. Það verður að segja, að sam skipti kommúnista og Fram- sóknarmanna f hinu pólitíska tafli hefur tekið á sig furðu- iega mynd og kátbroslega, og það ekki sízt eftir þessa ræðu Einars. Sú mynd er tvímæla- laust sú undarlegasta og einstæð asta í sinni röð. Flokkarnir höfðu samstarf á hinu hápóli- tíska Alþýðusambandsþingi, flokkarnir taka upp sömu stefn- una efnahagsbandalagsmálinu, Eysteinn biður stjórnina í guð- anna bænum að bendla sig ekki við þennan arma flokk, Komm únistaflokkinn (sbr. umræður um EBE), Tíminn bókstaflega hamast við að klína kommúnista stimplinum (sem að sjálfsögðu er hinn voðalegasti í þeirra aug- um) á andstöðuflokka sfna for- ystumenn, Framsóknar og kommúnista á Alþingi mæla fyr- ir sömu málum, með sömu rök- um, og hafa samstöðu í atkvæða greiðslu með og móti tillögum. Á sama tíma stendur Einar 01- geirsson upp og skammar Fram sókn til hlýðni við sig! Botnar nokkur maður í þessari hringavitleysu, þessum skolla- leik .Ekki minnsta kosti, sá, sem þetta skrifar. Þó er hægt að komast að einni öruggri niðurstöðu, þeirri gömlu og góðu niðurstöf,. að þann á- gæta flokk, Framsóknarflokk, er ekki nokkurn skapaðan hlut að marka. Þó var tekið fyrir í Neðri deild tillaga Framsóknar um lækkun vaxta og hættuna af frystingu sparifjárins. Skúli Guðmundsson mælti stuttlega fyrir tillögunni. Enginn varð til andsvars, enda um gamalkunn rök að ræða, sem löngu hafa verið rædd og hrakin. Gunnar Gíslason (S) las skýrslu formanns byggingar- nefndar Bændahallarinnar Sæm- undar Friðrikssonar og kom þar fram merkilegast upplýsinga að byggingarkostnaður hefði hækkað stórlega vegna aukinn- ar byggingarvfsitölú. Lán og skuldir byggingarinnar nema nú 76 milljónum króna. Hins vegar kom einnig fram að leigutekjur hússins mundu verða 8,5 milljón ir á ári, allt væri þegar leigt út og kjör á lánum væru hagstæð. Fjórar hæðir í húsinu eru nú fullgerðar. Gunnar gat þess af gefnu tilefni að bændur, sam- tök þeirra og þing, hefðu ein róma mælt með þvf að y2% skattur yrði áfram lagður á land búnaðarafurðir og látinn renna til byggingarinnar. í Efri deild var þjarkað mikið um vegagerðir á Austfjörðum og Vestfjörðum. Tóku þar til máls, Sigurvin Einarsson (F), Bjartmar Guðmundsson (S), Páll Þorsteins son (F), Magnús Jónsson (S), Jón Þorsteinsson (A) og Her- mann Jónasson (F). Framsóknarmenn bera fram frumvarp um aukið fé til vega- gerða á ofangreindum landshlut um, ásaka stjórnina fyrir van- rækslu í þeim efnum og telja að sveitir þar leggist í auðn ef ekki verða bættar samgöngur. Það sem athyglisverðast var í þeim umræðum, kom fram hjá þeim Magnúsi frá Mel og Jóni Þorsteinssyni. Þeir bentu á, að einmitt frá þeim héruðum, sem um væri rætt, kæmu Framsókn arþingmenn, s. s. Hermann Jónasson, Eysteinn Jónsson, svo ekki sé talað um Austurlands- þingmenn Framsóknar. Þeir Her mann og Eysteinn hefðu farið með fjármál rxkisins og sam- göngumál, lengst alira manna og þvf hlyti niðurstaðan að vera sú, að ef vanræksla hefði l sér stað, þá hefði hún verið að þeirra Hermanns og Eysteins hálfu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.