Vísir - 04.12.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 04.12.1962, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Þriðjudagur 4. desember 1962. VÍSIB Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 55 krónur á mánuði. f lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Er Landsbankanum trúandi ? Á sunnudaginn lét Tíminn sig hafa það að lýsa því yfir, að Efnahags- og framfarastofnun Evrópu hefði ekkert vit á efnahagsmálum — vegna þess að talsmað- ur hennar hafði sagt að viðreisnin íslenzka géngi vel! Þeir eru ósmeykir í áróðrinum Tímamenn. Ekki skal aldeilis viðurkennt annað en að hér ríki kreppa og atvinnuleysi. Það er alveg sama þó að merkasta hagfræðistofnun álfunnar lýsi því yfir að efnahagur íslendinga fari stórbatnandi síðustu misserin. Eysteinn og Hermann eru ekki lengur í stjóm. Því hlýtur OECD að skrökva þessu til! Hér skal ekki um það fjölyrt hvomm aðilanum íslenzkir blaðalesendur trúa betur í efnahagsmálum Tímanum eða Efnahagsstofnuninni. Blindara getur pólitíska ofstækið varla orðið en í skrifum Tímans. Og nú er spurningin. Ætlar Tíminn líka að lýsa því yfir, að nýjustu tölur Landsbankans um spari- fjáraukninguna séu helber uppspuni? Landsbankinn gaf nefnilega þær upplýsingar nú fyrir helgina, að sparifjáraukningin til I. nóvember hefði orðið meiri en allt árið í fyrra eða alls 431 millj. króna. Er þetta skjalfest í skýrslum bankans. Nú vita flestir, að sparifjármyndun er undirstaða fjárfestingar í landinu. Framkvæmdir em undir því komnar að sparifé sé nægilegt til útlána. Ella myndast þensla og verðbólga í landinu. Því er aukning spari- f járins mikið heillamerki. Auk þess sýnir aukningin að almenningur hefir rúm f járráð. Hann leggur fé á vöxtu. Kemur það heldur illa heim við hjáróma söng stjómar- andstöðunnar um kreppu og vandræði í landinu. Nú skulum við bíða og sjá til hvort Tíminn lýsir því ekki yfir á morgun, að allt sé skreytni um aukna sparif jármyndun. Það væri í réttu sámræmi við önnur heimskuskrifa hans! I eina sæng með kommúnistum Á fimmtudaginn gaf forsætisráðherra Ólafur Thors þá yfirlýsingu, að algjörlega tilhæfulaust væri að kommúnistum hafi staðið til boða embætti dóms- málaráðherra í nýsköpunarstjórninni. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu heldur Tíminn áfram íygaþvættingnum um málið. Hver er ástæðan? Hún er sú, að framsóknarmenn eru nú logandi hræddir við að tapa fylgi á samvinnu sinni við kommúnista. Kom fylgisspekt þeirra greini- legast í ljós á ASÍ-þinginu, þegar þeir hundsuðu lög- legan dóm að ráði kommúnista. Örþrifaráðið er því að kenna öðrum um komm- únistasamvinnu, er þeir sjálfir sitja sem fastast í henni. t Að morgni hins 28. nóvember s. 1. var tilkynnt, að Vilhelmfna prinsessa oj fyrsta drottning í' Hollandi hefði látizt um nótt- ina. Forsætisráðherra Hollands, Jan de Quay, minntist hennar í hollenzka úrvarpinu og fórust honum orð eitthvað á þessa leið: „Móðir Hollands er horfin. Okkur skortir orð, þegar við nú minnumst mikillar konu, sem með hyggindum og skilningi afl aði konungsættinni mikillar hylli og virðingar meðal þegn- anna. Hún var sem klettur í ó- veðri, verndari og talsmaður andlegra verðmæta. Hún brást aldrei þegar á reyndi. Við erum þakklátir fyrir, að hún skyldi lifa svo lengi meðal okkar, eftir að hún lét af konungdómi, jafn- vel þótt hún héldi sig mikið út af fyrir sig. Þegar við lítum á hana sem drottningu Hollands, minnumst við stjómarhæfileika hennar, viljastyrks hennar, hygg inda og gáfna. Hún mun lifa í hugum okkar sem móðir Hol- lands. Megi hún hvíla 1 friði“. VILHELMINA 31. ágúst árið 1880 kváðu við 51 fallbyssuskot I Hollandi og þar með var tilkynnt að prin- sessa væri fædd. Það var þá bara stúlka, sögðu Hollendingar vonsviknir, því að þeir höfðu svo heitt vonað að ríkisarfinn yrði drengur. En þeir áttu sfðar eftir að brosa að vonbrigðum sfnum. Þegar næsti ríkisarfi varð stúlka, dansaði öll þjóðin af gleði og svo varð einnig f þriðja skiptið. Helena Pálína María Vilhelm ína var einkadóttir Georgs kon- ungs III og Emmu drottningar. Faðir hennar hafði átt þrjá syni í fyrra hjónabandi en þeir létust allir. Hann var orðinn meira en 60 ára þegar hann kvæntist f annað skipti og var þjóðin þá orðin úrkula vonar um að fá ríkisarfa. Sá leggur ættarinnar, Oranien-Nassau, sem hollenzka konungsfjölskyldan tilheyrir, hefði dáið út ef hjónabandið hefði orðið bamlaust. Þegar Vilhelmína var aðeins 10 ára gömul, dó faðir hennar og hún varð drottning, með móð ur sfna sem ráðgjafa. Árið 1898, þegar hún var 18 ára gömul, var hún krýnd og sat hún að völd- um f 50 ár, eða þar til hún lét völdin í hendur dóttur sinnar árið 1948. Hún var við völd lengur en nokkur karlmaður f ætt hennar hefur verið, og oft- ast var hún eina rfkjandi drottn ingin f Evrópu. Eftir að hún sagði af sér, nefndist hún prin- sessa af Hollandi. Bemskuár Vilhelmínu voru ekki sérlega hamingjurík. Enska kennslukonan hennar, ungfrú Saxton Winther, ól hana upp í að verða „stór og óbifanleg, göfug og hugrökk kona“. Þegar aðrar ungar stúlkur voru að skemmta sér, ferðaðist hún um landið til að tala við þegnana og heimsækja ýmsar stofnanir og kynnast landi sínu, Lífsskoðanir hennar voru mjög trúarlegar og hún leit á konungsvald sitt sem heilagt starf, sem guð hefði falið henni. Og þetta starf var áreiðanlega oft sem kross á herðum hennar og það kostaði hana mikinn hluta einkalífs hennar, ' ham- ingju og gleði. 1 hvert skipti sem flóð geisuðu í Hollandi fór hún út á flóðasvæðin til að hug hreysta þá, sem áttu um sárt að binda og sýna þeim, að hún stæði trygg við hlið þeirra þeg- ar á reyndi. Eitt sinn þegar verk fall var, ók hún alein gegnum kröfugöngu æstra verkamanna, heilsaði og kinkaði kolli til beggja hliða, og þegar mann- fjöldinn sá hugrekki hennar, þagnaði hann. Áður en kvöld var komið, hafði öldurnar lægt. Þegar Vilhelmína var prin- sessa, tók hún doktorsgráðu í heimspeki við háskólann í Groeningen. Þegar hún var orð- in drottning, hafði hún miklar mætur á umburðarlyndi, mann- gæzku og alþjóðarétci. Þegar friður komst á eftir fyrr heims- styrjöldina, neitaði hún að láta af hendi Vilhjálm keisara, sem hafði leitað hælis í landinu í strfðslok. Og þegar hún sendi stríðsskip sitt, „Gelderland", til Suður-Afríku í lok Búastrfðsins, til að sækja Krtiger forseta og flytja hann til Evrópu, sagði franskt skáld við hina ungu drottningu: „Af öllum konung- um Evrópu hafið þér ein komið fram sem karlmaður". Vilhelmína var af einni elztu aðalsætt Evrópu og þær reglur við hirð hennar, sem lutu að hirðsiðum og metorðum, voru álitnar þær ströngustu sinna tíma. Það er sagt að enginn mætti segja nei við drottning- una. Ef hún missti eitthvað á gólfið, mátti enginn beygja sig niður og rétta henni það, því að hún átti ekki að þurfa að þakka neinum neitt. Þegar hún setti þingið, ók hún ávallt í vagni, sem var dreginn af hest- um. En sjálf var hún hógværust og látlausust allra konunga. Þegar hún var drottning að- eins 18 ára gömul, réði hún yfir þriðja stærsta nýlenduveldi heims. Undir hennar stjórn voru m. a. hollenzku Austur-Indíurn- ar með sína hausaveiðara og náttúruauðæfi. Af jarðeignum sínum á nýlendunum fékk hún árlega um 5 milljónir dollara, og var oft sagt að hún væri rík- asta kona heims. En hún hafði meiri áhuga á að ávaxta auðæfi sfn en eyða þeim. Ráð hennar voru alltaf gáfuleg og þraut- hugsuð, þegar um var að ræða velferð rikisins. Og þrátt fyrir stríð og árásir og hemám, sem kostaði Holland mikið, og þrátt fyrir íioð og tap á nýlendunum, var land hennar efnahagslega mjög sterkt, þegar hún lét af konungdómi. Árið 1940, þegar Þjóðverjar réðust inn í Holland og hún kaus að halda baráttunni áfram utan landamæranna, var hún í augum Hollendinga merki frið- ar og þrautseigju. Og með lát- Frh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.