Vísir - 04.12.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 04.12.1962, Blaðsíða 9
V í SIR . Þriðjudagur 4. desember 1962. 9 ÞaS er einkennilegt að eins og íslendingar hafa ætíð ver- iö mikil sagnaþjóð eru frá- sagnir og lýsingar af miklum söguiegum viðburðum oft mjög fáorðar og óljósar. Þannig er þvi m. a. farið með hinn fræga Kópavogsfund 1662, en 300 ára afmælis hans var minnzt f sumar. Samtfma frásagnir af honum gefa ótrú- lega Iitla skýringu á þeim öflum sém þar voru að verki, eða hvert raunverulegt eðli Kópavogseiðanna var. Sigurður Ólason lögfræðingur hefur rannsakað þetta mál og birtist hér úr þeim athugunum. Spumingin er, hvort sá skiln- ingur sé réttur sem ríkjandi hefur verið, að Danakonungur hafi ætlazt til að óskorað einveldi væri lögleitt hér á landi. TTafi í raun og sannleika verið J"1' svo til ætlazt, að óskorað einveldi væri lögleitt hér á landi með Kópavogssamþykkt 1662, hlaut það að verða fyrsta verk konungs, að leggja Alþingi þegar niður, taka löggjafarvaldið til sín að fullu, og gera nýja skipan um dómsmál og réttarfar, í Ifk- ingu við það, sem gert var í Danmörku og Noregi,. Annað gat ekki samþýðzt hinu nýja skipu- lagi konungseinveldis. Ekki lágu heldur neinar sérstakar ástæður til að slá þessum breytingum á frest hér á landi, frekar en í öðrum ríkjum Danakonungs. Reynslan varð hins vegar sú, að konungur haggaði engu né breytti um stjórnarfar landsins og stjómarhætti eftir Kópavogs- eiða. Alþingi starfaði áfram eins og áður, og má segja, að liðið hafi tveir eða jafnvel fjórir ára- tugir, án þess nokkur breyting yrði á starfi þess eða réttar- stöðu. Konungur hafði að vísu oft gripið inn f starfssvið Alþing- is, bæði um löggjafar- og dóms- málefni, enda var vald þess og réttarstaða (orðin) mjög óljós á marga lund. Vitanlega hélt kon- ungsvaldið áfram að færa út kvíamar hér á landi, samhliða því, að valdi og virðingu Alþingis ímignaði. En þessi þróun verður þó ekki sett að neinu verulegu í sambandi við Kópavogssam- þykktina sérstaklega. Sjálfir hafa Islendingar litið svo á, að samþykktin breytti engu um að- stöðu Alþingis, enda hafa þeir ekki svo mikið við, að geta henn- ar að neinu f næstu Alþingisbók á eftir. Cama verður uppi á teningunum hvað snertir dómsmál og réttarfar í landinu eftir Kópa- vogseiða. Þar verður heldur ekki nein breyting, fyrr en löngu sfð- ar. Alþingi kaus lögmenn sem áður, allt til 1695, og dómaskip- un, sýslumenn, lögþing og yfir- réttur, héizt í óbreyttu horfi. Meira að segja Hæstiréttur kon- ungs, sem stofnaður var með einveldistökunní í Danmörku og Noregi, hafði ekki um íslenzk dómsmál að fjalla, fyrr\en seint á 18. öld, og þá sem undantekn- ing og samkvæmt leyfi konungs hverju sinni. Stjórngæzlan í iandinu var áfram í höndum hirð stjóra (höfuðsmanns), eins og verið hafði. Engin breyting var gerð á embættaskipun eða emb- jittismannastétt landsins, á neinu 'sviði. Eins og sjá má af þessu voru stjómarhættir landsins þannig að öllu óbreyttir áfram, þrátt fyrir margnefnda „einveldis“-skuld- bindingu, algerlega andstætt því, sem gerðist í Danmörku eða Noregi, þar sem öllu var bylt og um rótað á þeim sviðum. TVTú er ekki um að villast, að óbreytt stjómarfar í landinu gat ekki samrýmzt þeirri nýju skipan mála, sem einveldi hafði f för með sér. Er þá tvennt til: Annað hvort hafi konungur ekki kært sig um að fylgja einveldis- skuldbindingunni eftir, e ð a að ekki hafi f rauninni verið um slíka skuldbindingu að ræða, nema þá tii einhverra mála- mynda, svo sem getið hefur ver- ið til hér að framan. Fyrri skýringin, sem sagnfræð ingar munu yfirleitt hallast að, sýnist ekki alls kostar trúleg, a. m. k. ef það er rétt sem fram er haldið, að konungur hafi lagt slíkt ofurkapp á að þvinga ein- veldinu upp á Islendinga, að hann hafi ekki skirrzt við að senda herlið til landsins, og lát- ið með blóðugum hótunum kúga íslendinga, og fyrirmenn þeirra beygða og grátandi, til þess að undirrita nauðungareiða. Er þá vant að sjá, hvers vegna konung- ur „missti glæpinn“ svo fljótt, eða sleppti honum úr hendi, í stað þess að fylgja honum eftir. ess vegna sýnist hin skýringin öllu líklegri, nfl. að konung- ur hafi í rauninni ekkert verið áfram um að þvinga fram ein- veldi á íslandi, en einungis þurft að látá Hta s.vp út, vegna ann- arra þegna sinna óg rfkja. Aðal- atriðið var hins vegar,, að fá erfðakonungdæmið staðfest. Þess vegna var ekkert því til fyrirstöðu, að Bjelke tæki upp samninga við íslendinga um önn- ur atriði undirskriftaskjalsins, (enda þótt slíkt hlyti að sjálf- sögðu að fara með nokkurri leynd). Mátti þá og einu gilda þó að skjalið væri ekki sem greinilegast, og þótt íslendingar skrifuðu undir með skilyrðum og fyrirvörum, svo sem áður hefur verið rakið. Annars má sjálf- sagt teygja það og túlka á ýmsa vegu, hvað í samþykktinni fólst, en sú túlkun hlýtur þar úr að skera, sem reynslan sannaði, nfl., að allt stjómarfar hélzt f óbreyttu horfi í landinu um langa hrfð, þannig að scgja má, að einveidið hafi nánast verið form eitt eða máiamyndagemingur, eins og frá þeim hlutum var gengið á Kópa- vogsþingi. t frá þessu virðist það vel mega til sanns vegar færa, að enda þótt Kópavogsfundurinn 1662 verði aldrei talinn hugnan- legur kapftuli í sögu okkar ís- lendinga, þá hafi hann samt að líkindum verið málaður óþarflega svörtum litum til þessa. Það er ekki annað en ýkjur, að tala um fundinn sem „mestu svívirðingar- stund“ og „niðurlæging" f allri sögu okkar, og bregða forfeðrun- um um „þýlyndi og vesaldóm", svo sem gert hefur verið f þessu sambandi. Hitt er þó enn ómak- legra, að níða og sverta minn- ingu þeirra öndvegismanna þjóð- arinnar, sem stóðu í eldlínunni þessa erfiðu daga fyrir þrjú hundruð árum. Tjegar minnzt er Kópavogseið- anna 1662 verður frásögnin um ofbeldi og ógnanir höfuðs- mannsins, Hinriks Bjelke, jafnan efst í huga íslendinga, eins og sagan hefur verið túlkuð til þessa Skal hér að endingu vikið að henni nokkuð nánar. Þannig hefur verið frá því skýrt, að Brynjólfur biskup hafi í fyrstu viljað færast undan að skrifa undir eiðskjalið, en höf- uðsmaður hafi þá ekki haft nein- ar sveiflur og bent á hermenn- ina, sem stóðu umhverfis með brugðnum byssum, og spurt hvort þeir „sæju þessa“ Hafi biskup þá glúpnað og þingheim- ur, sömuleiðis Árni Oddsson, sem þó hafi enn þæfzt nokkuð fyrir, en að lokum skrifað grátandi undir, og síðan aðrir þinmenn. essari sögu hefur verið mjög á lofti haldið, og jafnan til hennar vitnað um svívirðilegt framferði Dana hér á landi á liðn um öldum. Hafi íslendingar þann ig; fyrir ofbeldi og ógnanir Hin- riks Bjelke, verið kúgaðir undir gínandi byssukjöftum til þess að afsala sér frelsi og fornum lands- réttindum. Þannig hefur sagan verið túlkuð nú síðustu áratugi (Saga þessi kom fyrir almenn- ingssjónir í það mund, er sjálf- stæðisbaráttan og átökin um „Uppkastið“ svonefnda stóð sem hæst. Var hún þá enda óspart notuð, og mun hafa þótt koma fram á „heppilegum" tíma), og í því formi er hún tekin upp í kennslubækur, við æðri og lægri skóla landsins, sem óhrekjandi söguleg staðreynd. Og þannig var til hennar vitnað í sambandi við „afmælið“ um daginn. Ég hef minnzt C. það fyrr í þessum greinum, að mjög verði að gjalda varhuga við þessari frásögn. Liggja til þess margar ástæður, sem sumar er áður drep ið á, svo sem þær, að ólíklegt sé að konungur hafi þurft eða Framhald á bls. 10. Sigurður Ólason Eftir Sigurð Ólason lögfræðing (

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.