Vísir - 06.12.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 06.12.1962, Blaðsíða 2
2 VISIR . Fimmtudagur 6. deeember 1962. TLjmig '/////smv/////,mw////A 5TP1 FTr^ T~T* ,g~p y////Æ^/////////^k/////Æ^ 2/ Úrslit nálgast / fKeppni hinna stóru' ÍR er nokkuð öruggt um | urmótinu í körfuknattleik að hljóta sigur í Reykjavík að þessu sinni. ÍR hefur unnið KR og KFR en á eftir að leika við Ármann, en sá leikur mun fara fram n. k. miðvikudag. Er vart við öðru búizt, en ÍR sigri í þeirri viðureign. Þróttur - Þróttur - UL 27:27 Þróttur og unglingalandsliðið, sem nýlega var valið til keppni í Norðurlandamótinu í Osló í fcbrúar, kepptu á Keflavíkur- flugvelli í fyrrakvöld. Liðin reyndust mjög jöfn og lauk leiknum með 27:27, sem ber báðum vörnunum nokkuð slæmt orð. Unglingaliðið hefur æft í stórum sal í allan vetur og naut því góðs af því, en Þrótt- arar sýndu styrkleika sinn enn einu sinni og reyndust jafnvel hafa allgott úthald í leiknum sem var 60 mínútur í einni 1 kvöld leika til úrslita I 2. flokki hinn efnilcgi flokkur KR (a) og Ármann. Sennilega vinna KR-ingarnir, sem eru hinir sömu og hafa m. a. ógnað íslandsmeisturum ÍR nú nýlega i meistaraflokki. Ekki minnkar það líkurnar að Ármenningar hafa þegar tapað einum lcik í mótinu og standa þar af leiö- andi verr að vígi i keppninni. KR (b) leikur cinnig í kvöld, gegn IR en þetta lið KR vann cinmitt Ármannsliðið, sem leikur við a-lið KR í kvöld. Þriðji leikurinn í kvöld er úr- slitaleikur KR og KFR í 4. flokki. í 1. flokki hafa Ármenningar unnið sigur, cn ÍR er líklegur sigurvegari í 3. flokki. ► Á meðfyigjandi mynd eru þeir Sigurður Heigason, KFR og Kolbeinn Pálsson, KR. Sigurð- ur er 209 sentimetra hár en Kolbeinn aðeins 176. Ljós- myndari bað þá félaga að standa nær hvor öðrum meðan myndin væri tekin, en þá svör- uðu þeir að ekki yrði af slíku þar eð þeir væru svarnir fjand- menn meðan þeir væru „víg- búnir“. Bardaga Iiða þeirra Sigurðar og Kolbeins lauk líkt og hjá Davíð og Golíat forðum, hinn smái vann stóran sigur og KR skoraði 73 gegn 57. Aðalfundur IR: IR-ingar unnu sigru í fíestum íbróttugreinum Aðalfundur íþróttafélags Reykjavíkur var haldinn að Café Höll mánudaginn 26. nóv. s. 1. Formaður félagsins, Sigurjón Þórðar- son, setti fundinn, minnt- ist stofnanda félagsins, Andreas J. Bertelsen, sem lézt á árinu. Þá flutti hann skýrslu stjórnarinnar, rakti í stórum dráttum starfsemi félagsins á árinu, sem var bæði fjölþætt og blómleg. íþróttastarfsemi félagsins var mjög öflug. Það starfaði í 7 deild- um. Var hin síðasta þeirra, Lyft- ingadeild stofnuð ( Iok sfðasta starfsárs. íþróttaafrek ÍR-inga urðu mörg og sum mjög góð. Hef- ur félagið sennilega aldrei verið sterkara íþróttalega séð. Studdi formaðurinn það með nokkrum dæmum. Frjálsar íþróttir. Frjálsíþróttamenn félagsins hafa sett öll ísl. met sem sett hafa verið á árinu í þeirri grein, 10 talsins. Þrír af fjórum EM-förum Islands voru ÍR-ingar og félagsmenn unnu fieiri meistarastig á öilum meist- aramótum í frjálsum íþróttum en nokkurt annað félag eða héraða- samband. ÍR-ingur vann og m. a. forsetabikarinn 17. júní. Körfuknattleikur. Körfuknattleiksdeild félagsins gekk nær óslitna sigurgöngu. Á Islandsmótinu sigraði IR í fjórum aldursflokkum af fimm og enn fremur eru ÍR-ingar Reykjavikur- meistarar í greininni. Meistara- flokkur félagsins átti 7 af 18 lands- liðsmönnum sem tóku þátt í Norð- urlandamótinu í Stokkhólmi. Sund. Sundfólk félagsins myndaði einnig topp afreksmanna Islands í sinni grein. Tveir þátttakendur Is- lands á EM í Leipzig voru ÍR-ing- ar og sundfólk félagsins er eitt um að hafa sett fslandsmet á liðnu ári. Guðmundur Gíslason hefur sett 8 met það sem af er árinu, en undanfarin fjögur ár hefur hann fengið gullmerki ÍSÍ fyrir 10 met eða fleiri og hefur enginn ísl. íþróttamaður unnið slík metafrek. Hörður Finnsson ruddi og íslands- metum og setti jafnframt Norður- landamet, sem enn standa. Sund- fólkið vann I’slandsmeistaratign f nafni SRR öllum einstaklings- greinum. Skíðaíþróttir. Skíðadeild félagsins beindi aðal- kröftum sínum að byggingu skíða- skála í Hamragili, Var hann tekinn í notkun á afmæli félagsins í marz. Frá opnunradegi til vetrar- loka hafa yfir 2000 manns heim- sótt skálann, m. a. forsetahjónin sem dvöldust þar f 3 daga og fóru miklum viðurkenningarorðum um bygginguna og starf félagsins. Bygging þessi er og mesta fram- kvæmdaafrek félagsins á undan- förnum árum. Félagsmenn sjálfir hafa lagt fram sem svara 500 þús. kr. f sjálfboðavinnu, en heildar- kostnaður við skálann er nú 1.4 millj. kr. Auk þessa unnu skíðamenn fé- lagsins mikil og góð íþróttaafrek. Þeir unnu allar sveitakeppnir í svigi hér nyrðra og áttu svig og brunmeistara Reykjavíkur. Eini Islandsmeistaratitiiinn sem Reyk- víkingum féll f skaut var unninn af iR-ingi. Handknatlleikur. Handknattleiksdeild félagsins gekk erfiðlegast, en átti þó góðar sveitir í flestum aldursflokkum. Á Islandsmótinu hafnaði meistara- flokkur félagsins í 3. sæti. Fimleikar. Fimleikadeildin beindi starfi sínu að eflingu drengjaflokks, sem vakið hefur óskipta athygli og ver- ið fimleikaíþróttinni góð auglýs- ing. Mikið fé til iþróttastarfs. Miklu fé hefur verið varið á ár- inu til íþróttastarfseminnar af hálfu félagsins, þótt vissulega hefði það þurft mun meira fjár- magn til starfsemi sinnar. I þessu sambandi þakkaði formaður hinum fjölmörgu velunnurum félagsins, sem gefið hafa stórgjafir og m. a. Fran-'Mld á bls. 10 AÐVÖRUN! Flöskukust verður ekki lengur liíið Knattspyrnusamband Evrópu sendi í fyrradag út aðvörun til þátttökulanda í keppnum sam- bandsins, sem eru Evrópukeppni landsliða, bikarliða og deildaliða. Mikið hefur þótt brydda á hörku í leikjunum og hafa margir þeirra af þeim völdum algerlega eyði- lagzt. Ekki hafa áhorfendur heldur Aukaúrslit Hin jöfnu og vel leikandi lið Ármanns og Víkings í 2. flokki kvenna verða að leika auka úrslitaleik í sínum flokk nú um helgina. Liðin léku saman um síðustu helgi en þá sigraði Ár- mann 5:3. Ármann hafði þá tap- að einum leik mjög óvænt fyrir iítt reyndu liði Fram. En með því að sigra Víking komust Ár- mannsstúlkurnar sem sé í auka úrslitaleik við Víking, og verð- ur sá leikur líkiega leikinn á sunnudag. Staðan í þessum flokki er nú þessi: Ármann 5 4 0 1 31:9 8 Víkingur 5 4 0 1 29:15 8 Valur 5 3 0 2 26:17 6 Fram 5 3 0 2 21:20 6 K.R. 5 1 0 4 15:25 2 Þróttur 5 0 0 5 6:41 0 látið sinn hlut eftir liggja og hafa dómarar oft þurft að hafa afskipti af þeim. Forseti EUFA sagði í ræðu til fulltrúa landanna að í framtíðinni yrðu félög sektuð ef einhver ólæti eða vandræði hlytust af völdum leikja sem færu fram á völlum þeirra. Einnig, að það félag sem yrði fyrir slíku mundi ekki fá leik í Evrópukeppni f náinni framtíð og félagið yrði að leika slíka leiki á útivelli, en ekki heima. Þetta mun hafa komið við kaun- in á „nágrönnum" vorum, Skoturn, en hvergi í heiminum fyrirfinnst önnur eins ættjarðarást í sambandi við knattspyrnu og hvergi í heim- inum hafa menn séð jafnmargai bjórflöskur á lofti í einu og ein- mitt þar. Ein flaska, einn úldinn tómatur eða annað því um líkt getur orðið skozkum liðum dýrt spaug, því þá er ekki að vita hvernig fer. Skotar eiga nú fyrir höndum leiki í öllum Evrópukeppnunum og mega því vissulega fara varlega í sakirnar. Enski dómarinn Arthur Holland greip það til ráðs nýlega að ávarps mannfjöldann fyrir Ieik og sagði hann að hann mundi stöðva leik- inn, og e. t. v. fresta honum, strax og hann sæi einhver merki um vandræði. Gafst þetta mjög vel og hélt mannfjöldanum fyllilega f skefjum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.