Vísir - 06.12.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 06.12.1962, Blaðsíða 5
VÍSIR . Fimmtudagur 6. desember 1962, 5 MIKIÐ TJÓN AF ELDI / SAL TVÍK \ í Saltvík á Kjalarnesi varð niikill heybruni í gær og var slökkviliðið í Reykjavík þar með tæki sín frá því klukkan rúmlega 11 í gærmorgun og til kl. 5 í morgun eða í 18 klst. samfleytt. í . Saltvík eru tvær hlöður er staifda hlið við hlið, þar sem sam- tals'voru um 2500 hestar af heyi og komst eldurinn í báðar hlöð- urna'r, auk fjóssins, en í því voru um 70 nautgripir, þ. e. 60 mjólk- andi kýr og um 10 kálfar og geld- ncyti. Þegar slökkviliðið kom á stað- inn laust fyrir hádegið í gær var mikill eldur í annarri hlöðunni og logaði upp úr þakinu, sömuleiðis haféi eldurinn læst sig I fjósþakið, en þá voru nautgripir enn inni og fjósið fullt af reyk. Var miklum erfiðleikum bundið að bjarga naut- gripunum út, en þó tókst það gifttlsamlega, að því undanskildu þó, að sá maðurinn sem ötulast ' gekk fram í því að bjarga kúnum út, skarst á hendi við björgunar- starfið og varð að flytja hann til Reykjavíkur til læknisaðgerðar. Seinna í gær meiddist einn slökkvi liðsmanna við starf sitt, en þó ekki alvarlega. Þá brenndist köttur svo það varð að aflífa hann. Auk slökkviliðsins úr Reykja- vík, dreif að menn frá nærliggj- andi- bæjum og frá Álafoss til að- stoðar og unnu þeir ótrauðir að slökkvistarfinu og eins við að bjar|a heyi út úr hlöðunum I allan gærdag. Fljótlega eftir að slökkviliðið kom á vettvang tókst að slökkva I mannvirkjunum, samt varð mikið tjón á annarri hlöðunni, en ekki verulegt á fjósinu. Hins vegar skemmdist heyið mjög mikið og í morgun var ekki unnt að gera sér neina grein fyrir því hve mikið hafði eyðilazt af því, en gera má jafnvel ráð fyrir að það sé meiri eða mestur hlutinn, sem ýmist hef- ur alveg brunnið eða þá skemmst stórlega. Er þarna urn gífurlegt tjón að ræða, sem er enn tilfinn- anlegra 'fyrir það að heybrigðir eru ekki meir en svo nægar hjá bændum og þeir því ekki aflögu- færir. Er þetta sennilega einn mesti heybruni sem átt hefur sér stað um langt skeið, enda ekki víða þar sem 2500 hesta heys eru geymdir svo til á einum og sama stað. Lengi dags var eldurinn aðeins I annarri hlöðunni, en gaus seinna upp í þeirri stærri líka, en þar gekk betur að slökkva. Slökkvi- starfinu var lokið undir kvöldið, en slökkviliðsmenn voru þar samt áfram á verði framundir morgun í öryggisskyni. Sex feknir — Framhald af bls. 16 með iitlum árangri. Hins vegar komu þeir bifreið Hákonar í garig með þvi að tengja beint, en ekki fóru þeir langt á henni. Þessir sömu drengir komust einnig inn f bifreið sem stóð mannlaus á stæðinu á horni Smiðjustígs og Hverfisgötu. Þeir komu bílnum I gang og voru eitt- hvað að skaka á honum á bif- reiðastæðinu, en óku ekki burt af því. I þeim aðförum óku þeir á tvo bíla og ollu skemmdum á þeim báðum. Skömmu seinna handtók lögregl an drengina, en tveir þeirra eru 12 ára gamlir og sá þriðji þrettán ára. Við rannsókn í máli þeirra kom ýmislegt fleira upp úr krafs- inu heldur en bílstuldir og m. a. höfðri þeir hnuplað allvíða bæði peningum og ýmsum munum, án þess þó að um mikil verðmæti væri að ræða. Inn í þessi þjófnað- armál fléttuðust einnig þrír aðrir drengir á svipuðu reki, þannig að alls voru drengirnir sex að tölu sem játuðu á sig stuldi. Þrír þeir fyrstnefndu voru þó miklu athafna samastir í hnuplinu og þeir einir áttu sök á bifreiðaspjöllunum. berjast við eldinn að Saltvík (Ljósm.: Sv. Þorni.). Misheyrn um 300 gráður olli strandinu Sjópróf hófust í gær hér í bænum út af strandi ms. Esju á Eyjafirði um s.l. helgi. Fyrir réttirin kom skipstjórinn Tryggvi Blöndal, þriðji stýri- maður Páll Kröyer Pétursson og hásetarnir Jón Karlsson og Jörgen Ivar Sigurbjörnsson, og síðar skipstjóri Stapafells, fyrsti stýrimaður þess og yfir- vélstjóri. Dómsforseti réttarins er Val- garður Kristjánsson og með- dómendur Jón Sigurðsson fyrrv. skipstjóri og Hallgrímur Jónsson fyrrv. vélstj. Við réttarhöldin kom í ljós, að þriðji stýrimaður gaf háset- anum við stýrið fyrirskipun um að stýra eftir kompásstefnunni 3Q gr., og heyrðist honum mað- urinn endurtaka þá tölu rétta 'og fór þriðji stýrimaður þar næst inn £ kortaklefann, en há- setinn við stýrið sagði, að sér hefði heyrzt stýrimaður segja 330 gráður, hafa endurtekið þá tölu og stýrt eftir henni. — Skakkaði því um 300 gr., að rétt væri stýrt. Ennfremur kom í ljós, að ratsjá skipsins var ekki í gangi fyrr en þriðji stýrimaður setti hana í gang undir lokin. Sá Heimdallarfundur í gærkvöldi hann þá land I henni, brá við en að kalla í sömu svifum tók skipið niðri. Dýptarmælir var ekki í gangi, og rýnir eða „út- kikksmaður“ hafði fengið leyfi til að skreppa niður og þvl. enginn á þeim verði, er mest á reið. Við réttarhöldin kom fram, að skipstjórinn á Esju taldi miklar líkur fyrir, að skipið hefði losnað af eigin ramleik, en Stapafellsmenn er vitni báru voru á öðru máli. Arnór Sig- urður Gíslason skipstjóri kvað Stapafellið hafa togað í vírinn sem strengdur var milli skip- anna í fullar 20 mín., áður en Esjan losnaði o. s. frv. og stað- festi Valdimar Már Pálsson 1. stýrimaður framburð hans. Yfirheyrslum lauk kl. um 11 í gærkvöldi og mun rannsókn málsins að mestu lokið. í gærkvöldi var haldinn Heim dallarfundur um Framtíð ís- lenzkra atvinnuvega í Sjálfstæð ishúsinu. Var fjölmennt á fund- inum og allmiklar umræður fóru fram að loknum ræðum frummælenda. Bjarni Beinteins son formaður Heimdallar, setti fundinn með nokkrum orðum. Framsögumenn voru fjórir: Óthar Hansson ræddi um sjáv- arútveginn, Pétur Sæmundsen um iðnað, dr. Björn Sigur- björnsson um landbúnað og Guðmundur H. Garðarsson um verzlun og markaði. Voru er- indin öll ítarleg og fróðleg. Að loknum framsöguerindunum hófust almennar umræður um dagskrárefnin. Til máls tóku Ólafur Gunnarsson, Kristján Jóhann Kristjánsson, Pétur Guð jónsson og Rögnvaldur Pálsson. Lauk fundinum laust fyrir mið nætti. 7 sækja um Vík I gær var útrunninn umsóknar- frestur um sýslumannsembættið í Skaftafellssýslu, sem laust varð við andlát Jóns sýslumanns Kjartans- sonar, og eru umsækjendur sjö. Nöfn þeirra fara hér á eftir í stafrófsröð: Björgvin Bjarnason, sýslumaður í Strandasýslu, Einar Oddson, fulltrúi borgardómara, Friðrik Sigurbjörnsson, lögreglu- stjóri í Bolungarvík, Guðla. jur Einarsson, héraðsdómslögmaður, Magnús Óskarsson .héraðsdómslög maður, Ólafur Ólafsson, fulltrúi í 'krifstofu Alþingis, og Sigurður Briem Jónsson, fulltrúi í Vík, sem gegnt hefir embætti sýslumanns að undanförnu. um

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.