Vísir - 06.12.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 06.12.1962, Blaðsíða 7
V 1 S IR . Fimmtudagur 6. desember 1962. •'C-ssn® BARNABÆKUR FRÁ LEIFTRI Sjö bækur handa telpuni og drengjum eru komnar út á veg- um prentsmiðjunnar Leifturs. Eru fimm bókanna við drengja hæfi, en tvær einkum ætlaðar telpum, þótt fastlega megi gera ráð fyrir, að drengir og telpur hafi jafnmikið gaman af öllum þeim bókum, sem hér er um að ræða. Telpubækurnar eru um Möttu Maju, sem er nú á ferðinni í tí- unda og eilefta sinn. Heitir hin fyrri „Matta-Maja á úr vöndu að ráða“, en hin síðari „Matta-Maja gerist dansmær", og segja báðar frá hressandi ævintýrum, sem koma hjörtum lesenda til að slá hraðar. Meðal drengjabókanna ber fyrst að nefna tvær Bob Moran- bækur, og heitir önnur Eldkióin en hin Ógnir í lofti. Lendir Bob Moran í miklum mannraunum eins og venjulega, en allt fer vel, þótt oft horfi illa og allt virðist í rauninni vonlaust. Bob Moran- bækurnar hafa verið vinsælar fram að þessu, og eins mun verða um þessar. Þá eru tvær Kim- bækur, Kim og blái páfagaukur- inn og Kim er hvergi smeykur. Segir í hinni fyrri, er Kim og fé- lagar hans lyfta hulunni af ó- happaverki, sem unnið var á göml um einsetumanni, en hin síðari segir frá því, er þau sanna sak- leysi manns, sem er grunaðuT um þjófnað. Fimmta drengjabók- in heitir „Fjórir á fleka“ og fjall- ar um ævintýri fjögurra tjaldfé- laga. NÝ BÓK EFTIR ENID BLYTON Út eru komnar tvær af hinum vinsæiu „Dodda“bókum, sem hér hafa verið gefnar út á undan- förnum árum. Eru þetta ævintýri handa yngstu lesendunum, sem einnig meta mikils góðar og litríkar myndir, en höfundurinn er Enid Blyton, sem er meðal vinsælustu barnabókahöfunda hér og erlend- is. Þessar tvær Doddabækur, sem nú koma á markaðinn eru „Af- índriði G. Þorsteinsson. 79 AF STÖÐINNI Fyrir skömmu er komin á markaðinn ný útgáfa af skáld- sögu Indriða G. Þorsteinssonar. Sjötíu og níu af stöðinni. Fyrsta útgáfa þessarar sögu kom út I marz 1955 og önnur út- gáfa, í vasabroti, mánuði síðar. Síðustu eintök þeirrar útgáfu seldust upp á síðastliðnu sumri. | f þessa-. nýju útgáfu sögunnar eru margar myndir úr kvik- myndinni, svo og á kápu bókar- innar. Útgáfan er vönduð og smekkleg. Útgefandi er Iðunn. ÍS OG MYRKRI undurinn helgi Það er ekki nema rúmur ára- tugur síðan fyrsta bók Björns Blöndals kom út (1950) og nú er sú sjötta komin, LLfNDURINN HELGI. Birni var frá upphafi vel tekið og hverri bók, sem frá hans hendi hefur komið hefur verið vel tekið. Þær eru þessar: Hamingjudagar, Að kvöldi dags, Vinafundir, Vatnaniður, Örlaga- þræðir og nú Lundurinn helgi. í nýju bókinni eru þessar sög- ur: Nótt, Gráni, Bildur, Jökull, Bergbúar, Arnarstapi, Snotra, Endurfundir, Surtur. Sama smekklega stílbragðið er hér á öllu sem í fyrri bókum höfundar, setningar stuttar og hnitmiðaðar og frásögninni hvergi spillt með málalengingum og alls staðar kemur fram næmieiki og skiln- ingur á ferfættum samferðafélög- um sveitafólksins og raunar fleirum. Bókin er líkieg til hollra áhrifa á æskulýð landsins sérstaklega og raunar alla, sem lesa hana. A. Th. Rit um Stefán frá Hvítadal reksverk Dodda“ og „Doddi í ræningjahöndum". Þær eru báðar litprentaðar á vandaðan pappír og með sterkum spjöldum. Útgef- andi er Myndabókaútgáfan. Jón Helgason ritstjóri. Bókaútgáfa Menningarsjoðs hef ur nýlega sett á bókamarkaðinn fyrra bindi rits Ivars Orglands rektors um manninn og skáldið Stefán frá Hvítadal. Rit þetta er samið á norsku og er það þýtt af Baldri Jónssyni og Jóhönnu Jónsdóttur. í formála rekur höfundur rits- ins tildrög þess, að hann lagði út í þetta verk. Þar segir m. a.: „En á þessum tíma hafði ég hafið starf, sem gerði það æski- legt, að ég dveldist á íslandi leng ur ... Hugmynd mín var að skrifa meistaraprófsritgerð um Björnstjerne Björnson og hljóm- listina og hafði ég viðað að mér nokkru efni í þessu skyni. En nú var áhuginn á islandi orðinn svo ríkur, að ég leitaði ráða hjá þá- verandi dósent í síðari tíma bók- menntum íslenzkum, dr. Stein- grími J. Þorsteinssyni, um val á hæfilegu efni. Dr. Steingrímur benti mér á að fyrir mig sem Norðmann væri mjög vel til fallið að skrifa annað hvort um sagna- skáldið og Brandessinnann Gest Pálsson, sem hafði m. a. lært af Alexander L. Killan eða ljóð- Nýbók eft- irMac Lean Út er komin ný bók í íslenzkri þýðingu eftir metsöluhöfundinn Alistair MacLean. Nefnist hún Skip hans hátignar, Ódysseifur. Þýðandi er Andrés Kristjánsson, ritstjóri. Efni bókarinnar er sótt í sjó- hernaðinn í síðustu heimsstyrj- öld, en þar var höfundur sjálfur þátttakandi. Meginhluti bókar- innar gerist á hafinu norðan og Út er komin á forlagi ísafold- arprentsmiðju bókin I ís og myrkri eftir Friðþjóf Nansen, en þýðinguna hefur Hersteinn Páls- son ritstjóri gert. Er þetta þýð- ing á hinni frægu bók Nansens „Fram over Polhavet", sem náði afburðavinsældum á sínum tíma. Rekur bókin hrakningaferð Nan- sens og félagá hans Fredriks Hjalmars Johansens um heim- skautaísinn 1 15 mánuði. Fáir leiðangrar vörpuðu eins miklum ljóma á nafn Norges og. Framleiðangurinn 1893-96, og í þessari bók segir frá frækileg- asta þætti þessa leiðangurs — gönguför Nansens og Johansens urn auðnir Norður — íshafs * og baráttu þeirra í 15 mánuði við ís og myrkur, kulda og klæð- leysi. Oft voru þeir í yfirvof- andi lífshættu, er jakar sprungu undir þeim, bjarndýr og rost- unga réðust á þá eða þeir misstu húðkeipa sína, svo að Nansen varð að leggjast til sunds eftir þeim í helköldum sjónum. En þeir stæltust í hverri raun og urðu að verðleikum þjóðhetjur, er heim kom. Bókinni er skipt í 14 kafla, hún er prýdd fjölda mynda, 307 bls. að stærð. ísienzkt mannlíf Út er komið nýtt bindi, hið fjórða í röðinni, af ISLENZKU MANNLÍFI eftir Jón Helgason, sem flytur frásagnir af íslenzk- um örlögum og eftirminnilegum atburðum. I þessu nýja bindi eru tólf frá- sagnir, sem bera eftirtaJin heiti: Postulinn á Fellsströnd, Útilegu- menn í Árnessýslu, Bóndinn í Arnardrangi, Ættstærsti íslend- ingur á Brimarhólmi, Helför Jóns Bergþórssonar Jólabarn í biskupsgarði, Reimleikarnir á Bárðarstöðum, Róstur í Skái- holtsskóla, Næturævintýri á Möðruvöllum, Manndauðinn í Svínavallakoti, Festarkona Þórð- ar Sveinbjörnssonar og Systur í syndinni. Myndir og einn uppdráttur eftir Halldór Pétursson listmál- skáldið Stefán frá Hvítadal, sem hafði dvalizt nokkur ár í Noregi og numið mikið af norskri ljóð- list, þannig að hann varð nýskap- andi í íslenzkri Ijóðagerð, þegar hann gaf út fyrstu kvæðabók sína, Söngva förumannsins, 1918. Sökum ástar minnar á Ijóðiist, varð Stefán fyrir valinu“. Bókin er með mörgum myndum og í alla staði vel vandað til ytra frágangs. Hún er 272 bls. Síðara bindi ritsins er væntanlegt að ári. .... v- í .. V. , ... Alistair MacLean. norðaustan við ísland, og ekki þarf að efa, að frásögnin er spennandi, þegar þessi höfundur á hlut að máli. Ódysseifur er fyrsta bók höfundarins, sem til þess tíma var óþekktur skozkur framhalds skólakennari, en var orðinn heimsfrægur metsöluhöfundur fá um mánuðum eftir útkomu þess- arar bókar. Áður hafa komið út tvær bækur eftir hann á ís- lenzku: Byssurnar í Navarone og Nóttin langa. — Iðunn gefur út bækur Alistair MacLean hér á landi. bindi ara prýða bókina, og á kápu er mynd hans af „postulanum á Felisströnd", Matthíasi Ólafs- syni á Orrahóli. Þetta nýja bindi af íslenzku mannlífi er vel og smekklega út gefið, eins og fyrri bindin, m. a. eru . ...ðarkápur bókanna bundn- ar með, og kunna a. m. k. bóka- menn vel við það. Útgefandi er Iðunn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.