Vísir - 06.12.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 06.12.1962, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Fimmtudagur 6. desember 1962. VÍSIR Crtgetandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axgl Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 55 krónur á mánuði. I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Ágóði verkamannsins Innan skamms mun koma til ítarlegrar umræðu á Alþingi mál, sem íjallar um hlutdeildar- og arð- skiptafyrirkomulag í atvinnurekstri. Á því leikur enginn vafi að það er okkur íslend- ingum mjög í hag að taka upp það fyrirkomulag að þeir sem við fyrirtækin starfa fái notið hlutdeildar I gróða fyrirtækisins. Með því eykst mjög áhugi laun- þeganna á farsæld og heill fyrirtækisins. Þeim verða einnig ljós ýmis þau vandamál, sem atvinnurekstur á við að etja en Jaunþegar gera sér ella vart grein fyr- ir. Og loks reynslan frá öðrum löndum að vinnuaf- köst aukast undir slíku fyrirkomulagi. I Bandaríkjunum er það allvíða svo, að verka- mennirnir eiga hlutabréf í þeim fyrirtækjum, sem þeir starfa við og ganga þau kaupum og sölum að vild starfsmannanna. í Evrópu tíðkast þetta einnig. Með þessu skipulagi er raunverulega verið að gera laun- þega að atvinnurekendum og er það vel. Réttlátt er einnig að gróðinn skiptist milli þeirra, sem hafa skap- að hann, en liggi ekki einungis á fárra höndum. Ákvæðisvinna er hér einnig mikið mál. Með réttri beitingu hennar má mjög auka afköstin á sama vinnu- tíma og hækka kaupið við launþegann. Tvímælalaust eigum við íslendingar að taka hana upp í rikari mæli en hingað til hefir tíðkazt. Tvö fyrirtæki í Reykjavík, Ofnasmiðjan og Bílasmiðjan hafa innleitt hana að nokkru leyti. Reynsla þeirra er mjög goð. Og verka- mennimir fá allt upp í þriðjungi hærra kaup í vasann en þeir fengju ella í tímavinnu. Velmegun þjóðarinnar er undir því komin að mjög takist að auka þjóðarframleiðsluna. Það er einmitt með ráðum sem þessum, sem það má takast. Við höf- um of lengi staðið hér í sömu sporunum. Það er kom- inn tími til að við hef jumst handa. Nýting síldarinnar Það er vel að nota á hluta hins mikla fram- kvæmdaláns, sem tekið var í Englandi, til þess að efla síldariðnað landsmanna. Við höfum hingað til verið eftirbátar annarra þjóða á því sviði, þótt við eigum allra þjóða bezt hráefni. Enn eigum við t. d. eftir að koma okkur upp fullkomnum reykingaverk- smiðjum og segja má að niðursuðan sé enn á frum- stigi. f þetta þarf að leggja mikið fé. Og ekki síður er nauðsynlegt að auka kunnáttu landsmanna í þessum greinum. Fiskiðnaðarskóli er hér höfuðnauðsyn. Myndin er frá burtför Tító forseta og konu hans frá Búdapest, er þau héldu áfram ferð- inni til Moskvu. T. h. er dr. Edvard Kardelj, varaforseti Ungverjalands. 7/7 0 í MOSKVU- S.l. sunnudag brunaði „bláa Iestin“ hans Títós Júgóslavíuforseta inn í stöðina í Búdapest, en lengra skyldi halda — allt til Moskvu, og var í öllum fréttum um þessa heimsókn leidd athygli að því, að hún væri „fyrsta heimsókn hans þar á 7 árum“. Á þessu 7 ára tímabili fór sem sé sambúðin milli Sovét- ríkjanna og Júgóslaviu, einkum er á leið, hraðversnandi, og það er ekki fyrr en mc" sí- versnandi sambúð leiðtoganna í Moskvu og Peking sem hún fer aftur batnandi, og horfir nú svo vænlega um hana, að það er jafnvel hald sumra stjórn- málafréttaritara, að Krúsév sé nú reiðubúinn að sætta sig við þá sérstöku tegund komm- únisma í Júgóslaviu, se'm Tito framfylgir. Spáð er, að Krúsév muni nú bjóða Tito upp á efna- hagslega aðstoð allvíðtæka, en fyrir hana er hann mjög þurf- andi. Þessi mál verða efst á dagskrá f Moskvu, er þeir ræð- ast við, Krúsév og Tito — og svo Albania, en Hoxha komm- únistaforsprakki þar stendur uppi í hárinu á Krúsév og hall- ar sér að Mao tes-Tung, en Albanir eru f seinni tfð dekur- börn kínverskra kommúnista, en Tito skamma þeir óbóta- skömmum við minnsta tæki- færi. Það var svo sem auðséð á móttökunum þegar til Buda- pest kom, að viðhorfið f lepp- ríkjunum gagnvart Tito var nú orðið allt annað, því að æðstu menn þar kepptust við að heiðra hann. sjálfur forset- inn — Istvan Dovb tók á móti HEIMSÓKN Tito og hinni fögru frú hans, og svo var ekið yfir Dóná og setin veizla mikil hjá Janosi Kadar, forsætisráðherra og flokksleiðtoga kommúnista f Ungverjalandi. Var Tito fagn- að hið bezta af þeim æðstu, en á gangstéttum gatna sem um var ekið, horfði mannfjöld- ínn þögull á, er forsetarnir óku á fund Kadars. Engin and- úð var látin í ljós. Fólkið var kurteist, en þögult. I fréttum frá Budapest var sagt, að Dobi forseti hefði ver- ið viðstaddur komu Tito til þess að leggja áherzlu á, að TITO litið væri á Tito sem leiðtoga vinaþjóðar, — en þó ekki sem flokksleiðtoga, er væri „félagi". Það er ekki hægt — a.m.k. ekki enn þá, eftir allt sem á undan er gengið, að fagna hon- um sem félaga. Allvíðá kemur fram, að Tito hafi að sumu erfiða aðstöðu. Sovétleiðtogar geta þó ekki gagnrýnt hann svo sem áður var gert fyrir afstöðu hans til vestrænna ríkja, sem Jugósla- via hefur skipt mikið við, vegna þess að afstaða Sovétríkjanna sjálfra gagnvart vestrænum löndum hefur breytzt til batnað ar í seinni tíð, en margir komm únistaforsprakkar hamra þó enn á þeirri staðreynd, að kommúnistar Júgóslaviu hafi hvikað frá stefnunni, Moskvu- línunni, og vilja enn láta þá gjalda þess. í Júgóslaviu hefur af stjórn- arinnar hálfu verið lögð áherzla á það, að þótt heimsóknin sé opinber, þar sem Tito fari í boði forseta Sovétríkjanna, er vilji endurgjalda honum mót- tökurnar er hann kom til Júgó- slaviu í sumar, þá séu væntan- legar viðræður Krúsévs og Tito einkaviðræður. Um leið og Tito fór til Mosk- vu var ráðizt heiftarlega á hann í Peking — og stjórnin í Moskvu hafi sætt þar harðri gagnrýni fyrir að bjóða honum til Sovétríkjanna. Kínverska dagblaðið Jenmin Jih Pao kvað Tito hafa svikið öreigana og hann og hans menn væru hlaupatíkur bandarískra heims- veldissinna. Aætlun brást Norska blaðið Fiskets Gang hefir skýrt frá því, að Rússar hafi ekk' fiskað eins mikið á síðasta ári og áætlað var. Áætlunin fyrir fiskveiðiflot- ann gerði ráð fyrir 4ra millj- óna lesta afla til manneldis á árinu 1961, en hann varð mun minni, eða 3,7 millj. lesta. Hins vegar herma tölur, að aflinn árið 1960 hafi verið 3,1 milljón lesta, og var því samt um aukp ingu að ræða, ef tölur þessar eru réttar. Og þess má einnig geta, að fiskafli Sovétríkjanna hafði aldrei orðið meiri en hann varð á s. 1. ári. Þess er getið til dæmis um síldveiðarnar, að aflinn á At- lantshafi varð rúmlega 160 þús. lestum minni en áætlað hafði verið, og er því meðal annars um kennt, að' ekki hafi verið sótt af nægilega miklu kappi á miðin á Atlantshafi norðvest- anverðu (miðin við ísland?), skip hafi verið færri en gert var ráð fyrir, tíð stirð og síldin síðar á ferðinni en gert var ráð fyrir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.