Vísir


Vísir - 07.12.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 07.12.1962, Blaðsíða 1
VISIR 52. árg. — Föstudaginn 7. desember 1962. — 276. tbl. wr Sjóslysið í gærkvöldi: Það máttí ekki tæpara standa — segir skip- stjórinn á Bergi Síldarbáturinn Bergur frá Vest- mannaeyjum sökk á 3 mín. undan Jökli í gærkvöldi. Mannbjörg varð þótt ekki mætti tæpara standa. Á- höfnin 11 menn, bjargaðlst í gúmmíbát og yfir í Halkion frá Vestmannaeyjum, sem kom með skipbrotsmennina til Rvíkur kl. 4,30 í morgun. Það voru ekki margir á þessum tíma sólarhrings niðri á bryggju til að fagna skipshöfn, sem hrifin hafði verið úr heljar greipum. En jafnvíst er þó hitt að óllum al- menningi hlýnar um hjartarætur þegar svo giftusamlega tekst til sem hér varð raunin á. Frh. á bls. 5. METÁRIFASTEIÚNASÖLU Nokkrir af helztu fasteigna- sölum borgarinnar eru sammála um það að árið 1962 sé melár í fasteignasölu. Guðmundur Þorsteinsson fasteignasali, kvað einna sterkast að orði, og sagði hann að s. I. tvö ár hefði fast- eignasalan farið vaxandi, og hann bætti því við að salan ykist ennþá. Fasteignasalarnir töldu yfirvofandi skort á fbúð- um. Meðalverð nýlegra og nýrra íbúða bar á góma i viðtölum þeim sem Vísir átti við fast- eignasalana. Þeir töldu meðal- verð á tveggja herbergja íbúð- um vera um 3—350 þúsund krónur. Þriggja herbergja íbúð- ir, 70 fermetra kosta að meðal- tali 4—500 þúsund, 90 ferm. íbúðir um og yfir 550 þúsund. Fjögurra herbergja íbúðir kosta Framh. á bls. 5. Skipbrotsmennirnir af Bergi. Aftari röð frá v.: Gísli Stein- grfmsson háseti, Guðjón Péturs- son ,stýrimaður, Þórhallur Þór- arinsson, 2. vélstjðri, Árni Stef- ánsson, matsveinn. Fremri röð: Högni Magnússon háseti, Krist- inn Pálsson skipstjóri, Gisli Ein arsson háseti, Elías Baldvinsson háseti, Gunnar Jónsson háseti, Vigfús Waagfjörd 1. vélstj., Vig- fús Ingólfsson háseti. - Mynd- in til hægri er af Stefánl Stéf- ánssyni skipstjóra á Halkion, er bjargaði áhöfninni af Bergi. Myndirnar eru teknar kl. 4,30 í morgun er skipsmenn komu til Rvíkur (Ljðsm. Vísis: I.M.). Geir Hallgrímsson Geir Hallgrímsson borg- arstjóri gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar árið 1963 á fundi borgarstjórnar í gær. í fjárhagsáætlun- inni er gert ráð fyrir stór hækkuðum framlögum til verklegra fram- kvæmda, og einnig hækkandi framlögum til gatna- og holræsagerð- ar. Borgarstjórinn taldi unnt að veita 11% frá- drátt á útsvörum, en einnig kæmi til greina að frádrátturinn yrði meiri. Hækkanir á gjaldalið fjárhagsáætlun arinnar er margar vegna launahækkana, en einn- ig vegna aukinna fram- laga, eins og fyrr getur, svo og vegna nokkurra nýrra liða. í frv. að fjárhagsáætlun fyrir árið 1963 eru rekstrargjöld á- ætluð kr. 339.414.000.— en voru áætluð á yfirstandandi ári kr. 287.557.000.- Hækkun- in nemur kr. 51.857.000. —, eða um 18,03%. 1 þessari upphæð er innifalið hækkað framlag til nýrra gatna og holræsa, 13,5 millj. kr., úr 41.5 millj. kr. árið 1962 í 55 millj. kr. árið 1963. Framlag til þessara fram- kvæmda, sem fært er með rekstrargjöldum, hækkar þann- ig um 32.5%. Á eignabreytinga- reikningi eru gjöldin áætluð kr. 72.654.000.— í stað kr. 55.800.000.—. Hækkunin nem- ur kr. 16.854.000.- eða 30.2%, og er því hér um að ræða stór- Framh. á bls. 6. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur 1963 lögð fram 11:) 1 1 T r 7 - i '"f"? T T T77/T1 tÍMAWAP •"•