Vísir - 07.12.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 07.12.1962, Blaðsíða 6
V í SIR . Föstudagur 7. desember 1962. V Fjárhagsáætlunin — Frarr.hald aJ bls. 1. hækkuð framlög til verklegra framkvæmda. Rekstrartekjurnar eru áætlað ar kr. 404.068.000. — í stað kr. 337.357.000.— á yfirstandandi ári. Mismunurinn er kr. 66.711.000,— eða 19.77%. Teknamegin á eignabreyting- arreikningi er yfirfærsla frá rekstrarreikningi kr. 64.654.- 000.— f stað kr. 49.8 millj. á yfirstandandi ári. Hækkun 14.854.000,— eða 29.83%. Aðr- ar tekjur á eignabreytingareikn ingi eru 8 millj. kr., sem ráð- gert er að taka að láni til framkvæmda. Hækkun hinna ýmsu liða í rekstraráætlun koma fram í eftirfarandi yfirliti: Um einstaka gjaldaliði rekstr aráætlunarinnar þykir mér rétt að taka þetta fram: Stjórn borgárinnar hækkar einungis um 696 þús. kr. eða um 4.19% og er það verulega lægri hundraðstala en kaup- hækkanir gefa tilefni til. f fjárhagsáætlun 1962 var einungis reiknað með 4% hækk un frá 1. júní 1962 eða í 7 mán- uði, en í fjárhagsáætlun næsta árs er reiknað með 4% og 7% kauphækkunum allt árið. Verð- ur raunar að hafa þetta atriði í huga þegar gerður er saman- burður á áætlunarliðum 1962 og 1963. Má f rauninni gera ráð fyrir, að kaupgjaldsliðir hækki um a. m. k. 10% árið 1963 mið- að við kaupgjald 1962. I þvf sambandi skal á það bent, að launaflokkahækkanir, bæði lausráðinna og fastráð- inna starfsmanna hafa átt sér stað, auk almennra kaupgjalds- hækkana, og kaup kvenna hækkar hlutfallslega meira vegna laga um samræmingu kaups karla og kvenna. Hin óverulega hækkun á stjórn kaupstaðarins stafar að- allega af eftirfarandi: 1 fyrsta lagi af sparnaði vegna stofnun- ar Gjaldheimtunnar í Reykja- vfk. Er talið, að sparnaður borg arsjóðs vegna þessarar ráðstöf- unar muni nema 1.579 þús. kr. á árinu 1963, þar af kr. 1.073 þús. á þessum gjaldlið. f öðru lagi hefur á undan- förnum árum stöðugt verið unnið að aukinni hagkvæmni í vinnubrögðum í skrifstofum borgarinnar, t. d. var starfs- mannafjöldi f þeim skrifstof- um, sem borgarsjóður stendur straum af 134 á árinu 1960, en er nú í árslok 1962 einungis 127. Hafa þó verkefni aukizt að miklum mun á þessu tímabili. Löggæzla hækkar um kr. 2.015.000— eða 11.38%, eink- um vegna launahækkana. Brunamál hækka einungis um kr. 480.000.-, eða 8%. Fræðslumál hækka aftur á móti um kr. 5.718.000.—, eða 16.36%. Þessi hækkun stafar aðallega af tvennu: . í fyrsta lagi vegna launa- hækkana og í öðru lagi stafar hækkunin af fjölgun skóla- bama, en nemendum í barna- skólum og skólum á gagn- fræðastigi hefur fjölgað um 328 frá árinu áður. Skólahús- rými hefur að gólffleti stækkað um 2.586 fermetra í sömu skól- um, og er nú samtals 37.538 fermetrar. Framlag til lista, íþrótta og útiveru hækkar um kr. 2.303.- 000— eða 16.20%. Hér eru teknir upp nokkrir nýir liðir, t. d. stofnkostnaðargreiðsla til Leikfélags Reykjavíkur, kr. 150 þús., fjárveiting til námskeiða fyrir íþróttaleiðtoga og íþrótta- þjálfara, kr. 100 þús. og 100 þús. kr. fjárveiting til Ólympíu- nefndar Islands. Sé ekki reikn- að með þessum fjárveitingum er hækkunin rúmlega 13%, eða aðeins meira en almenna kaup- hækkunin. Árið 1957 tók borgarsjóður á sig að greiða 21.4% af gjöld- um Sinfónfuhljómsveitarinnar. Áætlaður rekstrarhalli hljóm- sveitarinnar á næsta ári er 5 millj. kr., og kemur því í hlut borgarinnar að greiða kr. 1.063 þús. Athygli skal vakin á því, að rekstrarhalli sundstaða er nú áætlaður lægri en kauphækk- anir gefa tilefni til, enda er nú unnið að auknum sparnaði í rekstri þeirra. Hreinlætis- og heilbrigðis- mál hækka um kr. 5.479.000.—, eða 16.16%. Af þessari hækkun eru kr. 2.530.000.— vegna sjúkrahúsa og heilsuverndar, eða 22.4%. Félagsmál hækka um kr. 18.381.000.—, eða 18.83%. Byggingarsjóður verkamanna j hækkar um kr. 2.408.000.—. j Framlag til Atvinnuleysis- j tryggingarsjóðs hækkar um kr. 1.135 þús. Hækkunin stafar af auknum vinnuviknafjölda og hækkaðri greiðslu á vinnuviku. Framlag til almannatrygginga hækkar um kr. 4.080.000—. Framlag til Sjúkrasamlags Reykjavíkur hækkar um kr. 6.100.000. — . Reiknað er með hækkun iðgjaldsins um kr. 3 mánuði og fjölgun iðgjaldamán- aða um 20 þús., og næmi þá framlagið árið 1963 kr. , 17.100.000—. Fjárveitingar til gatna- óg hol-- ræsagerðar eru nú áætlaðar kr. 70.130.000.00 eða kr. 14.990.000.00 hærra en á yfirstandandi ári. Mestu munar þar, að fjárveiting til nýrra gatna er hækkuð úr kr. 25 millj. í kr.ö 35 millj. og nýrra hol- ræsa úr kr. 16.5 millj. f kr. 20 millj. Nemur hækkun þessara tveggja liða samtals 13.5 millj. kr. Á yfirstandandi ári hafa verið mal- bikaðir 2.2 km. af götum, að flat- armáli 24.200 ferm. Steeinsteyptar götur á árinu eru 2.400 ferm. I þessum tölum eru eingöngu taldar fullgerðar akbrautir, en auk þeirra eru nú margir km. af götum að verða tilbúnir undir malbikslag. Hellulagðar gangstéttir á árinu eru 5.1 km. að lengd, en 12.600 ferm. Lengd nýrra holræsa á árinu er 5.1 km. Kostnaður við þessar framkvæmdir er talinn munu verða tæpar kr. 55 millj. Eins og fjárhagsáætlunin fyrir árið 1963 ber með sér, er ætlun- in á því ári að gera enn meira á- tak í þessum málum en gert hefur verið nú í ár. Mun borgarráð gera tillögur um til hvaða framkvæmda fénu verður varið. I gatnagerðaráætlun borgarinn- ar er gert ráð fyrir þvf, að varið verði til gatnagerðar- og holræsa- framkvæmda á árinu 1963 62 millj. kr. 45 millj. kr. úr borgar- sjóði og 17 millj. kr. af nýjum tekjustofni. Ef gert er ráð fyrir, að kostnað- ur við gatna- og holræsagerð hafi hækkað um 10%, þarf til þcrsara framkvæmda á árinu 1963, kr. 68 millj., þar af úr borgarsjóði 49,5 millj. kr. Eins og skýrt er frá í frv. að fjárhagsáætlun fyrir 1963 er framlagið áætlað kr. 55 millj. Til viðbótar því fé vantar nýjan tekjustofn á næsta ári, að upphæð kr. 13 millj., til þess að hægt sé að framfylgja áætluninni. Ríkisstjórnin hefir f undirbúningi frumvarp af nýjum vegalögum. Hafa f þvf sambandi verið gerðar tillögur um tekjustofn til handa sveitarfélögunum til tiltekinna gatnagerðarframkvæmda. Ltanda vonir til, að frv. geri ráð fyrir tekjustofni til Reykjavíkurborgar, er nemi allt að kr. 13 millj. í sambandi við hinar miklu fram kvæmdir við gatna- og holræsa- gerð, sem fyrirhugaðar eru á næsta ára, er nauðsynlegt að afla ýmissa stórvirkra tækja, er auðveldi og flýti fyrir öllum framkvæmdum. Fjárveiting til kaupa á bifreiðum og vinnuvélum er því hækkuð úr kr. 4 millj. f kr. 6 millj. Skipulagsmálin hafa verið ofar- lega á baugi hér í borginni að und- anförnu. Hér er um dýrar fram- kvædir að ræða og hefur fjár- veitingin þvf verið hækkuð úr kr. 500 þús. í kr. 1.5 millj. Tekjuliðir. Fasteignagjöld eru áætluð kr. 18 millj., f stað kr. 17.5 á yfir- standandi ári. Ýmsir skattar hækka um kr. 370 þús. Arður af eignum hækkar um kr. 250 þús. og arður af fyrirtækjum um kr. 1.318 þús. Framlag úr Jöfnunarsjóði áætl- ast hins vegar kr. 55,6 millj. f stað kr. 32 millj. f áætlun yfir- standandi árs. Aðstöðugjöld eru lögð á sam- kvæmt lögum nr. 69/1962, um tekjustofna sveitarfélaga. Gjald þetta var lagt á f fyrsta skipti síð- astliðið sumar og varð heildar- upphæð þess kr. 54.776.100. — . Miðað við vanhaldaálag, 5—10%, eins og reiknað er með í sambandi við útsvör, hefði grunngjaldið ver- ið kr. 49.796.400. — Rétt hefur þótt að reikna með hækkun á þessari upphæð um ca. 20% og áætla aðstöðugjöld á næsta ári kr. 60 millj. Þessi tekjuáætlun er að sjálf- sögðu byggð á þvf, að samþykkt verði sú tillaga borgarráðs, að inn- heimta aðstöðugjöld á árinu 1963, sbr. 18. lið fundarg. borgarr., 4. þ. m. og einnig að samþykkt verði sú gjaldskrá, sem þar er mælt með. Aðrar tekjur eru nú áætlaðar kr. 100 þús. lægri en gert var fyrir Ifðandi ár. Lækkunin stafar af þvf, að dráttarvextir þeir, sem áætlaðir voru, Jtr. 500 þús. munu ekki fást greiddir. Tekjur þær, sem nú hefur verið rætt um, nema samtals kr. 154. 661.000,00. Frá þeirri upph. drag- ast kr. 5 millj. sem geymdar eru til ráðstöfunar, samkv. síðari á- kvörðun borgarstjórnar, ef aðstöðu gjöld og framlag úr Jöfnunarsjóði standast áætlun þá, sem gerð hef- ur verið og áður er lýst, en um þessa tekjuliði ríkir nokkur óvissa. Á eignabreytingareikningi eru tekjur, aðrar en yfirfærsla af rekstrarreikningi, áætlaðar kr. 8 millj. Vantar þá kr. 254.407.000,00 til að brúa bilið milli gjalda og tekna, og verður að leggja þá upp- hæð á sem útsvör, að viðbættum 5—10% fyrir vanhöldum. Útsvör ársins 1963 verða kr. 254.407.000,00. Hækkun milli ár- anna er því kr. 48.574.000,00, eða 23,6%. Með hliðsjón af kauphækkunum þeim, sem orðið hafa á yfirstand- andi ári, fjölgun gjaldenda og mjög háum afslætti úsvara á yfir- standandi ári, má fullyrða, að útsvarsupphæð þessi muni nást samkv. sama útsvarsstiga og not- aður var árið 1961 með 11% af- slætti, eins og þá var veittur. Vera má, að afslátturinn kunni að verða nokkru hærri, þótt eigi sé rétt að gefa nein fyrirheit um það. Lexía gefin í siðareglum - búnaðarmálasjóður og Bændahöllin - Gylfi flettir ofan af blekkingum \ < LÚðvíkS. ' 1 ■ i' ■pfst á baugi I þinginu í gær voru orðaskipti Lúðvíks Jós efssonar og -Gylfa Þ. Gíslasonar varðandi 400 milljón króna sparnaðarlán þess fyrr nefnda, og ummæli Björns Pálssonar (F) um Bændahöllina. • Fyrst skal þó vikið að minni- háttar dagskrármálum og þing- fundunum eins og þeir gengu fyrir sig. f Sameinuðu þingi bar Ásgeir Bjarnason fram fyrir- spurn til ráðherra, hvernig liði stofnlánum landbúnaðarins. Ingólfur Jónsson svaraði því til, að þau væru væntanleg inn- an skamms, það væri verið aðÆ reikna þau út um þessar mund- ir í Búnaðarbankanum, enda væru lánin ekkert seinna á ferð inni en venja hefði verið und- anfarið. Eysteinn Jónsson ræddi mál- ið lítillega og ávítaði ráðherra fyrir að svara með skætingi ein- um þegar fyrirspurnum væri beint til hans. Urðu nokkur orðaskipti milli þeirra, ráðherr- ans og þingmannsins vegna þessa. Var spaugilegt að heyra einn þingmann gefa öðrum fyr- irmæli um tóntegund og radd- blæ og gefa lexlu í siðareglum á þvf háa Alþingi. T efri deild voru fjögur mál af- greidd nær umræðulaust, ríkisborgararéttur, fullnusta nor rænna refsidóma, innflutningur á hvalveiðiskipi og almanna- tryggingar. Alfreð Gíslason (K) gerði stutta athugasemd undir síðast nefnda dagskrárlið. í neðri deild var rætt um virkjun Sogsins fyrsta umræða um að veita heimild til 65 millj- ón króna lántöku til virkjunar- innar, öryggisráðstafanir gegn |||li: geislavirkum efnum, kjarasamn- -, inga opinberra starfsmanna og '• kal f túnum. Framsögumennirn- ir einir tóku til máls. Jjegar tekið var fyrir frumvarp það sem heimilaði að 54% af landbúnaðarafurðum rynni áfram til byggingar hændahall- arinnar, stóð Björn Pálsson (F) upp og gaf þá yfirlýsingu, eins H og andstæðingur hans úr Húna- vatnssýslu, Jón á Akri, gerði á dögunum að hann væri andvíg- urfgjaldinu. Björn kváð engan bóndá í sinni sveit hlynntan þessari hótelbyggingu. Mundu þéir ailir vera henni andvígir ef málið væri borið undir þá. Væri eflaust svo um flesta bændur landsins, 'íþðtt'"síétta- samband þeirra gæfi samþykki sitt fyrir þessum skatti, sem bændur verða nú að greiða til byggingarinnar, um 4 — 5 millj. á ári. Ekki taldi þó Björn hyggilegt að hætta við byggingu Bænda- hallarinnar eins og nú væri kom ið, en krafðist þess þá, að ríkis stjórnin greiddi allan kostnað- inn af byggingunni. Kvað tvenn rök hníga að því: Ríkisstjórnin hefði lækkað gengið og valdið hækkaðri byggingarvfsitölu, og væri þvf ekki nema sanngjarnt að hún hlypi undir bagga af þeim sökum. ríkið hagnaðist á auknum ferðamannastraumi, hótelið stuðlaði að því, og því ætti rfkið, á sama hátt og það studdi byggingu Hótel Borgar á sínum tíma, að styðja hótel- byggingu bænda. Með öðrum orðum: Björn taldi ótækt að bændur þyrftu að greiða og bera þennan mikla skuldabagga. Ef ríkið tæki ekki tillit ti! þess, þá ætti að stofna hlutafélag um eignina, sem að stæðu flugfélögin, ríkið. borg og ferðaskrifstofur. Það væri þeirra hagur að hótel yrði reist. Ckal nú vikið að dagskrárliðn- um „stuðningur við atvinnu vegina", framhald fyrstu um- ræðu. Framsögu í þessu máli hafði Lúðvík Jósefsson á sfnum tfma og lagði þar fram tillögur um að lækka útgjaldaliði sjávar útvegsins um 400 milljónir og hækka þannig fiskverð um 20% og vinnulaun fólks, sem við fiskverkun ynni um 25%. Gylfi Þ. Gfslason svaraði þess ari framsögu Lúðvíks, eins og sagt var frá hér í dálkinum á sínum tíma. með orðhvassri, skeleggri og óneitanlegri snjallri ræðu. Tætti hann þar í sundur rök Lúðvíks og sýndi fram á, að sparnaðaráætlun hans skakkaði um nokkur hundruð milljónir króna. í gær hélt Lúðvík sína svar ræðu og kom þá upp úr kafinu, að ekkert gat staðizt f ræðu Gylfa, hún var ein ,(endemis vitleysa". Gekk síðan ræða Lúð víks út á að hrekja tölur ráð- herrans. Voru nú góð ráð dýr, Lúðvík hafði lítilsvirt þingið með blekk ingartilraunum sínum og ráð- herrann hafði einnig farið með tóma „endemes vitleysu". Hér skakkaði ekki þúsundum, ekki milljónum, heldur nokkur hundr uð milljónum! Gylfi Þ. Gíslason fékk að gera stutta athugasemd að ræðu Lúð víks lokinni. Hann kvað ástæðu Iaust fyrir þá að karpa meira um þetta á þesum vettvangi, hér bæri svo mikið á milli, en stakk jafnframt upp á, að tillög um Lúðvíks yrði vfsað til Lands bankans og fengin þar um- sögn um gildi þeira. En síðan upplýsti ráðherrann þann stóra mismun sem bæri á milli. Lúðvík notaði tölur úr fiskframleiðsluskýrslum, en ráð herrann sjálfur úr skýrslum út- flutningsverðmæta! Sér hver maður við hvaða tölur á að styðjast þegar rætt er um út- flutningsgjöld og lækkun á þeim. Allur málflutningur Lúð- vfks væri byggður upp á þess- um tölum, hann félli því allur í heild um sjálfan sig, og Lúð- vfk færi með svo stórkostlegar blekkingar að vart væri otðum að þvf eyðandi. Gleggsta dæmið um haldleysi raka sinna hefði Lúðvfk lagt upp í hendurnar á honum (þ.e. Gylfa) sjálfur, þegar hann segði að samanlögð verðmæti vinnu launa og hráefna skyldi nema 1250 milljónum af 3550 milljón um sem útflutningsverðmætin f heild næmu. Með öðrum orð- um: hráefna og vinnuverðmæt- in skyldu aðeins nema % af heildarverðmætum útflutnings- ins. Ráðherrann sjálfur reiknaði með 2700 milljónum króna verðmæta í vinnu og hráefni af 3550 milljónum og væri það að sjálfsögðu mun nærri sanni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.