Vísir - 07.12.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 07.12.1962, Blaðsíða 9
VlSIR . Föstudagur 7. desember 1962. 9 Erfíðleikar o hald kommúnista eftir Þorstein Ó. T horarensen Það eru margir undar- legir hlutir að gerast um þessar mundir í heimi kommúnismans. Sumar fréttir sem þaðan berast núna virðast gefa meiri upplýsingar um það sem er að gerast bak við tjöld in í Sovétríkjunum, eins og skörð séu að koma í þagnarmúrinn, en svo kemur einhver önnur frétt sem virðist aftur vera í mótsögn við hinar, svo erfitt er að vita hverju á að trúa. Einn daginn berast*t..d. fréttir frá Moskvu um að Krúsjeff ein- ræðisherra sé orðinn verndar- vættur atómskálda þar í landi og okkur er sýnt lítillega bak við tjöldin inn í sali Kremlar, þar sem Krúsjeff gefur fyrirskipun um það, að stórblöðin Pravda og Izvestia skuli prenta and-stalin- íska ljóðið Babi Jar eftir rúss- neska atómskáldið Evtushenko. Af þessu virðist mega ráða, að einræðisherrann sé farinn að styðja nútíma list og frjálsræði sé að aukast í bókmenntum. TVTokkru síðar var opnuð sýning á abstrakt málverkum í Moskvu, fyrsta sýningin sinnar tegundar, því fram að þessu hef- ur glansmyndalist stalinstímans verið allsráðandi. Það var byrj- að að hvísla um það, að enn myndi Krúsjeff hafa gerzt list- mæringur og hefði stutt að þess- ari sýningu, til þess að veita nýjum krafti inn í rússneska listsköpun. En þá fáum við allt í einu að heyra, að það sé nú öðru nær en að Krúsjeff hafi stutt þessa sýningu. Nokkru eftir að hún var opnuð réðist hann allt í einu harkalega á hana. Fór hann hin- um mestu fyrirlitningarorðum um nútímalist og sagði m. a. að asni gæti málað eins fallega og abstrakt-málarar, ef hann fengi að dýfa halanum niður í málning- ardollur og síðan að sletta með honum. Þannig er erfitt að sjá afstöðu hins rússneska einræðis- herra til nútíma lista. Tjá hefur mikið verið rætt að undanförnu um ágreininginn milli kínverskra og rússneskra kommúnista. Þýðir nú ekki leng- ur fyrir kommúnista á Vestur- löndum að halda því fram að hér sé um vestræna hugsmíð að ræða, því að deilurnar eru komn- ar upp á yfirborðið og koma í Ijós í opinberum deilum á flokks- þingum, nú síðast einna greini- legast á flokksþingi ítalskra kommúnista, en það hafa setið háttsettir fulltrúar bæði frá Kína og Rússlandi Hafa komm- únistaforingjar frá ýmsum lönd- um nú ráðizt harkalega að hinum kínverska fulltrúa fyrir þá stríðs stefnu, sem þeir fylgja og jafnvel sakað hann um að vilja leiða heiminn til glötunar í atómstyrj- öld. Þegar þessi deila kom fyrst upp á hinu fræga flokksþingi í Moskvu í fyrra, þorðu hvorki Rússar né Kínverjar að deila ■ beint hvor á annan, heldur fóru með löndum. Rússar réðust á Albani, en smáþjóðarkommúnist- arnir sem þar fóru með völd voru enn á Stalin-línunni eins og Kín- verjarnir. Kínverjar réðust hins vegar á Tito í Júgóslavíu þó skilja mætti að þeir væru farnir að líta á Krúsjeff sem enn einn títóistan, sem hefði svikið lögmál leninismans. En nú eru deilurnar komnar á allt annað stig. Nú segja kommúnistarnir að það sé bezt að hætta þessum feluleik og vera að ráðast á smáþjóða- kommúnista eins og Albani og Júgóslava. Nú sé bezt að Rússar og Kínverjar mæti hvor öðrum í þessum deilum. Það hefur líka gerzt á þessum tíma, að Rússar hafa skyndilega hætt efnahags- legri og tæknilegri aðstoð við Kínverja, svo ástandið versnar stöðugt. Þá virðast Kínverjar hafa byrjað hernaðarárás í Ind- land án samþykkis Rússa. Tjrátt fyrir þessi glöggu merki um ágreining Kínverja og Rússa eru þó önnur merki, sem virðast benda til hins gagn- stæða. Það er t. d. eftirtakanlegt, að Rússar hafa nú misst áhugann á að selja vopn til Indlands. Áð- ur voru þeir reiðubúnir að selja vopnabirgðir þangað, m. a. af Kúbu öflugri eldflauga og kjarn- orkustöð til þess að ógna Banda- ríkjunum og kannski til að skjóta eldflaugum yfir þau. Þetta sýnir að munurinn á ofbeldis- mönnunum í Kreml og Peking er ekki mikill. Munurinn virðist að eins sá, að Rússarnir vilja læð- ast áfram eins og þjófar á nóttu, Kínverjamir fremja rán sín í fjallaskörðum Himalaya í dags- ljósi. Tjað breytir litlu um þetta, þó Rússar hafi loks fengizt til að draga þennan óhugnanlega striðsundirbúning aftur á brott frá Kúbu. Það hafa þeir gert að- eins af því að þeir þorðu ekki annað. Kommúnistar eru nú á undanhaldi í alþjóðamálum og er sjálfsagt að Vesturveldin notfæri sér það, til þess að koma fram ýmsum sanngirnismálum. Enn eitt dæmi um undanhald kommúnistanna er hin furðulega ræða, sem Walther Ulbricht for- ingi austur-þýzkra kommúnista flutti nýlega. Eins og menn muna, var álitin nokkur hætta á því, að Rússar kynnu að grípa til hefndarráðstafana við Berlín, þeg ar Bandaríkjamenn gripu svo snöggt í taumana við Kúbu. En raunin hefur orðið önnur. Það er nú upplýst, að einmitt nokkru eftir að Bandaríkjamenn framkvæmdu aðgerðir sínar við Kúbu, hafi Krúsjeff kallað Ul- bricht á sinn fund og skýrt hon- um frá því að nú yrði að fresta öllum aðgerðum við Berlín. TTlbricht mun líkt og Castro á ^ Kúbu líta svo á, að með þessu séu Rússar að svíkja hann. Og geta má nærri að hann hefur innt Krúsjeff eftir því, hvers vegna Rússar ætluðu nú að láta undan í þessu máli. í ræðu sinni skýrir Ulbricht þetta svo, að það sé mikil styrj- Krúsjeff f ræðustól á flokksþingi kommúnista. Hann virðist stöðugt eiga við mikla erfiðleika að stríða f stjórn landsins. til styrjaldar kemur. Sannleikur- inn er sá, að þótt Rússum hafi tekizt með ærinni fyrirhöfn að smíða stærri eldflaugar en Banda ríkjamenn, þá skortir þá mjög í tæknilegri kunnáttu og fram- leiðslumagni til að komast nálægt Bandaríkjamönnum. Það er heldur ekki vænlegt að fara út í stríð með kornbirgða- geymslurnar tómar og margar að algreinar iðnaðarins í mesta ó- lestri. Allir vita nú hve aumlegt á- standið er f landbúnaðarmálum Sovétríkjanna og virðist ekkert útlit fyrir að það batni. Jafnvel þó uppskera yrði góð eitt árið, þá W'östudagsgreinin því að þeir hafa vonazt til að slíkt myndi vekja upp meiri ólgu í samskiptum Indlands og Pak- istans. En eftir að stríðsástand varð milli Indlands og Kína minnkar áhuginn, sennilega af því að samkenndin með kín- versku kommúnistunum er enn mikil. Þá hafa hinar furðulegu laumuaðgerðir Rússa á Kúbu brotið mjög í bág við þá friðar- stefnu sem þeir hafa virzt fylgja. Þar hafa þeir í engu hegð- að sér betur en styrjaldarsinnarn ir í Kína. Það var greinilega ætl- un þeirra að koma sér upp á aldarhætta í heiminum og komm- únistar séu svo miklir friðarvinir, að þeir vilji allt til vinna að halda friðinn. Þess vegna muni komm- únistar slaka af kröfum sínum og semja við Bonn-stjórnina. Enginn þarf að ímynda sér, að þetta hafi verið svar Krúsjeffs til Ulbrichts á fundinum í Moskvu. Krúsjeff hefur ábyggilega ekki staðið þar með neina englavængi. 17n það er annað sem hann hef- ur e. t. v. getað bent Ulbricht á, — að þegar allt kemur til alls, þá hafa Rússar ekki bol- magn gegn Bandaríkjamönnum ef myndi það ekki nægja til að koma upp eðlilegum varabirgð- um, svo að matvælaskortur og jafnvel hungursneyð er yfirvof- andi, hvenær sem alvarlegur upp skerubrestur kæmi. TTitt upplýstist nýlega á fundi miðstjórnar rússneska komm únistaflokksins, að ástandið væri litlu betra í iðnaðinum. Þar kom það í ljós, að hagskýrslur þær, sem flaggað hefur verið með um stórkostlega aukningu stálfram- Ieiðslunnar, eru ekki eins mikil- vægar og af er látið. Það kemur í Ijós, að þetta eru enn ein Pot- empkin-tjöldin, sem alls staðar blasa við í sovézku þjóðfélagi. Rússar hafa lagt feikilegt kapp á að auka stálframleiðsluna og knúið hana hærra og hærra, af því að það var áróðursatriði. Er hún nú orðin meiri en þeir hafa þörf fyrir og jafnframt eru gæðin langt í frá að vera mikil. En á sama tíma hefur annar iðnaður, sem var fullt eins þýð- ingarmikill, staðið í stað eða dreg izt aftur úr. Það var t. d. upplýst á miðstjómarfundinum nýlega, að gerviefnaiðnaðurinn hefði dregizt aftur úr, en á vorum tímum er komið svo, að framleiðsla gervi- efna er jafnvel mikilvægari en stálframleiðslan. Tjetta hefur nú leitt til þess, að Krúsjeff hefur tekið upp al- gerlega nýja og óþekkta stefnu várðandi skipulag kommúnista- flokks landsins. Hann hefur á- kveðið að flokksmenn verði að skipta sér niður f tvær fylkingar, önnur sé bændaflokkur, hinn iðn- aðarflokkur. Þessi fyrirmæli eru mjög furðuleg og enn erfitt að skilja hver meiningin með þeim er. Það er vfst varla hægt að líta svo á, að með þessu sé búið að koma þar á tveggja flokka kerfi, hitt er líklegra, að innleiða eigi meira en verið hefur samkeppnis- sjónarmið í þetta þjóðfélag sósíal ismans. Virðist þetta því vera al- gert frávik frá grundvallarreglum sósfalismans. Auðvitað er það skiljanlegt, að þær reglur geti breytzt nokkuð eftir aðstæðum hverju sinni, en hitt er undarlegt, að þær taki upp lögmál kapital- ismans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.