Vísir - 08.12.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 08.12.1962, Blaðsíða 1
VISIR 52. árg. — Laugardaginn 8. desember 1962. — 277. tbl. KVIABRYGGJA TILBÚINIVOR Nú stendur yfir endurbygg- ing Kvíabryggju og er jafnvel búizt við að hús verði tilbúin í vor til móttöku þeirra, sem ekki greiða sín meðlög skilvís- Iega. En þarna er sem alkunn- ugt er stofnun fyrir óskilvísa barnsfeður. Gert er ráð fyrir þvi að borg- arsjóður Reykjavíkur Ieggi 300 þúsund krónur til endurbygg- ingarinnar, en ríkissjóður 900 þúsund, og auk þess brunabóta- fé, sem nam 447 þúsundum króna. Ríkið hefur annazt rekstur Kvíabryggju, en Reykjavík hef- ur átt þar hlut að máli. Hefur nú orðið það samkomulag með ríki og Reykjavíkurborg, að rík ið taki við eignarhlutum borg- arinnar á Kvíabryggju um óá- kveðinn tíma. Gert er' ráð fyrir því f f járhagsáætlun Reykjavík- ur 1963, að borgarsjóður verði að greiða um 6.5 millj. í van- skilameðlög. VEÐUR5VEIFLUR ForáttuveSur af norðaustri var komið yfir Vestfjarðakjálkann all- an suður til Breiðafjarðar klukkan 8 í gærkvöldi. Hafði myndazt djúp lægð yfir norðanverðu landinu, sem veldur þessu mikla veðri yfir Vestfjörð- um. Klukkan 8 í gærkvöldi var komið 6 stiga frost með 9 vindstigum við Galtarvita, en á sama tíma var hvöss sunnanátt á Austfjðrðum með 7 stiga hita og skúrum. Um miðbik landsins var aftur á móti hægt veður og milt, en vestan- stormur við Vestmannaeyjar. Á Ak ureyri var slydduhrlð og snjóaði til fjalla í gær. Að því er veðurstofan tjáði Vísi í gærkvöldi eru allar horfur á að lægðin, sem í gærkvöldi var yfir Norðurlandi, muni halda norður eða norðaustureftir og að veður fari kólnandi um allt land í dag með norðan eða norðvestanátt. Hvað á ég að gefa mömmu? Fólk er nú almennt farið að líta eftir jólagjófum. Þessar tvær ungu stúlkur á myndinni voru að skoða í búðarglugga í Hafnarstræti, sennileða að finna jólagjöf fyrir mömmu. Sjá fleiri myndir í Myndsjá, bls. 3. — Ljósm. Vísis, I. M. ÚRNINNAÐ DEYJA ÚT Á ÍSLANDI Á Alþingi því, sem nú stendur . yfir, verður væntanlega lögð fram | þingsályktunartillaga um að ráð- j stafanir verði af hálfu ríkisstjórn arinnar gerðar til að afstýra út- rýmingu arnarins á íslandi að svo miklu leyti sem tök eru á. 1 fyrra kom áþekk þingsálykt- unartillaga fram, sem þeir Bjart- son, Jón Skaftason og Birgir Kjar an fluttu í Sameinuðu þingi, en náði þá ekki fram að ganga. Vísir hefur náð tali af einum flutningsmanna, Bjartmari alþm. Guðmundssyni frá Sandi, en hann kvaðst hafa verið aðili að þessari þingsályktunartillögu vegna þess að hann teldi það þjóðarósóma og hneisu ef konungur fuglanna, örn- inn, yrði útdauður á Islandi fyrir handvömm eina. Bjartmar sagði að samkvæmt at hugunum, sem gerðar hafa verið fyrir tveimur árum á varpstöðvum arnarins, hefðu samtals verið 10 eða 11 arnarhreiður til á öllu landinu, auk þess er gizkað á að nokkrir geldfuglar séu til, þannig að heildarfjöldi arna á öllu Islandi sé nú ekki nema rúmlega 30 Hættan steðjar að úr ðllum átt- um, sagði Bjartmar. Nú sfðast í sumar skýrðu blöðin frá því að örn hafi fundizt dauður af völdum eiturs á afrétti Biskupstungna f sumar. Það er vitað mál að á fyrri hluta þessarar aldar eyddist örn- inn allverulega af refaeitri, svo- kölluðu „stryknin", sem þá var borið út fyrir refi og fugla og er Frh á r>ls r> Borgarsjúkn með 185 sá Árið 1964 er ráðgert að aðalálma Borgar- sjúkrahússins í Fossvogi verði fullgerð, ásamt nokkrum hluta annarrar álmu. Má þá taka sjúkra húsið í notkun með alls 185 sjúkrarúmum. Þá er gert ráð fyrir að þá hafi verið grafinn grunnur fyr- ir nýrri álmu og cinnig lokið við þakhæð, sem nota má fyrir 37 sjúkrarúm eða íbúðir starfs- fólks. Reykjavíkurborg mun veita rúmar 15 millj. króna til bygg- ingarinnar á næsta ári. Framlag rfkissjóðs er áætlað 3.5 millj. króna. Gert er og ráS fyrir 7 millj. króna Iántöku. íslenzki örninn — konungur fuglanna. Itf.U'.!.' I 'MÍ i •t"t -i \ HfvtviiH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.