Vísir - 08.12.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 08.12.1962, Blaðsíða 7
V í S I R . Laugardagur 8. désember 1962. 7 8 MM 9.5 MM 16 MM SCvikmpdafifmur tiS sýningo i heimahúsum SVART/HVÍTAR OG í LITUM AiÍTT OG COSTELLÓ: Kitchen Mechaniecs .................... 200 fet No Indians please ..................... 200 fet Meet Frankenstein ..................... 50 fet Bride of Frankenstein .................. 50 fet High Fliers ............................ 50 fet Foreign Legion ......................... 50 fet o. fl. Woody Woodpecker: The great Magican .................. 200 fet Round Trip To Mars ................. 200 fet Reckless Driver .................... 200 fet 3eat Beatnik ....................... 200 fet Tperation Sawdust .................. 200 fet lot Rod Huskster ................... 50 fet Hyponic Hick......................... 50 fet Indial Woopie........................ 50 fet Woodie plays Santa .................. 50 fet ! TESKNIMYNDBR, ýmsor: Andrés Önd ........................... 50 fet Pluto ................................ 50 fet Goofy ............................... 50 fet Litli svarti Sambo ................. 200 fet Áladdin og töfralampinn ............ 200 fet Öskubuska ........................... 50 fet ÝMSAR MYNDIR: Sonur Ali Baba .................. 50 fet Ali Baba og hinir 40 þjófar ..... 50 fet GEYMFLUG GLENNS ................ 200 fet GEYMFLUG SHEPARDS............... 200 fet The Mummy (Boris Karloff) ....... 50 fet Terror of Dracula .............. 400 fet CHAPLIN: Policeman .......................... 400 fet The Tramp .......................... 400 fet In a film studio ................... 200 fet Einnig fjöldi 50 og 200 feta. Laurel og Nardy (Gög og Gokke): Right makes might ................ 200 fet Their first mistake .............. 200 fet Me and my Pal .................... 200 fet Out of the Woodwork .............. 200 fet Einnig fjöldi 50 feta. Sýningartími 8 mm mynda: 50 fet ca 4 mín. 200 fet ca 15 mín. 400 fet ca 30 mín. GÓÐA JÓLASKEMMTUN! GÓÐ JÓLAGJÖF! i FÓKUS Lækjargötu 6b. Beðið eftir jólunum Jólin eru hátíð barnanna, og undirbúningur jólanna á einnig að vera hátíð barnanna. Þau eiga að fá að hjálpa til við und- irbúninginn, ekki við að baka eða þvo eins og þau oft vilja gera, heldur við að búa til ýmiss konar jólaskraut. Ánægjan verð ur margfalt meiri við jólaborð- ið, ef það er prýtt skrauti, sem börnin hafa gert sjálf. Síðustu sunnudagarnir fyrir jólin eru til valdir til að búa til ýmiss konar skraut, þá er frí í skólanum og foreldrarnir eru heima og geta leiðbeint með verkið, ef á þarf að halda. í dag ætla ég að sýna hvernig gera má skemmtilega jólaengla og jólasveina með tiltölulega lít- illi fyrirhöfn. Jólaengillinn: Það, sem til þarf, er nokkuð stífur pappír (pergament pappír er beztur, ef hann er fyrir hendi, einnig er ágætt að nota glanspappír og líma munstrið á), litir (vatnslit- ir, krítarlitir), lím, englahár, skæri, blýantur, sirkill. Hringur er teiknaður á pappírinn, annað hvort með sirkli eða einhver kringlóttur hlutur notaður sem mót. Annar hringur er teiknaður innan í og síðan höfuðið og handleggirnir, strik hjá A og B (sjá mynd). Kjóllinn, andlitið og vængirnir eru nú málaðir (ef um glanspappír er að ræða, eru munstrin klippt út og límd á), klippt út og englahárin límd á. Rifunum hjá A og B er nú krækt saman og engillinn er til- búinn. Ef hann stendur illa má klippa hann til að neðan eftir því sem þarf. Jólasvcinninn með kertið: — Jólasveinninn er skemmtilegt viðfangsefni fyrir drengi, sem farnir eru að læra smíði og kunna með sög og lím að fara. í jólasveininn þarf góða viðar- plötu (sem auðvelt er að saga) og er hæfileg stærð hennar 10x17 cm. Síðan er jólasveinn- inn teiknaður á hana eftir fyr- irmyndinni efst á myndinni til hægri og sagaður út. Sagaður er viðarkubbur, 1,5 cm. á hæð og a. m. k. 3 cm. á breidd og jafn langur „skikkjufaldi" jóla- sveinsins, söguð rifa í hann miðjan og jólasveinninn límdur þar í — og nú getur hann stað- ið. Nú er sagaður út viðarbút- ur (ferkantaður) um 2,5 cm. á hvern veg og hann festur á hendufnar á jólasveiniríum. Á plötuna er nú fest tappa af gos- drykkjaflösku og korkflöturinn látinn snúa upp. Söguð er skífa af korktappa, gert á hana gat, sem passar fyrir fót á kerti og skífan límd á flöskutappann með vaxi. Þá er komið að loka- atriðinu, að mála jólasveininn, og það gerir hver eins og hon- um sýnist. Kerti er nú fest á flöskutapp- ann með korkskífunni, en það er bannað að kveikja á því fyrr en á jólunum. Möndlu- og hnetu- konfekt til jólanna 1. Möndlukonfekt. 100 gr. möndiur 100 gr. súkkulaði 1 tesk. kokosfeiti. Möndlurnar eru afhýddar í vatni og hitaðar í ofni, unz þær eru ljósbrúnar. Súkkulaðið er brætt og bræddri kokosfeitinni hrært saman við, möndlur sett- ar út í og hrært vel. Möndlurn- ar eru síðan teknar upp úr með gaffli, settar á smjörpappír og súkkulaðið látið storkna — Skreytt. 2. Valhnetukonfekt. 1 tesk. hunang 15 gr. mulið súkkulaði 100 gr. valhnetukjarnar (þar af 60 gr. fínmulið) romm og skrautsúkkulaði. Hunangið og súkkulaðið er hitað við hægan hita. Muldu hneturnar og rommið sett út í og hrært vel í. Búnar til litlar kúlur, einn velhnetukjarni sett- ur ofan á hverja og skreytt í kring með skrautsúkkulaði. 3. a, b, c. Heslihnetukonfekt 100 gr. heslihnetukjarnar 100 gr. sykur 50 gr. súkkulaði. Kjarnarnir eru hitaðir í ofni unz hýðið er laust frá. Þá eru vigtuð 60 gr. af kjörnum, hakk- að og hitað unz það erljósbrúnt. Sykurinn er hitaður í potti, unz hann er ljósbrúnn, þá eru muldu hneturnar settar út í, hrært í og hellt úr pottinum á feiti smurðan disk í 1 cm. þykkt lag. Skorið í litla bita, sem velt er upp úr súkkulaðinu og skreyttir með því, sem eftir er af hnetukjörnunum. Kvennasíða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.