Vísir - 08.12.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 08.12.1962, Blaðsíða 16
,./ Laugardagur 8. desember 1962. Blaðaþjófur tekinn Breyttur sölutími eykur ekki byriur verzlunurfólks í gærmorgun handsamaði lög- reglan 9 ára gamlan dreng, sem hafði leikið það nokkrum sinnum undanfarið að stela dagblaðapökk- um, sem skildir höfðu verið eftir við blaðsölustaði, og selja blöðin síðan niðri í bæ. Það er næsta algengt að þegar blöðin eru flutt út á blaðsölustaði, svo sem biðskýli o. s. frv. snemma á morgana áður en opnað er á viðkomandi stöðum, þá eru blaða- pakkarnir skildir eftir fyrir utan, en sjaldnast komið að sök. Þó eru ekki mörg ár síðan drengir voru teknir fyrir að stela blaðapökkum. Þeir fóru með blöðin niður i mið- bæ og seldu þau þar, en stungu peningunum í eigin vasa. Nú hefur sams konar atvik hent ungan dreng, sem undanfarið hefur náð sér í vasapeninga með því að selja stolin blöð. I gær þeg- ar hann ætlaði enn að leika þenna sama leik og stela blaðastranga sem skilinn hafði verið eftir við biðskýlið við Háaleitisveg handtók lögreglan hann. Atta órekstrar í gær Átta árekstrar urðu hér í Reykjavík í gær frá hádegi og til klukkan 8 i gærkveldi. ökuskilyrði ,voru óvenjulega vond I allan gærdag, hálfgert rökk ur af illviðri bjartasta hluta dags- ins, hellirigning og mikil endur- speglun - í blautum götunum. Má það mildi teljast að ekki urðu slys á fólki undir þessum kringumstæð- um. Framkvæmdastjórn kaupmanna- samtakanna hafði fund með fréttamönnum i gær til þess að gera grein fyrir afstöðu sinni varðandi breyttan sölutima og hversu þau mál standa. Tillögur þessar eru nú fyrir bæjarráði. Sig- urður Magnússon formaður fram- kvæmdastjórnarinnar skýrði frá aðdraganda málsins o. s. frv. og þar næst svaraði hann og Sveinn Snórrason frkvstj. fyrirspurnum. S. M. kvað tilefni fundarins til- lögurnar um breyttan afgreiðslu- tíma, en stjórn samtakanna taldi nauðsynlegt að koma á framfæri hver aðdragandi þessa máls væri og hlutdeild samtakanna, vegna almennings. Ástæðurnar til þess, að þessi mál voru tekin til gagn- gerðrar athugunar væru aðallega eftirfarandi: í fyrsta lagi hefði átt sér stað óheillavænleg þróun smásöludreif- ingar með síauknum fjölda kvöld- sölustaða og algeru hömluleysi á því hvaða varning er hægt að fá afgreiddan fram undir miðnætti. í öðru lagi væri sú ástæða, að þessi aukna kvöldsala væri til komin vegna þarfa fólks að geta gert innkaup á öðrum tíma en það á völ á með núgildandi ákvæðum reglugerðar, og því nauðsynlegt að gera breytingar á þeim heimild- arákvæðum, sem reglugerðin gerir ráð fyrir. S. M. komst svo að orði: „Við teljum mikilvægt, að það komi fram, að það er síður en svo vilji kaupmanna, að leggja auknar byrðar á verzlunarfólk, því að það fer saman að vinnutími beggja er Frh. á bls., 5. TRYGGING H.F. á nýju húsnæði Nýlega boðaði TRYGGING H/F fréttamenn á sinn fund í tilefni þess, að félagið hefur nú flutt starfsemi sína í ný húsa- kynni að Laugavegi 178. Hús- næðið, sem er á fjórðu hæð hússins og er um 260 fermetrar að flatarmáli, er hið vistlegasta og aðbúnaður allur og starfs- skilyrði mjög góð. Trygging h/f var stofnuð árið 1951 og hefur á starfsferli sín- um stöðugt aukið viðskipti sín og hefur skipað sér sess í hópi hinna meiri háttar tryggingafé- laga landsins. Mffljón tíl sinfóníu VÍSIR SÍÐASTI DAGUR hljóms veitarínnar ALSIRSOFNUNAR Rauði kross Islands biður blaðið að minna almenning á, að í dag, iaugardag, er síðasti dagur Alsír- söfnunarinnar. 1 Varðar-kaffi i Valh’óll i dag kl. 3-5 Söfnunin hefir þegar borið tals- verðan árangur, en betur má, ef duga skal, því að neyðin þar syðra er mikil og hjálparþörfin eftir því. Hver gjöf kemur þess vegna að gagni, en vitanlega munu allir góðir íslendingar vilja, að framlag héðan verði sem höfðinglegast, svo að hægt verði að gefa sem flestum börnum mjólk í vetur. Fimm hundruð börn geta fengið mjólk daglega um langan tíma fyrir aðeins 4500 krónur. RKÍ vill einnig minna á jólakort þau, sem prentuð hafa verið sam- kvæmt myndum, er listakonan Barbara Árnason gaf félaginu í til- efni af söfnuninni. Allur hagnaður af sölu kortanna rennur til Alsír- söfnunarinnar. Reykjavíkurborg mun greiða rúma milljón kr. í styrk til sinfóníuhljóm- sveitarinnar á næsta ári. Er gert ráð fyrir því að alls verði framlag borg- arinnar 1.063 þúsund krónur árið 1963. í ár er gert ráð fyrir þvi að borgin greiði 880 þús. krónur til hljómsveitarinnar. Borgarsjóður innir þessar greiðslur af hendi samkvæmt samkomulagi, sem gert var árið 1957. Var þá sam- ið um að borgin greiddi 21% af 5 millj. krónum, sem talið var að hljómsveitin þyrfti á að halda. Svo nú vita Reykvíking- ar hvað músíkin þeirra kostar í ár. Auk þessa styrkir Reykjavík- urborg fleiri tegundir tónlistar en sinfóníur. Lúðrasveit verka- lýðsins fær 10 þús. krónur, Svanur fær 40 þúsund, og verð- ur 30 þúsundum varið t:I kaupa einkennisbúninga fyrir hljóm- sveitina. Lúðrasveit Reykjavík- ur fær 50 þúsund krónur. Slcarst á höfðl Eftir miðjan dag í gær slasaðist drukkinn maður í Hressingarskál-j anum í Austurstræti. . Sá drukkni hafði farið inn í snyrtiklefa veitingahússins, en orðið þar fótaskortur og við fallið skorizt illa á höfði. Hann var flutt- ur í slysavarðstofuna. • • Mikii spurt um sjónvörp i Nú er mikið spurt um sjón- vörp í reykvískum verzlunum, sem þau selja. Telja flestir sjón varpsra'*-, sem blaðið hefur tak'ð v:Y að sal*. $ siónvörp- um hsfi *i*t á síð- u&tu v'kj.v. cz u'"in: nð vaxa ennþá meira. Alltaf er stöðugur straumur af fólki inn í sjón- varpsverzlanirnar. Fólk spyr um verð og afborganir, en sjón varpstæki eru mestmegnis seld með afborgunum. Greinilegt er að hér er mik- ill áhugi á sjónvörpum, en verð þeirra er nokkuð hátt, svo fólk hugsar sig um tvisvar áð- ur en það leggur út í kaupin. Þau kosta 20 — 30 þúsund krón ur. Akureyri í gær. Þegar fréttaritari Vísis á Akur- eyri spurðist fyrir um það hjá þeim hjónum Láru Ágústsdóttur miðli og Steingrími Sigursteins- syni hvort þau hefðu tekið ákvörð un um málshöfðun gegn prófessor Níelsi Dungal út af meiðandi blaðaskrifum, þá svöruðu þau því á þá Iund að það myndi verða gert. Steingrímur Sigursteinsson kvað svo að orði að svona mannvonzku væri ekki unnt að svara á annan hátt heldur en að draga prófessor Dungal fyrir lög og dóm, enda væru þau hjón bæði ákveðin í að gera það. Þá skýrði Steingrímur ennfrem- ur frá því að Lára kona sín væri rúmliggjandi og að heilsa hennai héngi á bláþræði. Hefðu undan- gengin blaðaskrif og umræður, ser., snúizt hefðu um ævi hennar og störf síður en svo bætt heilsu hennar. Meira kvaðst Steingrímur ekki hafa að segja um þetta mál. S \ \ N -‘v S \ k 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.