Vísir - 12.12.1962, Blaðsíða 1

Vísir - 12.12.1962, Blaðsíða 1
VISIR 52. árg. — Miðvikudagur 12. desember 1962. — 280. tbl. ALLAR FARSOTTIR GANQA I Læknir einn hefur skýrt Vísi svo frá að hann muni varla eft- ir öðrum eins veikindum í bæn um eins og siðustu vikurnar. Eru ýmiss konar farsóttir að ganga og þá fyrst og fremst mislingar, sem þó eru tiltölu- lega vægir núna. Þá er mjög mikið um kvef og hálsbólgu og Iíður mörgum illa i þeirri hálsbólgu sem nú gengur. Hafa læknar f borginni mjög mikið að gera vegna þessa, sérstak- lega er mikið um að fólk biðji þá um að koma i hús. i Skýrsla borgarlæknis um far sóttir í Reykjavík staðfestir þetta. En í sfðustu skýrslu frá borgarlækni, sem nær yfir tfmabilið 25. nóv. til 1. des. kemur 1 ljós, að þá hafa ný mislingatilfelli verið 158, kvef- tilfelli hafa verið 220, hálsbólga 105, hettusótt 14, kveflungna- bólga 13, ckarlatssótt 17, munn angur 9, hlaupabóla 8, rauðir hundar 2, inflúenza 2. Þessi listi er að vísu orð- inn 10 daga gamall, en lækn- irinn, sem Vísir átti tal við, telur að þessar umferðarsóttir hafi jafnvel aukizt upp á síð- kastið. Og eins og listinn sýnir, þá eru á ferðinni hér um bil allir þeir næmu sjúkdómar, er enn hrjá íslendinga. Auðvitað er lang mest um þá í börnum og veldur það mörgum heimil- um erfiðleikum, ekki sízt í jóla önnunum, þar sem báðir for- eldra vinna Uti. i JÓLAPÓSTURINN Jólapósturinn kemur nú sem óðast til landsins. Mun nú mest af honum komið, sem kemur með skipum. Mynd þessi er tekin niðri við höfn i morgun, þegar verið var aS skipa upp pósti úr Selfossi. Allur pósturinn, sem sést á bílnum, er frá Vestur-Þýzkalandi. Hekla Sá fáheyrði atburður skeði kl. 3-4 í nótt, að strandferðaskipið Hekla sigldi framhjá Búðakauptúhi í Fá- skrúðsfirði og beint upp í mjúkan sandinn fyrir miðjum botni fjarðarins á móts við innstu húsin í kauptúninu, nánar til- FáskráBsfírBi tekið á móts við Odda, sem er meðal þeirra húsa. Þarna stendur skipið og hreyf ist ekki fremur en fjallahótel og líður öllum farþegum vel, enda hafa þeir fast land undir fótum. Þegar Fáskrúðsfirðingar komu á fætur í morgun þótti þeim nokkur nýlunda hafa borið til og þegar þeir komu á strandstaðinn munaði minnstu að vel stígvélaðir menn gætu vaðið út að skipinu. Skipsmenn höfðu ekki farið i land, né held- ur farþegar. Olíuskipið Þyrill er á Fáskrúðsfirði og gerði ein- hverja tilraun til að draga skip- ið á flot í nótt, en þá var ekki nógu hátt í sjó. Vísir hafði í morgun tal af Einari Sigurðssyni skipasmið í Odda á Fáskrúðsfirði. Hann er manna kunnugastur staðháttum þarna og bjóst við að skipið væri óskemmt, þarna sæist ekki steinn í flæðarmálinu, aðeins mjúkur sandur. Einar gerði og helzt ráð fyrir því að skipið myndi losna með flóðinu í dag, um kl. 2. Hann kvaðst ekkert vita fyrir víst um það hvað skipstjórnarmenn hefðu ætlazt Framh. á bls. 5. Gerðist í óveðri — segir forsf jóri Ríkisskip Að því er forstjóri Skipaút- gerðar ríkisins, Guðjón Teits- son tjáði Vísi um hádegið í dag, var Hekla að koma að sunnan, en vonzkuveður var fyrir Austf jörðum í nótt, rok og hríðarbyljir. Treysti skipið sér ekki inn á neinn Suðurfjarð- anna, hvorki Djúpavog, Breið- dalsvík né Stöðvarfjörð og lagði því inn á Fáskrúðsfjörð. Frh. á bls. £> Loftmynd af Búðum i FáskrúSsfirSi, sem sýnir leiS Heklu og strandstað. „:f..!i ÍMlll.\

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.