Vísir - 12.12.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 12.12.1962, Blaðsíða 4
4 VISIR . Miðvikudagur 12. desember 1962. s&saRB >f „Þetta byrjaði eins og svo margt fleira, sem ung ir menn hleypa af stokk- unum — við vorum nokkr ir félagar, sem þjáðumst af „kvilla“, sem fylgt hef- ir ungum mönnum gegn- um aldirnar, við vorum með galtómar pyngjur, en hausinnltroðinn af ó- brigðulum hugmyndum, sem áttu að geta fyllt vasa okkar peningum, svo að við ákváðum bara að reyna.“ Viðtal dagsins er við mann, sem allir handknattleiksmenn þekkja, já, að líkindum íþrótta- menn yfirleitt, og húsmæður eru að sögn farnar að meta vinnu og framleiðslu hans og vina hans í ríkara mæli. Þetta er nefnilega einn mannanna bak við Bamba, merkið á pökkunum með hnetun- um vinsælu, sem margar hús- mæður nota í jóiabaksturinn, og þessum söltuðu „peanuts", sem svo margir vilja hafa til að hjálpa sér við að renna niður ýmsum veigum, veikum eða sterkum eftir ástæðum. Meðal lesenda kunna að vera einhverjir, sem eru hvorki íþrótta menn né húsmæður, svo að nauð synlegt mun vera að kynrta mann inn aðeins nánar. Hann heitir Axel Sigurðsson og starfar nú í bréfapóststofunni, en þrátt fyrir allar annir við jólapóstinn, mun hann sjá svo um, að karlar, kon- ur og börn fái nóg af Bamba nú fyrir jólin. — Hvenær hófuzt þið handa, og hvað voruð þið margir í upp- hafi? — Bambi er fæddur í febrúar 1960, og við vorum fjórir, sem stofnuðum fyrirtækið sem sam- eignarfélag, Ég er nú einn eftir af upphaflegu félögunum — þá skorti úthald, eða þeir tóku bara upp á þvi að ganga í það heilaga, svo að þeir höfðu annað að gera við frístundirnar en standa í þessu. Síðan hafa tveir aðrir bætzt í hópinn, þeir Friðrik Ól- afsson skákmeistari og Helgi Hjálmarsson, fulltrúi hjá Verzl- unarráði íslands. Vélar úr ýmsum áttum. — Og hvað höfuðuð þið meira en hugmyndina, þegar þið byrj- uðuð á þessu? — Því er fljótsvarað, því að við höfðum bókstaflega ekki neitt. Við höfðum til dæmis eng- ar vélar, og við vissum heldur ekki neitt um aðferðir til að fram leiða saltaðar hnetur. Fyrst var nefnilega aðeins æjjunin að fram leiða saltaðar ,,peanuts“, sem eru mjög vinsælar í samkvæmum og víðar. Við urðum þess vegna að byrja á að útvega vélakost, og það gekk smám saman. Ein vélin er raunar heimatilbúin — sú sem flettir hýðinu af hnetunum, og Axel við vélina, sem þeir félagar fundu upp til að afhýðahneturnar. Þýzkalandi kalla þeir það hún er hið mesta þing, því að hún vinnur á við fimm handfljóta . ;nemv hvorki meira né minna. — En svo fóruð þið í að fram- Jeiða. fleiri tegundir fljótlega?" — Já, en' það var .eiginlega fyrir tilviljun, að við gerðum það, og í því sambandi er rétt að byrja á að segja Iauslega frá því, hvern ig vinnu við hneturnar er hagað. Tvíbýli í hverri skel. Það er bezt að byrja á því, þegar hneturnar eru teknar upp. Hneturnar, sem við fáum, eru frá Norður-Rhodesíu, og þær vaxa í jörðinni eins og kartöflur Utan um þær er hörð skel, og 1 hverri skel er tvíbýli. Fyrsta verk ið eftir uppskeruna er að ná skel- inni utan af hnetunum, og er það víða gert í vélum, en annars stað ar vinna svertingjar þetta verk í höndunum. Undir skelinni er brúnt hýði, og kemur það ekki við sögu alveg strax. En þegar við erum búnir að taka við baununum hér heima, Það var eiginlega fyrir slysni. ^ i .... •. Og það var einmitt á þessu stigi, sem slysnin varð, er olli því, að við færðum út kvíarnar og fórum að sjá húsmæðrum fyr- ir hnetum i baksturinn. Einu sinni fengum við poka af hnetum, sem höfðu verið heldur of lengi í brennaranum, svo að þær þorn- uðu enn meira en hneturnar í hinum pokunum, olían var farin úr þeim að miklu ieyti og þær reyndust tilvaldar til notkunar í bakstur. Við fengum húsmæður til að prófa hneturnar, og frúrnar sögðu, að þær væru alveg ágætar, og nú seljum við bökunarhneturn ar í pokum, sem sex mismunandi uppskriftir eru prentaðar á. Og húsmæðrum er alveg óhætt að fara eftir þessum uppskriftum, því að þær hafa verið prófaðar í „rannsóknastofum" og fengið lof. — Og hvert er svo næsta stig? — Þá er oiginlega komið að lokastiginu: Við förum með hnet- urnar úr kaffibrennaranum í bæki saltaðar hnetur i sjálfsölum, er komið var upp í ýmsum veitinga stöðum, vár það ekki? - Jú, það er algengt erlendis, að saltaðar hnetur séu seldar þannig, og því þá ekki einnig hér? Við töldum, að grundvöllur væri fyrir þessu hér, og útveguð- um fjögur eða fimm sjálfsölu- tæki, sem komið var fyrir ,á jafn mörgum stöðum. Þau gáfu góða raun — fólk notaði þau mikið, svo að við gerðumst djarfir og lögðum tugi þúsunda króna í að afla fleiri sjálfsala. Þeir munu hafa verið um 25, sem við keypt- um í næstu lotu, svo að þeir urðu um þrjátíu. Þeim var komið fyrir á ýmsum stöðum, einkum veitingastofum, þar sem umferð er mikil vegna blaðasölu og þess háttar. En nú varð annað upp á teningnum, því að innan skamms var búið að skemma flesta sjálf- salana, svo að við sáum okkar óvænna. Það var unglingalýður, sem vann þessi spellvirki. Vegna þeirrar reynslu, sem við höfum fengið af þessu, verð S TtíDENTA FÆBUÍ -Sfc *"'■ l ZZ '' * \: _ 1.J; , ♦ ? ~ >. ' '.' *: . Wæz%í'2s&sám», *. >*as*r % . Eyðilagðir sjálfsalar förum við fyrst rakleiðis með þær í kaffibrennslu, þar sem þær eru brenndar í kaffibrennara. Þetta er gert til þess að breyta bragðinu á þeim, ná úr þeim hráa bragðinu og gefa þeim steikingarbragð Þær eru þarna í miklum hita hvorki meira né minna en 200 stigum á Celsius, og með þessu næst einnig nokkuð af olíu úr þeim, en olía er um 40% af þyngd þeirra, svo að dálítið af henni má missa sig, án þess að skaði verði af. stöð okkar í kjallara Markaðsins að Laugavegi 89, þar sem við af- hýðum þær og meðhöndlum á annan hátt, eftir því hvernig að nota þær, og síðan er þessi Jreift um bæinn, en um dreifing; una sjá heildverziun Kristjáns Ó Skagfjörð og Þórhaliur Sigurjóns- Spellvirki unglinganna. „Þið byrjuðuðuð á að selja ég að segja, að unglingana hér í bænum skortir hvorki hug- kvæmni né kapp, þegar þeir vilja brjóta slík tæki upp og ná til innihaldsins. Það var ekki nóg með, að unglingarnir notuðu ber- ■iýnilega' mikinn tíma til að finna eða hreinlega smíða alls konar „mynt“ sem hægt væri að nota til þess að fá sjálfsalana til að ’efa skamrnt, heldur var kröftum ’oeitt oi jafnvel bareflum, þegar við sáum við „myntsláttunni” eða öðrum aðferðum til að ná inni- haldinu með brögðum. En hvem- ig sem við fórum að, reyndist hug myndaflug unglinganna og áhugi meiri 'en svo, að við gætum enzt til að standa f þessu. Raunar er rétt að geta 'þess, að fullorðnir kunnu líka sínar að- ferðir til að ná til innihaldsins, án þess að nota til þess peninga. Sjálfsala var til dæmis komið fyrir í einU af virðulegasta veit- ingahúsi bæjarins með talsverðri fyrirhöfn. Einhverju sinni fór svo, að einn gesturinn rak annan hnef ann í tækið, svo að það brotnaði og hneturnar hrukku út um allt. Viðstaddir fóru þá á fjóra fætur og tíndu hneturnar upp af ábreið- unni og tróðu upp í sig. Enginn vildi vist láta happ — eða hnetu — úr hendi sleppa, þegar svona ágætt tækifæri bauðst, og þetta eru einhver beztu meðmæli með hnetunum okkar, sem ég kann frá að greina. En veitingamaðupinn var búinn að fá nóg, og bað okkur að fjarlægja sjálfsalann, en sendi síðan gólfábreiðuna í hreínsun, því að eitthvað af hnetum hafði troðizt öfan í hana. Hreinsunin kostaði víst um ^4000 krónur að sögn.“ „Kemur saía með sjálfsölum þá alls ekki til greina að þínu áliti?“ „Jú, en ég held, að við verðum að hafa sömu aðferð og Banda- ríkjamenn. Þeir leyfa ýmsum líkn arfélögum að hagnast á sölu með slíkum sjálfsölum, og ef eins væri að farið hér, mætti væntanlega skapa slíkt almenningsálit, að unglingar skömmuðust sín fyrir að skemma eða stela úr sjálfsöl- um. Annars erum við enn með nokkra í gangi, sem sé á þeim stöðum, sem þeir hafa fengið að vera sæmilega í friði fyrir ágangi fingralangra.” „Síúdentafæða“ í Þýzkalandi. , „Það er mikið af alls konar Framh. á 10. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.