Vísir - 12.12.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 12.12.1962, Blaðsíða 5
V í SIR . Miðvikudagur 12. deSember 1962. 5 Alþingi Framhald af bls. 2. Þá rakti Gylfi Þ. Gíslason talnadæmi Einars og lýsti þau í stuttu máli öll röng. Hann sýndi einnig fram á það, með skýrsl- um frá Efnahagsstofnuninni, að kjör launþega hafa batnað á síðustu árum. Hið sanna er, að hlutdeild launþega í þjóðartekj- unum hefur síður en svo minnk- að. Tók ráðherrann þetta sér- staklega fram vegna síendurtek- inna skrifa og áróðurs Þjóðvilj- ans og kommúnista um hið gagnstæða. p’r ráðherrann hafði lokið máii sínu, tók Einar Olgeirsson til máls og var nú sannarlega í essinu sínu. Réðist heiftarlega að ræða ráðherrans og gafst síð ur en svo tími til að ljúka máli sínu. Verður framhald á ræðu hans síðar. Einar rakti einnig samskipti Alþýðuflokks og kommúnista í verkalýðsbarátt- unni og voru þar sannarlega önnur sjónarmið uppi á teningn um heldur en hjá Gylfa. Hann taldi f stuttu máli sagt, allt það sem unnizt hefði í verkalýðs- baráttunni vera verk kommún- ista, Alþýðuflokkurinn hefði aldrei gert þar neitt af viti, og væri nú svo langt leiddur, að hann hefði tekið upp samstarf við auðvaldið og léti nú bíla atvinnurekendanna smala kjós- endum sínum á kjörstað. Einar harmaði þessa afstöðu Alþýðuflokksins, því auðvaldið hefur alltaf verið og mun ætíð verða helzti óvinurinn. Það er við auðvaldið sem verður að berjast, en ekki hafa samstarf við það, -'igði Einar. Varði síðan Einar nokkrum tíma í að útmála haldleysi einka rekstrarins, og er ekki ástæða til að rekja ræðu hans hvað það snertir, flestir hafa sennilega heyrt rök Einars Olgeirssonar í slíkum umræðum. En hitt, sem að ofan getur, „að auðvaldið sé helzti óvin- urinn“, og að við það „skuli ekkert samstarf hafa“, er öllu eftirtektarverðara. Ætli þarna liggi ekki einmitt ástæðan fyrir því, hversu áhrif og traust verkalýðsins er lítið — vegna þess, að Einar og hans menn hafa aldrei viljað neitt samstarf, barið hdfðinu við steininn og hrópað óvinur, ó- vinur. T neðri deild voru almanna- varnir m. a. á dagskrá, og snerust umræðurnar að mestu um atriði, sem áður hafa komið fram. Athyglisverð var þó yfir- lýsing Framsóknarmannsins Sig urvins Einarssonar, sem lýsti því yfir að hann vildi engan her hafa hér í landinu, Islendingar hefðu ekki þurft að óttast árás um langt árabil, engin hætta væri á henni núna, og hersetan hefði aðeins skaðleg áhrif á menninguna. Hversu gáfuleg þessi yfirlýs- ing er, skal ekki rakið hér. en hún er aðeins enn eitt dæmi þess, hversu Framsóknarflokk- urinn er klofinn í jafn áríðandi málum sem varnarmálunum og hversu lítið er á hann treyst- andi. Tekin voru enn fremur til með ferðar skemmtanaskattur 1963, almannatryggingar, jarðræktar- lög og öryggisráðstafanir gegn geislavirkum efnum. Smygl — Framh. af bls 16. kostnaði að halda til að ná í hann. Hún mætti hins vegar ekki undir neinum kringumstæðum segja bónda sínum að hún vissi um þessa væntanlegu jólagjöf sína. Enda þótt konuna langaði mjög £ pels, þótti henni samt gesturinn svo grunsam legur í’ tali og framkomu, að hún lét hann synjandi frá sér fara. Eftir þeim upplýsingum, sem Vís ir hefur aflað sér um svikahrapp þenna, er hér um þekktan mann að ræða fyrir sams konar viðskipti á undanförnum árum. Mun hann nýlega vera búinn að taka út refsi- vist sína í Hegningahúsinu, og er ekki fyrr sloppinn en hann er byrj- aður á sinni fyrri iðju. Nokkru áður en maður þessi hlaut dóm, ferðaðist hann alvopn- aður um Norðurland undir nafni kunns lögmanns og sæmdarmanns í Reykjavík og sveik þannig út vor ur og peninga þar sem hann gat því við komið. Fialltrúaráð PÁLl S PÁLSSON , *i'-At-«'iT<imaður Bergstaðastræti 14. Simi 24200 Framhald áf bls. 16 borgargjaldkeri, Jóhann Hafstein, alþm. og Ragnar Lárusson, forstj. Auk þessara eru formenn Sjálf- stæðisfélaganna sjálfkjörnir í stjórnina, en þeir eru Bjarni Bein teinsson formaður Heimdallar, Höskuldur Ólafsson, formaður Varðar, María Maack, form. Hvat ar og Sveinbjörn Hannesson, for- maður Óðins. Að aðlafundarstörfum loknum flutti Jóhann Hafstein alþm. ræðu um stjórnmálasamstarf NATO- Múvarnir - Framhald af bls. 8. það hvað margir hafi látið lífið, eða yfirhöfuð hvað hafi skeð. • • . j^oksins er hringnum lokað. Tveir bræður sem ólust upp vestur í Haukadal í Dýrafirði eru að leika sér þó á fullorðinsárum sé á trillu á Elliðaárvogi. Þá skeð ur óhapp og annar þeirra drukkn ar. Þannig eru lok skáldsögunnar, sem þó á sér engan stíganda, engan endi, því að mávarnir halda áfram að svlfa letilega yfir hafn- argarðinum og vatnsaugun stækka eða minnka fyrir f jörunni. En hvert stefnir höfundurinn.! Verður það ekki hin óbundna skáldsaga næst, sem aðeins lætur stjórnast af algildum tilfinningum mannlífsins og færist í fang upp- byggingu spennu undir mögnun- arvaldi örlaganna. Eða hafa ís- lenzkir rithöfundar ekki lengur efni á því að skrifa skáldsögur. Verða þeir að standa úti á mark aðstorgi minningabókanna. Þorsteinn Thorarensen. Stdpaútgjerðin Ms. Arvakur fer til Siglufjarðar og Akureyrar siðari hluta vikunnar. Vörumótttaka í dag og árdegis á fimmtudag. M.s Herjóltur fer til Vestmannaeyja og Horna- fjarðar í dag. Þetta er síðasta ferð skipsins til Hornafjarðar fyrir jól. n manns veikj- matareitrun * í lok fyrri viku veiktust 13 menn hér í bæ af matareitrun og tveir til s. I. mánudag, en þetta er nú væntanlega úr sögunni. Fólk veiktist af kæfu, sem seld var í verzlun hér í bæ. Kæfan er framleidd þar einu sinni í viku og því um takmarkaða útbreiðslu að ræða, auk þess sem öll kæfan um- rædda viku var ekki menguð og öll sala á henni stöðvuð. Má því vænta þess, að matareitrunin sé úr sögunni. Vísir spurði Björn Jónsson, að- stoðaríækni borgarlæknis um þetta mál £ morgun, og var þá nýkomin tilkynningin um þá tvo, sem veikt- ust á mánudag. B. J. kvað matar- eitrunina hafa valdið vanli'ðan af völdum verkja, uppsölu eða niður- gangs, og voru menn nokkra daga að ná sér, en ekki var um alvar- leg eftirköst að ræða, þótt almennt megi segja, að öll matareitrun sé eða geti verið alvarleg. B. J. kvað 4—-5 manns á einu heimili hafa veikzt I fyrri viku. Borgarlæknir sendi blöðunum svohljóðandi tilkynningu i gær. I lok síðustu viku veiktust að þv£ er vitað er 13 manns með ein- kenni um matareitrun. Enginn veiktist þó hættulega. Grunur féll strax á kæfu, sem keypt var I verzluninni „Ásgeir", Langholtsvegi 174 hér £ borg, og búin var til þar i byrjun vikunnar. Var sala á henni stöðvuð þegar á laugardag, og sýnishorn tekin til rannsóknar. Kæfan hefur ekki ver- ið til sölu I öðrum verzlunum. Við rannsóknina hafa nú fundizt £ kæfunni sýklar, sem valda mat- areitrun og nefndir eru stafgerlar (staphylococcus aureus). Matareitr- unin orsakáðist af sérstöku eitur- efni, sem sýklarnir framleiða, ef þeir komast i matvæli. Hins vegar er hér ekki um smitun að ræða frá manni til manns. Ekki er vitað um neinn, sem veikzt hefur sfðan salan var stöðv- uð. Heklustrandið — Fran-naic aj bls. 1 fyrir i nótt, en gerði helzt ráð fyrir að þeir hefðu ætlað að Ieggja skipinu við festar inn undir f jarðarbotni i stað þess að Ieggjast að bryggju, en ekki var að sig á því vegna aðdýpis, að þama snargrynnkar. Allhvöss norðanátt var í nótt, er Hekla strandaði. Óskandi væri að skipið hefði ekkert skemmzt og gæti haldið áfram ferð sinni, ella færi illa rétt fyrir jólin, þegar mannflutn ingar og vöruflutningar eru hvað mestir, ef tvö Iangstærstu strandferðaskipin yrðu ósiglinga fær. Ölluni er í fersku minni ð óveðri — Framh af bls. i. En þegar þangað kom var veð- urofsinn svo mikill að skip- stjórinn treysti sér ekki að leggjast við bryggju. Ætlaði skipstjórinn því að leggja skip- inu i firðinum, nokkru fyrir inn an Búðakauptún. Dýpi er þar nóg og samkvæmt dýptarmæl- inum var 20 metra dýpi þar sem akkeri skipsins voru látin falla, En vegna roksins rak skip ið þrátt fyrir þetta inn á grynn ingar og sat þar fast. Guðjón Teitsson kvaðst vonast til að skipið hefði sig út af sjálfdáð- um á flóðinu i dag. Ný stjórn í V.-Þýzkolandi Lokið er stjómarmyndun í Vest- ur-Þýzkaiandi. Taka Kristilegir lýð ræðissinnar og Frjálslyndir demo- kratar þátt í samsteypustjórninni sem fyrrum. Við embætti landavarnaráðherra, sem Strauss varð að víkja úr vegna Spigel-málsins, er kominn forsæt- isráðherra Schleswig-Holstein, von Hassel. Ráðherrar vinna embættiséiða sína á föstudag. ElílflR SIGÖRDSSON Ml 'Tálfl*tnin<nii Fastei nasala Ingólfsstræti 4. - Sími 16767 furðusigling Esju á Iand í Eyja- firði, en hún er nú í slipp í Reykjavík, og má svo að orði komast, að sjaldan er ein báran stök, er Hekia hefur siglt í kjöl- far hennar. Þeir, sem enn kunna að eiga kæfu, sem keypt var £ framan greindri verzlun frá miðvikudegi til laugardags í síðustu viku, eru hér með varaðir við að neyta hennar. Athugun leiddi í ljós, að fram- leiðsluháttum kæfunnar var I þetta sinn ábótavant, og verður fram- leiðsla ekki leyfð á ný, fyrr en ráð in hefur verið bót á þeim ágöllum. Reykjavík, 11. desember 1962. Borgarlæknir. Karlmannaföt og frakkar Glæsilegt úrval. Enskir flugeldar Blys og gosfjöll til afgreiðslu strax. Birgðir takmarkaðar. / STANDARD FIREWORKS-umboðið Sími 16205. Sokkabuxur Crepe-nylon sokkabuxur í fjórum litum til afgreiðslu strax. HEILDSALAN, sími 16205. X Starfsstúlkur Tvær starfsstúlkur óskast til aðstoðar í eld- húsi frá 5. janúar. — Mötuneyti skólanna LaugarVatni. - Uppl. í síma 9, Laugarvatni. 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.