Vísir - 12.12.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 12.12.1962, Blaðsíða 9
V1S IR . Miðvikudagur 12. desember 1962. BR, " Róbert Ottóssyni fagnað í Israel Róbert Abraham Ottósson söng- málastjóri stjómaði sinfóniuhljóm- sveit Israelsútvarpsins á tveim hljómleikum, í hljómleikasal K. F. U. M. í Jerúsalem 13. nóvember og í Keren-hljómleikasalnum í Coers- heba 15. nóvember. Á fyrri hljómleikunum lék Varda Nishri einleik á píanó, en efnis- skráin var sinfónía nr. 34 í C (K. 338) eftir Mozart, planókonsert I d eftir Haydn, Preischutzforleikur Webers og 2. sinfónían („De fire temperamenter") eftir Carl Níel- sen. Á síðari tónleikunum lék Mena- hem Breuer einleik á fiðlu, en á efnisskránni voru Freischutz-for- leikurinn (Weber), fiðlukonsert Mozarts I g (K. 216), íslenzkir þjóð dansar eftir Jón Leifs og 1. sinfónía Schumanns. Fara hér á eftir ummæli Jeru- salem Post: „Gesturinn frá íslandi, sem stjórnaði sinfóníunni sýndi glæsi- lega hvernig honum lætur að láta hljómsveit leika vel. Hvergi gætti lausra taka né ónákvæmni allt kvödið, Túlkunin var sönn og það var unun að hlýða á líflegt tempó og vel æfð einstök atriði. Hin ynd- islega Mozart-sinfónía, sem of sjaldan er leikin, birtist I allri sinni fegurð, og með kröfuhörku sinni tókst stjórnandanum að hvetja strengjaleikarana til þess að leika iokakaflann hraðar en þeir hefðu kosið, en þessi tilraun sýndi getu, sem höfðu áður leynt. Varda Nishri fór af hlýju og natni með smæstu vendingar I hin- um fagra en mjög ójafna konsert Haydns, sýndi lýtalausa tækni, um- fangsmikla dýnamik, örugga hljóm- skynjun og djúpa virðingu fyrir verkinu. Sinfónía Nielsens hlaut glitrandi meðferð. Hún er athyglisverð við fyrstu heyrn, þótt hún skilji ekki varanleg áhrif eftir. Hún lýsir hin- um fjórum „Iyndiseinkunnum“ mannsins, bregður upp eftirtektar- verðum myndum og sýnir meist- araleg sinfónsk vinnubrögð og hljómfærslu, en er „eklektísk" I hugsun (margt frá Cezari Frank og margt frá Dvorak m. a.) og inni- heldur margt vanabundið, lifir því naumast áfram eins og verk meiri meistara sama tímabils og stíls. Yohanan Boehm“ (Jerúslem Post, 18. nóvember). „Beersheba er að verða stór borg með fjölda tónlistarunnenda, enda fyllti á annað þúsund manns Keren salinn á sinfóníutónleikum Kol Israel sinfóníunnar á fimmtudag. Róbert Abraham Ottósson, gesta stjórnandinn frá íslandi, vakti enn á ný athygli vora fyrir ágæta stjórn og sanna túlkun, og hljómsveitin gerði sitt bezta til þess að gera frammistöðu hans sem árangursrík asta. Kol tsrael-hljómsveitin, sem vön er þrengslunum I K. F. U. M,- salnum I Jerúsalem, fagnaði nýjum sal og nýju fólki og eignaðist marga nýja vini. Menahem Breue, fiðluleikari I fíl- harmóníunni, fór samvizkusamlega með Mozart-konsertinn, enda þótt maður hefði kosið að heyra meir en sjálfar nóturnar, því að þessi fagri konsert er meira ep eintómt æfinga verk. Sérstaka athygli vöktu þjóðdans- ar Jóns Leifs. Þessi tónsmiður er fæddur 1899 I Reykjavík og hefur gert sér það að ævistarfi að safna þjóðlögum ættlands síns. Útsetn- ingar hans eru viljandi einfaldar, og er þeim eingöngu ætlað að leggja áherzlu á eðli og hljómfall þjóðlaganna. Hin þungbúnu og al- varlegu lög eru aðlaðandi og á- heyrileg I sínum formlegu tónteg- undum með víxlandi hljómfalli, og nutu sín vel í lifandi túlkun stjórn- anda og hljómsveitar. Róbert Ottósson getur með ánægju litið um öxl yfir stutta en mjög árangursríka heimsókn til ísraels, og það hefur verið gaman að kynnast þessum ágæta músikanti og fjörmikla stjórnanda. Yohanan Boehm“ (Jerúsalem Post, 21. nóvember 1962). Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra: Fiarlog fyrir þrið/a arið i rt Önnur umræða á morgun. Ákveðið er að fjárlögin komi til 2. umræðu í Sam- einuðu þingi á morgun og verði endanlega samþykkt : næstu viku. Verður það þá þriðja árið í röð, sem Alþingi tekst að afgreiða fjárlög fyr /ir næsta reikningsár áður en það ár gengur í garð. Hefur slík afgreiðsla þrjú ár i röð ekki komið fyrir síðan í stríðslok, eða í hálfan annan áratug. Ekki formsatriði að afgreiða fjárlög á réttum tíma. Sumum kann að finnast það formsatriði eitt sem litlu skipti, hvort fjárlög ríkisins eru afgreidd fyrir áramót, eða á fyrstu mánuðum þess árs, sem þau gilda fyrir. Svo er þó ekki. Séu fjárlög ekki afgreidd í tæka tíð, verður að setja sérstök lög um bráðabirgðafjárgreiðslur , úr ríkissjóði fram eftir ári. Og auðvitað heyrir það til góðri reglu og búskaparlagi að skila fjárhagsáætlun eða fjárlögum í tæka tíð áður en þeim þarf að beita. Gunnar Thoroddsen Vissulega er það nokkurs virði, að ríkið gangi á und- an með góðu eftirdæmi í þessu efni sem öðrum. Nokkur aðaleinkenni fjárlaganna. Nokkur aðaleinkenni þeirra . fjárlaga, sem nú er fjallað um eru þessi: 1) Fjárlögin verða afgreidd án þess að lagðir séu á nýir skattar eða tollar eða þeir tolla- og skattstigar hækkað- ir, sem fyrir eru. Eru þetta einnig þriðju fjárlögin I röð, án nýrra skatta og tolla. Þeir hafa bvert á móti verið lækkaðir. Hins vegar skila sömu skatt- og tollstigar meiri tekjum í ríkissjóð en áður vegna aukinna þjóðar- tekna og batnandi afkomu fólksins. 2) FjárlÖgin verða afgreidd hallalaus, en það er mikil- vægur hlekkur í keðju efna- hagsaðgerðanna, að ríkis- sjóður sé ekki rekinn með greiðsluhalla, heldur þafi nokkurn tekjuafgang. 3) Framlög til verklegra framkvæmda hækka veru- lega. Eru fjárveitingar til vega, brúa, hafna, skólabygg- inga og margvíslegra annarra framkvæmda hærri en áður hefur þekkzt. 4) Til félagsmála, svo sem almannatrygginga, er varið yfir 500 milljónum króna, eða um það bil f jórðungi allra ríkisteknanna. Störf Allíanee • Francaise Albert Guðmundsson, forseti Alliance Francaise boðaði blaða- mannafund á sunnudag til að kynna störf franska sendikenn^r- ans Regis Boyer og A. F. Sendikennarinn kvað þekkingu á j íslandi hafa minnkað mikið. „Ég : er sendur hingað til að vinna það upp. Frönsk yfirvöld hafa mikinn áhuga á því að auka gagnkvæm kynni Frakka og íslendinga. Ætl- unin er að vinna markvisst að þessu á næstu árum I samvinnu við Alliance Francaise. Hér hefur verið stofnaður eins konar klúbb ur, þar sem rædd verða menning- armál, Haldin verður sýning um Parls. Stofnaður verður umræðu- klúbbur. Þá verður reynt að fá að stöðu til að kynna Frakkland í skólum. Það hefur verið vaxandi áhugi á frönsku. Frönskunemend- um í háskólanum hefur fjölgað mikið. Og nú eru fleiri námsmenn I félaginu en áður. Þetta er aðeins nokkuð af því, sem gerzt hefur og gert verður. Sendikennarinn er að vinna að doktorsritgerð um áhrif norrænna bókmennta á franskar bókmenntir frá 1820 fram til vorra daga. Sigurður Þórðarsön lætur a( söngstjórn Tónleikar Muska iova Ingvar Jónasson fiðluleikari og Gunnar Egilsson klarinettleikari sjást hér vera að æfa Duo eft- ir Gunnar Berg. Þeir koma fram ásamt mörgum öðrum á tón- Ieikum Musica nova að Hótel Borg I kvöld. i«EB! 'prp^yp*' Hinn kunni söngstjóri Sigurður Þórðarson mun láta af söngstjórn Karlakórs Reykjavíkur um næstu áramót. Hefur kór: ráð'ð riýjan söngstjóra, Jón S. Jónsson, 28 ára F firðingur sem stundað hefur tón- j listamám I Chicago I sex ár, og i er að Ijúka við doktorsritgerð Sigurður Þórðarson heT.. stjórn i að Karlakór Reykjavíkur milli ! 35—40 ár. Hann hafði f hygyju að j i a af sön;. .jórn á síðastliðnu ári, ! en vegna þess að þá fékkst enginn jngstióri í stað hans, féllst hann að stjórna kórnum áfram um ; tíma, eða þa til nýr söngstjóri iefði verið ráðinn. Það hefur nú verið gert Kveðjuhljómleikar Sig- urðar voru r nnverulega haldnir í fyrra, þegar ráðgert var að hann hætti, svo r um annan slíkrn verður ekki að ræða. Sigurður .jórnaði .órnum ný- lega þegar hann söng inn á Moni- tor-hljómplötu þjóðlö” frá N: Z:.r- löndum. Þá fár kórinn að Reykjar- Iundi og Vífilsstöðum fyrir skömmu og jönr þar fyrir sjúkling ——i—fcra ana. Þetta eru sennilega síðustu störf Sigurðar með þessum kór, sem hann hefur gert einn vinsæl- asta kór landsins. Aðalfundur Óðins Sunnudaginn 9. þ. m. hélt Mál- fundafélagið Óðinn aðalfund sinn í Sjálfstæðishúsinu. Fyrir fundin- um lágu venjuleg aðalfundarstörf ásamt lagabreytingum. Fundurinn var mjög fjölmennur, og miklar og snarpar umræður um málefni félagsins. Fundurinn gat ekki lok- ið störfum, og verður því boðaður framhaldsaðalfundur fljótlega. í félagið gengu 56 nýir félagar. Stjórn félagsins skipa: Svein- björn Hannesson formaður, Pétur Sigurðssori varaformaður, Jóhann Sivurðsson ritari, Valdimar Ketils- son gjaldkeri. — Meðstjórnendur: Friðleifur Friðriksson, Þorstein’- Kristjánsson og Guðmundur Sig’ jónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.