Vísir - 12.12.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 12.12.1962, Blaðsíða 10
70 V í S IR . Miðvikudagur 12. desember 1962. Það var margt um manninn og mikið að gera á skrifstofu Happ drættis Háskóla íslands í gær. Verið er að draga í 12. flokki happdrættisins, um rúmlega 3000 vinninga, þar á meðal vinn ing ársins, 1 milljón. — Þegar blaðamann og Ijósmyndara Vís- is bar að garði, var milljónin enn ekki Komin, en íiennar var beðið með mikilli eftirvæntingu. Dagurinn í gær var mesti anna- dagur ársins hjá starfsfólkihapp drættisins og þótt bætt væri við starfsfólki var unnið fram á nótt. Um 19 manns unnu við að draga, lesa upp, skrifa, bera saman tölur og fylgjast með að e j væri iiaxt rangt v. var í „vaktaskiptum“, 9—11 á „vakt því að að sögn starfsfólks er þetta starf mjög breytandi. í stærra hjólinu á myndinni eru miðanúmerin, en í hinu minna eru vinningsnúmerin og það eru stúlkurnar tvær, sem ..ráða“. hverjir verða hinir heppnu. þú kannski Ijúka þessu rabbi með að segja nokkur orð um fél- agið. — Stofnun Varðbergs er tví- mælalaust einn merkasti atburð- ur í íslenzkum stjórnmálum á síðari tfanum. Þar hafa ungir menn úr þrem ólíkum stjórnmála flokkum sameinazt um stofnun félags til þess að efla samstöðu lýðræðisflokkanna í utanríkismál urn. Samstarfið í þessum félags- skap hefur verið sérstaklega á- nægjulegt. Utanríkismál íslend- inga hafa verið rædd þar af hrein skilni og ábyrgðartilfinningu og hefur aldrei orðið ágreiningur um grundvallaratriði. Fyrir til- verknað Varðbergs er nú fjöldi ungra manna í öllum Iýðræðis- flokkunum, sem gerir sér sér- stakt far um að afla sér upplýs- inga um utanríkismál og ræða bau efni hver í sínum flokki. — Greinilegt er að áhugi ungra manna á utanríkismálum fer mjög vaxandi og er það góðs viti enda eykst þátttaka okkar á sviði alþjóðamála hröðum skrefum. Heimdallur — Frh. at 7. síðu: úrsagnar þess úr samtökunum mætti vænta, ef ekki yrði breyt- ing á afstöðu alþjóðasambands- ins og var ég í því tilefni sem form. ráðsins kvaddur á fund höf uðpauranna í aðalstöðvunum í Prag. Þetta var í janúar 1957. Átti ég við þá miklar viðræður og var ákveðið að fresta umræð- unum um úrsögn þar til að svo- kölluð framkvæmdastjórn I.U.S. kæmi saman og ræddi Ungverja- landsmálið. Sá fundur dróst fram í marz en þá lagði ég fram álykt- un stúdentaráðs um Ungverja- landsmálið. Eftir mikil fundahöld og þref, sem stóð til morguns, var gengið til atkvæða. Atkvæða greiðslu um tillöguna varð mjög lærdómsrík eins og reyndar funda höldin öll, því að aðeins 2 greiddu henni atkvæði, en nær 30 nefnd- armanna kusu samkv. Moskvu- línunni. Var þá yfir litlu að sitja og hélt ég heim flugleiðis sama morgun. Þótti' nú Ijóst og fullsannað, að samtök þessi væru hinn argasti leppur og verkfæri Sovét-komm- únista og var því eigi lengur lát- ið dragast að segja sig úr þessum svokölluðu stúdenta-samtökum og vona ég að sú ógæfa verði aldrei að fslenzk stúdentasamtök tengist I.U.S. á ný. Þá biðjum við Bjarna um að skýra lesendum síðunnar frá heiztu liðum í starfsemi Heim- dallar: — Sú stjórn sem ég er nú formaður fyrir, tók við að lokn- um aðalfundi í okt. sl. í starfs- áætlun þeirri, sem við gerðum fram að áramótum kennir ýmissa grasa og skal ég hér víkja nokk- uð að þvf: Efnt var til málfunda námskeiðs og er því skipt í 3 flokka og eru þeir Birgir ísl. Gunnarsson, Guðm. H. Garðars- son og Þór Vilhjálmsson leiðbein endur. Fundir eru haldnir tvisv- ar í viku hverri og ■ hafa tekið þátt í námskeiðinu milii 65 — 70 piltar. Þá er rétt að geta hér um klúbbfundarstarfsemina, en hún er fólgin f hádegisverðarfundum þriðja hvern laugardag. Eru tek- in þar fyrir mörg hin forvitnileg- ustu efni og skal ég nefna hér nokkur dæmi: Hagsmunahópar og hlutverk þeirra í nútfmaþjóð- félagi — Borgaravarnir — Vandamál togaraútgerðar — Framtíð Sameinuðu þjóðanna — Störf Alþingis — Kauphallir og kauphallarviðskipti og fjölda- mörg önnur. Varðandi önnur fundahöld ber að nefna fjölsóttan og velheppn aðan fund um framtíð ísl. at- vinnuvega. Þá eru yfirleitt haldn ir mánaðarlegir umræðufundir félagsmanna í Valhöll. Við höf- um einnig í vetur haldið kaffi- fundi með ýmsum hópum svo sem skólanemendum. Kvikmynda sýningar á vegum félagsins hafa verið tvær og á miðvikudags- kvöldum höfum við beitt okkur fyrir dansleikjum fyrir ungt fólk í Sjálfstæðishúsinu. Föndurnám skeið fyrir félagskonur hefur einnig verið haldið og ýmislegt fleira, sem hér yrði of langt upp að telja. Undirbúningur uhdir starfið eft ir áramót er nú í fullum gangi og vjnna að því fjölmargar nefnd ir. Það mun þó að sjálfsögðu einkennast mjög af komandi kosningum. — Jæja, Bjarni, þar sem þú hefur setið í stjórn Varðbergs frá því að það var stofnað vilt KULDASKÓR og BOMSUR 'ERZL. C? ítoii 1528! a ALLAR HELZTU málningarvörur ávallt fyrirliggjandi SENDUM HEIM HELGI MAGNÚSSON & CO. Hafnarstræti 19. Símar 13184 - 17227 Ódýr matarstell Nýkomið úrval af ódýrum matar- og kaffi- stellum, enn fremur ódýrum, stökum bollum, og ódýru tékknesku keramiki, hentugu til tækifærisgjafa. Verdunin INGÓLFUR Grettisgötu 86 . Sími 13247. ¥iðtal dagsins « i-ramnald at bls 4 nauðsynlegum efnum fyrir likam- ann í hnetunum, eða er það ekki rétt?“ „Jú, svo mun vera, og ég hefi ekki ómerkara blað en Visi fyrir því, að rannsóknir hafi 'eitt í Ijós í Bandaríkjunum, að fitan í jarð- hnetunum sé af því tagi, sem hættuminnst er fyrir menn að neyta. Hún er af því tagi, sem stuðlar ekki að myndun cholest- erols í blóðinu, vinnur jafnvel gegn slíkri myndun, eins og jurta- fita mun gera yfirleitt. Fjörefna- innihald hnetanna er einnig svo mikið, að vandfundin mun vera matartegund, sem hefir inni að halda eins mikið af vítamínum. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að 90% af magninu eru bætiefni. Það er svo ekki að undra, þótt menn í Vestur-Þýzkalandi kalli hneturnar stúdentafæðu. Það er nefnilega svo, að þegar stúdent- arnir eru orðnir auralausir, láta þeir sér nægja að fá sér smápoka með hnetum og kannske eitthvað af rúsínum með. Það nægir þeim í heilan dag, þótt skammturinn sé ekki stór, því að bætiefnin vantar ekki.“ Tilvalið handa íþróttamönnum. „Það þarf þá ekki að því að spyrja, að þetta er tilvalið handa íþróttamönnum — tryggir sigur- inn, er það ekki?“ „Það held ég nú, og þar get ég vitnað í Moggann, því að hann sagði frá því hér um árið, þegar ég Ieit inn í búningsklefa vina minna í Fram, þegar þeir áttu að keppa við KR-inga á Laugardals- velli. Ég hafði leynivopnið með- ferðis, gaf mínum mönnum hæfi- legan skammt af Bamba, og þar með þurfti ég ekki að hafa frék- ari áhyggjur af þeim leik. Honum lauk vitanlegá með sigri Framara — 3 mörkum gegn 2 —- og hefði sigurinn vitanlega orðið meiri, ef ég hefði haft meira af Bamba meðferðis, en eftirspurnin var svo mikil, að birgðirnar voru eigin- lega allar rifnar af mér á leið- inni á völlinn." „Og að endingu nokkur orð í fúlustu alvöru, ef þú vilt gera svo vel!“ „Já, ég vildi gjarnan koma því að, að mér finnst það nokkuð þungur baggi að þurfa að greiða 100% toll af hnetunum. Ég geri ekki ráð fyrir, að ríkissjóður yrði fyrir neinu skakkafalli, þótt toll- urinn væri lækkaður verulega, svo að við getum Iækkað verðið. Þótt verðið á vöru okkar sé Jágt, væri hægt að lækka það til muna, ef höfundar nýju tollskrárinnar tækju þetta til athugunar, áður en þeir láta hana frá sér fara nú á næstunni." VÖRÐUR HVÖT HEIMDAUUR ÓÐINN SPILAKVÖLD Spilakvöld halda Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík fimmtudaginn 13. des. kl. 20,30 í Sjálfstæðishúsinu. Sæta- miðar athentir í Sjálfstæðishúsinu miðvikudaginn kl. 5-6. Húsið opnað kl. 19,45. Lokað kl. 20,30. 1 Spiluð félagsvist. 2. Ræða, frú Ragnheiður Helgadóttir, alþm 3. Spilaverðlaun afhent. 4. Dregið í happdrættinv. 5. Kvikmyndir úr Varðbergsferðum 1960-1961-1962. SKEM MTINEFNDIN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.