Vísir - 18.12.1962, Side 1

Vísir - 18.12.1962, Side 1
52 árg. — Þriðjudagur 18. Loksins komu rjúpurnar Akureyri í morgun. Um síðustu helgi urðu Akureyr ingar i fyrsta skipti í haust varir við rjúpu að nokkru ráði og ýmsir sem höfðu allt að 20 rjúpur f ferð. Þó ekki sé belnlínis unnt að segja að þarna sé um verulegt rjúpnamagn að ræða, er það samt mikil breyting frá því sem verið hefur til þessa, því undanfarið getur ekki heitið að rjúpur hafi sézt. Þær skyttur sem farið hafa í rjúpnaleit hafa flestar komið tóm hentar til baka eða því sem næst. Um síðustu helgi, bæði á laug- ardag og sunnudag, fóru allmargir Akureyringar á rjúpnaveiðar og reyttu talsvert upp. Mest fengu þeir sem fóru á vestanverða Öxna dalsheiði. Rjúpur hafa naumast sézt í verzl unum á Akureyri, því það litla sem skotið hefur verið, gengur manna á meðal og eru rjúprnar þá jafn- aðarlega seldar á 50 krónur stykk- ið. desember 1962. — 285. tbl. Jólaskemmtanir byrjaðar í dag og á morgun eru jóla- skemmtanir skólabarna í fullum gangi. Skólarnir hafa verið skreyttir af nemendum í samráði við kennara. Listamannsefnin spreyta sig sérstaklega á erfið- ustu viðfangsefnunum t. d. töflu teikningunni, sem er oft framúr skarandi. í morgun fórum við í Vnnraclr/ilo nn hai* wnni ínlo. skemmtanir að byrja. Átta ára böm skemmtu sér við upplestur, kvikmyndasýningu og söng og dans f kringum jólatré. Stuttu eftir að dansinn hófst, komu borgarstjórinn í Reykjavík Geir Hallgrímsson og frú hans ásamt fræðslustjóra og fleirum í heim- sókn. Jólaheimsóknir borgar- stjóra hafa verið árlegur við- burður í skólunum. í Vogaskóla í morgun voru samankomin hátt á annað hundr að átta ára bekkja-börn, ásamt kennurum sínum og skólastjóra, Helga Þorlákssyni, og Ragnari Júliussyni yfirkennara. (Ljósm. Vísis B.G.) VÍSIR Hafnahreppur og Njarðvíkur■ hreppur deila um landsútsvar Hreppamörkin um flugvallarhótelið Þrír aðilar, það er olíufélögin, Olíufélagið hf., Skeljungur og 01- íuverzlun íslands hf. greiða lands- útsvar í ár, samtals tæpar 12 milljónir, og er niðurjöfnun þess nýlokið. Aðrir aðilar, sem koma til með að greiða landsútsvar, svo sem Áburðarverksmiðjan, Sements verksmiðjan, Síldarverksmiðjur rík isins, Landssmiðjan og fleiri, hafa undanþágu frá að greiða þetta út- svar í ár, en munu greiða það á niæsta ári. Skipting Iandsútsvars. Fjórða hluta landsútsvars er skipt milli samtals 144 sveitarfél- aga, þar sem benzín og olíutank- ar eru, í hlutfalli við sölu á hverj- um stað, og það er þessi hluti sem skattstofan hefir nú skipt milli hreppsfélaganna. Af þessum fjórð ungi landsútsvarsins kemur eðli- lega mest í hlut Reykjavíkur, eða 1,1 millj. kr., en næst kemur Njarð víkurhreppur með 458 þúsund. Minnst kemur í hlut Engihlíðar- hrepps i Húnavatnssýslu, eða 18 krónur. Deila milii Njarðvíkur og Hafna. Um hlut Njarðvíkurhrepps má segja að ekki sé sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Flugvallarvið- skiptin eru öll reiknuð Njarðvíkur hreppi, en nú hefir Hafnarhreppur gert kröfu í hluta Njarðvíkur- hrepps af landútsvarinu á þeim grundvelli, að þvi er bezt er vitað, að ný afgreiðslustöð á flugvéla- eldsneyti á Vellinum sé innan marka Hafnahrepps. Talið er að hreppamörkin séu um Flugvallar- hótelið en þau munu ekki vera sem gleggs.t suður á Miðnesheiði enda mörgu og jafnvel flestu um- bylt þar vegna flugvallarins og mannvirkja þar. En hvað sem því líður gera Hafnir sína kröfu sam kvæmt upplýsingum frá Skattstof unni. Hér að framan hefir eingöngu verið talað um fjórðung Landsút- svarsins, sem skiptist lögum sam- kvæmt milli sveitarfélaga eftir veltu eða sölu í hverju sveitarfé- lagi. Þrír hlutar landsútsvarsins renna hins vegar í svonefndan jöfnunarsjóð, og skiptir Félags- málaráðuneytið honum milli sveitafélaganna, eftir tölu íbúa í í hverju sveitarfélagi. Þeirri skipt- ingu er ólokið. Heildargreiðsla Olíufélaganna: Olíufélögin greiða í ár landsút- svar í heild, sem hér segir: Oliu- félagið h.f. 5.7 milljónir, 01 uverzl un íslands h.f. 3.3 milljónir og Olíufélagið Skeljungur h.f. 2.8 milljónir króna. Hætt við að kafa Vísir skýrði frá því í gær að sjómanns af m.s. Seley væri saknað og ýmsar líkur sem bentu til þess að hann hafi dottið í Reykjavikur- höfn og drukknað. f gær var tilraun gerð til þess að kafa við Ægisgarð, en hætt við það fljótlega aftur vegna sjóróts og vegna þess hve sjórinn var gruggugur. Reynt verður aftur strax og að- stæður batna. Tilgangslaust er tal ið að slæða botninn úr því sem komið er. Jí/likil jólainnkaup í bænum Við lauslega athugun virðist svo sem sízt sé minni verzlun í bænum fyrir jól en verið hef- ir undanfarin ár og hefir Visir það eftir forstöðumönnum og deildarstjórum nokkurra meiri háttar verzlana. Þórarinn Andrésson, hjá Klæðavérzlun Andrésar Andrés sonar, kvað meiri sölu vera í karlmannafötum núna en fyrir jólin í fyrra og mest seljast af enskum efnum. Einnig mikið af innlendum efnum. Þórarinn kvað verzlunina hafa fengið dökk fataefni í seinna lagi að þessu sinni. En það hefði jafnað sig upp, og meira en það, sökum þess að verzlunin hefði fengið ný snið á fötum, sem féllu mjög vel í geð kaupenda og taldi að nýju sniðin ættu ekki minnstan þátt í mikilli fatasölu að þessu sinni. Næst hringdi Vísir í Silla og Valda og varð Sigurliði sjálf ur fyrir svörum. „Viðskiptin eru ágæt“, sagði hann, „meiri en f fyrra, enda er vöruúrvalið mikið og gott. Nóg af ávöxt- um og yfirleitt allt eins og bezt verður á kosið." Og þá var það loks deildar- stjórinn í Melabúðinni. Hann taldi að viðskiptin væru mjög svipuð því sem verið hefði fyr- ir jólin undanfarin ár. Það kæmi varla fyrir að hörgull væri á neinni vöru og nefndi eins og Sigurliði að nóg væri t. d. af ávöxtum. Deildarstjórinn sagði, að mjög hefði verið keypt af bökunarvörum í síðustu viku, enda myndu húsmæður hafa hugsað sér að baka yfir helg- ina. Menn væru enn eigi farn- ir að kaupa jólahangikjötið og aðrar kjötvörur að ráði, það geymdu menn þar til í þessari viku. ra—L~g:—.’Mnr' i—tma1

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.