Vísir - 18.12.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 18.12.1962, Blaðsíða 3
Myndsjáin birtir í dag nokkr- ar myndir frá vígslu Kópavogs- kirkju, sem fram fór á sunnu- daginn, en það var fjölmenn og virðuieg hátíð. Á einni mynd- inni sézt hvar verið er að flytja kirkjugripi f hið nýja Guðshús. Önnur sýnir yfir kirkjuna, þaj sem biskup er að víga hana. Þriðja myndin sýnir fyrstu skírnina sem framkvæmd var á eftir vígsluathöfninni. Barnið var skírt S n o r r i, foreldrar Snorra eru Björn Magnússon bankaritari og Ingibjörg Bjöms dóttir, Þinghólsbraut 56. Jölaskreytíng ó Akureyri HUGPRÚÐIR MENN Ný merkileg bók, er komin á markaðinn. Það er ekki hversdagsviðburður að fá í hendur bók eftir einn fremsta þjóðarleiðtoga, sem nú er uppi. Bók in „Hugprúðir menn“ er skrifuð af John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna. Hún hefur hlot ið Pulitzer verðlaun og selzt í risaupplögum í heimalandi forsetans, einnig hefur hún verið þýdd í flestum menningarlöndum. Þeir munu fáir íslendingar, sem ekki þekkja John F. Kennedy af afskiptum hans af heimsmálunum. í bókinni birtist alveg ný hlið á þessum vinsæla þjóðarleiðtoga og vafalaust kemur hann mörgum á óvart. Það er ekki nýtt að merkir menn skrifi endur- minningar, þegar fer að halla degi og kyrrast um, en hitt er mjög fátítt, og athyglisvert, að takast skuli að skrifa bók, mitt í þeirri önn, sem John F. Kennedy hefur staðið í. Þessi bók hans er í senn fróðleg og skemmtileg og hana getur enginn hugsandi maður látið ólesna. Um jólin lesa allir bók Kennedys Bandaríkjafor- seta, hún heitir „Hugprúðir menn“. ÁSRÚN, Þingholtsstræti 23. Akureyri í morgun. Jólaskreytingum, meiri en nokkru sinni fyrr, hefur verið kom ið upp á Akureyri síðustu dagana. Er þar ekki aðeins um jólatré á opnum svæðum að ræða, heldur og miklar götuskreytingar, einkum í miðbænum. Það'er ekki hvað sízt Lyonsklúbburinn á Akureyri, sem hefur gengizt fyrir því að láta út- búa skrautlýsingaleiðslur í mið- bænum, svo og annað jólaskraut. Þá má ennfremur geta þess, að settar hafa verið upp leifar af af-. mælisskreytingum frá s. 1. sumri, en þær verið settar upp á öðrum stöðum en þær voru þá. Þannig hafa t. d. skreytingar, sem settar voru upp í Lystigarðinum í sumar, verið fluttar niður á aðalgötur bæj arins. Hafa þvílíkar skreytingar aldrei sézt um nokkur jól hér nyrðra til þessa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.