Vísir - 18.12.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 18.12.1962, Blaðsíða 4
4 V í S I R . Þriðjudasur 18. desember 1962. Hann valdi rétt! Hún ánægö Hann ánægö ALLIR eru ánægðir með NILFISK Vegleg jólagiöt - nytsöm og varðnleg. Cóólr greidsluskilmáhr. Sendum um allt land, hcimsins beztu ryksugu. O. KORNERUP'HANSEN Slml 12606. Suöurgötu.10. Merkir íslendingar mestu vestan hafs, er hann var þar í heimsókn hjá dóttur sinni fyrir nokkrum árum, en hún er búsett vestur í Kolorado-fylki. Pétur er stálminnugur á allan þann fjölda manna, sem hann hefir hitt á lífsleiðinni og kann hann ýmislegt að segja frá ýms- um þeirra, þótt aðrir séu aðeins nefndir á nafn. Þeim bregður að eins fyrir í svip og hafa í raun- inni engin áhrif á frásögn hans. Hefði vafalaust verið skemmti- legra og fróðlegra fyrir lesendur að fá betri og nákvæmari lýs- ingu á ýmsum þeirra, sem þarna eru nefndir en sleppa jafnvel ein- hverju af þeim mikla fjölda nafna, sem aðeins bregður fyrir, hafa engum þáttaskilum valdið og eru vafalaust öllum ókunnugir utan síns byggingarlags. Vafalaust mun mörgum finn- ast, að Pétur hefði átt að gera ut- anferðum sínum mun meiri skil, en hann gerir. Ekki leikur á tveim tungum, að hann hefir „Merkir íslendingar“. Nýr flokkur. Á árunum 1947 —’51 gaf Bók- fdlsútgáfan út ritsafnið „Merkir íslendingar", en 6. bindi þess kom út 1957. Sá dr. Þorkell Jó- hannesson prófessor um útgáf- uni og varð þetta ritsafn mjög vinsælt. 1 fornöld gerðu Islendingar miklar sögur af mönnum er þóttu bera af öðrum, en afburðamenn á þess tima mælikvarða voru einkum taldir vopnfimir menn og spuruttu höfuðbókmenntir Is- lendinga af þessari hneigingu tik að halda á loft minningu frægra manna. Eftir lok hinnar fornu ritaldar varð nokkurt hlé á sögu ritun íslendinga, en aldrei munu þeir hafa lagt frá sér pennann. Á síðari öldum tóku landsmenn aftur að gefa gaum að ævi sinna beztu manna og eru nú fáar bók- menntir öllu vinsælli hér en ævi- sögur. Jón Sigurðsson hóf að birta stutta ævisöguþætti merkra manna í Nýjum félagsritum, en sfðan tók Andvari við því hlut- verki. Ritsafn dr. Þorkels var einkum tekið úr Andvara, sem nú er í fárra höndum, heill og óskertur. Nú hefur Bókfellsút- gáfan tekið til við útgáfu nýs flokks af „Merkum íslendingum“ og sér Jón Guðnason fyrrv. skjalavörður um útgáfuna. í því fyrsta bindi, sem nú er komið út, eru ævisögur 12 merk- ismanna frá ýmsum tímum. Sá elzti er Skafti Þóroddsson lög- sögumaður, sem oft er nefndur í Islendingasögum, en hinn yngsti Magnús Guðmundsson ráð herra. En á milli eru menn svo sem Björn Jórsalafari, sr. Snorri á Húsafelli, sem komst i þjóð- sögur fyrir afl sitt og fjölkynngi Havsteen amtmaður og Þorleifur Repp, svo nokkrir séu taldir. Þættirnir eru ritaðir af ýmsum, en allir eiga þeir sammerkt um að hafa verið fjölfróðir og vel rit- færir. Meðal höfunda eru menn eins og Grímur Thomsen, Jón Aðils og Páll Eggert Ólason. Sumir af þáttunum hafa ekki birzt áður, svo sem tveir merki- legir þættir eftir Sighvat gamla Grímsson, en hinar óprentuðu prestaævir hans eru það af hand ritum Landsbókasafnsins, sem einna oftast er notað. Flestir þættirnir eru grafnir í tímaritum, sem nú eru ekki í mjög margra höndum. Það er hið þarfasta verk að veita almenn- Pétur Sigfússon: ENGINN RÆÐUR SÍNUM NÆTUR- STAÐ. Endurminningar. Útgefandl: Bókaforlag Odds Bjömssonar, Akureyri, 1962. — 260 bls. Höfundur endurminninga þess- ara, Pétur Sigfússon, fyrrum kaupfélagsstjóri, fæddist 9. des- ember 1890 að Grjótárgerði „lengst inni undir afréttum Bárðdælahrepps í Suður-Þingeyj- arsýslu", og í fæðingarsýslu sinni bjó hann óslitið, þegar frá eru taldar tvær stuttar utanferð- ir, unz hann gerðist kaupfélags- stjóri á Borðeyri tæplega hálf- fimmtugur, en á stríðsárunum hætti hann svo störfum þar og fluttist hingað til bæjarins, þar sem hann bjó sfðan til dauða- dags. Endurminningar hans snúast þó ekki um aðra þætti ævi hans en þá, sem fram fóru í Þingeyj- arsýslu og við Hrútafjörð, en bókiná mun hann hafa ritað að Pantið í jólamatinn Fuglakjöt í úrvali Hangikjöt dilka og sauða Svið — Fryst lambakjöt Léttreykt lambakjöt Hamborgarlamb Svínakjöt: Kótelettur — steikur Hamborgarhryggur Hamborgarkambur Alikálfakjöt — Nautakjöt Trippakjöt: Snitzei, Buff, Tumedo Kockens krydd Nýtt grænmeti og ávextir. Mjög ódýr ananas í dósum. Það borgar sig að panta . strax, helzt á morgun. TÓMAS Laugavegi 2. — Sími 11112 Ásgarði 22. Grensásvegi 48. —'Sími 37780. ingi greiðan gang að þessum ævi sögum. Þáttur Páls Eggerts um Þorleif Repp, sem birtist í Skfrni 1916, er gott dæmi um það góð- gæti, sem hér er borið á borð. Þorleifur tileinkaði sér hinn gamla anda háskólanna, að nem- endur skyldu læra sem flestar greinar. Slíkir menn voru „uni- versalt" lærðir og Þorleifur, sem uppi var á 19. öld, var senni- lega hið síðasta universalgeni, sem um getur meðal lærðra manna íslenzkra. Hann var lærð ur I eðlisfræði, efnafræði, lækn- isfræði, lögfræði, heimspeki og fagurfræði. En mesta stund lagði hann þó á tungumál og er talinn hafa verið mestur málagarpur allra íslendinga fyrr og síðar. En Þorleifur var „kynlegur kvistur" og engum líkur. Ævi hans varð líka fjölbreytileg. Saga Þorleifs er merkileg, þó ekki sé hún mjög löng og mun fæstum leiðast sá lestur. Seinasti þátturinn er um Magn ús Guðmundsson ráðherra. Eng- inn af stjórnmálamönnum vorum á tímum fullveldisins mun hafa verið öllu hatramlegar rægður en Magnús. Heiðarlegri stjórn- málamanns getur þó naumast, þó ýmsir kunni að komast þar til jafns. Jón á Reynistað lýsir ferli Magnúsar og hæfileikum vel og er sízt borið á hann of mikið lof fyrir hæfni og mannkosti. Sá, er þetta ritar, átti því láni að fagna að kynnast Magnúsi nokkuð og starfa með honum að tilteknu verkefni. Var þess ekki aif dylj- ast, að Magnús var óvenjulega skýr og skarpur í hugsun og vandaður og nákvæmur í verki. Svona mætti halda áfram að drepa á einstaka þætti, en hér skal staðar numið, enda mun bókin komast í margra hendur nú fyrir jól og síðar og geta menn þá sjálfir dæmt um gildi hennar. 14. des. 1962. E. Á. Enginn ræður næturstað haft frá mun meiru að segja um þær, en hann gerir, og það hefði vafalítið verið forvitnilegt fyrir flesta lesendur. Nú senda Islend- ingar hundruð íþróttamenn út um allar trissur á hverju ári, jafnvel barnaflokka, sem hafa í rauninni ekkert að gera út fyrir landsteinana, en þegar Pétur fór á Olympíuleikana forðum taldist slíkt til sannarlegra stórtíðinda. Þá gerðist það heldur ekki á hverju ári, að Jóhannes Jósefs- son, sem síðar reisti Hótel Borg i smum og var Iengstum kenndur við það fyrirtæki upp frá því, kvaddi tvo unga menn og vaska til liðs við sig erlendis, til að sýna glímur og aflraunir. Menn þessir voru þeir Pétur Sigfússon og Aðalsteinn Krist- insson og fer naumast á milli mála, að Pétur hefði átt að gera þessum ævintýraþætti ævi sinnar betri skil. Af 260 blaðsíðum bók- arinnar fjalla aðeins um 20 blaðsíður um þessa einstæðu för þeirra félaga. Förin hlýtur alla tíð að hafa staðið fyrir hugar- augum hans í ævintýraljóma — ekki sízt er hann var farinn að Framh. á 10. síðu. Þér fóið ekki betra úr en Ö CERTINA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.