Vísir - 18.12.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 18.12.1962, Blaðsíða 5
V í SIR . Þriðjudagur 18. desember 1962. Skrifstofa skemmtikraffa Pétur Pétursson ASJKENAZI Tónleikar í Háskólabíói miðvikudagskvöld kl. 9. Viðfangsefni: Sónata í Ddúr eftir Mosart. Sónata no. 6 eftir Prokofier. 12 etyður eftir Shopin. Aðgöngumiðar hjá Máli- og menning Lárusi Blöndal og Eymundsson. Mínir menn vertíðarsaga Mínir menn er sjómannabók. úf Mínir menn er bók sem ekkert sjómanns- heimili má án vera. Mínir menn ber gott vitni um frásagna- list Stefáns fréttamanns. Mínir menn er hafsjór sagna um furðu- fugla og atburði úr lífi vertíðarfólksins. ^f í ritdómum hefir bókum Stefáns verið líkt við öndvegisrit veraldar um sjó og sjómenn. ^f Jólabók sjómanna í ár er MÍNIR MENN. ÆGISÚTGÁFAN. Banaslys — Framhald áf bls. 16 bílana. Gerði hann þegar ráð- stafanir til að fá lögreglu og sjúkrabíl, en beið sjálfur á staðn- um á meðan. Skapti var fluttur í slysavarð- stofuna og þaðan í Landakotsspít- ala, þar sem hann lézt af völdum meiðsla sinna rétt eftir miðnætti í nótt. Skapti heitinn var 32 ára að aldri, kvæntur og átti börn. Tengdafaðir hans var Garðar S. Gíslason kaupmaður, sem lézt fyr- ir nokkrum dögum, enn á bezta aldri, og átti að jarðsyngja hann í dag. Vegir ruddir Suðurlandsvegur um Þrengslin verður fær öllum bílum í dag að öllu forfallalausu, en búast má þar við nokkurri hálku éins og viða annars staðar á vegum. í gær gekk í nokkrum efriðleik- um að halda veginum austur opn- um sökum skafbyls. En í morgun var hafizt handa um snjóruðning af veginum og taldi Vegagerðin að hann myndi verða fær öllum bif- reiðum í dag. í dag er einnig unnið að því að hreinsa snjó af Krýsuvíkurveginum og er meiningin að halda honum opnum fyrst um sinn, m. a. til þess að geta fljótlega beint umferðinni á hann ef þrengslavegurinn lokast. lokast. Hvalfjarðarleiðin er óbreytt, og mun ennþá fært norður í land. Góð færð er vestur í Dali, en illfært er sökum hliðarhalla og hálku f vestanverðum Gilsfirði. Getur vér- ið að það verði lagað, en ekki var vitað til í morgun að ákvörðun hafi verið tekin um það. Víða er flughálka á vegum og ökumönnum skal á það bent að fara mjög gætilega í akstri. Brotizt imi ý híi I gærkvöldi var brotizt inn í bif reiðina Ö 731 af Opel-Record gerð sem stóð fyrir utan Tónabíó og stolið úr henni ýmsum munum mis munandi verðmætum. Eigandinn var á níu sýningu og er hann kom út aftur sá hann verksummerkin. Stolið var japanskri myndavél á- samt flashi og nokkru smádóti er geymt var í Flugfélagstösku. Enn fremur var stolið japanskri regn- hlíf, bláleitri á lit. Rannsóknarlög- reglan óskar eftir þeim er gætu gefið uppl. um stuld þennan. Tékkneskir kuldnskór Komnir aftur allar stærðir. * GEYSIR H.F. Fatadeildin Bremsan Enginn smávegis píanóleikur heyrðist í Þjóðleilíhúsinu í gærkvöld. Rússinn Vladimir Asjkenazi hélt þar fyrstu tón- leika sína hérlendis — og ekki þá síðustu, sem betur fer. Yljar það kannske ekki mönn- um um hjartaræturnar, þegar þeir fá svona heimsókn í skammdeginu? Er ekki fróðlegt og ánægjulegt að kynnast „ljós- lifandi" snillingi, sem er mennt- aður til að sigra milljónir? Hjá áheyranda er það eins og vera fluttur aftur um öld í tímann — til þeirra „góðu, gömlu“ daga, þegar ofurmenni brems- uðu tóniistarsöguna. Þá finnum við glöggt, hvað liðin veröld, sem við þekkjum ef til vill aðeins af afspurn hér í Reykjavík á rík og hrollvekj- andi ítök í okkur. En sleppum öllu gamni. Asjkenazi er óneitanlega einna mest aðlaðandi þeirra öndvegismanna, sem gera um- segjendur tónleika næstum orð- lausa um víða veröld. Það er hrokalaus stíll yfir flutningi hans og ákveðin viðkvæmni, sem heldur athygli hlustanda að verkinu sjálfu — og öll af- rek tækninnar vinnast því til handa. Efnisskrá: Mozart: Sonata í D-dúr K-311. Prokofiev;, Sonata nr. 6 í A-dúr op. 82. Chopin: Op. 25, , allar tólf etýðurnar. Þarna heyrðist Mozart í þeim vinsæla búningi, sem hlýtur að vera fjarskalega erfiður viður- eignar: dálítið „galiant“, dálítið kaldur, dálítið hlýr og dálítið „rómantískur" — í réttum hlutföilum. Tryggðin við end- urtekningarnar forðaði sónöt- unni frá óstöðugleika heildar- formsins, sem menn hafa oft óvanizt. Þessi hæfileiki til að halda sér frá einstrengislegum stil kom að miklu gagni í Prokotiev sónötunni. Prokofiev skipar þann óláns- sess hér vestra að vera of ný- tízkulegur þeim, sem unna mest „bremsunni" áðurnefndri — of gamaldags þeim, sem eignuðust aldrei slíkan draum. Ekki er hægt að þræta á móti þessari „tvöfeldni“ f verkum Pro- kofievs, en Asjkenzi stóð jafn stæltur fyrir hvorum tveggja málsstað. Áheyrn þessarar són- ötu og etýðanna tólf eftir Chopin var töluvert holl og dýr mæt reynsla. Æskilegast hefði verið að hafa örlítið lengra hlé milli etýðanna — svo að á- heyranda hefði gefizt enn betra tækifæri til að melta þau atriði, sem Chopin tók fyrir með hverri þeirra — og úrlausn túlkanda á þeim. Þær eru jú hver sjálfstætt listaverk, Eins og að 'líkum lætur var hrifning- in mikil — og munu menn á- reiðanlega ekki láta sig vanta á næstu tónleika Vladimir Rsjkenazi. Þorkell Sigurbjömsson. Krafðisf — Framhald af bls. 9. fram, og ekki sé heldur vitað hvert starfstjón hún kunni að baka hon- um. í því efni verður bótakrefj- andi því að höfða nýtt mál vilji hann halda fast við kröfur sínar. Fyrir suma aðra liði bótakröf- unnar dæmdi dómarinn sakborn- ing til greiðslu á samtals kr. 4.835, 70. Hann skyldi og greiða allan sakarkostnað, þar með talin laun skipaðs sækjanda og verjanda, samtals að upphæð 8 þús. kr. Loks var ákærður dæmdur í tveggja mán aða varðhald fyrir þessa líkamsárás Hefur hann oft áður orðið að greiða sektir, einkum fyrir ölvun á almannafæri og fleiri brot. ODÝR GÓLFTEPPÍ fallegar tegundir GANGADREGLAR alls konar HOLLENZKU GANGADREGLARNIR glæsilegt úrval TEPPAMOTTUR mjög fallegar GÓLFMOTTUR alls konar BAÐMOTTUR GEYSIR H.F. TEPPA- OG DREGLADEILDIN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.