Vísir - 18.12.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 18.12.1962, Blaðsíða 9
VlSIR . Þriðjudagur 18. desember 1962. 9 Jónas Sigurðsson var búinn að kenna siglingafræði og stærð- fræði við Stýrimannaskólann í 20 ár, þe^ar hann var 1. nóv. í vetur skipaður skólastjóri skól- ans, eftir fráfall Friðriks V. Ól- afssonar, ,er verið hafði skóla- stjóri síðan 1937. Jónas hafði kennt við skólann frá því að hann útskrifaðist þaðan, að und- anskildu einu ári, er hann notaði, fyrst eftir farmannapróf, til framhaldsnáms í kennslugreinum sínum. Það var á deild banda- ríska sjóhersins við háskólann f Berkeley f Kaliforínu. Á sumrin hefur Jónas stundað sjóinn, í nokkur ár á vitaskipinu Hermóði, eitt sumar í sjómælingum en síðar stýrimaður og loks skip- stjóri á einu hvalveiðaskipanna. Fyrrum var hann aðallega á gömlu togurunum. Jónas var skipaður skólastjóri frá 1. nóv- ember síðastliðnum. — Hvað viljið þér segja um starf yðar? var Jónas spurður í stuttri heimsókn á skrifstofu hans í Stýrimannaskólanum. — Ég er nýbyrjaður og vil að svo stöddu fátt um það segja. Ég tók við af Friðrik V. Ólafssyni, Áður var námstíminn miðaður við það ástand, sem var áður en nýjustu tækin komu til sögunn- ar. Nú er kennsla hér svipuð og fyrir skipstjórapróf f Danmörku og í Noregi. — Þarfnast aðrar deildir leng- ingar? — OkL..r finnst f rauninni nauðsynlegt að lengja fiskimanna deildina líka, jafnmikið og við lengdum farmannadeildina, og af sömu ástæðum. Við þurfum að geta kennt meira en nú er gert á nýjustu siglingatækin. Það er ekki hægt að taka neinn tfma frá bóklega náminu umfram það sem nú er gert til að auka þessa kennslu. Þess vegna væri æski- Iegt að lengja námstímann um t. d. mánuð. — Hvað eru deildirnar annars margar? — Hér er hægt að taka fjögur próf, minna fiskimannapróf, meira fiskimannapróf, farmanna- próf og próf fyrir skipherraefni á varðskipum rfkisins. — Hvaða réttindi veita þessi próf? — Minna fiskimannaprófið veitir stýrimannsréttindi á fiski- Jónas Sigurðsson. siglingatækjum. Okkur hefur smátt og smátt áskotnazt þessi tæki. Svo eru það auðvitað hús- næðismálin. Þegar ég byrjaði var kennslan í gamla skólahúsinu við Öldugötu, en hingað flutti skólinn 1945. Gamla húsið var orðið algjörlega ófullnægjandi. Við hefðum t. d. ekki komið þar fyrir þeim tækjum, sem við eig- um nú. Stofur voru of fáar og Iitlar. — Er nauðsyn á nýjum kennslugreinum? — Það hefur verið talað um að koma upp sjóvinnuskóla, sem mætti hugsa sér sem eins konar forskóla að Stýrimannaskólanum. Það mál er í deiglunni. Þar mundi verða kennt verklega, alls konar sjóvinna. Það væri æski- legt að þeirri hugmynd yrði hrundið í framkvæmd. Þá mund- um við losna við verklegu kennsl una úr aðalnáminu, og geta ein- , beitt okkur að bóklegu fögunum, en til þeirra er naumur tfmi, a. m. k. fyrir fiskimennina. — Hvað um kennslu í bættri meðferð fiskjar? — Ég get ekki sagt mikið um það mál, en ég er sannfærður um að f þeim málum hefur orðið hugarfarsbreyting hjá sjómönn- um. Þeir reyna nú að vanda bet- ur meðferð sína á fiskinum en áður. Ég þakka þetta Ferskfisk- eftirlitinu. Það hefur unnið mikið starf í þessum efnum. Hingað hafa komið menn á vegum eftir- litsins hinir færustu menn til fyr- irlestrarhalds um m. a. meðferð I Stýrimannaskólanum sem stjórnað hafði skólanum síð- an 1937 og þar til hann andaðist í september sl. Hann hafði verið á varðskipunum og var skip- herra þar þegar hann fór í land til að taka við stjórn skólans. Hann var formaður byggingar- nefndar nýja skólans og sú framkvæmd mæddi einna mest á honum. Stjórn hans á skólanum var til fyrirmyndar á öllum svið- um. Ég get ekki annað en reynt að halda áfram uppbyggingar- starfi hans. — Hvað eru margir kennarar við skólann? — Þeir eru fjórir fastir kenn- arar í siglingafræði auk skóla- stjóra, og einn fastur tungu- málakennari, en stundakennarar eru 12, auk kennara í leikfimi og sundi. — Er það fullnægjandi kenn- aralið? — Já, með því teljum við okk- ur geta fullnægt kennsluþörf- inni, miðað við núverandi ástæð- ur. Fyrir tveimur árum var náms- tíminn fyrir farmannapróf lengd- ur um tvo mánuði, með það fyr- ir augum að veita fyllri kennslu £ meðferð hinna nýju siglinga- tækja. Það var sú kennsluaukn- ing, sem helzt þurfti á að halda. skipum allt að 120 rúmlestir í innanlandssiglingum. Námstfmi eru fjórir mánuðir, og eru haldin námskeið fyrir prófiö bæði hér i skólanum og úti á landi. Skilyrði er að mennimir hafi þriggja ára siglingatfma. Fiskimannaprófið tekur fjóra mánuði fyrri vetur og sjö og hálfan seinni vetur. Það veitir réttindi til stýrimannsstöðu á fiskiskipi af hvaða stærð sem er og hvar sem siglt er. Skilyrði er 36 mánaða siglingatfmi. Þetta próf veitir ennfremur stýri- mannsréttindi á verzlunarskipum allt að 400 rúmlestum í sigling- um við ströndina. Farmanna- prófið kostar þriggja ára nám. Fyrsti og annar bekkur starfa 6 mánuði hvor og 3. bekkur sjö og hálfan mánuð. Siglingatfmi þarf að vera 48 mánuðir, þar af 12 mánuðir á verzlunar- eða varð skipi. Þetta próf veitir rétt til stýrimannsstöðu á verzlunar- eða varðskipi af hvaða stærð sem er, og til siglinga hvar sem er. Rétt er að geta þess að til inntöku í skólann þarf % þess siglingatíma sem krafizt er til þess að öðlast stýrimannsrétt- indi. Loks er skipstjórapróf varð skipsmanna. Það er haldið þegar landhelgisgæzlan óskar eftir. í fyrra útskrifuðust 7 í þessu prófi, en það er ekki haldið í ár. Til að fá inngöngu f þessa deild verða menn að hafa lokið framannaprófi, með ekki lægri einkunn en fyrstu einkunn. Nám- ið tekur fjóra mánuði. — I hvaða deild er aðsóknin mest? — í fiskimannadeildina. Þar eru nú 57 f eldri deild, og 59 í yngri deild um 20 í bekk. í skól anum eru alls 188 nemendur, en um 24 á námskeiðum úti á landi. — Er aðsóknin að farmanna- deildinni nægileg? — Aðsóknin þangað hefur verið sérstaklega mikil sl. tvö ár, en þar áður hafði aðsóknin ver- ið tiltölulega lítil að þessari deild. — Hvað veldur? — Fjölgun skipa, held ég fyrst og fremst. Á tímabili var mikil eftirspurn stýrimanna eftir pláss- um á skipum. En nú er að verða vöntun á stýrimönnum til af- leysinga. Má búast við að úr þvf rætist fljótlega. í vor útskrifast 11 í deildinni, en ég er ekki viss um að allir hafi nægilegan sigl- ingatíma til þess að öðlast strax stýrimannsréttindi, sagði skóla- stjórinn. — Hvernig er aðsóknin að skólanum? — 1 heild er hún vaxandi með ári hverju. Auðvitað er alltaf sveiflur í henni. Sumarsfldveiðin hefur mikil áhrif á þessar sveifl- ur, en einnig vetrarvertíðin. Flest ir kosta sig sjálfir á skólann, sumir fjölskyldumenn, og þá velt ur allt á þvf að þeir geti unnið sér nægilega mikið inn á vertíð- inni til að geta hafið nám. — Hafið þið heimavistir? — Já, en þær eru aðallega fyr- ir þá sem eru utan af landi, og þær rúma ekki nærri alla nem- endur skólans. — Matsala? — Hún hefur verið lögð niður. — Hvað viljið þér segja um þróunina almennt á þeim 20 ár- um, sem þér hafið kennt? — Lengingin á farmannadeild- inni hefur haft mikil og góð á- hrif. Hægt að veita staðbetri þekkingu en áður á nýjustu fisksins og þrifnað um borð í skipum. Nú er nýlega lokið 10 fyrirlestrum. — Að lokum: Álítið þér sjó- menn betur menntaða nú en fyrir 20 árum? — Ég held mér sé óhætt að segja það. Hins vegar koma menn hingað misjafnlega undir- búnir, sumir með takmarkaða barnaskólamenntun, en einstaka menn aðrir með stúdentspróf, og allt þar á milli. Viðtal við hinn ný- skipaða skólastjóra Jónas Sigurðsson eftir Ásmund Einarsson Krafðist 45 þús. kr. fyrir brotið nef í sakadómi Reykjavíkur var ný- lega kveðinn upp dómur yfir manni, sem ráðizt hafði á dyravörð veitingahúss hér í borg og nefbrot- ið hann. Var sakborningur dæmdur í 2ja mánaða varðhald og til greiðsiu skaðabóta að upphæð tæpar 5 þús. kr. og loks til greiðslu alls sakar- kostnaðar. Mál þetta reis út af atviki, sem skeð hafði við dyr veitingahússins Silfurtunglið að kvöldi 10. sept. í fyrra. Hafði ein starfsstúlka veit- ingahússins farið þess á leit við dyravörðinn að hann fjarlægði einn gestanna vegna þess að hann væri drukkinn, hann hafi verið með handaslátt og verið öðrum gestum til ónæðis og truflunar. Fór gesturinn orðalaust með dyra verðinum út án þess að þá hafl. tilvnokkurra átaka komið..Hins veg ar, eftir að út var komið, laust á- kærður dyravörðinn fyrirvaralaust í andlitið svo að hann nefbrotn- aði við höggið og fékk auk þess fossandi blóðnasir. Lögreglumenn fjarlægðu árásar- manninn af staðnum, en dyravörð urinn kærði málið til rannsóknar- lögreglunnar. Krafðist hann sund- urliðaðra skaðabóta, samtals að upphæð kr. 44.830,00 fyrlr vinnu- tap, skemmdir á fatnaði, læknis- hjálp, en einkum þó bætur fyrir lýti, þjáningar, óþægindi, svo og bætur fyrir væntanlegt vinnutap og kostnað við læknishjálp vegna tilrauna til að lagfæra lýti á nefi. Til þessa síðasta liðs bótakröfunn ar taldi dómarinn sig ekki geta tekið afstöðu við þennan dómsúr- íkurð, þat sem fulfnaðaraðgerð á nefi ákærða hafi enn ekkl farið Framh. á -bTs, 5*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.