Vísir - 18.12.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 18.12.1962, Blaðsíða 10
V I S I R . Þriðjudagur 18. desember 1962. Ferðabók hjóna Sigríður og Birgir Thorlacius: FERÐABÓK. Bókaútgáfan Edda, Akureyri. Ámi Bjarn- arson, 1962. Lirib iór fyrir ferðalögum ís- lendinga fyrr á tíð. Flestir voru bundnir við hólmann eða torfuna allt sitt líf, og margir kunna enn að greina frá fólki, sem naumast fór út fyrir hreppinn sinn alla æv- ina. En þó hafa löngum verið til með þjóð vorri menn, sem gert höfðu víðreist um lönd og álfur og kunnað tíðindi að segja þeim, sem hvergi fóru. Oft settu slíkir menn saman reisubækur, sem gerðu mönnum með nokkrum hætti kleift að sitja kyrr á sama stað en samt að vera að ferðast, eins og Jónas Hallgrímsson kvað. Og það er einmitt þetta, sem fyrir reisubókarhöfundinum vakir. Hann vill veita öðrum tækifæri til þess að fara þá för í anda, sem hann sjálfur fór í líkamanum, vill breyta sjón í sögu. í bókmenntum vorum eru til öndvegisrit um ferðalög ís- iendinga bæði fyrr og síðar Og enn bætist árlega við þessa bókmenntagrein. Á vorum dögum eru það að vísu hversdagsleg tíð- indi, að menn fari út yfir pollinn, en veröldin er stór og fæstum auðnast enn sem fyrr að kanna nema fáar þeirra langleiða, sem um hana liggja, Sá sem fjöld fer og fjöld kannar og vel kann frá að segja, má þvl enn eiga víst, að menn leggi hlujtirnar við, ef hann kveður sér hljóðs á almannafæri. Sigríður og Bir0ir Thorlacius hafa þessa eiginleika til að bera, eins og glögglega kemur í ljós í Ferða- bók þeirra hj~..anna, sem nú er ný- iega út komin og hér verður lítil- lega gerð að umtalsefni. I Ferðabók sína hafa þau hjónin safnað 18 myndskreyttum ferða- þáttum um ferðir sínar til austurs og vesturs. Hér er um auðugan garð að gresja, því að viðkomu- staðir þeirra mynda nálega belti um hnöttinn allan. Er hér um að ræða ferðalýsingar, en þó einkum einstakar svipmyndir úr lífi fram- andi og fjarlægra þjóða, meðal annars frá Spáni, Italíu, Ráðstjórn- arríkjunum, Indlandi, Ameríku, Hawaii. Drjúgum er hlutur Sigríð- ar meiri en manns hennar, ef taldir eru saman þeir þættir, sem merkt- ir eru hvoru þeirra um sig, en í formála skýra þau hjón svo frá, að flestir séu þeir unnir af þeim báð- um sameiginlega að meira eða minna leyti. En þótt svo sé, hefur hvor um sig sín höfundareinkenni, svo að hægt væri að draga í sund- ur, þótt engin væru mörkin, en hjónasvipurinn er nógu mikill til þess að allt falli í einn farveg og bókin myndi samfellda heild. Þetta er mikill kostur. Þættirnir eru að vísu sinn úr hverri áttinni, ef mið- að er við lönd þau og lýði, sem þeir greina frá, en tengjast saman í eina heild af þeim rauða þræði, sem snúinn er úr líku viðhorfi, á- þekkum hugðarefnum, svipuðum frásagnarmáta. Þau hjón eru hvort sem annað prýðilega ritfær, mál- farið ljóst og óþvingað, samlíking- ar og lífræn hugmyndatengsl á hraðbergi. En enginn skrifar góðar ferðalýsingar, þótt hann sé vel máli farinn. Hin fyrsta forsenda er sú, að ferðalangurinn hafi hug sinn opinn, njóti þess sem ber fyr- ir augu og eyru og gangi helzt sjálfur í veg fyrir það mannlíf, sem fyrir verður á hverjum stað. Og mér virðast þessir þættir Sigríðar og Birgis vera gæddir því lífsins marki, sem runnið er af vökulum og eftirgangssömum áhuga á þeim mannlífsfyrirbærum, sem á vegi þeirra verða. Greinilegt er, að það eru fyrst og fremst mennirnir og handaverk þeirra og þjóðfélögin með margbreytileik sínum, sem hug þeirra tekur, landslag og nátt- úrufar allt verður þeim síður tíð- rætt um, og nota þau slíkt einung- is sem baksvið eða umgerð þess, sem þeim er aðalatriði, enda fer vel á því. Persónuleg upplifun í kynnum við lifandi fólk, með hæfilegu kryddi úr sögu þess og menningarumhverfi er það sem drýgst endist ferðabókarhöfundi til erindis við Iesendur. I Ferða- bók Sigríðar og Birgis er öllu hag- lega í hlutföll skipt. Svipmyndir þeirra margar eru einstaklega sannar og lifandi. Veit ég, að hér sem endranær eru þau orð í gildi, að sjón er sögu ríkari. En þegar bezt Iætur tekst þeim hjónum að hrífa lesandann með sér svo að hann gleymir því í svip að hann er ekki sjálfur staddur á vettvangi Buick ’57, glæsilegur, til syms og sölu. Benz ’57 gerð 190 í skiptum fyrir Lana rover ’62. Benz iiesel ’54 8 tonna yfir- oyggður. Landrover-jeppi ’55, mjög góður Höfum kaupanda ac Mosckwitsh ’59 og Opel ’55, mega ve.a ryðgaðir með lélegt lakk, útborgun 20—30 þús. Volvo Amazon '59 skipti á eldri gerð. atburðanna. Einna ítarlegust er lýsingin á nautaati á Spáni. Les- andann langar að vísu ekki til að vera í sporum nautsins eða nauta- banans, jafnvel ekki áhorfandans, en meðal annars þess vegna finn- ur hann, að honum hefur verið leiddur fyrir sjónir undarlegur Ieikur í skilmerkilegri og um leið hnitmiðaðri frásögn sjónarvottar. Ég nefni þetta sem dæmi, en því fer betur að flest eru efnin hugð- næmari, sem urn er fjallað í þess- ari bók. Af nógu er að taka. Þótt vér ferðumst nú meira en áður var, eru þeir enn tiltölulega fáir, sem nokkurt verulegt tæki- færi hafa til að kynnast fjarlægum og fjarskyldum þjóðum. Þetta tækifæri hafa þau Sigríður og Birgir Thorlacius haft og þau hafa notað það vel. Það sýnir þessi bók, og hún sannar að enn eiga góðir ferðaþættir sitt forna erindi. Bókin er smekklega úr garði gerð af útgefandans hálfu og frágangur allur vandaður, enda mega þá allir, sem hlut eiga að máli, vel við una. Kristján Eldjárn. Enginn ræður - Framh. at bls. 4 heyja ,,skuldastríðið“ í Þingeyj- arsýslu og við Hrútafjörð mörg- um árum síðar. En það er eins og hann hafi verið að flýta sér að komast heim — heitmey hans beið líka heima — svo að hann hafi viljað flýta sér að Ijúka þessum kafla. Hann hefði líka mátt segja meira um „skulda- basl“ sitt, þegar hagur bænda var bágborinn, flestir í skuld, en kaupfélagsstjórinn varð að vera hæfilega eftirgangssamur um skil in. Það hefði verið mörgum þörf fræði á tímum peningaflóðs. Pétur Sigfússon hefir búið yfir léttri og viðkunnanlegri frásagn- argáfu, og kemur það hvað eftir annað fram í bókinni, hvort sem hann segir frá mönnum eða mál- efnum, umhverfi sínu eða ýmsum atvikum. Geta má eins dæmis af bls. 53 því til sönnunar: „Nú kveður þorri sín ham- römmu klakakvæði á þekjum og þili, ömurlegt ýlfur í strompi með rokum og vælandi lotum. Engin dagskíma um glugga, því að allt er í kafi, og kuldahrollurinn læð- ist með veggjum og smýgur um læstar dyr ......“ Fleiri dæmi mætti telja en verður ekki gert. Þótt þetta sé ekki ein hinna stærri ævisagna að þvi er snert- ir ævi eða frásögn, hefir höfund- urinn samt sögu að segja, sem margir munu hafa ánægju af að lesa, skemmtilega og á ýmsan átt viðburðaríka sögu. Útgefandi bókarinnar hefir gert þessa bók vel úr garði. H. P. SALAN ER ÖRUGG HJA okkur Höfum ávallt á biðlista kaupendur að öllum smærri og stærri teg- undum bifreiða. SALAN ER ÖRUGG HJÁ OKKUR Nýstórleg lesgrind Nú er komin á markaðinn ný gerð af bókagrind, sem hægt er að nota á mjög margvíslegan hátt. Hún er mjög hentug til að nota við lestur í rúmi, sem stativ undir verkefni bréfritara, til að hafa á orðabækur, undir matreiðslubók í eldhúsi, undir nótur tónlistarfólks og símaskrár á borðum. Þannig mætti lengi telja. Grind þessi nefnist Hero les- grindin og er búin til af feðgunum Sigurði og Rolf Markan. Frum- hugmyndina fengu þeir úr sænskri grind, en hafa nú unnið að því undanfarna mánuði að fullkomna hana, svo að nú er fátt sameigin- legt með þeirri sænsku. Hafa þeir prófað hana til hlítar með aðstoð verkfræðings. Hafa þeir meðal annars reynt hana með sjö kílóa þungri bók og gaf hún ekki eftir. Lesgrindin kostar 147,40 krönur og er söluumboð fyrir hana í bóka- verzlun Máls og menningar á Laugavegi 18. Má telja víst að hún nái hér vinsældum, enda gagnleg- ur gripur. Þeir feðgar hafa sótt um einkaleyfi á henni hér og erlendis. Bílþjófur Nótt eina í síðustu viku barst Iögreglunni hér í Reykjavík til- kynning um að bifreið hafi verið stolið vestur á Tómssarhaga. Lögreglan hóf þegar ákafa leit að hinni stolnu bifreið og setti sig í samband bæði við lögreglubif- reiðir sem voru í eftirlitsferð á götunum og eins við leigubifreiðir sem voru með talstöðvar og báðu þær að skyggnast um eftir bif- reiðinni. Jú, brátt barst lögreglunni frétt um að umrædd bifreið væri í akstri á götum Reykjavíkur og var bifreiðin þegar elt og stöðvuð. En ökumaður bifreiðarinnar mun hafa orðið jafn undrandi yfir þessum eltingarleik eins og lögreglumenn- irnir sjálfir urðu þegar þeir sáu að það var enginn annar en eig- andinn sem sat í hinni „stolnu" bifreið. Misskilningurinn átti sér stað út af því að eigandi bílsins var sjó- maður, en hann mun hafa komið fyrr heim til sín en ætlað var. Nágranni hans og góðkunningi, sá hins vegar að bíllinn var horfinn umrædda nótt, taldi öruggt að honum hafi verið stolið og gerði lögreglunni aðvart um það. Jólamarkaðurinn Bergstaðastræti 75 Kvenpeysur — Golftreyjur og Bblússur í miklu úrvali. — Sokkabuxur barna. — Alls Crep-sokkar kvenna og barna. konar gjafavörur og leikföng. JÓLAMARKAÐURINN Bergstaðastræti 15. ALLAR HELZTU málningarvörur ávallt fyrirliggjandi SENDUM HEIM HELGl MAGNÚSSON & CO. Hafnarstræti 19. Símar 13184 - 17227 Getur það verið? Sigurður A. Magnússon segir í ritdómi í Morgunblaðinu um Mína menn — Vertíðarsögu eftir Stefán Jónsson frétta- mann: Flest af því, sem Stefán skrifar um er með afbrigðum skemmtilegt........ Bókin er aáma af smellnum athugasemd- um um allt milli himins og jarðar..... Persónulýsingarnar eru margar afburðafyndnar .... Þó stundum bregði fyrir kaldhæðni hjá Stefáni virðist honum vera hið létta og hlýja skop miklu eiginlegra, einfald- Iega vegna þess að honum þykir undantekningarlaust vænt um fólkið, sem hann lýs- ir .... Eiður Guðnason, Alþýðublað- inu: Sá maður mun vandfundinn, sem getur lesið Mína menn án þess að stökkva bros eða jafn- vel skellihlæja. Jón Múli segir í Þjóðviljan- um: Stefáni hefur lukkast gamli lífsandagaldurinn og Hans menn standa velflestir sprelllif- andi á spjöldum bókarinnar. Hann er búinn að sýna í tví- gang og sanna það í seinna skiptið að hann ræður yfir þeim öflum, sem þarf til að skrifa góða bók. Ritstjóri Alþýðumannsins á Alcureyri: Lystileg dægrastytting .... Kristján frá Djúpalæk í Verkamanninum, Akureyri: Við gátum aldrei komist á það hreina með, hvaða kafla ætti að lesa. Þeir voru allir svo bráðsnjallir, sprenghlægilegir og -i— vel við eigandi. Bókin var Krossfiskar og hrúðurkarlai Krossfiskar og hrúðurkarlar eftir Stefán fréttamann. Og nú liggur hér önnur bók hans, Mínir menn og það er þannig að unnið að þeir munu margir, 1 sem vilja líka kalla þessa sína. Bókin er vel frá gengin að öllu leyti. Guðniundur Daníelsson, skáld, ritstj. Suðurlands: Stefán Jónsson fréttamaður er fram- úrskarandi málhagur maður, andríkur og fyndinn ..... Helgi Sæmundsson, formað- | ur Menntamálaráðs: Stefán Jónsson skortir nær- ] færni og smekkvisí og þess I vegna reynist fyndni hans klúr , og klunnaleg. Hrossið gerir öll > sín stykki á stofugólfið ..... ! hefur gengið að verki eins og | hann væri að moka skít í á- > kvæðisvinnu ..... i Yfirlýsing: Að gefnu tilefni skal það hér með vottað, að mér er kunn- ugt um að Stefán Jónsson fréttamaður hefur ekki samið nema suma af gamanþáttunum, sem Karl Guðmundsson leikari hefur flutt á undanförnum ár- um um Helga Sæmundsson for- mann Menntamálaráðs. Guðm. Jakobsson. (Auglýsing). *BI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.