Vísir - 18.12.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 18.12.1962, Blaðsíða 15
V í S IR . Þnðjudagur 18. desember 1962. 75 Peyrodes svaraði hikandi — sitt hlutverk væri að gæta fang- anna, sem hann tæki við — daglegur rekstur væri hans verk, en ekki rannsóknir á lífi fanganna fyrir komu þeirra. — Ágætt, sagði fulltrúinn valdsmannlega, ég kom að eins til þess að líta sem snöggvast á þessa stofnun, og nú hefi ég gert það Er nokkur hér, sem hefur kvartanir fram að færa? Stutt þögn ríkti. Svo barst lág ur kliður frá föngunum og loks potaði sér gegnum raðir þeirra tötralega klæddur fangi, smávax inn sem dv«rgur, og tautaði eitt hvað á mállýzku. Peyrodes reyndi að hægja honum frá. — Lofið honum að tala, sagði fulltrúinn. Ég óska þess, að fang elsaðir borgarar fái að bera fram umkvartanir sínar. Fanginn var fljótur að grípa tækifærið og hóf mikinn reiði- lestur á málýzku sinni um allt, sem honum þótti aðfinnsluvert, en fulltrúinn botnaði ekkert í því, sem hann sagði, og lét það nægja að kinka kolli og segja: — Alið engar áhyggjur! Lýð- veldið gleymir ekki börnum sín um — hver svo sem þau eru! Á þessu andartaki varð hon- um litið á Karólínu og varð hon- um starsýnt á hana, en hún hafði í þessum sömu svifum ver ið að reyna að grafa upp hvar hún hafði heyrt áður þessa rödd, sem lét svo kunnuglega í eyrum hennar. Hún reyndi að virða fyr- ir sér andlitsdrætti hans, en sól- 1 in skein beint framan í hann svo að sú athugun færði henni ekki neitt svar, en hún var þó sann- færð um, að fundum hennar og : þessa manns hafði borið saman fyrr. Og enn frekara sannfærð- ist hún um þetta, er hún varð þess vör, að hann var farinn að stara á hana. Hún varð gripin kvíða, leit niður fyrir fætur sér, og reyndi að hylja andlitið með höndum sínum, — því að hún var hrædd um, að þessi heim- sókn fulltrúans kynni að hafa ó- þægilegar afleiðingar fyrir hana. — Kannske hafði hann veitt henni athygli í fangelsinu i Par- ís. Svo hljómaði rödd hans aftur:_ — Verið rólegir, ég ábvrgist, að tafarlaust og rættlátlega skal verða um mál ykkar fjallað. Hann gekk á braut, jafn hátíð lega og hann hafði komið, en Peyrodes snart með staf sínum við einum veslingnum í hópi fanganna, s^m jafnan var reiðu búinn að æpa sem Peyrodes vildi, og nú kallaði fanginn þessi háum rómi: — Lifi lýðveldið! Lifi stjórn- arnefndin! Að morgni næsta dags kom Peyrodes inn til Karólínu. Hann virtist óstyrkur á taugum og beitti stafnum til þess að reka burt fangana, sem næstir voru. Svo klóraði hann sér í höfðinu og spurði Karólínu: — Ef ég man rétt yrtuð þér ekkert á Lacost borgara, er hann var hér í gær? — Lacoste borgara? Hver er hann? Sá, sem kom hingað í gær, fulltrúinn frá stjórnarnefndinni. Afhentuð þér honum bænar- skjal? Karólína hristi höfuðið. — Eitthvað hlýtur að hafa gerzt. Hann boðar yður á sinn fund. Eitthvað hlýtur að hafa gerzt, sem hefur haft þau áhrif, að hann vill fa að tala við yður. — Alls ekkert frá minni hálfu — þér getið því verið alveg kvíðalaus. Treystið því — þér munið ekki missa bezta við- skiptavin yðar. — Ég verð víst að trúa yður, en furðulegt er þetta, og það, sem furðulegast er af öllu er, að hann vissi ekki hvað þér heitið. — Hann sendi einkafull- trúa sinn með lýsingu á yður. En flýtið yður nú. Vagninn bíð- ur fyrir dyrum úti. Þegar Karólína bjó sig til far- arinnar fyrirvarð hún sig mjög ! fyrir tötraleg klæði sín. Hún I hefði-vei getað keypt önnur föt, . en henni hafði ekki fundið það 1 ómaksins vert vegna eymdartil- verunnar í fangelsinu — og hún fyrirleit hina fangana meira en svo, að það flögraði að henni að ganga þokkalega til fara þeirra vegna. Þegar vagninum var ekið yfir brúna á síkinu umhverfis fang- n s <--------©P1B copínhacen S9S Ég sagði alltaf að versta svarið sem við gætum fengið væri nei. elsið minntist Karólína þess dags, er hún var flutt í það fyrir næstum eihu misseri frá Bosseny. Hún hafði verið hrædd, en var ekki búin að missa kjark inn. Þrátt fyrir óttann var lífs- gleði hennar og löngun sterk, alltaf var eitthvað að gerast, og hún átti fleygar vonir. Hún hafði orðið vör aðdáunar hjá her- mönnum þeim, sem gættu henn- ar. Aðdáuniinu á henni, ungri, fagurri konu, sem næstum nak- in var allt í einu komin í þeirra hóp, gátu þeir ekki dulið. Nú hnipraði hún sig saman í horni vagnsins, sem skrönglaðist á- „Það þarf geysistóra veru til að skjóta þessari ör, sagði Tarz- an“. „Ég geri ráð fyrir að þú Barnasagan KALLS og super filmu- fiskurinr eigir ' við að það þurfi ÁTTA feta háa veru til að skjóta henni, sagði Bart Cody skelfdur". Mennirnir litu kvíðafullir í anlegt að strandlóparnir stóru kringum sig, því að nú var áreið voru til. Þegar Joe Deal var yfir hvaln um lét hann reipi síga niður fró þyrilvængjunni og fetaði sig nið- ur á bak hvalsins. Borgarstjóran- um og íbúum Hausboden fannst þetta nýja skemmtiatriði stór- kostlegt, en Bizniz og Kalli voru fokvondir. „Ykkur landkröbbun- um þykir þetta skemmtilegt" öskraði Kalli og Josep Bizniz til- kynnti hátt að hann vildi gefa 1000 dollara fyrir bát. „Hverjir eru þessir menn“, spurði borgar- stjórinn aftur. „Ja“, svaraði herra Schaupel utan við sig, líklega dýratemjarar frá dýra- garðinum". Sjómennirnir heyrðu ekki hvað hann sagði, því að þeir hlupu á eftir Bizniz, sem kallaði á bát. En þetta gerði fólkið alveg ruglað, því að allir vildu selja bát fyrir 100 dollara, en þar sem allir bátarnir voru úti á fljótinu gát enginn boðið Bizniz bát til kaups. fram með hana. Hún fyrirvarð sig fyrir vanhirtar hendur sín- ar, tötraleg klæði sín, tjásulegt hárið og sljóleika sinn. Henni fannst, að henni væri þrotnar allar orkulindir, — hún ætti blátt áfram ekkert þrek til þess að mæta fjandmanni þeim, sem hún nú varð að horfast í augu við. Komið var á leiðarenda. — Henni var sagt að stiga úr vagn inum, og þar næst var hún leidd upp tröppurnar og vísað til sæt- is á bekk. Fulltrúar ýmsir gengu fram- hjá henni, þar sem hún sat á bekknum. Þeir voru að koma og fara. Enginn þeirra virti hana viðlits. Þeir virtust allir í önn- um og voru ýmist að rýna í ein- hver skjöl eða báru skjalabúnka undir hendinni. Gömul kona kom til hennar. Hún virtist ekki vita hvert hún ætti að snúa sér og spurði hana um „innritunar- skrifstofuna". Karólínu flaug í hug að hér kynni að gefast tæki færi til flótta, reis á fætur og sagði: — Nú skal ég vísa yður leið! Henni hafði dottið í hug, að fara inn í skrifstofuna með gömlu konunni — bíða þar eftir henni meðan hún ræki erindi sín og verða henni svo sam- ferða út. Þeir höfðu skilið hana eftir eina og sjálfsagt var að reyna að nota sér þá smugu, sem opnazt hafði til þess að kom ast burt, en svo opnuðust dyrn- ar allt f einu, hermaður kom í Ijós, og sagði: — Herra Lacoste bíður eftir yður! Karólínu rann í skap, en hún varð að snúa við, og var henni nú vísað um göng nokkur að opnum dyrum. Er inn kom sá Leikfanga- markaður

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.