Vísir - 19.12.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 19.12.1962, Blaðsíða 2
2 V1SIR . Miðvikudagur 19. desember 1962. Or ritdómi: Því gleymi ég aldrei 1 haust kom út á vegum Kvöldvökuútgáfunnar, ásamt fleiri bókum, bókin: ÞVÍ GLEYMI ÉG ALDREI. Eru það söguþættir merkra manna af minnisstæðum og merkum at- burð úr lífi þeirra. Atburðum, sem ekki gleymast. — Öllum þáttunum, í þessari bók, er það sameiginlegt, að þeir bera glögg persónu-einkenni höfundanna, eru frábær- lega vel stílfærðir og segja frá ógleymanlegum atburðum. — Kemur það í ljós, þegar tækifæri gefst, hve mikill fjöldi manna býr yfir góðri frásagnargáfu og leikni til að segja frá merkum atburðum úr Iífi sínu. Ber þama að sama brunni og þegar fróðleiksfúsir og þjóðhollir menn fóru að safna þjóðsögum á Islandi. Kom þá í Ijós að mikill fjársjóður þjóðlegra -agna lifði óskráður á vörum alþýöunnar. Sá fjár- sjóður glataðist ekki, fyrir árvekni og fómfýsi þjóðhollra fræði manna og þess vegna eru nú íslenzkar þjóðsögur f fremstu röð íslenzkra bókmennta. Kvöldvökuútgáfan á Akureyri á þvf þakkir skilið fyrir útgáfu bókarinnar Því gleymi ég aldrei. Stefán Jónsson námsstjóri. Or ritdómi: Lára miðill — A!lt rá þvf Ari fróði og Snorri Sturluson rituðu fræði sfn með fjaðrapenna í rökkri langra skammdegiskvölda og fram til sfðustu daga hafa fslenzkir guðfræðingar hugsað og skrifað um allt milli himins og jarðar og einnig það, sem kalla mætti ofar og undir jörðu. Þeir hafa margir verið hinir mestu fræðibrunnar og djúphyggnustu spekingar f senn. — Mér finnst þessi bók, eins okkar bezta núlifandi spek- ings, sr. Sveins Vfkings, um Lára miðil, vera þáttur þeirrar viðleitni að byggja þennan kvist andlegs gróanda undir Iög- mál þeirrar leitar, sem þroskaviðleitni nútímans sættir sig við. StflsniIId Víkings og ófreskisgáfa Láru mun sjá svo um, að engum leiðist undir lestrinum. Hvorttveggja er snar þátt- ur 1 erfð okkar, barna íslands. Og það er áhuginn á slfkum fræðum líka, meðan við höfum enn ekki sogazt á kaf i þjóðarhaf milljónanna, hemaðarhyggju og stjómmálaþrefs, sem fylgir illum aldarhætti án hugsjóna og hugsýna. Árelíus Nielsson. Or ritdómi: | íslenzkar Ijósmæður ÍSLENZK LJÖÐMÆLl I. Æviþættir og endurminningar. Séra Sveinn Víkingur bjó til prentunar. Kvöldvökuútgáfan h.f., Akureyri — Þessi bók, sem hér um ræðir, bregður upp mörgum, ógleymanlegum myndum um störf Ijósmæðranna og íslenzkt þjóðlíf og menningarháttu á þeim tíma er þær lifðu á. Hin elzta þeirra, er bók þessi fræðir um, var fædd um áramótin 1827—1828 og sumar þeirra lifa enn þá, en allar eru þær | fæddar á öldinni, sem leið. , Allir þættir þessarar bókar eru vel sagðir og gæddir lífi og sumir með ágætum. Hún er raus við væmni og mælgi. AHir þeir, sem lesa hana, munu óska, að framhald hennar komi út sem fyrst, að minnsta kosti ekki síðar en fyrir í önnur ;ól. Ég tel bók þessa einhverja fróðiegustu, lærdómsríkustu og skemmtilegustu ævisagnabók, sem ég hefi lesið, Þorsteinn M. Jónsson. Kvöldvökuútgáfmi ÞURRKAÐIR ÁVEXTIR Aprikósur , Döðlur . Epli Perur . Sveskjur dnstant) HEILDSÖLUBIRGÐIR: MA TKA UP HF. Borgartúni 25. Sími 10695 og 13979. NIÐURSOÐNIR ÁVEXTIR HEILDSÖLUBIRGÐIR: MA TKA UP HF. Borgartúni 25. Sími 10695 og 13979. ^c: ■ OVfUR SICu^, SELUR Seljum 1 dag og næstu daga: Singer Vogue ‘62 ekinn 7 þús. km. Volksagen rúgbrauð ‘60. — Dodge Pick-up ‘54. Plymouth ‘47 á góðu verði. Orvalsgóður Dodge Weapon ‘53 með 15 manna húsi. Austin Gipsy ‘62. Óskum eftir Comet ‘62, Falkon ‘62, Mercedes Benz ‘62, S-modelið I skiptum fyr ir Volkswagen ‘62. Bifreiðasalan Borgartúni 1 Slmar 18086 og 19615 - Helma sfmi 20048 Jólafötin á drenginn Laugaveg 66. Sími 11616. Hentugar og þarfar jólagjafir Laugaveg 66. Sími 11616. LAUGAVEGI 90-02 SALAN ER ÖRUGG HJÁ OKKUR Höfum ávallt á biðlista kaupendur að öllum smærri og stærri teg- undum bifreiða. SALAN ER ÖRUGG HJÁ OKKUR TRÚLOFUNARHRINGAR STEINHRINGAR ARMBÖND Gull og silfur MEN Kristall Stjakar fyrir altariskerti Keramik Altariskerti Teak-vörur Stálborðbúnaður Jólatrésskraut - Úr og klukkur Úra- og skrargripaverzlunin Skólavörðustíg 21A. Jón Dalmansson gullsmiður Sigurður Tómasson úrsmiður Býður styrk Eins og nokkur undanfarin ár mun Menntastofnun Bandaríkj- anna á Islandi (Fulbrightstofnun- in) á næstunni veita einn styrk til handa íslenzkum háskólamanni, sem hefði hug á því að stunda sjálfstæð rannsóknarstörf á veg- um bandarískrar vfsinda- og menntastofnunar á skólaárinu 1963 til 64, og er hér með óskað eftir umsóknum um styrk þennan. Einn- ig má veita styrk þennan íslenzk- um háskólamanni, sem hefði í hyggju að stunda sjálfstætt fyrir- lestrarhald við einhvern háskóla eða æðri menntastofnun vestan hafs. Styrkur þessi á að nægja fyrir ferðakostnaði og uppihaldi, meðan styrkþeginn dvaldist í Bandaríkjun um, og verður hann aðeins veittur fslenzkum ríkisborgara. Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borizt il Fulbrightstofn unarinnar, Pósthólf 1059, Reykja- vík, fyrir 31. des. n.k. og í um- sóknarbréfi sínu skulu umsækjend ur gefa upplýsingar um námsferil sinn, aldur og störf þau, sem þeir hafa stundað. Þá skulu umsækj- endur einnig gefa allítarlega lýs- ingu á þeim rannsóknarstörfum, er þeir hafa í hyggju að stunda vest- an hafs. ALLAR HELZTU mólningarvörur ávallt fyrirliggjandi SENDUM HEIM HELGl MAGNÚSSON & CO. Hafnarptræti 19. Simar 13184 - 17227

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.