Vísir - 19.12.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 19.12.1962, Blaðsíða 4
4 V í SIR . Miðvikudagur 19. desember 1962. ,ÞARFAD IÆRA AD FARA MID PCNNA' t r — Rætt við Olaf Finnbogason um pennaviðgerðir Eini staðurinn í Reykja vík, þar sem hægt er að fá gert við allar algeng- ustu tegundir af pennum, er í pennaviðgerð Ólafs Finnbogasonar í Vonar- stræti 4. Okkur þykir fróðlegt að kynnast þess- ari starfsemi, sem á sér engan líka hér á landi. Við hittum Ólaf að máli og spií^cirn fcann fyrst Lvað lengi hann hefði fengizt við þetta. — Ég er búinn að vera við þetta frá 1939. — Hafa ekki orðið miklar breytingar á pennunum síðan? — Mesta breytingin er sú, að nú er mest keypt af pennum frá Bandaríkjunum, en var áður svo að segja eingöngu frá Evr- ópu. Munurinn er sá^að amer- ískir pennar eru yfirleitt fastir fyrir, en evrópskir eru eftirgefan- legir. Sumum þykja þeir ame- rísku of líkir kúlupennum, en það er fyrst og fremst smekksatriði hvað mönnum líkar. — Þetta er líkt og var með sígaretturnar. Fyrir stríð vildi enginn aðrar en enskar, en nú vilja fáir aðrar en amerískar. Áður vildu allir eftirgefanlega penna, en nú vilja miklu fleiri fasta penna. Svo dæmi séu tekin, vegna þess að þeir kunna ekki að fara með þá. Það er með sjálf- blekunga eins og alla aðra hluti, það þarf að læra að fara með þá. Það eru til 20—30 tegundir af pennum, með mismunandi að- ferðum við- að fylla þá. Alltaf þegar pennar eru fylltir á að þurrka af þeim, með tusku eða pappír. Annars draga þeir fram blekið og vilja fara að leka. — Mánaðarlega á að tæma pennann og skola hann út með volgu vatni, ekki sjóðandi, og fólk á aldrei að láta penna liggja lárétta niðri í skúffu. Ef þeir hanga lóðréttir í vasa, rennur blekið úr sjálfum pennanum. Ef þeir aftur á móti eru láréttir, liggur blekið fram í pennan og getur stífiað ganginn, eða að það ýtist fram í hettuna, við hita- breytingar í herberginu. Þá er komið með hann í viðgerð, af því að hann leki, þegar ekki þarf annað en að þurrka hann að innan. Conclin bezti penninn. — Hvað er bezti penni sem þú hefur kynnzt? — Bezti gullpenni sem ég hef skrifað með er Conclin. Þeir voru mjög vel slípaðir og þykkt í þeim gullið. Þeir voru svo vel slípaðir allan hringinn, að það var alveg sama þó að þeim væri beitt öfugt. Þeir voru alltaf eins og aldrei hægt að skrifa svo mikið með þeim, að þeir gengju í sundur, eins og skeður með flesta penna, ef, þunghentir menn skrifa með þeim. — Conclin framleiðir ekki lengur penna og það eru margir Framhald á bls. 13. eru Sheaffers og Parker fastir pennar, en Pelican og Mont Blanc eftirgefanlegir. Það er að vísu hægt að fá eftirgefanlega penna frá Bandaríkjunum, en þá verður að panta þá sérstaklega. Eins endingargóðir. — Hafa orðið miklar tækni- legar breytingar? — Þær hafa orðið mjög mikl- ar. Nú eru varla framleiddir nokkrir pennar, sem eru með slönguáfyllingu, eins og allir voru með áður. Núna er ýmist notað vakum eða hárpípukraftur til að fylla þá. — Ég held að þeir séu eins endingargóðir, sérstaklega dýrari gerðirnar. Sjálfir pennarnir voru þó betri 1 gamla daga, sérstak- lega var rhiklu þykkara gull í þeim. Þeir voru líka sterkari i byggingu, en það var á kostnað útlitsins, enda eru þeir allir miklu fallegri núna. — Hafa kúlupennar haft mikii áhrif á sölu sjálfblekunga? — Ekki held ég að hægt sé að segja það. Þeir hafa alveg tekið við af kopíublýöntunum, sem voru mikið notaðir áður, en selj- ast nú alls ekki. Þeir hafa hins vegar ekki tekið verulega við af sjálfblekungunum. — Kemur mikið af kúlupenn- um f vjðgerð? — Það er aðallega til að kaupa fyllingar, sem fólk kemur með þá. Svo kemur fólk með penna, sem ekki fást í fyllingar, til að fá þá fyllta. Við getum sett blek í hvaða fyllingu sem er. Brotnir, bognir og lekir. — Hvað er algengast að sé að pennum? — Það er lang algengast að penninn sé brotinn eða boginn, enda mega þeir við mjög litlu. Þá kemur það líka fyrir að bolirnir eða hetturnar eru brotnar. Við eigum til alla varahluti í vand- aðri gerðir af pennum. Það er þýðingarlaust að eiga varahluti í mjög ódýra penna. — Eitt af því ailra algengasta er það að fólk komi með penna í viðgerð vegna þess að þeir leki. 1 90 prósent af þeim tilfellum er þetta eigendunum að 'kenna, eftir Ól'af Sigurdarson Ferðarolla Magnúsar Stephen sen er sérstætt rit eftir sér- kennilegan mann. Með Valtý Stefánssyni hefur að geyma 10 samtalsþætti Matth. Jóhannessen við Valtý og auk þess 24 frásagnir og þætti eftir Valtý sjálfan. Merkir Islendingar nýr flokk- ur er rit sem vekur heilbrigð an þjóðarmetnað og er prýði á sérhverju bókelsku heimili. Norður yfir atnajökul 1875 segir frá ævintýralegri ferð yfir Vatnajökul þveran, Öskju gosi og Mývatnseldum. ísold hin gullna heitir nýjasta bókin í sjálfsævisögu Krist manns Guðmundssonar. BÓKFELLSÚTGÁFAN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.