Vísir - 19.12.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 19.12.1962, Blaðsíða 5
VTSTR . Míðvikudagur 19. desember 1962. 5 Útsvör á Akureyrí hækka um 20 % í eldishúsi tilraunaeldisstcðvar í Alvkarleby í Svíþjóð. Fiskaeldi framtíBarmál Fiskaeldi er í mikilli framför á Norðurlöndum og mikið framtíð- armðl og eins mun verða hér. Veiðimálastjóri Þór Guðjónsson og Guðmundur Gunnarsson verk- fræðingur ræddu við fréttamenn í gær um mánaðarferðalag sitt til Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar til þess að kynna sér lax- og sil- ungseldisstöðvar. Guðmundur fékk styrk til þess- arar ferðar frá Efnahags- og fram- farastofnuri Evrópu (OECD), en Guðmundur hefur verið verkfræði- legur ráðunautur við byggingu Til- raunaeldisstöðvar ríkisins í Kolla- firði. I utanferðinni sem að ofan um getur var dvalizt um 10 daga í hverju landi. Fiskeldi er með ó- líkum hætti í þessum löndum, Danmörk land hins rótgróna regn- bogasiiungaeldis, í Svíþjóð er aðal áherzlan lögð á eldi laxaseiða, en í Noregi er verið að reyna að koma fótum undir regnbogaeldi í stöðvum, sem nota sjó að nokkru eða öllu leyti. Danir hafa allt frá því fyrir aldamót stundað eldi regnbogasilunga og hafa því að baki langa reynslu og flytja hann út fyrir 260 millj. ísl. króna og fer hann til 20 landa, aðallega Bandaríkjanna og Evrópulanda. Eldistjarnirnar eru vanalega jarð- tjarnir, Danir leggja áherzlu á að ala silunginn upp í neyzluhæfa stærð, en Svíar á að ala laxaseiði upp í göngustærð. Laxinn gengur svo í árnar og er veiddur þar og í sjó. í Svíþjóð eru 20 eldisstöðvar, sem ala laxaseiði upp í göngu- stærð. Stöðvarnar eru mjög full- komnar. í hinni stærstu, Berge- forsen eru alin upp 360 þúsund seiði í göngustærð. Stöðin kostaði Hótel Saga — i Framhald af hls I aldrei hefði þó verið ætlunin held ur hefði verið hugmyndin að. græða á þessu hóteli. Nokkrir þing menn drógu mjög í efa að almenn j ur vilji bænda væri fyrir því að rramlengja búvörugjaldið til: oændahallarinnar þótt fulltrúa-1 fundir bændasamtakanna hefðu mælt með því af því að þeir hefðu áður verið búnir að mæla með hótelbyggingu og allt væri komið t óefni. . 1 10 millj. kr. — Laxarækt í Sví- þjóð er í mikilli framför og verða rafstöðvarnar að standa straum af byggingu eldisstöðva. — í Nor- egi er fiskeldi mjög að aukast og hefur verið svo eftir styrjöldina, m. a. hafa sleppiseiði verið notuð til þess að bæta fyrir tjón sem rafvirkjarnir hafa valdið á lax- og silungastofnunum. Alls staðar þar sem þeir félag- ar komu var mikill áhugi á fiskeldi. í Kollafirði hefur ríkið komið upp tilrauna- eldisstöð sem kunnugt er og er þar unnið áfram að framkvæmd- um. í sumar var unnið að vatns- leiðslum, byggingu eldishúss (stækkun) og eldistjörnum o. s. frv. Þegar stöðin er komin í full not má ala þar upp 300 þúsund gönguseiði, og miðað við fengna reynslu munu þannig fást 30.000 laxar. Japanir handtaka norskan skipstjóra Handtaka norsks skipstjóra í Japan hefir vakið gífurlega gremju í Noregi, og má gera ráð fyrir, að japanskir skipasmiðir verði að súpa seyðið af þessu um langa framtíð. Þannig er mál með vexti, að þegar norska kaupfarið Harald Brovig — 21,634 lestir — kom til Tokyo 18. nóvember, lenti það í árekstri við japanskt skip, Muna- Alþingi — Framh. af Dls. 16. tryggingariðgjalda af fiskiskip- um með útflutningsgjaldi af sjávarafurðum og renna 6% af því gjaldi til vátryggingarkerfis ins næsta ár eins og verið hefir þetta ár og í fyrra. kata Maru, sem var 1973 lestir, Eldur kom upp í japanska skipinu, og fórust allir skipverjar, 39 að tölu, en 10 skipverjar á norska skipinu brenndust, en enginn beið bana. Japanskur hafnsögumaðuj var við stjórn á norska skipinu, þegar áreksturinn varð, en skipstjóri þess hefir verið tekinn fastur og settur í 14 daga gæzluvarðhald, en allir aðrir skipverjar á norska skip inu eru flognir heim til Noregs, þar sem viðgerð á skipinu mun taka langan tfma. Þetta er í fyrsta skipti, að út- lendur skipstjóri hefir verið hand- tekinn í Japan í sambandi við slíkt mál, og eru mjög skiptar skoðanir þar í landi vegna mglsins. Er það álit ýmissa, að ef norski skipstjór- inn verður dæmdur — krafizt er Akureyri í morgun. Á fundi bæjarstjórnar Akureyr- ar, sem haldinn var í gær var fjárhagsáætlun kaupstaðarins fyrir næsta ár til fyrri umræðu, en sam- kvæmt henni er gert ráð fyrir 44,5 millj. kr. niðurstöðutölum. Áætlað er að útsvör hækki sem næst 20% á næsta ári, miðað við það sem þau voru í ár. Samkvæmt því verða þau 33,8 millj. kr. ef ekki verður breyting gerð á því í meðförum bæjarstjórnarinnar. Á þessum sama fundi í gær voru menn ráðnir f þrjú störf hjá bæn- um. Það var fyrst og fremst nýr rafveitustjóri og hlaut Knútur Otterstedt verkfræðingur starfið, en hann hefur um mörg undan- farin ár unnið hjá Rafveitu Akur- eyrar. Hann var og eini umsækj- andinn um starfið. í öðru lagi var ráðinn skrifstofu stjóri Rafveitunnar. Tveir menn höfðu sótt um starfið og var Sig- urður Halldórsson ráðinn í það. Sigurður hefur um margra ára skeið unnið hjá Rafveitunni. Þá var og skipað í nýtt starf, en það er framkvæmdastjórastarf fyr irir æskulýðs- og íþróttaráð Akur- eyrarkaupstaðar. Umsækjendur voru þrír og var Hermann Sig- Sögur Jesú Bókaútgáfan Fróði hefir gefið út barnabókina Sögur Jesú. í bók þessari endursegir skáldið og ræðusnillingurinn Kai Munk nær 20 af dæmisögum Jesú og færir sVið þeirra nær börnum nútímans Biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, sem þýddi á sínurn tíma stólræður Kai Munks á ís- lenzku, hefir einnig þýtt þessa barnabók, en myndir eru í henni eftir Ragnhildi Ólafsdóttur. Bók- in Sögur Jesú er 86 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðjunni LeiftrJ. Lousor stöður Staða forstöðumanns Fræðslu- myndasafns ríkisins hefur verið auglýst laus til umsóknar. Enn- fremur stöður haffræðings og fiski fræðings við fiskideild Atvinnu- deildar háskólans. tryggsson íþróttakennari valinn í starfið. Á Akureyri er gott veður um þessar mundir, hitastig við frost- mark, snjór talsvert sjatnað, en færð áþekk og verið hefur undan- farið, þannig að stórir bílar kom- ast Ieiðar sinnar hvert sem vera skal, en erfiðari fyrir litla bíla. Bækur - Framh. af bls. 1. kosti minni en á síðasta árl, þegar hún mun hafa verið í algeru hámarki. Samkvæmt talningu, sem einhver bóka- varða Landsbókasafnsins mur hafa gert, voru þann 12. þessr mánaðar komnar út 225 nýjai bækur í þessu „bókaflóði“, en það er um það bil fjórungi færri bækur en í fyrra. því að þá varð tala nýrra bóka hvorki meira né minna en 292. Margir urðu illa úti á síðasta ári, þar sem framboð á bókum varð svo mikið fyrir jólin, að sumar bækur fóru alveg í kaf í loka- hríðinni. Ef bóksala verður svipuð að magni að þessu sinni, ætti útkoma bókaútgefenda að verða heldur hagstæðari í ár en stundum áður. (Ljósm. Vísis I. M.) ; 3ja ára fangelsisvistar vegna van- rækslu í starfi — geti farið svo, að sá siður verði upp tekinn, að gera skipstjóra ábyrga fyrir slys- um og afbrotum, sem gerast á sjó. Norska sendiráðið í Tokyo hefir mótmælt aðgerðum japanskra yfir- valda mjög kröftuglega, en, far- menn og útgerðarmenn í Japan telja málsmeðferðina mjög var- hugaverða. Þá sjá japanskar skipa- smíðastöðvar fram á, að ekki þurfi að vænta viðskipta af hálfu Norð- manna, einhverrar bezta viðskipta þjóðar sinnar, í framtíðinni, ef um fangelsisdóm verður að ræða í máli norska skipstjórans. JÓLAFRÍIN ■ Jólafríin í skólum borgarinn- ar eru að hefjast. Gagnfræða- skólarnir gefa jólafrí í dag, og stendur til 3. janúar. Barnaskól- arnir gefa fríið á morgun og stendur það til 6. janúar. Síðasti kennsludagur i Menntaskólanum er á morgun en á föstudag er athöfn í há- tíðasal skólans, en síðan munu nemendur hlýða á messu. Menntaskólanemar eiga að 8 YRJA koma aftur í skólann 4. janúar. Kennsla hætti raunverulega í barnaskólunum á laugardag og mánudag en síðan hafa staðið yfir skreytingar og skemmtan- EOS a : ■- g' ... " Sp III i|í „", t iMjim !é,» jii1'"1!" Sígurður E. Hlíður lútinn Fyrrverandi yfirdýralæknir Sig- urður E. Hlíðar lézt I Landakots- spítala í gær 77 ára að aldri. Sigurður var þjóðkunnur maður. Var það bæði fyrir embættisstörf sin sem dýralæknir og síðan yfir- dýralæknir landsins og einnig fyrir afskipti sín af þjóðmálum, en hann átti sæti á Alþingi um alllangt skeið. Hann fæddist I Hafnarfirði 1885. Dýralæknaprófi lauk hann í Kaup- mannahöfn árið 1910. Var hann sfðan skipaður dýralæknir norðan- lands og sat á Akureyri. Yfirdýralæknir var hann skipað- ur 1943 og jafnframt dýralæknir í Reykjavík. Alþingismaður Akur- eyrar var hann kjörinn 1937. Sat hann á þingi um áratugaskeið fyrir Akureyringa. Var hann með af- burðum vinsæll og vel látinn mað- ur norðanlands, sem sunnan, en á Akureyri tók hann mjög virkan þátt í félagslífi og stjórnmálum. Kona Sigurðar var Guðrún Louisa og var þeim margra barna auðið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.