Vísir - 19.12.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 19.12.1962, Blaðsíða 7
V í SIR . Miðvikudagur 19. desember 1962. 7 Nýr úrvalsbókaflokkur handa ungu stúlkunum eftir höfund SIGGU-bókanna. — Skemmtileg og heillandi frá upphafi til enda eins og SIGGU-bækurnar. Þetta er 2. KALLA-bókin. jj Fyrsta KALLA-bókin kom | út í fyrra við miklar vin- Ísældir. Hún hét Kalli flýg- ur yfir Atlandsál. Kalli er kaldur snáði, sem allir rösk- i ir drengir vilja kynnast og I fyigjast með ævintýrum I hans. Þetta er 6. MÖGGU-bókin. Engar teipubækur eru vin- sælli en MÖGGU-bækurnar. Æsispennandi og skemmti- iegar, svo að af ber. Tarzan mælir með sér sjálf ur — æsispennandi og alltaf nýtt ævintýri á næstu grös- um. Skógarsögurnar eru úr- valssögur af Tarzan. '■ÍHU. I UTILIQU lllill .. :U.x:.v|: Mínir menn ■ Berum höfuð- ið hútt Bókaútgáfan Fróði gaf i haust út bókina Vandinn að vera pabbi eftir Willy Breinholst, sem er kunnur danskur grínisti. Nú hef- ur Fróði enn sent frá sér bók eftir Breinholst í samfélagi við teiknarann Léon. Heitir bókin Berum höfuðið hátt — það gæti gengið verr. Eru þetta teikn- ingar eftir skopteiknarann Léon en textann hefur Breinholst skrif- að. Mun þetta vera einhver fyrsta bók sinnar tegundar á íslenzku. í bókarlok kynna höfundar sig fyrir lesendum: „Ég er Willy Breinholst, danskur í húð og hár og fæddur í sjálfri Kaupmanna- höfn fyrir fjörutíu árum. Ég er einn um það allra núlifandi landa minna að hafa fengið Carl Möllers-verðlaunin árið 1948, en þau eru stundum nefnd Nóbels- Iverðlaun kímnihöfunda eins og þú veizt. Auk þess . Nei, bíddu við. Ég er Léon, belgískur að ætt og uppruna, þrjátíu og sjö ára að aldri. Ég sel kímmmyndir mínar ekki að- eins um alla Vestur-Evrópu, heldur einnig í Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó, Ástralíu Jap- an ....“ Bókin er prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. Læráð að sauma * . Sigríður Arnláugsdóttlr hefur sent frá sér bókina Lærið að sauma, sem er leiðbeiningarit fyrir konur, sem sinna heima- saum í frístundum sínum. I for- mála segir höfundur: „Heima- saumur hefur farið mikið í vöxt hér á undanförnum árum. Veldur því margt: aukin kennsla í fata- saumi í skólum, stórbættar saumavélar og síðast, en ekki sízt, að nú er hægt að kaupa á- gæt tilbúin snið, svo að konur geta sjálfar sniðið heima, þótt þær hafi ekki lært að sníða. Þó er margt að athuga, bæði við val á sniðum, máltöku og ýmis ein- stök atriði, sem geta vafizt fyrir ólærðum eða lítt lærðum sauma- konum, Þess vegna hef ég ráðizt í að taka saman þessa bók, að ég vona, að hún geti orðið þeim hús mæðrum, sem stunda heima- saum, að liði, einnig að hún geti létt undir við kennslu I hús- mæðraskólum og verknáms- skólum.“ Bókin er 79 bls. í stóru broti, og er í henni rnikill fjöldi skýr- ingamynda. Hún er öll hin smekklegasta í uppsetningu og frágangi, offsetprentuð hjá Off- setmyndir h.f., en sett í Alþýðu- prentsmiðjunni. Utgefandi er Skuggsjá. £kíp hm$ háiígnár ÍSLENZKT MANNLÍF Nýtt bindi af hinum listrænu frásögnum Jóns Helga- sonar myndskreytt af Halldóri Péturssyni. SJÖTÍU OG NÍU AF STÖÐINNI Þriðja útgáfa af hinni rómuðu skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar, prýdd fjölda mynda úr kvikmyndinni. ODYSSEIFUR — SKIP HANS HÁTIGNAR Ný æsispennandi bók eftir Alistair MacLean, höfund bókanna Byssumar I Navarone og Nóttin langa. BEN HÚR Ný útgáfa af hinni sígildu sögu Lewis Wallace, Sigur- björn Einarsson biskup þýddi, prýdd sextíu myndasíð- um úr kvikmyndinni. Fyrsta bók í bókaflokknum Sígildar sögur Iðunnar. FIMM í ÚTILEGU. Ný bók í bókaflokknum um félagana fimm eftir Enid Blyton, höfund Ævintýrabókanna. Bráð- skemmtileg og spennandi eins og allar bækur þessa vinsæla höfundar. i'i SUNDDROTTNINGIN. Hugþekk og skemmtileg saga um kornunga og snjalla sundstúlku, baráttu hennar og sigra. Einkar heppileg bók handa 12—15 ára stúlkum. TÓI í BORGINNI VIÐ FLÓANN. Hörkuspennandi saga um ný ævintýri Tóa, sem áður er frá sagt í bókinni Tói strýkur með varðskipi. Höfundur er Eysteinn ungi. ÓLI ALEXANDER FÆR SKYRTU. Ný saga um Óla Alexander og vini hans, ídu og Mons. Bækumar um Óla Alexander eru kjörið lestrarefni handa yngri börn- unum, enda uppáhaldsbækur þeirra. I Ð U N N — Skeggjagötu 1 — Sími 12923. Framhald af bls. 8. Á titilsíðu eru tvær stafsetn- ingarvillur og þannig er haldið áfram bókina á enda. Verst er þó samlyndi höfundar og bók- stafsins z. Ég hef kennt staf- setningu til landsprófs í fimm ár samfleytt og hef þó aldrei séð eins margar z-villur saman komnar á einum stað. Höfund- urinn getur ekki einu sinni haft sömu stafsetningi á sama orð- inu. Orðið reynsla er til dæmis ýmist ritað með s eða z. Ég held það sé aðeins eitt orð sem alltaf er ritað eins. Það er lýs- ingarorðið hæstur, það er alltaf ritað hæztur. Svona ritháttur er kynlegur hjá manni sem hefur atvinnu af því að rita íslenzka tungu og meira að segja fengið verðlaun fyrir íslenzku þó það hafi að vísu ekki verið fyr- ir stafsetninguf Ég hef ekki les- ið nema eina bók sem kemst fram úr þessari í stafsetningar- villuin. Það er bókin Ég kveiki á kerti mínu eftir Önnu frá Moldnúpi. Cvona er þvi miður sagan um ^ þessa bók, hún er mis- heppnað framlag til íslenzkra bókmennta og jaðrar það við náttúruskop um bókmennta- þjóðina íslendinga að hún skuli vera meðal söluhæstu bókanna fyrir þessi jól á kostnað bóka eins og 100 ár í Þjóðminja- safni, Játningar Ágústinusar, Helztu trúarbrögö heims, íslenzk ar bókmenntir í fornöld, Stund og staðir og þannig mætti lengi telja. Nokkrar teikningar eru f bókinni eftir Kristin Jóhanns- son. Þær eru snotrar en virðast gerðar af handahófi og skipta ekki máli vegna þess að þær falla ekki inn í efnið enda myndskreytingar óþarfar í þess- ari bók. Þess skal að lokum getið til að taka ómak af útgefanda og höfundi að Stefán Jónsson hefur enga skopþætti samið um undirritaðan — enn sem komið er. Njörður P. Njarðvík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.