Vísir - 19.12.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 19.12.1962, Blaðsíða 9
V í SIR . Miðvikudagur 19. desember 1982. Það var rnikið að gera hjá Sverri Guðmunds- syni, varðstjóra í Umj ferSardeild lögreglunnar, þegar við litum inn til hans í Skátaheimilið við Snorrabraut, enda von því á hans herðum hvílir yfirstjórn umferðarinnar um jólin á hinu svokall- aða Austurbæjarsvæði lögreglunnar. Þrátt fyrir annríkið varð Sverr ir við málaleitan okkar um að bregða sér í smá-ökuferð með Eitt dæmi, um öngþveitið í umferðarmálunum, og kostulega frekju bifreiðastjóra. Sendiferðabfll affermir öfugu megin á Laugavegi. rr Laugaveguriim er erfíður // 300 bíða Isoldar Eins og kunnugt er hefir bók Kristmanns Guðmundssonar, ísold hin gullna, sem er fjórða og síðasta bindi sjálfsævisögu hans, verið meðal bóka, sem í bezt hafa selzt að undanfömu. En það er spurt um hana víðar en í bókaverzlunum, því að samkvæmt því sem Vfsir hefir frétt, hefir verið mikil eftir- spum eftir henni á bókasöfn- um til dæmis bæjarbókasafn-1 inu. Þar er eftirspurnin svo mikil, að fjöldi manns er á biðiista — bíða eftir að fá bók- ina lánaða, og hefir Visir heyrt, að hvorki meira né minna en 303 manns væru þannig á skrá hjá safninu. I okkur og spjalla um hina miklu | jólaumferð. Fyrst er ekið inn Laugaveg og staðnæmzt við j Mjólkurstöðina. LAUGAVEGURINN ERFIÐUR. — Hér skulum við byrja, segir Sverrir. Hérna eru okkar fyrstu ráðstafanir. Lögreglan hefur sett hér upp skilti, er vísar öllum stærri bifreiðum, þ. e. a. s. bif- reiðum er táka fleiri en 10 far- þega og vörubifreiðum yfir eitt tonn niður Skólagötu. Og reynd- ar ættu miklu fleiri að fara þessa leið. Það getur oft tekið tuttugu mínútum lengra tíma að fara Laugaveginn. Einnig er ég þess fullviss, að margir þeir, er niður Laugaveginn aka, eiga þangað ekkert erindi. — Viltu meina að það sé allt of mikil umferð um Laugaveg- inn? — Já ,það er hægt að segja það. Hjá mörgum er það ekkert nema venja að aka niður Lauga- veg og fólk gerir sér ekki grein fyrir tímasparnaðinum með þvf að fara aðrar leiðir. Við skulum nú aka niður eftir Laugavegi og sjá hvers við verðum vísir. FÓLK OF KÆRULAUST. — Lögreglan hefur nú bannað algerlega alla affermingu á vör- um hér eftir hádegi, en hérna fyrir framan sjáum við eitt gróft brot. Á þessari verzlunargötu er nú mikill fjöldi gangandi fólks, sem gangstéttirnar varla rúma. Nú hefur einn kaupmaður þurft að koma vörum inn í verzlun sfna, og hann kemur með sendi- ferðabíl sinn, ekur honum upp á gangstétt, opnar stórar vængja- hurðir bifreiðarinnar og byriar að afferma. Á meðan verða fTestir gangandi vegfarendur að nota ak brautina til þess að komast á- fram ferða sinna og mikil trufl- un verður af þeim sökum á bfla- umferðinni. En þvf miður er þetta ekki eina dæmið, þeir eru allt of margir kaupmennirnir, sem leyfa sér að brjóta þetta. — En hvað um bílastöðurnar við stöðumælana? — Þær eru einnig svarti blett urinn hérna á Laugaveginum. Fólk er oft að flýta sér svo mik- ið, að það skeytir þvf engu hvern ig það leggur bifreiðunum f stæð in, og oft vill það brenna við. að bifreiðarnar standi langt út á götuna. Laugavegurinn er fyrst og fremst verz'unargata og því verður umferðin að vera sem greiðust og gangandi vegfarend- ur að mörgu leyti að ganga fyrir, t. d. byrjum við nú á þvf að loka stöðumælunum og banna þvf al- gerlega bifreiðastöður milli Frakkastfgs og Klapparstígs, og einnig í Bankastræti. Ef- fjöldi gangandi fólks verður mjög mik- ill, þá lokum við Laugaveginum á einhverjum hluta, kannski al- veg inn að Snorrabraut. GANGANDI FÓLK. — Þið eigið auðvitað einnig f einhverjum erfiðæikum með gangandi vegfarendur, Sverrir? — Jú, hvort við eigum Fólk; þeytist oft yfir götuna án þess að gæta að sér hvar það er statt og hversu mikil umferðin er. Gangandi vegfarendur verða að temja sér það að fara aðeins yfir á gangbrautum Já, það er margt að hér á Laugaveginum. Einnig eru leigubflarnir stundum anzi fyrirferðarmiklir. — Hér sjáum við að komið hefur verið fyrir grindum með- fram gangbrautinni á stuttum kafla. — Já, þetta er eitt af þvf sem gert er fyrir gangandi vegfar- endur. Gangstéttin er of mjó, en með því að setja þessar grindur, breikkar hún töluvert. EFNI I HEILA GREIN. — Það er ekki hægt að heyra á lýsingum þfnum að þér líki ástandið á Laugaveginum. — Nei. Laugavegurinn einn er efni í heila blaðagrein, en aðeins ef fólk fæst til þfess að hugsa ofurlítið um umferðina, þá er hægt að skapa hér miklu betra ástand. Við komumst ekki lengra en niður á Lækjartorg með Sverri. Það er mikið að gera og starfið kallar, en að lokum segir hann: — Ég vil skora á fólk að reyna að nota bílstæðin sem allra mest. Fara ekki á bifreiðunum til þess að skoða f búðaglugga og hugsa engu síður um jólaumferðina en jólainnkaupin. r Astarsaga í gaitila stílnum Bókaútgáfan Muninn hefir ~.nt frá sér skáldsögu eftir Harriet Lewis, sem heitir „Svipurinn hennar“. Skáldsaga þessi gerist að mestu Ieyti í Englandi, og segir frá ungri stúlku, sem tekin hefir verið til fósturs af fátækum prestshjónum en giftist sfðan ungum og föngulegum aðals- manni. En aðalsmaður þessi á stjúpsystur, sem fellir hug til hans, og er staðráðin f að ná ástum hans og giftast honum. enda hafði það verið ósk stjúpu hennar, móður aðalsmannsins, é banasænginni. Bruggar keppi- nauturinn lávarðsfrúnni ungu banaráð, sem takast þó ekki eins og til er ætlazt . Hér verður efni sögunnar ekki rakið frekar, en þetta er ástar- saga í gömlum stfl, þar sem hver atburðurinn rekur annan, eitt- ívað nýtt gerist bókstaflega á hverri sfð.u — og þær eru 266 — unz allt fer vel að lokum. f auglýsingum kvikmyndahúsanna mundi þessi saga vera nefnd ,,hörkuspennandi“, og það væri réttnefni. fíest kaupskipin erlendis um jólin Síðasti funítur í neðri og efri ^eild — þrjú frumvörp afgreidd sem lög — enn umræður um Bændahöllina Talsvert meira en helmingur fs- lenzkra kaupskipa verða erlendis um jólin. Þó er von á allmörgum þeirra heim milli jóla og nýárs. Af skipum Eimskipafélagsins verða Gullfoss. Reykjafoss og Fjall foss f Rvík, og verið getur að Tröllafoss nái heim á aðfangadags kvöld. Dettifoss verður f Bremer- haven. Goðafoss f Riga, Selfoss á leið til Ameríku og Tungufoss verð ur í Hull. Af skipum SfS verða Stapafell og Hamrafell hér um jólin og hugs anlegt er að Dísarfell komi á að- fangadae Arnarfell verður á Aust urlandi, Hvassafell f Ventspils, Helgafell í Leith, Jökulfell á leið til Belgíu og von er á Litlafelli 2. jóladag til Rvíkur. Vatnaiökuil. frá Jöklum h.f. kem ur sennilega á aðfangadagskvöld. Langjökull kemur sennilega á ann- an ióladag og Drangajökull milli ióla og nýárs. Rangá og Laxá frá Hafskip hf. verða bæði f Rvík yfir jóladagana Katla. skip Eimskipafél. Rvfk- ur, verður á siglingu til Svíþióðar um jólin. en Askja verður f Krist iansand f Noregi. öll skip Skipaútgerðar ríkisins verða I Rvík. Kyndill. olfuskip Olíuverzlunar fslands og Skoljungs. verður f olfu flutmngum f FaxaFóa. og verður væntanlega í Rvík um jólin. í gær voru haldnir síðustu fundir í þingdeildunum fyrir jól. Þingmenn voru greinilega komnir f jólaskap, lítið va, um umræður, og að þingfundunum loknum óskuðu forsetarnir Jóhann Hafstein (Nd) og Sigurð ur Óli Ólafsson (Ed) þingmönn- um gleðilegra jóla og góðrar heimfarar, en þeir Karl Kristjáns son og Lúðvfk Jósefsson fluttu forsetunum sömu óskir fyrir hönd þingdeildarmanna. í dag verður síðasti þingfundur fyrir jól, sameinað Alþingi, og verða fjárlögin væntanlega afgreidd sem lög. Þrjú frumvörp voru afgreidd út úr þinginu f gær sem lög Voru það ríkisreikningurinn, ráð stafanir vegna ákvarðana Seðla bankans um nýtt gengi íslenzkr ar krónu (breyting á þeim lög- um), og framlenging þeirra laga sem heimila að Y2% af sölu- vörum landbúnaðarvara renni til Bændahallarinnar. Ríkisreikningurinn var af- greiddur umræðulaust, og ráð- stafanir vegna ákvarðana o. s. frv. fór f gegnum þingið á lík- lega methraða. Það kom til fyrstu umræðu f dag, og var síð an afgreitt í gegnum báðar deild ir, þ. e. sex umræður án þess að nokkur legði orð f belg. Slfk meðferð hefur ekki fyrr átt sér stað f haust. Varð að sjálfsögðu að leita afbrigða við þá af- greiðslu. Um l/2% gjaldið urðu hins vegar nokkrar umræður, þar eð Jón Þorsteinsson (A) skilaði sér áliti í nefnd. Lagði hann til að frumvarpið yrði fellt. Forsendur eru þær, að ekki nái nokkurri átt, að verið sé að skattleggja bændur til að standa undir rekst urskosnaði hótels og skrifstofa sem bændur noti aldrei til eigin þarfa. Álítur hann að gjald þetta verði varanleg kvöð á bændum í framtíðinni, enda liggi ekkert fyrir um það að það sé almenn- ur vilji meðal bænda að una þessari álagningu. Bjartmar Guðmundsson og Magnús Jónsson gerðu grein fyrir þeirri afstöðu sinni, að þótt þeir hafi verið upphaflega mótfallnir byggingu þessarar hallar, þá sjái þeir sér ekki ann að fært en að styðja málið eins og nú er komið. bæði vegna þess hversu langt byggingin er komin og eins þar sem Búnaðar þing og þing stéttasambands bænda hafa mælt eindregið með framlengingunni. Til máls tók einnig Alfreð Gfslason og vildi gera smá breyt ingar á frumvarpinu. Þær tillög- ur náðu þó ekki fram að ganga og var frumvarpið samþykkt í efri deild neð 14 atkvæðum gegn 2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.