Vísir - 19.12.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 19.12.1962, Blaðsíða 16
KattarmálBð: í morgun munaði litlu að illa færi er hemlalaus bifreið rann nið- ur allan Frakkastig yfir Laugaveg og Hverfisgötu og ekki annað fyr- irsjáanlegt en hann rynni beint í sjó fram, en ökumaðurinn gat beint henni inn á Lindargötuna og þar rakst hún á Gagnfræðaskóla- húsið. Hemlar bifreiðarinnar biluðu um kl. 8,30 í morgun, en þá var bifreiðin uppi á Frakkastíg móts við Ölgerðina Egil Skallagrímsson. Þaðan fer hún svo meira eða minna stjórnlaust yfir allar þver- götur, allt niður á Lindargötu. Til þess að forðast að bíllinn færi nið- ur á Skúlagötu, þar sem ekki var arjnað fyrirsjáanlegt en bíllinn rynni niður í sjó, beygði ökumað- urinn inn á Lindargötuna. Var bif reiðin þá komin á allnokkra ferð og lenti hún fram af 70 cm hárri upphlaðinni vegbrún og niður á gagnfræðaskólahúsinu við Lindar- götu, þar sem hún staðnæmdist. Auk ökumanns var stúlka í bíln- um og meiddist hún í baki er bif- reiðin skall á húsinu. Hún var flutt í Slysavarðstofuna, en blað- inu er ekki kunnugt um hve mikil meiðsl hennar voru. Lögreglan taldi það einstaka heppni f þessu tilfelli að bifreiðin skyldi hafa komizt klakklaust yfir jafn miklar umferðargötur sem Laugaveginn og Hverfisgötuna, án þess að lenda þar á bifreiðum eða jafnvel gang- andi fólki og valda stórtjóni og slysum. Það var og Iíka happ að bíllinn skyldi lenda að lokum á húsi, en ekki renna beint niður í fjöru. Ökumann bifreiðarinnar sakaði ekki. Faðir dreagsins Biskupsskrifstofan flytur Biskupsskrifstofan er flutt úr Arnarhvoli að Klapparstíg 27, fjórðu hæð, en fer upp á fimmtu hæð í vor, en ár er ver- ið að innrétta húsnæði fyrir skrifstofu fyrir biskup. Það verður mun stærra húsnæði en skrifstofan hefur hingað til haft, enda var það orðið of lít- ið. Viðskiptamálaráðuneytið tekur yfir skrifstofurými *bisk- ups í Arnarhvoli. Það verður strax byrjað að starfa í bráða- birgðahúsnæðinu, og skrifstof- an höfð opin; en þar er eftir að ganga frá ýmsu svo að sitthvað verður að sitja á hakanum um tíma. Húsnæðið á fimmtu hæð- inni verður svo framtíðarhús- næði biskupsskrifstofunnar, sagði biskupsritari Ingólfur Ást marsson í morgun. Myndin er tekin þegar flutn- ingar stóðu yfir frá Arnarhvoli. (Ljósm. Vísis I. M.) verður suksóttur Futtdum Alþingis frestað Fimm iög aígreidd í gær Dýraverndunarfélag Reykjavíkur hefur nú tekið til meðferðar það alvarlega mál sem sagt var frá í blaði einu í gær um að faðir hefði sent son sinn út um hánótt til að drekkja kisu í höfninni. En dýra- verndunarmenn líta alvarlega á þetta mál, þar sem það snertir ekki einungis dýrið sjálft, heldur líka uppeldi barnsins gagnvart dýrum. Mál þetta heyrir undir 19. grein dýraverndunarlaga sem er þess efnis, að foreldrar sjálfir skuli sóttir til saka, ef þeir vita að börn þeirra fara illa með dýr. Verður því faðirinn í þessu tilfelíi sak- sóttur. Fólk verður að gæta þess að fara vel með dýr sín. Það er að vísu rétt að dýr eru eign manna, en siðferðislögmál segja okkur, að þrátt fyrir það má ekki meiða eða misþyrma dýrum. Það er ómann- úðleg meðferð á köttum að drekkja þeim, þó að það muni enn tíðkast nokkuð. Er svo fyrir mælt í dýraverndunarlögum, að kettir skuli aflífaðir með því að skjóta þá og sér lögreglan um það, hér í bænum. Nú er kominn jólahugur í al- þingismenn eins og fleiri. Síð- ustu deildafundir fyrir jól voru í gær og skiptust deildarforset- ar, Sigurður ÓIi Ólafsson og Jóhann Hafstein, og deildamenn á jólakveðjum. Fjárlögin verða tekin til þriðju umræðu i dag og þingfundum frestað fram í janúarlok þegar afgreiðslu þeirra lýkur, sem gert er ráð fyrir að verði á morgun. Fimm lög voru afgreidd frá þinginu í gær og 3 mál voru afgreidd á milli dcilda. Hin nýju lög eru: Norðurlandasamningur um innheimtu meðlaga. Fram- lenging skemmtanaskattsvið- auka fyrir 1963. Framlenging hálft prósent gjalds af búvör- um bænda til bændahallarinnar til 4 ára, Ríkisreikningurinn 1961 og loks eru lög um ráðstaf- anir vegna ákvörðunar nýs geng is. Þar er um að ræða fram- lengingu á því fyrirkomulagi, sem gilt hefur um greiðslu vá- Frh. á bls. 5 Tilboðin berast EÍ Tilboð í smíði þriggja nýrra skipa fyrir Eimskipafélag íslands berast nú ört inn til félagsins, en þau verða að vera komin fyrir ára- mót. Hluthafafundur verður haldinn 29. desember og mun hann taka á- kvörðun um það hvort einhverju tilboðinu skuli tekið. Ef tilboðun- um verður hafnað kemur til at- hugunar að Eimskipafélagið kaupi nýleg skip, en það er ekki auðvelt Gjaldbeimtan gefst vel Eins og kunnugt er var inn- tíminn er ekki langur ennþá. tilsettum tíma En í ár varð á- heimta opinberra gjalda samein uð hjá einni stofnun, Gjald- heimtunni í Tryggvagötu, á þessu ári og jafnframt gerð nokkur breyting á innheimtu- fyrirkomulagi, t.d. eru nú öll gjöld innheimt á því ári sem þau eru lögð á. Það þýðir að síðasti gjalddagi er 1. des. ár hvert. Guðmundur Vignir Jósefsson, forstöðumaður Gjaldheimtunn- ar sagði í viðtali við Vísi í morg un, að þetta nýja fyrirkomulag hefði reynzt vel, eftir því sem næst yrði komizt, en reynslu- Hann taldi vafalaust að fólki þætti hentugra að geta greitt öll sín opinberu gjöld á einum stað og vissi ekki til að þessi nýbreytni hafði verið gagn- rýnd, enda stefndi hún að þvi að veita fólki betri fyrir- greiðslu. Fólk greiðir nú gjöld sín á 10 gjalddögum, fyrsta hvers mán- aðar, nema 1. jan. og 1. júlí, þá er ekkert greitt. Það eru fimm fyrirframgreiðslur og fimm eft- ir á, það er að segja eftir að álagning gjalda er lokið, miðað við að þeirri álagningu Ijúki á lagning síðbúin svo að ekki urðu nema fjórir gjalddagar eftir á, en það þýðir að meira þurfti að greiða á hverjum gjalddaga en ella hefði verið svo að gjaldheimta hefir hvílt þyngra á gjaldendum síðustu mánuði ársins af þeim sökum. Það hefir ekki verið gjalddági fyrsta desember fyrr en nú með hinu nýja fyrirkomulagi og þyk ir ýmsum það óhentugt rétt fyr ir jólin. Það kemur hins vegar gjaldendum til góða, þeim sem greitt haf upp sín gjöld fyrir áramót, að nú er enginn gja'.d- dagi 1. janúar. að finna skip, sem henta okkar að- stæðum sérstaklega. Nýlega hefur Eimskipafélagið fest kaup á danska skipinu Kitty Danielssen, sem er 1400 tonn og ætlunin er að skipin þrjú verði 1400—1700 tonn. Kitty Danielssen er nýlegt skip, sérstaklega styrkt til siglinga í ís. Vanskil Þessa dagana eru jólatrés- skemmtanir byrjaðar í skólum bæjarins. Afleiðing þess er að mörg útburðarböm Vfsis em uptekin um miðjan daginn. Er því hugsanlegt að blaðinu seinki nokkuð til kaupenda næstu daga. Biðst blaðið vel- virðingar á því og biður lesend- ur sína hafa þolinmæði. Ef um vanskil er að ræða þá er fólk beðið að hringja í síma 1-16-60. Allar beiðnir sem berast í þann síma fyrir kl. 8 á kvöldin verða afgreiddar heim til kaup- enda samstundis. Seðlaveltan 620 miUjónir kr. / gær Seðlaveltan hefir vaxið talsvert að undanförnu, eins og venja er í desember en þó er aukningin meiri að þessu sinni en á sl. ári. Vísir aflaði sér upplýsinga um þetta hjá Þorvarði Þorvarðssyni, aðalgjaldkera Seðlabankans, í morgun, og kýrði hann blaðinu svo frá, að I gærkvöldi, 18. des- ember, hefði seðlaveltan verið rúm lega 620 milljónir króna, en í lok nóvember hefði hún verið orðin 569 milljónir króna. Er munurinn 51 milljón króna og aukningin á þessum tíma þess vegna um níu af hundraði. Á sama tíma í fyrra voru sam- svarandi tölur þær, að 18. des- ember voru seðlar í úmferð, sem námu 531 milljón króna, en í lok nóvembermánaðar var seðlaveltan 483 millj. króna. Þá nam munur- inn 48 milljónum króna eða 10 af hundraði. VISIR Miðvikudagur 19. des. 1962 Lá við stórslysi í morgun \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.